Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2000, Side 9
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000
9
DV
Fréttir
DV-MYNL) NJUHUUK HtUiAbUN
Lok og læs
Nú veröa Stokkseyringar aö leita
annað í jólabaðið því að sundlaug
staöarins hefur verið lokað tíma-
bundið.
Héraðsdómur Vesturlands:
Bæjarstjóri sýknaður af um-
mælum um skólabílstjóra
DV. BORGARNESI:____________________
Héraðsdómur Vesturlands sýknaði
nýlega Stefán Kalmansson, bæjar-
stjóra í Borgarbyggð, vegna ummæla
sem hann viðhafði um Halldór Gunn-
arsson, sem hafði annast skólaakstur
í Álftanes- og Hraunhreppi um 17 ára
skeið. Undir lok ágústmánaðar 1999
barst bilstjóranum bréf frá bæjar-
stjóra Borgarbyggðar þar sem honum
var tilkynnt að ekki væri óskað eftir
því að hann annaðist skólaakstur fyr-
ir Borgarbyggð veturinn 1999-2000. í
bréfinu sagði m.a. í rökstuðningi fyr-
ir ákvörðuninni: „Áhrif á þessa
ákvörðun hafði einnig viss óánægja
foreldra með samskipti þín við börn-
in s.l. vetur sem ekki er hægt að líta
fram hjá.“ Þessi orð bæjarstjóra vildi
bílstjórinn fá nánar útskýrð og rök-
studd, auk þess sem hann krafðist af-
sökunarbeiðni frá bæjarstjóranum.
Sérstaklega tók hann fram í bréfi
sínu að á 17 ára farsælum starfsferli
sem skólabílstjóri hefði honum aldrei
borist kvörtun. Engin afsökunar-
beiðni kom frá bæjarstjóra og fór
Halldór bílstjóri með málið fyrir
dómstól. Stefnandi gerði þær dóm-
kröfur að dæmd yrðu dauð og ómerk
ummælin sem áður er vitnað í og
komu fram í bréfi bæjarstjórans.
Mörg vitni voru kölluð fyrir og
staðfestu nokkur þeirra að óánægja
hefði verið með Halldór. Héraðsdóm-
ur féllst ekki á kröfu hans og var báð-
um aðilum málsins gert að greiða
kostnað. Finnur Torfi Hjörleifsson
dæmdi.
-DVÓ
Ekkert jóla-
bað hér!
Ekki verður farið í jólabaðið í
sundlaug þeirra Stokkseyringa. Þeir
koma nú að lokuðum dyrum sund-
laugarinnar. Bæjarráð Árborgar
samþykkti 23. nóvember síðastlið-
inn tímabundna lokun Sundlaugar
Stokkseyrar frá 1. desember 2000 til
28. febrúar 2001. Jafnframt var emb-
ættismönnum falið að vinna áfram
að hagkvæmniathugun vegna rekst-
urs laugarinnar.
-NH
Norðurland eystra:
Konu dæmdar
5 milljónir í
bætur
DV, AKUREYRI:_____________
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
hefur verið dæmt til að greiða konu
á sextugsaldri tæpar 5 milljónir
króna í bætur ásamt vöxtum og
dráttarvöxtum og 875 þúsund króna
greiðslu málskostnaðar til ríkis-
sjóðs.
Konan sem um ræöir gekkst árið
1993 undir skurðaðgerð á fæti á
sjúkrahúsinu á Akureyri sem hald-
ið var fram að síðar hafi leitt til var-
anlegs heilsubrests hennar og að að-
gerðin hafi haft varanlegar afleið-
ingar fyrir andlega og líkamlega
heilsu konunnar. Þá var því haldið
fram að um mistök lækna hafi ver-
ið að ræða.
Dómurinn taldi að með tilliti til
aldurs konunnar, þunga hennar,
vaxtarlags og þess hversu slit á lið-
brjóski í vinstra hné hennar var
orðið mikið hafi sú ákvörðun að
framkvæma aðgerðina verið
vafasöm.
Freyr Ófeigsson, dómstjóri Hér-
aðsdóms Norðurlands eystra, hvað
upp dóminn ásamt meðdómsmönn-
um hans sem voru Ásgeir Pétur Ás-
geirsson héraðsdómari og Brynjólf-
ur Jónsson, sérfræðingur í bæklun-
arskurðlækningum.
-gk
íslendingar eiga
víkingaskip
Margir hafa lýst því yfir að und-
anfömu að íslendingar eigi að eign-
ast víkingaskipið Islending. íslend-
ingar eiga hins vegar víkingaskip,
því árið 1974 fengu þeir tvö víkinga-
skip að gjöf frá Norðmönnum og eru
þau eftirlíkingar af skipum af gerð-
inni Aafjord, sem byggja á samnor-
ræni byggingarhefð. Annað skipið
fengu Reykvíkingar en hitt var gef-
ið til Húsavíkur. Skip Reykvíkinga
er ekki lengur notað til siglinga og
er það til sýnis utandyra í Árbæjar-
safni. Reynt er að halda skipinu við
þannig að það skemmist ekki. Hitt
skipið er í mjög góðu ástandi og var
síðast siglt á því árið 1987. Frá og
meö næsta vori verður það til sýnis
í nýrri sjóminjadeild Safnahússins
á Húsavík. -MA
VERÐ ABEINS
7.900 kr.
• Gæðaprófað
• Fæst í fimm iitum: bláum, svörtum,
rauðum, gulum og grænum
• Góð taska fylgir (takmarkað magn)
• 100 mm, sterk PU hjól
• íslenskar leiðbeiningar fylgja
Speedy er I
STER
HLAUPAHJ0LIÐ
m auðvelt er að brjóta saman!