Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2000, Síða 12
32
MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2000
Sport
i>v
Evrópska knattspyrnan:
Loksins góður leikur
- hjá lærisveinum Erikssons í Lazio sem ekki hafa spilað vel að undanförnu
Roma hefur sex stiga forystu í
ítölsku A-deildinni eftir leiki helgar-
innar en liöið sigraði Udinese á
heimavelli, 2-1. Gabriel Batistuta
skoraði 10. mark sitt í deildinni í
jafnmörgum leikjum áður en
Francesco Totti skoraði annað
mark liðsins sem var svo glæsilegt
að jafnvel Luigi Turci, markvörður
Udinese, gat ekki annað en klappað
fyrir honum.
Erkifjendur Roma, nágrannarnir
í Lazio, hittu loks á góðan leik þeg-
ar þeir sigruðu Vicenza, 1-4, á úti-
velli þar sem Pavel Nedved skoraði
tvö mörk.
Andriy Shevchenko komst upp að
hlið Batistuta í keppninni um
markakóngstitilinn þegar hann
skoraði tvö mörk í 4-1 sigri AC Mil-
an á Lecce á San Siro.
Bologna, sem verið hefur á flugi
undanfarið, tapaði fyrir Bari en
Atalanta tókst ekki að sigra Perugia
á heimavelli og missti þess vegna
Roma lengra frá sér en orðið var.
Deportivo náöi aöeins jöfnu
Deportivo missti af gullnu tæki-
færi til að komast í efsta sætið í
spænsku 1. deildinni í kvöldleik
umferðinnar í gærkvöld. Makaay
kom meisturunum yfir í Deportivo
en á 52. minútu síðari hálfleiks
missti liöið mann út af og lék einum
færri það sem eftir var.
Stórveldin unnu bæöi
Bæði Barcelona og Real Madrid
unnu nokkuð auðvelda sigra í
spænsku 1. deildinni í gær.
Barcelona sigraði nágrannana í
Espanyol á Camp Nou, 4-2, og hefur
nú ekki tapað fyrir grönnum sínum
á heimavelli í 18 ár. Barcelona hafði
alltaf frumkvæðið í leiknum og þeg-
ar gestimir skoruðu juku heima-
menn einfaldlega bilið aftur.
Real spilaði einn af sínum bestu
leikjum gegn Celta Vigo á heima-
velli og vann þægilegan sigur, 3-0,
og endapunktinn átti Roberto Car-
los úr einni af sínum frægu auka-
spyrnum af 30 metra færi.
Racing Santander krækti í lang-
þráðan sigur gegn Alaves undir
stjórn nýs þjálfara, Gregorios Manz-
ano, sem var að stjóma liðinu í sin-
um fyrsta leik.
Norðmaðurinn John Carew var
maður leiksins hjá Valencia, skor-
aði fyrra mark liðsins og lagði upp
það síðara þegar liðið vann Real
Sociadad á laugardag. Valencia-liðið
var aftur með Gaizka Mendieta í
fyrirliðastöðunni og munar um
minna.
Þórður Guðjónsson og félagar í
Las Palmas guldu afhroð á heima-
vefli gegn Villarreal, 1-5. Þeir voru
að vísu orðnir níu undir lokin en
staöan var orðin 1-4 áður en fyrri
maðurinn fór út af.
Numancia og Zaragoza þurftu að
sættast á skiptan hlut í liflegum leik
en úrslit leiksins eru þó vart ásætt-
anleg fyrir liðin sem bæði eru í
neðri hluta deildarinnar.
Frakkland
Bordeaux tók forystuna í frönsku
knattspyrnunni í gærkvöld. Liðið
lenti undir um miðjan fyrri hálfleik
en þeir Marc Wilmots og Pedro
Pauleta tryggðu Bordeaux mikil-
vægan sigur.
Paris SG má þakka stjörnufram-
herja sínum, Nicolas Anelka, fyrsta
sigur sinn i 10 leikjum í frönsku
deildinni en hann skoraði eina
mark leiksins gegn Metz á laugar-
dag. PSG var manni færri í 35 mín-
útur í leiknum. Þetta var einnig
fyrsti deildarleikur Luis Femandez
sem þjálfara liðsins.
-JKS/ÓK
Luis Figo, Real Madrid, á
hér í baráttu viö Brasilíu-
manninn Doriva, Celta
Vigo, í leik liöanna í gær.
Reuters
Blarad í poka
Þórdur Guójónsson kom inn á sem
varamaður í liði Las Palmas á 46.
mínútu í tapleiknum gegn Villarreal.
