Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 11 I>V Útlönd Tugir þúsunda mótmæla leiðtogafundinum í Nice: Krefjast þess að félags- málin fái forgang í ESB Mótmælendur í sjónum Félagar í hreyfingunni Attac, sem ergegn hnattvæöingunni margumtöluöu, brugöu sér í sjóinn viö Nice í Frakklandi þar sem þeir eru saman komnir til aö mótmæla leiðtogafundi Evrópusambandsins sem fer þar fram næstu daga. Franska lögreglan beitti táragasi í gær til að dreifa óróaseggjum sem köstuðu að henni flöskum eftir ann- ars friðsamlega mótmælagöngu í Miðjarðarhafsborginni Nice. Tugir þúsunda manna létu úrhellisrign- ingu ekkert á sig fá og fóru um göt- ur borgarinnar til að mótmæla leið- togafundi Evrópusambandsins sem hefst þar í dag. Sjónarvottar sögðu að milli 200 og 300 óróaseggir, margir þeirra ítalir, hefðu lent í útistöðum við lögreglu nærri brautarstöðinni eftir að fjölda ítalskra mótmælenda var snúið til baka við landamærin. Mótmælendurnir, sem voru um sextíu þúsund þegar mest var, kröföust þess að leiðtogar ESB settu félagsmál efst á forgangslistann. Franskir verkalýðsleiðtogar fóru fyrir mótmælendunum. „Eftir heilt ár þar sem allt hefur snúist um efnahagsmálin, án tillits til félagslegra afleiðinga, er kominn tími til að ESB taki ákvarðanir þar sem félagsmálin eru í fyrirrúmi," sagði verkalýðsleiðtoginn Bemard Thibault. Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjómar ESB, segir í grein í breska blaðinu Guardian í dag að mikilvægasta málið sem leiðtogarn- ir verða að glíma við á þriggja daga fundi sinum sé að fjölga málum þar sem aukinn meirihluti atkvæða á fundum ræður úrslitum. Það þýðir að aðildarríkin verða að gefa eftir neitunarvald sitt. Prodi segir þetta einu leiðina til að gera ákvarðana- tökuna skilvirkari en hún er nú. Frakkar og Þjóðverjar eru þegar komnir í hár saman vegna þeirrar kröfu Þjóðverja að fá meira vægi innan ESB, í samræmi við stærð landsins. Frakkar taka hins vegar ekki í mál að Þjóðverjar ráði meiru en hin stóru rikin. Mikið veltm- á að leiðtogarnir komi sér saman um nauðsynlegar úrbætur á starfi ESB svo hægt verði að hefja inntöku nýrra ríkja í sam- bandið. Á annan tug ríkja, aðallega úr Austur-Evrópu, bíður nú inn- göngu við við hin gylltu hlið í Brussel. Spilling í Alþjóða- bankanum Þrír bandarískir starfsmenn Al- þjóðabankans hafa verið reknir eft- ir að þeir viðurkenndu að hafa þeg- ið mútur frá ýmsum fyrirtækjum, meðal annars sænskum, gegn ráð- gjafaverkefnum. Sænska hjálparstofnunin Sida hefur lagt jafnvirði 600 milljóna króna í sænskan ráðgjafasjóð Al- þjóðabankans og það var einkum með þetta fé sem var svindlað. Kynningartllboð á stimpilpressum 10-25% afsláttur í nokkra daga Opið laugardag, kl. 10-14 Þaö liggur í loftinu AVSHAOI jff 5 55 £_ =. ss =r==~_ Akralind 1 - 200 Kópavogur - lceland Simi.: 564-3000 - Fax.: 564-0030 Viðskiptavelvild og Gæðasala Það sem viðskiptavinurinn vill þegar hann verslar fyrir jólin! ‘li' *' - '' - ' Skráning á þessi vinsælu þjónustu- og sölunámskeið stendur yfir. Námskeið haldin um allt land. kringlunni 4-12 104 Reykjavík sími 588 1000 fax 588 1060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.