Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2000, Page 4
24
MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2000
Sport
DV
Vegleg bók um
sögu körfunnar
á íslandi
í tilefni af 40 ára afmæli KKÍ
sem verður 29. janúar
næstkomandi mun sambandið
gefa út bók um körfuknattleik á
tslandi í hálfa öld.
Þessi bók verður mjög vegleg,
um 400 blaðsíður og spannar
sögu körfuknattleiksins allt frá
því hann var kynntur hér á
landi fyrst fram til dagsins í dag.
KKÍ hefur gefið áhugasömum
einstaklingum sem tengjast
íþróttinni á einhvern hátt
tækifæri til að kaupa bókina
fyrirfram og fá í staðinn nafn
sitt skráð fremst í bókina í
„tabula gratulatoria".
Hringt hefur verið í fjölda
manns og hafa undirtektir verið
góðar. Ritnefndin hefur samt
áhyggjur af því að ekki hafi
náðst í alla þá sem áhuga hafa á
að kaupa bókina fyrirfram og fá
nafn sitt ritað fremst í bókina.
Þeim sem áhuga hafa á að fá
nafn sitt í bókina og ekki hefur
verið haft samband við er bent
á að hafa samband við skrifstofu
KKÍ í síma 568-5949.
1.DIIID KVENNA
KR 8 6 2 519-408 12
KFÍ 8 5 3 483421 10
Keflavík 8 5 3 503444 10
ÍS 8 4 4 470436 8
Grindavík 8 0 8 325-591 0
Úrslit Kjörísbikars
kvenna næstu helgi
Úrslitakeppni Kjörísbikars kvenna
fer fram um næstu helgi í Strandgötu
í Hafnarfiröi. Fjögur efstu lið
deildarinnar hafa tryggt sér
þátttökurétt en þetta er í fyrsta sinn
Leikstjórnendur Keflavíkur oh KFI
eigast hér viö í leik liðannaum
helgina. Marín Rós Karlsdóttir hjá
Kefiavík er til varnar jnna
Björk Sigmundsdóttir horfir í átt-
ina til Jessicu gaspar, bandaríska
leikmannsins í ísafjaröarliönu.
DV-mynd KK
sem deildarbikarkeppni fer fram í
kvennaflokki í körfunni.
Undanúrslitaleikirnir eru á milli
Keflavíkur og KFÍ, hann hefst
klukkan tvö á laugardag, og KR og ÍS
en sá leikur er strax á eftir eöa
klukkan fjögur. úrslitaleikurinn er
síðan á sunnudeginum klukkan
Qögur.
Keflvíkingar fengu ísfirðinga i heim-
sókn á fóstudagskvöld og laugardag.
Það fór svo að liðin höfðu sinn hvorn
sigurinn, KFÍ á föstudagskvöld og Kefl-
víkingar á laugardag. Leikurinn á
fóstudag var jafn og leiddu KFÍ-stúlkur
17-19 eftir 1. leikhluta. Baráttan hélt
áfram og er flautað var til hálfleiks var
staðan jöfn, 35-35. Birna Valgarðsdótt-
^ 1. deild kvenna í körfubolta:
IS-kaldar
- Stúdínur, nema á vítalínunni sem færði
þeim nauman sigur á Grindavík, 37^0
Stúdínur voru nálægt því að
verða fyrsta liðið til að tapa fyrir
hinu unga liði Grindavíkur á laug-
ardaginn. ÍS hafði að lokum þriggja
stiga sigur, 37-40, en tæpur var
hann og ljóst að Pétri Guðmunds-
syni, þjálfara Grindavíkurstelpn-
anna, gengur vel að kenna þessum
ungu stelpum að fóta sig í deildinni
og liðið bætir sig með hverjum leik.
Hafi Hafdís Helgadóttir, hin 35
ára gamli fyrirliði ÍS, ekki sannað
mikilvægi sitt áður þá var leikur-
inn á laugardag til að ítreka leið-
togahlutverk hennar enn frekar.
Auk þess að ná flestum fráköst-
um sem leikmaður hefur náð í vet-
ur (22) þá skoraði hún 10 af 16 stig-
um sínum í fjórða leikhlutanum
þegar hún hitti úr öllum skotum
sínum (2 skotum utan af velli og 6
vítum). Stúdínur voru annars is-
kaldar í leiknum, hittu aðeins úr 13
af 72 skotum sínum (18%) og það
var einungis Hafdís sem hitti úr
skoti utan af velli síðustu sautján
mínútur leiksins en Hafdís skoraöi
12 af síðustu 17 stigunum hjá ÍS.
