Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Side 4
F F T. T.........R V T M M li Vikan 20. október tll 26, október fókus IJLXiA Þau ákveða að sameina krafta sína í verkefnagerð fyrir blaða- mannakúrs sem þau sækja í skól- anum og ætla að kanna skilin á miili frétta og slúðurs. Kvöld eitt hittir Derrick á tilvalið viðfangs- efni fyrir rannsóknina. Hann er staddur í teiti og sér þar til eftir- sóttustu fyrstaársskutlunnar, Na- omi (Kate Hudson), ofurölvi í innilegum faðmlögum við kærasta sinn, Beau (Joshua Jackson). Það er alkunna að Naomi er strangtrú- aður skírlífissinni en engu að síður ákveða þremenningamir að koma þeim orðrómi af stað að hún hafí legið undir kærastanum umrætt kvöld og þótt ágæt skemmtun. Sag- an berst um skólalóðina eins og eldur imi kúlutjald og meira að segja besta vinkona Naomi, Sheila (Marisa Coughlan), stendur öðr- um fremur fyrir því að breiða út þessi saurugu tíðindi. Brátt er sag- an orðin stjómlaus og skiptir þá engum togum að lögreglan blandar sér í málið og sagan stefnir hrað- byri á forsíðu Norsk Ukeblad. Nú sitja þremenningamir í súpunni eins og hjálparvana brauðmolar og verða að ákveða hvað eigi til bragðs að taka. Ungstirni á réttri leið Þegar hugmyndin að Gossip kviknaði stóð til að Joel Schumacher leikstýrði myndinni, en hann er vel kynntur hjá kvik- myndaáhugamönnum og hans helstu sigrar á því sviðinu era 8mm og Batman & Robin. Sökum anna dró Schumacher sig til baka og endaði sem aðalframleiðandi myndarinnar. Sá sem hlaut heiður- inn af leikstjóminni heitir Davis Guggenheimer og er tiltölulega óþekktur í kvikmyndaheiminum, en hann hefur leikstýrt nokkrum vinsælum sjónvarpsþáttum, meðal annars Bráðavaktinni (ER), Par- ty of Five og NYPD Blue. Leikar- amir eiga það sameiginlegt Gug- genheimer að flestir eru þeir að stíga sín fyrstu skref á hinum langa og þymum stráða slóða til hollívúddvinsælda en era allir á réttri leið. Stærsta hlutverk James Marsden hingað til er sennilega í ofurhetjumyndinni X-men, en ný- lega lónaði hann utan við Færeyjar við upptökur á mynd Sea Shepherd-hrjálæðingsins Paul Watsons, Ocean Warrior. Auk þess hefur hann komið fram sem gestaleikari í þónokkrum sjón- varpsþáttum eystra, meðal annars í Bamfóstrunni (The Nanny) og Party of Five. Lena Headey lék síðast í myndinni Onegin, sem byggð er á ljóði Pushkins, og var sú mynd sýnd á nýlokinni kvik- myndahátíð. Einnig hefur hún leik- ið í Skógarsögu (The Jungle Book) og Dreggjum dagsins (The Remains of the Day). Norman Reedus er lesendum liklegast að- eins krmnur úr tryllinum vinsæla, 8mm, og Kate Hudson á að sama skapi frekar stuttan feril aö baki og engin mynd hennar er þekktari en 200 Cigarettes. Sömu sögu er að segja um Marisa Coughlan, en hún lék ekki ósvipað hlutverk þessu í unglingatryllmum vinsæla, Teaching Mrs. Tingle. Illvígur Mexíkói Ekki eru allir leikarar myndar- innar algjörir nýgræðingar því Ed- ward James Olmos, sem leikur rannsóknarlögreglumanninn Curt- is, hefur verið lengi að. Hann er einhver illvígasti Mexíkóinn á svæðinu og hefur oft leikið glæpa- menn af því tagi. Vafalaust muna margir eftir honum úr hófamynd- inni American Me sem hann leik- stýrði og fór með aöalhlutverkið í. Þar lék hann smákrimmann Sant- ana sem sagði ansi oft „oralle esse“ og var dæmdur til langrar setu í fangelsi fyrir glæpi sína. Þegar hann slapp út voru sköp kvenna honum ekki lengur fýsilegur kost- ur og hann kaus heldur að lauma sér í skutinn á kvensunum við mis- góð viðbrögð. Ábyggilegt má því telja að viðvera hans kryddi leik- inn í Gossip. Stolinn meydómur Handritið að Gossip er nokkuð frumlegt. Sambýlingamir Derrick (James Mardsen), Jones (Lena Headey) og Travis (Norman Reedus) drekka bjór í kippulali og flippa út á háskólaheimavistinni. Klíppti stuttmynd „Ég eyddi helginni í vinnu við stuttmynd sem ég hef verið að gera siðan i sumar. Það er ástar- saga sem ég skrifaði handritið að og leikstýrði en ég vonast til að hafa hana fullkláraða i kringum mánaðamótin. Við ísak, félagi minn, vorum að klippa hana til og það fór mest af helginni í það. Ég gaf mér samt tíma til að kíkja á Vegamót og fá mér einn bjór með félögunum, það er alveg nauðsyn- legt.“ Hinrik Hoe Haraldsson leikari Með hjjómsveitar- félögunum „Þetta var einstaklega skemmti- leg helgi hjá mér. Við strákamir í hljómsveitinni hittumst heima hjá mér á fostudagskvöldið og héldum smáfund. Síðan fengum við okkur góðan mat og drykk og hlustuðum á tónlist. Við fóram í bæinn og menn voru mishressir að því loknu, allavega kom ég frekar seint heim. Ég ákvað svo á laugardaginn að vera duglegur og eyddi töluverð- um tíma í að æfa mig á hljómborð- ið það sem eftir lifði af helginni.“ Daði Birgisson, hljómborðsleikari í Jagúar m Horfði á ofbeldismynd „Á föstudaginn fór ég út að borða á La Primavera og leit síðan inn á Mannsbar. Á laugardags- kvöldið horfði ég svo á I Kina spiser de hunde. Það er ágæt hressandi dönsk ofbeldismynd sem er byggð á sönnum atburðum og fjallar um óheppinn bankaræn- ingja sem kemst upp á kant við júgóslavneska glæpaklíku. Úr því veröur svo allsherjarblóðbað. Fyr- ir utan þetta gerði ég ekki neitt þessa helgi, enda mjög latur.“ Frosti Jónsson hljóðhönnuður Bíómyndin Gossip verður frumsýnd í Sambíóunum þessa helgina. Hún fjallar um þríeyki háskóla- nema sem ákveður að reyna á skilin milli frétta og slúð- urs, í tengslum við skólaverkefni, en leysa úr læðingi sögusögn sem þeim reynist erfitt að hemja og hefur alvarlegri afleiðingar en þau kæra sig um að bera ábyrgð á. Gossip hefur verið likt við gæsa- húðar-unglingamyndir á við Scream og Urban Legend en er þó sögð matarmeiri sem kvikmynd og býður upp á margsnúinn söguþráð í ætt við myndirnar Wild Things og Cruel Intentions.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.