Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Síða 7
Ifókus Vikan 24. nóvember til 30. nóvember lifið F F T T R Y I N N Ef Singapore Slíng væri videospóla en ekki hljómsveit væri hún sett í nýtt og nýlegt-rekkann á leigunni, en í staðinn verður hún á hinu fyrsta, í nýrri seríu Stefnumóta. Það fer fram á Gauki á Stöng næsta þriðjudag og ættu því allir tón- listarunnendur að sperra eyrun og taka gleði sína. Með Singa- pore Sling verða sveitirnar Traktor og Úlpa. Henrik Björnsson, söngvari og gítarleikari, var tekinn á beinið af þessu tilefni. Gamlar hefðir án þess að vera gamaldags „Hljómsveitm var stofnuð í sumar en síðan þá hafa orðið nokkrar mannabreytingar," segir Henrik í stuttri sögukennslu um sveitina Singapore Sling. Nýlega voru teknir inn trommuleikari og „hristari" og nú skipa sveitina sex hijóðfæraleik- arar sem eiga það eitt sameiginlegt að vera með typpi, en eru annars úr öllum áttum. Hétu Mikado „Við spilum aðallega rokk & ról, höldum í gamlar hefðir, án þess að verða of gamaldags," segir Henrik um tónlistarstefnu bandsins. Nafnið Singapore Sling þykir nokkuð sér- stakt og hann segir það hafa verið límt endanlega á sveitina eftir mikl- ar vangaveltur. „Við vorum búnir að fara í gegnum svo mörg nöfn og flest þeirra voru verulega vond,“ segir Henrik og hlær. „Ég man nú voðalít- ið af þessu drasli, en upphaflega ætl- uðum við að heita Mikado af því það lá mikadospil fyrir framan okkur þegar við vorum að reyna að flnna nafn eitt kvöldið. Singapore Sling er nafn á einhverri mynd sem ég rakst á, svo er líka kokkteill sem heitir þessu nafni og við vorum bara sam- mála um aö þetta væri flott,“ segir hann um skírnina. Stressaðir í MH Henrik kann ágætlega við lands- lagið í tónlistarbransanum um þess- ar mundir. „Það er rosalega margt i gangi. Nokkur bönd eru mjög góð, önnur léleg og svo eru náttúrlega heilmörg sem ég hef ekki heyrt í,“ segir Henrik og telur frekar auðvelt fyrir nýliða að komast inn í hring- iðuna. SS-liðar hafa ekki enn gefið frá sér neitt efni fyrir neytendur en stefna að því að gefa eitthvað út einn góðan veðurdag. „Ég veit nú ekki til þess að við eigum marga aðdáendur, en það eru eflaust einhverjir sem eru með svipaðan tónlistarsmekk og við sem fila þetta,“ segir hann og er hóg- værðin uppmáluð, aðspurður um frægð og grúppíur. Sjálfur er Henrik enginn græningi á tónlistarsviðinu. Hann hefur dundað við eigin tónlist um nokkurt skeið og gaf meira að segja sjálfur út skífuna Overdriver, sem hann tók upp á eigið fjögurra rása tæki. Sökum ungdóms Singa- pore Sling hefur íslendingum aðeins gefist kostur á að hlýða á sveitina tvisvar áður. „Þegar við spiluðum í MH um daginn vorum við svolítið stressaðir og sumir kvörtuðu undan því að viö værum fúlir og stífir. Það er ekki alveg rétt, en það eru ekki mikil læti á tónleikum hjá okkur, það væri bara tilgerðarlegt. Við mæt- um bara á svið og spilum," segir Henrik um tónleikavenjurnar, en vonast eftir almennri gleði og stuði á Gauknum á þriðjudaginn. Bíóborgin