Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Blaðsíða 26
* 30 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 Ættfræði__________________ Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Stórafmæli 85-Éta________________________________ £ Sigríöur Guöjónsdóttir, Klausturhólum 3, Kirkjubæjarklaustri. 85 ára________________________________ Elís Þórarinsson, Eyjalandi 4, Djúpavogi. Jón Davíösson, Neðri-Skálateigi, Neskaupstaö. Sigríöur Stefánsdóttir, Heiðarvegi 18, Reyöarfirði. 80 ára________________________________ Jóhannes Kristjánsson, Klambraseli, S. Þing. Kristján Jónsson, Byggöavegi 84, Akureyri. Hann verður að heiman. 75_ára________________________________ Eggert H. Kristjánsson, Snorrabraut 34, Reykjavík. Guölaug Þórarinsdóttir, Miklubraut 60, Reykjavík. Jón Benedikt Georgsson, Hlíðarvegi 54, Njarövlk. 7Q-ára________________________________ Erla Björgvinsdóttir, Dunhaga 21, Reykjavík. Eyvindur Eiösson, Heiöargerði 13, Akranesi. Hrefna Kristjánsdóttir, Arnartanga 46, Mosfellsbæ. Rósa Margrét Steingrímsdóttir, Sólheimum 27, Reykjavík. * Sverrir Sigurösson, Hlíöargötu 41, Fáskrúðsfirði. 60 ára________________________________ Emilía Jónsdóttir, Hæðarbyggð 6, Garðabæ. Grétar Njáll Skarphéöinsson, Vesturbergi 165, Reykjavlk. Sigríöur Ingvarsdóttir, Brekkugötu 9, Vogum. 50 ára________________________________ Guörún Svava Guðmundsdóttir, Weikskólastjóri á Víöivöllum I Hafnarfirði. Hjallabraut 54, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar er Hjörtur Lárus Haröarson húsasmíðameistari. Bergljót Þórarinsdóttir, Egilsstöðum, Egilsstöðum. Guölaug Árnmarsdóttir, Seljabraut 38, Reykjavlk. Guðlaugur Gunnar Einarsson, Víkurbraut 3, Vlk. Jens Jóhannesson, Ystaseli 31, Reykjavík. Jóna Kristín Antonsdóttir, Þverá, Akureyri. Kristinn Kristjánsson, Rauöási 14, Reykjavík. Sigurborg Elva Þóröardóttir, Ásavegi 8, Vestmannaeyjum. Sigurður Þórir Sigurösson, ^ Stakkhömrum 19, Reykjavik. áOára_________________________________ Ágústa Ragnarsdóttir, Breiövangi 26, Hafnarfiröi. Ástríður Júlíusdóttir, Áshamri 8, Vestmannaeyjum. Bylgja A. Sigurgaröarsdóttir, Svalbarði 9, Hafnarfirði. Davíö Gunnar Diego, Gautavík 31, Reykjavík. Gunnar Jónsson, Hólahjalla 12, Kópavogi. Helen Antonsdóttir, Vatnsholti 18, Keflavík. Ingibjörg Óladóttir, Lindasmára 33, Kópavogi. Ingileif Reynisdóttir Vang, Álfholti 48, Hafnarfirði. Reynir Valbergsson, Óöinsvöllum 10, Keflavík. Siguröur Ó. Grétarsson, Vesturbergi 79, Reykjavík. Skapti Jóhann Haraldsson, Ásholti 6, Reykjavlk. Snorri Hallgrímsson, Ranavaði 4, Egilsstöðum. ISteinn Karlsson, Lækjarvegi 6, Þórshöfn. Steinunn Jónsdóttir, ; Vatnsendabletti 3, Kópavogi. Svandís Guðmundsdóttir, Hllðarlundi 2, Akureyri. Þorsteinn G. Gunnarsson, Leirubakka 24, Reykjavík. ^Þórey Bergljót Magnúsdóttir, Sogavegi 190, Reykjavík. ----------T’-------------------------- {Jrval * - gott í hægindastólinn DV Fertug Anna Fjóla Gísladóttir formaður Ljósmyndarafélags íslands Anna Fjóla Gísladóttir ljósmynd- ari, Sogavegi 121, Reykjavík, er fer- tug í