Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Side 3
MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2000 19 I>V i “ — s lnll «0 Feögar spiluóu saman inni á velli á Ásvöllum í gær þegar Kári Mar- isson og Axel Kárason sonur hans léku saman í liði Tindastóls. Kári er að verða fimmtugur en Axel er að- eins 17 ára og er að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki. Grindavík, Njarövik og Tinda- stóll komust áfram í hóp þeirra fjögurra fræknu annað árið i röð en Keflavík varð að sætta sig við að komast ekki í úrslitin í fyrsta sinn í sögu keppninnar. í undanúrslitunum, sem fara fram í Smáranum 11. nóvember næstkomandi, mætast KR-Tinda- stóll annars vegar og Njarð- vik-Grindavík hins vegar. Njarövikingar eru núna eina liðið í sögu fyrirtækjabikars KKÍ sem hefur verið í hópi fjögurra fræknu í öll fimm skiptin sem keppnin hefur farið fram. Njarðvíkingum hefur þó aldrei tekist að vinna undanúrslitin og að komast í úrslitaleikinn. -ÓÓJ Titilvörnin - enn á góðu róli hjá Tindastóli Tindastólsmenn komu til Hafnai’fjarðar með tuttugu og fjög- urra stiga mun í farteskinu. Þeirri forystu var aldrei verulega ógnað á Ásvöllum i gærkvöldi og á endanum stóðu Tindastóls- menn uppi sem sigurvegarar í leiknum. Meistararnir frá því i fyrra eru því komnir í undanúrslit hinna fjögurra fræknu með 80-38 sigri. Það var jafnræði með liðunum ahan fyrri hálíleikinn en Haukar yfirleitt með örlitla forystu. I upphafi síðari hálfleiks náðu heimamenn síðan tíu stiga forystu og leikurinn virtist ætla að verða spennandi. En þá tóku Tindastólsmenn sig til og jöfnuðu leikinn og eftir það var aldrei nein spurning um að þeir kæmust áfram. Spumingin var einungis sú hvorum m'eg- in sigurinn myndi lenda. Það var sautján ára nýliði i liði Tindastóls, Axel Kárason, sem innsiglaði sigur sinna manna með því að skora tíu stig í röð undir lok leiksins. En hann og faðir hans, Kári Marísson, voru saman inn,á fyrir Tindastól síðustu minútur leiksins. Hjá Tindastóli var Shawn Myers yf- irburðamaður og skoraði þrjátíu stig auk þess að taka aragrúa frákasta. Auk hans voru Lárus Dagur Pálsson og Axel Kára- son sprækir. Hjá Haukunum var Rick Mickens áberandi en kannski helst til skotglaður á köflum. Eyjólfur Jónsson var einnig duglegur bæði í vöm og sókn. Tindastólsmenn eru með gott lið og breiðan hóp og eiga nokkuð góða möguleika á að verja titilinn sem þeir unnu svo óvænt í fyrra. Stig Hauka: Rick Mickens 32, Lýður Vignisson 14, Eyjólfur Jónsson 13, Davíð Ásgrímsson 8, Marel Guðlaugsson 5, Bragi Magnússon 4, Jón Amar Ingvarsson 4. Stig Tindastóls: Shawn Myers 30, Axel Kárason 12, Lárus Dagur Pálsson 11, Svavar Birgisson 10, Kristinn Friðriksson 8, Tony Pomonis 8, Michael Andropov 7, Ómar Sigmarsson 2. Tindastóll vann einnig fyrri leikinn, 94-70, og þá voru stigahæstir: Tindastóll: Myers 34, Kristinn 20, Andropov 13, Pomonis 11. Haukar: Mickens 21, Bragi 15, Lýður 13, Jón 10. -MOS Njarðvík sló út nágrannana Það var mikill hraði og sveiflur sem einkenndu leik Njarðvíkinga og Keflvíkinga í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi. Lokatölur urðu 85-78 fyrir Njarðvíkinga eftir að Keflvíkingar höfðu leitt í hálfleik, 42-48. Liðin skiptust á að spila frábæran sóknarleik og vom það Njarðvíkingar sem buðu upp á fleiri sýningar að þessu sinni og sigur þeirra sanngjam. Þetta er í fyrsta sinn sem Keflvíkingar munu ekki spila í keppni hinna fjögurra fræknu, og reynd- ar í fyrsta sinn sem þeir spila ekki sjálfan úrshtaleikinn í þessari keppni. Það vom Keflvíkingar sem skomðu fyrstu 4 stigin og Njarðvíkingar ekki komn- ir á blað eftir tæpar fjórar mínútur, en þeir svömðu með 22 stigum í röð á næstu 4 mínútum auk þess sem þeir spiluðu frábæra vöm. Keflvíkingar náðu að minnka muninn og staðan 22-10 eftir 1. leikhluta. Keflvíkingar skoraðu fyrstu níu stig 2. leikhluta og staðan orðin 22-19. Þá var þáttur Guðjóns Skúlasonar hafinn, og á tímabili