Nurse Betty Betty (Renee Zellwegerjer ekki hjúkka, en hún lif- tr sig ef til vill einum of ] vel inn í hlutverk hjúkr- unarfræðings, í gegn- um spítalasápuóper- ur. Sýnd kl.: 5,40, 8, 10,20 Human Traffic Að verða fyrir bíl er eitt, en það kemst enginn frá því lifandi að verða fyrir manneskju. En þessi mynd fjallar eimitt um það hversu örðugt er að fá ökuskirteinið í mannlegum samskiptum. Sýnd kl.: 10 íslenski draumurinn ★★★ „Á heildina litið ræður Robert I. Douglas vel við formið. fs- lenski draumurinn lofar góðu um framtíðina hjá honum." -HK Sýnd kl.: 6, 8 Bedazzled Brendan Fraser fær aðstoð djöf- uls til þess að vinna hjarta stúlku sinnar. Sýnd kl.: 6, 8,10 Bíóhöllin Charlie's Angeis Þær eru girnilegri en nýbakað brauð láfurn- ar þrjár sem halda uþþi dampnum í þess- ari ræmu. Hér eru það bara hasarinn og gell- urnar sem fá notið sín til fullnustu og ef Pee Wee Herman færi á þessa yrði hann vafalítiö handtekinn öðru sinni fyrir ósiðlega tilburði í bíóhúsi. Sýnd kl.: 4, 6, 8, 10 Chicken Run ★★★ „Húmorinn í Kjúklinga- flóttanum er einstaklega frumlegur og góður auk þess sem fígúrurnar eru vel heppnaðar og raddir eins og best verður á kosið." -HK- Sýnd kl.: 4, 6, 8 The Nutty Professor li Framhaldsmynd af endurgerðri mynd. Þetta hljómaði ekkert voöalega vel, ef ekki væri fyrir Eddy Murphy. Sýnd kl.: 3,40, 5,50, 8,10,15 Nurse Betty (Sjá BíóborgjSýnd kl.: 5,55, 8, 10,10 Space Cowboys Nokkrir gamlir refir úr geim- ferðaráætlunum NASA fá uppreisn æru á gamalsaldri. Snilldarteymi leikara. Sýnd kl.: 8, 10,15 The Exorcist Þetta er ein frægasta hryllings- mynd allra tíma, f þeim búningi sem leikstjór- inn hefði helst kosið. Særingamaðurinn flæk- ist milli hverfa og rekur á undan sér fjörulalla og púka. Sýnd kl.: 8, 10,15 Asterix & Obelix Sýnd kl.: 4 The Kid Bruce Willis hefur gleypt ótæpilegt magn geðlyfja og hittir æskumynd sjálfs síns í eiturvfmunni. Ekta Disneymynd. Sýnd kl.: 3,50, 5,55 U-571 ★★ „Ef litiö er fram hjá hnökrum og myndin og sagan tekin án hugleiðinga um mótsagnir og sannleiksgildi þá er U-571 ffn spennumynd sem stundum myndar rafmagn- að andrúmsloft.“-HK Sýnd kl.: 10 Háskólabíó Óskabörn þjóðarinnar Jóhann Sigmarsson er kominn aftur á stjá og loksins kemur þessi mynd hans í kvikmyndahús, en hún hefurtek- ið rúm þrjú ár f vinnslu. Sýnd kl.: 10,15 The Nutty Professor II (Sjá Bfóhöll) Sýnd kl.: 5,45, 8, 10,15 Chicken Run ★★★ (Sjá Bíóhöll) Sýnd kl.: 6 Den eneste ene Ef þú ert framhaldsskóla- nemandi fastur f kennaraverkfalli, er tilvallið að halda baunlenskunni ferskri með bíóferð- um á danskar gæðaræmur. Eldra fólk verður að lesa textann. Sýnd kl.: 5,45, 8, 10,15 Dancer in the Dark ★★★★ „Ég mæli hins vegar mjög með þvf að þú drffir þig, lesandi góður, og dæmir fyrir þig." -ÁS- Sýnd kl.: 8 101 Reykjavík ★★★ 101 Reykjavík liggur mikið á hjarta en gleymir aldrei því hlutverki að skemmta Sýnd kl.: 8, 10,10 Fantasía/2000 ★★ „Þegar á heildina er lit- ið þolir Fantasía 2000' ekki samanburð við forvera sinn, “ -HK Sýnd kl.: 6 