dag. Starfsferill Anna Fjóla fæddist í Stuttgart í Þýskalandi en ólst upp í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti á lista- sviði 1979, sveinsprófi í ljósmyndun og öðlaðist síðan meistararéttindi í þeirri grein 1987. Anna Fjóla starfaði við Ljós- myndasafn Reykjavíkurborgar í nokkur ár en hefur starfrækt eigin ljósmyndastofu í iðnaðar- og auglýs- ingaljósmyndun frá 1987. Anna Fjóla er stundakennari við Listaháskóla Islands og hefur tekið þátt í fjölda ljósmyndasýninga, hér á landi og erlendis. Fjölskylda Böm Önnu Fjólu eru Lena Rut Kristjánsdóttir, f. 16.10. 1985; Lárus Valur Kristjánsson, f. 20.11. 1989. Systkini Önnu Fjólu eru Hadda Björk Gísladóttir, f. 22.8. 1962, meinatæknir í Reykjavík; gift Karli G. Kristinssyni lækni; Elfa Lilja Gísladóttir, f. 28.4. 1964, tónlistar- kennari, búsett í Reykjavík, gift Einari Sigurðssyni bassaleikara; Edda Sólveig Gisladóttir, f. 20.8. 1974, búsett í Reykjavík, en sambýl- ismaður hennar er Gunnar Thor- berg Sigurðsson. Foreldrar Önnu Fjólu eru Gísli B. Bjömsson, f. 23.6. 1938, graflskur hönnuður, og Lena Margrét Rist, f. 12.12. 1939, námsráðgjafi í Reykja- vík. Ætt Gísli er sonur Haralds St. Bjöms- son, stórkaupmanns í Reykjavík, bróður Björns Th. listfræðings. Har- ald var sonur Baldvins, gullsmiðs í Reykjavík, Björnssonar, gullsmiðs á ísafirði, Ámasonar, b. á Heiðarbæ í Þingvallasveit, Björnssonar. Móðir Baldvins var Sigríður Þorláksdóttir, b. í Fagranesi, bróður Hallgríms, langafa Guðjóns B. Ólafssonar, fyrrv. forstjóra SÍS. Móðir Sigríðar var Hólmfríður, systir Snjólaugar, ömmu Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Hólmfríður var dóttir Bald- vins, pr. á Upsum, Þorsteinssonar, bróður Hallgríms, föður Jónasar skálds. Móðir Haralds var Martha Clara, dóttir Theodors Bemme, tré- smíðameistara í Leipzig, og Pauline Ernstine Hanau. Móðir Gísla er Fjóla, systir Þór- hildar, móður Sváfnis Sveinbjamar- sonar, prófasts á Breiðabólstað. Fjóla er dóttir Þorsteins, útvegsb. í Laufási í Vestmannaeyjum, Jóns- sonar, b. í Gularáshjáleigu, Einars- sonar. Móðir Þorsteins var Þórunn Þorsteinsdóttir, b. í Steinmóðabæ undir Eyjaflöllum, Ólafssonar, b. í Múlakoti, Árnasonar. Móðir Pjólu var Elínborg Gísladóttir, verslunar- stjóra í Vestmannaeyjum, Engil- bertssonar, b. á Syðstu-Mörk undir EyjaQöllum, Ólafssonar. Móðir Elín- borgar var Ragnhildur Þórarins- dóttir, b. í Neðri-Dal, Þórarinssonar og Katrínar Þórðardóttur frá Ey- vindarmúla. Lena er dóttir Jakobs Ruckerts, vélsmiðs í Mannheim f Þýskalandi, sonar Josephs Ruckerts í Mann- heim. Móðir Lenu er Anna Rist, systir Sigurjóns, vatnamælingarmanns og forstöðumanns Vatnamælinga Orkustofnunar, föður Rannveigar, forstjóra ÍSAL. Anna er dóttir Lárusar, sundkappa og leikfimi- kennara á Akureyri, Jóhannssonar P.J. Rists, b. í Botni í Eyjafirði, bróður Guðmundar á Valdastöðum í Kjós, fóður Þorgils íþróttakennara, fööur Birgis, fyrrv. ferðamálastjóra, og Sigrúnar, móður Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Jóhann var sonur Sveinbjörns, b. í