Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2000, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2000, Side 3
MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2000 23 DV Sýning Hauka - þegar þeir völtuðu yfir SandeQord í Evrópukeppninni, 34-24 Haukar buðu upp á sannkallaða flugeldasýningu á heimavelli sínum á ÁsvöOum. Þeir gáfu strax tóninn með fjórum fyrstu mörkum leiksins, löm- uðu sóknarleik gestanna með frá- bærri vörn og gáfu hinu annars sterka norska liði engin grið uns fjórtán marka forskoti var náð. í lok- in munaði svo tíu mörkum, 34-24, sem var meira en jafnvel bjartsýn- ustu Haukamenn höfðu búist við, og þessi munur ætti undir eðlilegum kringumstæðum að duga liðinu tO áframhaldandi þátttöku í Evrópu- keppninni. Það var strax ljóst að Haukar ætl- uðu að selja sig dýrt. Þeir byrjuðu með knöttinn og eftir 17 sekúndur fiskaði HaOdór vítakast. í næstu sókn Sandefjord varði Bjami þrjú fyrstu skotin sín og þau urðu aOs 15 sem hann varði í fyrri hálfleik. Þannig gekk þetta í byrjun, Haukamir léku 3-3 vöm þar sem Einar Örn, Rúnar og Baumruk komu mjög framarlega út á móti leikstjórnandanum og skytt- unum og þetta lamaði sóknarleik Norðmannanna gjörsamlega. Eftir rúmar íjórar mínútur voru Haukar komnir í 4-0 og þá sáu Norðmennim- ir ástæðu tfl að taka leikhlé. Rétt á eftir fékk Rúnar Sigtryggs- son tveggja mínútna brottvísun sem getur aOtaf gerst þegar svona vöm er leikin og það tækifæri notuðu leik- menn Sandefjord til að komast inn í leikinn. Sú sæla stóð reyndar ekki lengi því munurinn var aldrei meiri en tvö mörk og oftast reyndar meiri Haukamegin. Vömin hélt áfram að styrkjast og Bjami hélt áfram að verja frábærlega fyrir aftan hana og tO marks um styrk vamarinnar skor- aði Sandefjord aðeins eitt mark á síð- ustu tólf mínútum leiksins. Munurinn í leikhléi var sex mörk, 14-8, og siðan hélt hann áfram að aukast jafnt og þétt í seinni hálfleik. En það má segja að á sex mínútna kafla í hálfleiknum hafi Haukar gert endanlega út um leikinn. Þá breyttu defldinni og hljóta það að teljast veru- leg vonbrigði. -HI þeir stöðimni úr 17-11 í 26-14 og þar fór homamaðurinn Einar Örn Jóns- son á kostum og skoraði sex af þess- um níu mörkum. Og enn voru tökin hert og þegar átta mínútur voru tfl leiksloka var munurinn orðinn 14 mörk, 31-17. Hreint ótrúlegar tölur! Þarna gerði sennflega blanda af þreytu og kærifleysi vart við sig hjá Haukum. Sandefjord lagaði stöðuna og skoraði flmm mörk i röð. Þar með var munurinn orðinn níu mörk og endaði í tíu eins og áður sagði. Það sem skóp þennan frábæra sig- ur Hauka var fyrst og fremst góð vörn og markvarsla, einkum í fyrri hálfleik. Rúnar, Einar Öm og Baumruk fóru þar fyrir og gerði Ein- ar Örn sérstaklega vel í að halda Kim Jacobsen niðri en spO norska liðsins virtist að mOdu leyti byggjast á hon- um. Þá varði Bjami Frostason stórvel í fyrri hálfleik og Einar Örn átti frá- bæran síðari hálfleik. HaOdór Ingólfs- son fyrirliði var gerði einnig mikil- væg mörk en í raun á allt Haukaliðið hrós skOið fyrir góða frammistöðu. Lið Sandeíjord átti afar slakan dag og það má aOs ekki dæma liðið eftir þessari frammistöðu. Varnarleikur Haukanna virtist hins vegar koma þeim gjörsamlega í opna skjöldu og i raun fundu þeir aldrei svar við honum nema á kafla í seinni hálfleik. Skyttun- um var gjörsam- lega haldið niðri en hornamenn- irnir Eivind Ell- ingsen og Thom- as Pettersen áttu góða spretti sem og línumaðurinn Paal Cramer. Aðsóknin að leiknum í gær ofli vonbrigðum. Um 800 manns komu að sjá leik- inn þegar ætla hefði mátt að meiri áhugi hefði verið á að styðja Haukana í þess- ari baráttu. Þessi aðsókn var í raun ekki meiri en á stórleik í 1. Bjarni Frostason fór mikinn í marki Hauka í fyrri hálfleik og varöi þá 15 skot. DV-mynd Hilmar Þór Sagt eftir leikinn „Ég átti aOs ekki von á þessum úrslitum," sagði Einar Örn Jóns- son hornamaður Hauka eftir leik- inn. „Þetta spilaðist alveg frábær- lega nema að við gáfum aðeins eft- ir seint í leiknum. Vömin gekk al- veg upp enda vorum við búnir að skoöa þá á myndabandi og Viggó sá að þeir myndu eiga erfitt með að leika gegn svona vöm. Miðju- maðurinn þeirra var ekki með í leiknum og þá lentu skytturnar í vandræðum. Við fengum