hefði mátt merkja honum eitt hom- ið í Ljónagryfjunni likt og f Keflavík, en Guðjón setti 16 stig í leikhlutanum og lagði grunninn að því að Keflvíkingar leiddu í hálfleik, 42-48. Keflvíkingar skoraðu því 38 stig i leikhlutanum. í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum, Calvin Davis sem hafði lítið haft sig í frammi setti mark sitt á leikinn með 9 stigum f 3. leikhlut- anum og Keflvikingar leiddu allan leikhlutann með 2 til 6 stigum. Síðasti leikhlut- inn rennur seint úr minni Halldórs Karlssonar, en Halldór, sem lék áður með Kefla- vík, tók 8 fráköst á 8 mínútum og þar af 4 sóknarfráköst og þáttur Halldórs, ásamt þremur 3ja stiga körfum frá Teiti Örlygssyni vógu þungt og Njarðvíkingar vom komnir með forystu sem þeir létu ekki af hendi og sigruðu, 85-78. Það sauö svo upp úr i lokin og Gunnar Einarsson fekk brottrekstrarvillu fyrir að henda boltanum í Friðrik Ragnarsson I þann mund sem flautan gall. Liösheild Njarðvíkinga var sterk í þessum leik. Logi skoraði margar góðar körfur, Brenton lék mjög vel í vöm og sókn þó hann hafi oft skorað meira og Teitur setti gríðarlega mikilvægar körfur á góðum tímum. Þá lék Jes Hansen einnig vel, auk Halldórs Karlssonar sem gerði gömlu félögunum ansi erfitt fyrir í lokin. Hjá Keflvíkingum átti Guðjón frábæran annan leikhluta en hans var vel gætt i seinni hálfleik. Falur, Hjörtur og Magnús áttu ágætisleik, en Calvin Davis hefur oft leikið betur. „Þetta em gríðarleg vonbrigði, við vorum ekki nógu ákveðnir í sókninni, vorum að hnoða með boltann. Þeir tvídekkuðu Calvin mikið og við nýttum það einfaldlega ekki nógu mikið. Þetta leit ágætlega út í hálfleik en við klámöum ekki dæmið, og það má kannski segja að við höfum grafið okkar eigin gröf í lok leiksins í Kefla- vík,“ sagði Guðjón Skúlason, fyrirliöi Keflvíkinga, að leik loknum. Halldór Karlsson var mjög sáttur i leikslok: „Þetta er ólýsanlegt, við byrjuðum vel, en þeir eru með gott hð og komu til baka. En viö sýndum karakter og snerum dæminu okkur í hag. Maður er þarna til að berjast og hlutir eins og fráköst eru fyrst og fremst barátta og vilji, það er allt hægt með viljanum." Stig Njarðvíkmga: I.ogi Gunnarsson 24, Jes Hansen 17, Teitur Örlygsson 17, Brenton Birming- ham 11 (14 tráköst og 7 stoðsendtngar), Halldór Karlsson 8 (9 fráköst), Friðrik Ragnarsson 5 og Ragnar Ragnarsson 3. Stig Keflvíkinga: Guðjón Skúlason 18, Calvin Davis 15 (14 fráköst), Fal- ur Harðarson 12, Hjörtur Harðarson 10, Magnús Gunnarsson 9, Sæmundur Oddsson 6, Gunnar Einarsson 5, Birgir Öm Birgisson 3. -EÁJ KR-ingar fengu loksins tilefni til að gleðjast er þeir bám sigurorð af Hamri, 97-72, í seinni leik hðanna í 8 Uða úrslit- um Kjörísbikarsins, sem fram fór í KR- heimilinu í gærkvöld. Hamarsmenn unnu fyrri leik hðanna með 11 stiga mun, en sá munur var fárinn strax í 1. leikhluta. Yflrburðir KR-inga vom mikl- ir að þessu sinni og var Uðið að spila virkilega vel mestallan leikinn. Leikurinn var nánast búinn í hálfleik þar sem heimamenn vom þegar komnir með 24 stiga forskot, 53-29. Hittnin var góð og lék enginn betur en fyrirhðinn, Ólafúr Jón Ormsson, sem geröi 22 stig fyrir hlé. Einnig var vöm KR öflug og komust gestimir Utið áleiðis þar sem þeir fengu Utinn frið til að athafha sig. KR-ingar sýndu í þessum leik að Uðiö getur þetta aht saman ef menn mæta rétt stemmdir til leiks. AUt annað var að sjá til Uðsins flá fyrri leikjum, þar sem neist- ann, sem hefúr vantað hjá leikmönnum Uðsins fram að þessu, var að sjá hjá Uð- inu. Ólafúr Ormsson för á kostum með frábærum leik og Magni Hafsteinsson var einnig mjög góður. Amar Kárason lék aftur með Uðinu eftir veikindi og greinilegt að hann er mjög mikilvægur Uðinu. Eátt var um fina drætti hjá gestunum og enginn leik- maður Uðsins náði sér á strik. Svavar Pálsson átti þó ágætan fyrri hálfleik en Utið sást til hans í þeim seinni, en aug- ljóst að hann hefúr tekið miklum fram- förum. „Ég er