Bygggarði, Guðmundssonar og Petr- ínu Regínu Rist. Móðir Lárusar var Ingibjörg ljósmóðir, systir Jakobínu í Hvammsvík í Kjós, móður Lofts Guðmundssonar ljósmyndara. Ingi- björg var dóttir Jakobs, b. á Valda- stöðum, Guðlaugssonar, bróður Bjöms á Bakka,, langafa Jórunnar, móður Birgis ísleifs Gunnarssonar seðlabankastjóra. Móðir Ingibjargar var Guðbjörg Guðmundsdóttir. Móðir Önnu Rist var Margrét Sigurjónsdóttir, b. á Sörlastöðum í Fnjóskadal, Bergvins- sonar. Móðir Margrétar var Anna, systir Þorkels Þorkelssonar veður- stofustjóra. Anna var dóttir Þorkels, b. í Flatatungu i Skagafirði, Páls- sonar, bróður Margrétar á Hofsstöð- um, ömmu Hermanns Jónassonar forsætisráðherra, föður Steingríms, fyrrv. forsætisráðherra. Margrét var einng langamma Steingríms Baldurssonar prófessors og Sigur- jóns Björnssonar, bæjarverkfræð- ings í Kópavogi. Sextugur Jóhannes Ragnarsson sjómaður á ísafirði Jóhannes Ragnarsson sjómaður, Engjavegi 3, ísa- firði, er sextugur í dag. Starfsferlll Jóhannes fæddist á ísa- firði og ólst þar upp. Hann var í Bamaskóla ísafjarðar og stundaði nám við Gagn- fræðaskóla Ísaíjaröar. Jóhannes fór ungur til sjós og stundaði lengi almenna sjó- mennsku, bæði sem háseti á fiski- skipum og sem landbeitningarmað- ur í fjölda ára. Þá var Jóhannes verslunarmaður í þrettán ár en hann hefur stundað rekstur videóleiga undir nafninu JR Videó. Fjölskylda Albróðir Jóhannesar: Pétur Ragn- arsson, f. 26.6. 1939, d. 4.12. 1996, var búsettur á ísafirði. Hálfbróðir Jóhannesar: Jens Viborg Ragnarsson, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Jóhannesar voru Ragn- ar Pétursson, f. 1902, d. 1971, bakari og mat- sveinn á ísafirði, og Kristín Estífa Jóhannes- dóttir, f. 1914, d. 1994, húsmóðir á ísafirði. Ætt Ragnar var sonur Pét- urs, sem lengi var hús- maður I Reykjarflrði á Ströndum, Ólasonar, b. i Ófeigsfirði, í Reykjarfirði og loks í Norðurfirði Ólasonar Jenssonar Viborg, b. í Reykjarfirði og Ófeigsfirði. Móðir Óla Ólasonar var Elisabet Guð- mundsdóttir. Móðir Péturs var Hall- dóra Guðmundsdóttir sýsluskrifara. Móðir Ragnars var Sigrún Guð- mundsdóttir, húsmanns í Litlu- Ávík, Guðmundssonar. Kristín Estífa var dóttir Jóhann- esar Ásmundssonar, búfræðings og hleðslumanns, lengst af á ísafirði, og Elísabetar Guðmundsdóttur frá Hrafnabjörgum í Laugardal við Isa- fjarðardjúp. Jóhannes verður að heiman á af- mælisdaginn. Karl Guðmundsson bóndi og verktaki aö Mýriun III Karl Guðmundsson, bóndi og verktaki á Mýrum III í Ytri-Torfu- staðahreppi, er fertugur í dag. Starfsferill Karl fæddist á Mýrum og ólst þar upp í foreldrahúsum við öll almenn sveitastörf. Hann var í Laugabakka- skóla í Miðfirði, stundaði síðar nám við Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan búfræðiprófi 1979. Karl hefur verið verktaki og starf- rækt vinnuvélar frá 1980. Hann hef- ur auk þess stundað búskap á Mýr- um i félagi við foreldra sína, byggði sér íbúðarhús á jörðinni 1990 og hef- ur nú að mestu tekið við búskapn- um. Karl hefur setið i stjórn Búnaðar- félags Ytri-Torfustaðahrepps um ár- bil og situr í stjórn Flugbjörgunar- sveitar Austur-Húnvatnssýslu. Fjölskylda Eiginkona Karls er Jenny Johan- sen, f. 13.11.1972, rekstrarfræðingur frá Samvinnuskólanum að Bifröst. Hún er dóttir Henrys Johansen, starfsmanns á Veðurstofu íslands, og Ingibjargar Gissurardóttur sem búsett er í Svíþjóð. Börn Karls frá fyrri sam- búð eru Jónas Þór Karlsson, f. 18.11.1990; Stefanía Ann Karlsdóttir, f. 3.10. 