hraðupp- hlaup þegar vörnin gekk svona vel. Bjarni lokaði líka markinu vel og það kom tíu mínútna kafli þar sem bókstaflega rigndi hraðupp- hlaupum. Maður er eiginlega al- veg búinn eftir þetta. Raunhæft séð ættu tiu mörk að duga en það hefði verið ákjósanlegra að taka þá með 14 mörkum. Ég vona bara að þetta dugi okkur." Náðum upp stemningu „Við náðum upp mikilli stemn- ingu og hörku vörn og vinnum þetta á því. Vömin gerði það að verkum að ég fékk á mig frekar auðveld skot en í seinni hálfleik voru menn farnir að þreytast svo- lítið og fá þá inn í dauöafærum og þá fjölgaði mörkunum sem við fengum á okkur. Við hefðum vel getað farið með meira forskot út en á móti segi ég aö ef maður tap- ar úti með tíu mörkum á maöur ekki skilið að fara áfram.“ Engir möguleikar Bárd Kristian Tönning, þjálfari Sandefjord, var að vonum ósáttur. „Frammistaða liðs míns olli mikl- um vonbrigðum. Viö lékum ein- faldlega mjög iila. Mér fannst Haukarnir reyndar leika mjög vel en undir eðlilegum kringumstæð- um hefðum við aldrei átt að tapa með tíu mörkum. Okkur virtist dá- lítið brugöið við þessa vörn en þaö er engin afsökun. En burtséð frá sóknarleik okkar þá fáum við við á okkur 34 mörk og það er alltof mikið. Það var því ekki bara sókn- arleikurinn sem brást heldur vömin líka og í raun leikur okkar í heild. Ég tel að Haukar séu nán- ast komnir með báða fætur í fjórð- ungsúrslitin. Ég held að við náum aldrei að vinna þá með tíu mörk- um. Aðalmarkmið okkar í heima- leik okkar veröur að ná aö leika vel og vinna þá því þessi frammi- staða var skelfileg," sagði hann. Viggó Sigurðsson: Sáttur „Ég er þokkalega sáttur eftir leikinn en ég hefði samt viljað enda með meiri forystu. Við náð- um mest 14 marka forystu en það var óþarfi að missa það nið- ur f tíu mörk,“ sagði Viggó Sig- urðsson þjálfari Hauka. „Við yf- irspiluðum þá gjörsamlega á löngum köflum og það gekk allt upp sem við vorum að gera.“ Viggó sagðist hafa séð á mynda- bandi að þeir myndu lenda í vandræðum gegn framliggjandi vörn. „Ég er mjög ánægður með hversu vel það gekk upp,“ sagði hann. Um seinni leikinn sagði hann: „Maður vill ekki hafa uppi mjög stór orð en við þurfum að spila góðan og agaðan leik til að klára þetta. Nú er boltinn í okkar höndum. En þessi stutti kafli þegar við misstum niður fjögur mörk er okur vissulega áminn- ing um hvað getur gerst ef við spilum ekki agaðan handbolta." Viggó gagnrýnir hins vegar vinnubrögð HSÍ í ljósi erflðra leikja sem Haukar þurfa að leika á stuttum tíma. „Við þurfum að spila bikarleik á miðvikudaginn og útileikinn í Evrópukeppninni á sunnudaginn. Svo er leikurinn sem við áttum að spila í deild- inni í gær einfaldlega settur á á miðvikudaginn og okkur er neit- að um að færa hann. Ég skil ekki þessa hjálp frá HSÍ, ef ég á að segja alveg eins og er.“ -HI Sport idefjord 34-24 4-0, 5-3, 7-4, 9-5, 10-7, (14-8), 16-8, 17-11,19—12, 24-13, 26-14, 27-16, 31-17, 31-22, 33-23, 34-24. Haukar Mörk/víti (Skot/víti): Halldór Ingólfs- son 10/5 (13/5), Einar Örn Jónsson 8 (11), Shamkuts 5 (6), Þ. Tjörvi Ólafsson 4 (6), Petr Baumruk 3 (7), Einar Gunnarsson 2 (4), Rúnar Sigtryggson 2 (4), Óskar Ár- mannsson (1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 11 (Einar 4, Shamkuts 2, Tjörvi 2, Halldór, Einar, Baumruk). Vitanýting: Skorað úr 5 af 5. Varin skot/viti (Skot á sig): Bjarni Frostason 19 (41/4, 46%, eitt víti í stöng), Magnús Sigmundsson 1 (3/1, 33%). Brottvísanir: 8 mínútur. Sandefíord Mörk/viti (Skot/viti): Eivind Erlingsen 7/4 (13/4), Paal Cramer 6 (7), Thomas Pettersen 5 (9/1), Jan Kirkegaard 3 (10), Andreas Hansen 1 (1), Kim Jacobsen 1(3), Erik Hucko 1 (6), Frederick Peder- sen (2), Kenneth Kiev (8). Mörk úr hraóaupphlaupum: 7 (Cramer 2, Hucko , Erlingsen, Pettersen, Hansen, Kirkegaard). Vitanýting: Skorað úr 4 af 5. Varin skot/viti (Skot á sig): Marinko Kurtovic 12 (41/4, 29%), Simen Hansen (5/1, 0%) Brottvísanir: 8 mínútur. (Undir lok leiksins fékk Kurtovic rautt fyrir að henda boltanum i Rúnar). Dómarar (1-10): Jens Carl Nielsen og Henrik Le Cour Bruun frá Danmörku (7). Gœði leiks (1-10): 8. Áhorfendur: 800. Menn leiksins: Bjarni Frostason og Einar Örn Jónsson, Haukum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.