virkilega sáttur við karakter- inn í Uðinu, og menn sýndu að þeir vom ekki tilbúnir að detta út Við förum vel yfir leikinn í Hveragerði og endurskipu- lögðum okkur fyrir þennan leik. Ég er stoltur af mínum mönnum, að hafa rifið sig virkilega vel upp. Við slökuðum að- eins á í lokin en þetta var aldrei í hættu. Við spiluðum fiábæra maður á mann vöm og það var hún sem skóp þennan sigur fyrst og fremst Þetta er gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Uðið og gaman að sjá menn loksins sýna hvað þeir geta,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, að leik loknum. Stig KR: Ólafur Ormsson 35, Magni Hafsteinsson 20, Amar Kárason 13, Jónatan Bow 10, Tómas Hermannsson 8, Ólafur Ægisson 6, Jón Amór Stefáns- son 5. Stig Hamars: Chris Dade 22, Pétur Ingvarsson 12, Svavar Pálsson 9, Óli Barðdal 7, Lárus Jónsson 7, Hjalti Páls- son 4, Skarphéðinn Ingason 4, Gunn- laugur Erlendsson 4, Ægir Jónsson 2. -BG Grindvíkingar í úrslit í 4. sinn - eftir tvo sigra á Þórsurum frá Akureyri um helgina Það er ekki oft sem Grindvíking- ar tapa í Röstinni, og þótt það hafi ekki litið vel út í lokin þá höfðu þeir góðan sigur á Þórsurum, 107-101, eftfr að staðan í hálfleik var 57-52 fyrir heimamenn. Leikurinn var góður sóknarlega en vömin var not- uð í spari að þessu sinni. Þórsarar vom hikandi í upphafi og grimmfr Grindvíkingar gengu á lagið og náðu forskoti og fór þar fremstur Bergur Hinriksson, en Clifton Bush sá til þess að leikurinn héldist jafh með 14 stigum í leik- hlutanum og staðan 29-27 að honum loknum. Hafsteinn Lúðvíksson, fyr- irliði Þórsara, kom svo sterkur i annan leikhluta og náðu norðan- menn forystu, en Grindvíkingar leiddu í hálfleik, 57-52. í seinni hálfleik skiptu Grindvíkingar yfir í svæðisvöm og héldu nokkuð þægi- legu forskoti út 3. leikhlutann og kom Kristján Guðlaugsson sterkur inn í seinni hálfleik, en til marks um breidd Grindvíkinga, þá spilaði Kristján ekki í fyrri hálfleik en skoraði 15 stig i seinni hálfleiknum. Grindvíkingar höfðu yfir, 81-75, er fjórði leikhlutinn hófst, en þá fóm Þórsarar i gang, og er tæpar þrjár mínútur vora eftir vom þeir komnir yfir, 91-95. Þórsarar fóm að pressa og freistuðu þess að auka muninn en Grindvikingar sýndu yf- irvegun og höfðu sigur eins og áður sagði, 107-101. Hjá Grindvíkingum var liðsheild- in sterk, allir að spila, Bergur mjög sterkur í fyrri hálfleik, Kristján í þeim seinni og Guðlaugur að leika mjög vel allan leikinn. Þá átti Guð- mundur Ásgeirsson góðan leik í fjóröa leikhluta og setti öll sín 11 stig í honum. Cliflon Bush og Hafsteinn Lúð- víksson vom bestu menn Þórsara, sem söknuðu leikstjómanda síns, Sigurðar Sigurðssonar, sem er meiddur. Óðinn Ásgeirsson var óheppinn í aðgerðum sínum og Þórsarar mega ekki við því að Óð- inn nái sér ekki á strik í svona leikj- um. „Við spiluðum ágætissóknarleik, náðum 5 stiga forskoti, en tókum áhættu í lokin með það í huga að reyna að vinna upp forskot Grind- vikinga og því fór sem fór. Við töp- uðum þessu einvígi í 4. leikhluta fyrir norðan, en ég hlakka til að koma hingað aftur í vetur og þá ætl- um við að ná í tvö stig í deildinni," sagði Ágúst Guðmundsson, þjálfari Þórsara, að leik loknum. Einar Ein- arsson, þjálfari Grindvíkinga, var sáttur í leikslok: „Þeir veittu okkur verðuga keppni, enda hörkulið. Við hefðum getað tapað þessum leik en gerðum okkar og höfðum góöan sigur. Stig Grindvíkinga: Guðlaugur Eyjólfsson 17 (5/6 í 3ja), Páll Axel Vil- bergsson 15, Kristján Guðlaugsson 15, Bergur Hinriksson 12, Kim Lewis 12 (14 fráköst), Guömundur Ásgeirsson 11, Pétur Guðmundsson 8, Dagur Þór- isson 6, Davíð Jónsson 6, Elentínus Margeirsson 5. Stig Þórsara: Clifton Bush 32 (11 fráköst), Hafsteinn Lúðvíksson 15 (9 fráköst), Einar Aðalsteinsson 14, Her- mann Hermannsson 12, Magnús Helgason 12, Óðinn Ásgeirsson 10, Konráð Óskarsson 4, Einar Hólm Dav- íðsson 2. -EÁJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.