1995; Ólína Ann Karlsdóttir, f. 3.10. 1995. Bróðir Karls er Gunnlaugur Frosti Guðmundsson, f. 14.7. 1966, bóndi á Söndum i Miðfirði. Foreldrar Karls eru Guðmundur Karlsson, f. 27.10. 1931, bóndi áMýr- um, og k.h., Erla Stefánsdóttir, f. 27.6. 1929, húsfreyja. Ætt Guðmundur er sonur Karls Guð- mundssonar, bónda á Laugarbakka í Miðfirði, og Gunnlaugar Hannes- dóttur húsfreyju. Erla er dóttir Stefáns Ásmunds- sonar, b. á Mýrum, og k.h., Jónínu Pálsdóttur. Karl verður að heiman á afmælis- daginn. Merkir Islendingar Sigríður Hagalín leikkona fæddist í Voss í Noregi 7. desember 1926 en ólst upp á ísafirði, dóttir Guðmundar Hagalín rithöfundar, og f. k. h„ Kristínar Jóns- dóttur. Hún lauk gagnfræðaprófi á ísa- firði 1941, stundaði nám við Samvinnu- skólann, Leiklistarskóla Lárusar Páls- sonar og Leiklistarskóla Þjóðleikhúss- ins. Sigriður var leikkona hjá Þjóðleik- húsinu og LR 1953-63 og var síðan fast- ráðin hjá LR frá 1964. Hún þótti afar fjölhæf leikkona og var um árabil í hópi fremstu leikkvenna hér á landi. Meðal eftirminnilegra hlutverka hennar má nefna Nell í Hitabylgju, 1970; Arkadíu í Mávinum, 1970; Frú Gogan í Plógi og stjörnum, Sigríður Hagalín 1971; Fonsíu í Rommí, 1980, og aðalkvenhlut- verkið í kvikmyndinni Börn náttúrunnar, 1991. Sigríður hlaut silfurlampann, 1970, var tilnefnd til evrópsku Felix-kvik- myndaverðlaunanna sem besta leik- kona í aðalhlutverki 1991 fyrir leik sinn í Börnum náttúrunnar og var kos- in af Alþingi í heiðurslaunaflokk lista- manna 1991. Fyrri maður Sigríðar var Ólafur Ágúst Ólafsson forstjóri en seinni mað- ur hennar var Guðmundur Pálsson, leikari og framkvæmdastjóri LR. Dætur hennar eru Kristín Ólafsdóttir bókasafnsfræðingur og Hrafnhildur Haga- lín Guðmundsdóttir leikritahöfundur. Sigríður lést annan í jólum 1992. Jarðarfarir Ingibjörg Guttormsdóttir verður jarð- sungin frá Norðfjarðarkirkju fimmtud. 7.12. kl. 14.00. Sigurður Kristjánsson, Grænatúni 18, Kópavogi, fyrrv. bóndi á Víðivöllum, verð- ur jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstud. 8.12. kl. 13.30. Elín Margrét Pétursdóttir, húsfreyja I Laxárdal, Þistilfiröi, verður jarðsungin frá Svalbaröskirkju 9.12. kl. 14.00. Benedikt Oddsson flugvirki, Greniteig 36, Kefiavík, verður jarösunginn frá Keflavíkurkirkju 7.12. kl. 14.00. Guðiaug Ólafía Guðlaugsdóttir frá Hok- insdal í Arnarfiröi, Háageröi 43, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtud. 7.12. kl. 13.30. Gissur Guðmundsson, Háaleitisbraut 155, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstud. 8.12. kl. 15.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.