Stúdínur björguðu deginum á
vítalínunni en þær nýttu 11 af 12
vítum sínum í fjórða leikhluta
(92%) og skoruðu 11 af 15 síðustu
stigum sínum þaðan.
Grindavíkurliðiö vantaði reynslu
Hafdísar í lokin en liðið var borið
upp af fjórutn fimmtán ára stúlkum
sem gerðu 24 af 37 stigum þess.
Petrúnella Skúladóttir og Ólöf
Helga Pálsdóttir fóru þar fremstar.
Liðið byrjaði vel og leiddi 10-6 eftir
fyrsta leikhluta en eftir að ÍS kom
til baka í öðrum og vann þá 4-13 þá
voru þær alltaf skrefinu á eftir þótt
það væri aðeins örstutt.
Stig Grindavíkur: Petrúnella Skúladótt-
ir, 11, Sigurrós Ragnarsdóttir, 8 (10 frá-
köst), Jovana Stefánsdóttir, 5, Rut Ragn-
arsdóttir, 5, Sigríður Anna Ólafsdóttir, 4
(13 fráköst), Ólöf Helga Pálsdóttir, 3 (11
fráköst, 4 stolnir, 4 stoðsendingar),
Sandra Guðlaugsdóttir, 1.
Stig ÍS: Hafdis Helgadóttir, 16 (22 frá-
köst, 8 í sókn, 4 varin, 4 stolnir), María
B. Leifsdóttir, 8, Stella Rún Kristjáns-
dóttir, 5 (6 stolnir), Lovísa Guðmunds-
dóttir, 4 (12 fráköst, 5 stoösendingar, 5
varin), Jófríður Halldórsdóttir, 3, Krist-
jana B. Magnúsdóttir, 2, Hekla Maídís
Sigurðardóttir, 2 -ÓÓJ
ir var í villuvandræðum og setti það
strik í reikninginn hjá Keflvíkingum
en Theódóra Káradóttir átti góða inn-
komu í Keflavíkurliðinu en hjá gestun-
um var Jessica Gaspar að leika sérlega
vel.
Seinni hálfleikur var á sömu nótum
og sá fyrri, jafn, 47-47, er síðasti flórð-
ungur hófst. KFÍ náði 5 stiga forskoti
er 5 mínútur lilðu af leik og héldu haus
og höfðu góðan sigur, 57-63. Jessica
Gaspar átti frábæran leik og Fjóla Ei-
ríksdóttir átti einnig mjög góðan leik.
Hjá Keflvíkingum átti Theódóra góðan
dag og Erla lék ágætlega. Birna var í
villuvandræðum og komst þvi ekki í
takt við leikinn.
Stig Keflavíkur: Theódóra Káradóttir 14,
Bima Valgarðsdóttir 12 (8 fráköst), Erla Þor-
steinsdóttir 11 (13 fráköst), Kristín Blöndal 9,
Marin Karlsdóttir 5, Svava Stefánsdóttir 3,
Sigríður Guðjónsdóttir 2, Stefanía Bonnie
Lúðvíksdóttir 1.
Stig KFÍ: Jessica Gaspar 30 (15 fráköst, 8
stoðsendingar, 4 stolnir), Tinna Sigmunds-
dóttir 9, Fjóla Eiríksdóttir 8 (14 fráköst),
Helga Ingimarsdóttir 6, Sólveig Gunnlaugs-
dóttir 5, Stefanía Ásmundsdóttir 3, Anna Sig-
urlaugsdóttir 2.
Seinni leikurinn var ekki síður
spennandi þó Keflvíkingar hefðu frum-
kvæðið allan fyrri hálfleikinn. Heima-
menn höfðu 21-15 forystu eftir fyrsta
leikhluta og þá kom Birna Valgarðs-
dóttir inn hjá Keflvíkingum og skoraði
11 stig í flórðungnum. Lítið fór fyrir
Jessicu Gaspar á þessum tima og skor-
aði hún aðeins eitt stig í öðrum flórð-
ungi. Aftur á móti var það Stefanía
Ásmundsdóttir sem var að leika vel og
skoraði hún 12 stig í flórðungnum. Um
miðjan 3. leikhluta skipti Karl Jóns-
son, þjálfari KFÍ, í 1:3:1 svæðisvörn og
skyndilega var 8 stiga forskot Keflvík-
inga farið og Tinna Sigmundsdóttir
skoraði 3ja stiga körfu og kom KFÍ í
50-51 á lokasekúndum 3. leikhluta.