Kringlubíó Dinosaur Það er al- þekkt að sumir geti haft gaman af saur og Dinosaur ætti að stuðla að útvíkkun þess hóps. Hér takast á mismunandi risaeðl- ur og litla söguhetjan á erfitt uppdráttar, föst milli átakanna og saurugra hugsanna. Sýnd kl.: 4, 6, 8, 10 The Exorcist (Sjá Bíóhöll) Sýnd kl.: 8, 10,15 The Kid (Sjá Bíóhöll) Sýnd kl.: 3,50, 5,55, 8, 10,05 Laugarásbíó Charlie's Angels (Sjá Bfóhöll) Sýnd kl.: 4, 6, 8, 10,10 The Art of War Wesley snfpur nuddar sér upp við glæpahyski, eins og svo oft áður og lítur á kónana hvasseygður þegar hann seg- ir:“Þekkir þú óvini þína?" Sýnd kl.: 10 Óskabörn þjóðarinnar (Sjá Háskólabíó) Sýnd kl.: 8, 10 Dinosaur (Sjá Kringlubíó) Sýnd kl.: 2, 4, 6 Shaft Shaft er einn vfgalegasti negrinn á svæðinu og þegar hann er leikinn af Samuel L. Jackson lokast hringurinn. Þetta er endurgerð af klass- ískri bíómynd. Sýnd kl.: 8 Regnboginn Dinosaur (Sjá Kringlubfó) Sýnd kl.: 4, 6 What Lies Beneath ★★ (Sjá Störnubfó) Sýnd kl.: 5,30, 8, 10,30 MU- Beyond the promised land Hér fara leik- menn Manchester ögn lengra heldur en til fyr- irheitna landsins, enda allt á öðrum endanum f ísrael um þessar mundir og öruggara að fara bara til Egyptalands eða Jórdaníu. Ef þú fílar Rauðu djöflana er þetta ábyggilega ágætis- ræma, ef ekki þá ekki. Sýnd kl.: 4, 8, 10 Snatch Snatch er frá þeim hinum sama manni, sem gerði LS2SB sér og öðrum að gamni. Ekki á þessi að vera sfðri en sú, en um hvað hún er hafa fæstir klú. Sýnd kl.: 4, 6, 8, 10 The Art of War (Sjá Laugarásbíó) Sýnd kl.: 5,30, 8, 10,30 Stjörnubíó Charlie’s Angels (Sjá Bíóhöll) Sýnd kl.: 4, 6, 8,10,12 Scary Movie mynd. Sýnd kl.: 4, 6 What Lies Beneath ★★ (Sjá Bfóhöll) Sýnd kl.: 8,10,30 kabarett Það er Kaupum ekkert dagur í dag og er fólk hvatt til að taka sér hlé í amstri dagsins til að velta fyrir sér afleiðingum neyslunnar. Þú skalt eigi III Kaupum ekkert dagurinn er al- þjóðlegt fyrirbrigði en er nú haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti hér á landi. Er það með ráði gert að dagurinn er settur í byrj- un jólaflóðsins, fólk ætti þá að sjá áhrifln. Nóg verður um að vera í bænum í dag og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Að Skólavörðustíg 21a verður starfrækt Kaupum ekkert versl- un til klukkan 18 í dag og í musteri Mammons, ef svo má segja, Kringlunni, verða gjörn- ingar og sprell frá 14-16. Á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs verða aftur á móti samsýning, upplestur og tónlist eftir klukk- an 17. Á samsýningunni koma fram Djammdúettinn Kókaín, höfundar Dís, Andneyslufélag- ið, Múm og Andri Snær Magnason, svo einhverjir séu nefndir. Fjölmargir listamenn taka svo auðvitaö þátt i sýning- unni. Eftir miðnætti verður svo boðið upp á gleði í Skötuhúsinu þar sem fram koma xxx Rottweiler, Botnleðja, Stjörnukisi, Delphi, Vítissódi og hinir ýmsu plötusnúðar. 5«®R5sHt» n» Botnleöja er ein þeirra hljómsveita sem koma fram á Kaupum ekkert degi. Laugavegi 62- Sími: 551 4100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.