Barátta var það sem einkenndi
lokakafla leiksins og leiddu heima-
menn en á síðustu mínútunni stal Sól-
veig Gunnlaugsdóttir knettinum og
skoraði og fékk vítaskot og staðan 66-
65. Henni brást bogalistin, KFÍ náði
sóknarfrákasti en þær töpuðu boltan-
um og Jessica Gaspar fékk sína 5.villu.
Þær fengu þó annað tækifæri í lokin
en Kristín Blöndal stal boltanum í
seinustu sókn KFÍ og Keflvíkingar
unnu, 68-65.
Sýndum karakter
Kristinn Einarsson, þjálfari Keflvík-
inga, var að vonum ánægður eftir að
hafa náð að hefna fyrir tapið á fóstu-
dagskvöld. „Munurinn á leiknum í
dag og í gærkvöldi er kannski sá að
skotin voru að detta hjá okkur í dag og
þó baráttuna hafi ekki vantað í gær þá
var hún enn meiri í dag. Við sýndum
karakter í dag og ég er stoltur af stelp-
unum.“
Karl Jónsson, þjálfari KFÍ, var vit-
anlega ekki eins ánægður í leikslok.
„Þetta var svekkjandi, mannskapurinn
var ekki tilbúinn í leikinn og það geng-
ur ekki að halda að við getum unnið ís-
landsmeistarana tvo daga í röð án þess
að vera skynsamar."
Stig Keflavíkur: Bima Valgarðsdóttir
18, Erla, 18 (8 fráköst, 5 stoðs.), Marin, 12
(hitti 5 af 8 skotum, 4 stoðs., 4 stolnir),
Svava, 10, Kristín, 7 (5 stoðs., 5 stolnir),
Theódóra, 2, Sigríður, 1.
Stig KFl: Stefanía, 16, Gaspar, 14, Tinna,
14 (hitti úr 3 af 5 þriggja stigá skotum),
Sólveig, 12, Fjóla, 7, Helga, 2. -EAJ
• • Grindavíkurstúlkur vaxa með hverjum leik:
Okklinn. hvað
KFÍ varð í gær flórða liðið til að
komast í úrslit Kjörísbikars kvenna
þegar ísaflarðarstelpur unnu seinni
leikinn sinn við Grindavík, 59-66, en
þetta var 3. leikur ísaflarðarstelpn-
anna á Suðurnesjunum um helgina.
Það þurfti þrefalda tvennu frá
hinum bandaríska leikmanni KFÍ og
31 stig samtals frá Grindvíkingunum
tveimur í ísaflarðarliðinu til þess að
vinna sigur á hinu unga og vaxandi
liði Grindavíkur sem bætir sig í
hverjum leik.
Sérstaka athygli vakti framganga
15 ára stúlku í Grindavíkurliðinu,
Ólafar Helgu Pálsdóttur. Ölöf meiddi
sig illa á ökkla í fyrri hálfleik og
þurfti að kæla ökklann í 12 mínútur.
Þegar 17 mínútur voru eftir kom hún
aftur hölt inn á og KFÍ var 3041 yfir.
Ólöf lét ekki þessi meiðsli hafa nein
áhrif á sig heldur skoraði 10 stig, tók
5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar og það
sem eftir var leiksins leiddi Grinda-
víkurliðið sem náði að minnka mun-
inn niður í þrjú stig, 59-62.
Síðustu skotin vildu þó ekki ofan í
og ísaflarðarstelpur náðu að klára erf-
iða helgi með sigri. Alls skoraði
Grindavíkurliðið átta þriggja stiga
körfur í leiknum, sjö af þeim gerðu 15
ára stelpur líkt og 37 af stigum liðsins.
Stig Grindavíkur: Ólöf Helga Pálsdótt-
ir, 13 (7 stoðsendingar, hitti úr 3 af 4 þriggja
stiga skotum, 4 stolnir), Jovana Lilja Stef-
ánsdóttir, 10, Petrúnella Skúladóttir, 10,
Sigurrós Ragnarsdóttir, 9, Sandra Guð-
laugsdóttir, 6, Sigríður Anna Ólafsdóttir, 5
(12 fráköst, 6 stolnir), Rut Ragnarsdóttir, 2,
Ema Rún Magnúsdóttur, 2, Bára Vignis-
dóttir, 2.
Stig KFl: Sólveig Gunnlaugsdóttir, 21,
(hitti úr 7 af 11 skotum) Jessica Gaspar, 17
(10 fráköst, 10 stoðsendingar), Tinna Björk
Sigmundsdóttir, 13, Stefanía Ásmundsdótt-
ir, 10, Hansína Gunnarsdóttir, 4, Fjóla
Eiríksdóttir, 1. -ÓÓJ