Sven Göran Eriksson, þjálfari Lazio,
hefur boðið Peter Taylor, fram-
kvæmdastjóra Leicester City, þá Ro-
berto Mancini, aðstoðarþjálfara Róm-
arliðsins, og miðvallarleikmanninn
efnilega Roberto Baronio að láni.
Mancini er ekki talinn liklegur til
þess að taka við af Eriksson hjá Lazio
þegar hann tekur við enska landslið-
inu. Leicester þarf leikmann til að
fylla í skarðið nú þegar Neil Lennon
hefur verið seldur til Glasgow Celtic.
Sven Göran Eriksson og Roberto
Mancini vilja vinna saman áfram.
Mancini mun þó ekki eingöngu
gegna knattspymustarfmu heldur er
það talið líklegt að hann muni vera
Eriksson innan handar með mat á
leikmönnum fyrir ensku landsliðin.
Búast má viö því að Inter Milan
þurfi að punga út um 60 milljónum
punda (rúmum 7 milljörðum króna)
vilji það krækja í ástralska leikmann-
inn Harry Kewell hjá Leeds United
auk þess að liðið viil krækja í David
O’Leary, stjóra Leeds. Það mun þurfa
að greiða 40 milljónir punda fyrir
Kewell og 20 milljónir í bætur til
Leeds ef O’Leary ákveður að hverfa á
braut
Gríska knattspyrnusambandið
stendur frammi fyrir ákveðnum
vanda um þessar mundir þar sem
nokkrir stjörnuleikmenn iandsliðs
landsins hafa ákveðið að gefa ekki
kost á sér fyrir leikinn gegn Englandi
í júní nk. ef ekki koma til breytingar
á dómgæslu í leikjum á vegum sam-
bandsins. Menn vilja meina að dómar-
ar séu of vilhallir undir meistara síð-
ustu fjögurra ára, Olympiakos, og
vilja að komið verði upp stétt at-
vinnudómara sem þurfi að svara til
ákveðinnar nefndar varðandi ákvarð-
anir sinar.
Ruslan Nigmatulli, markvörður
Lokamotiv Moskvu, sem hefur verið
eftirsóttur af stórum félögum i Evrópu,
hefur látið það uppi að loks sé komið
að því að hann færi sig um set. Hann
mun að öllum líkindum vera á leið tfl
Sporting Lissabon, að þvi er fram kem-
ur á netmiðlinum onefootball.com, en
þegar þessi kaup eru skoðuð verður að
setja stórt spumingarmerki við fram-
tíð Danans sterka, Peters Schmeichel,
hjá félaginu.
Galatasaray hefur gefió það upp að
það ætli sér að krækja i tvo leikmenn
frá Ajax, þá Christian Chivu og Ric-
hard Knopper. Chivu, sem er landi
Gheorghes Hagis sem spflar hjá tyrk-
neska liðinu, er afar vinsæll hjá félag-
inu sem og stórliðum í Evrópu og til
marks um báðar hliðar má benda á að
þegar fréttir bárust af 18 milljóna
punda tilboði Barcelona i piltinn varð
allt brjálað i Amsterdam og skrifstof-
ur Ajax voru umsetnar reiðum
áhangendum sem lýstu yfir vanþókn-
un sinni á slíku tilboði. Knopper er
fyrrverandi unglingalandsliðsmaður
Hollands og hefur frá því Jari Lit-
manen hvarf frá félaginu verið fastur
póstur á miðjunni.
Belgíska félagió Club Briigge, sem
hefur byrjað leiktíðina feikivel, er nú
miðpunktur í rannsókn á ólöglegum
leikmannakaupum en stjórnarmönn-
um hjá félaginu munu hafa verið
boðnar mútur af hálfu júgóslavnesks
umboðsmanns sem vildi falbjóða leik-
menn á sínum vegum. -ÓK/AÁ
fi FRAKKLAHD
.jr-----------
Auxerre-Troyes..............2-2
Guingamp-Monaco ............2-2
Lille-Sedan ................2-0
Lyon-Bastia.................1-0
Paris SG-Metz...............1-0
Strasbourg-Rennes .........1-1
Toulouse-Lens...............1-0
Bordeaux-St. Etienne.......2-1
Marseille-Nantes............2-0
Bordeaux 20 9 7 4 27-16 34
Nantes 19 10 3 6 32-23 33
Sedan 20 9 6 5 30-21 33
Lflle 19 8 6 5 20-14 30
Lens 20 8 6 6 23-19 30
Guingamp 20 8 5 7 23-24 29
Lyon 19 6 10 3 23-16 28
PSG 19 8 4 7 30-28 28
Bastia 19 8 4 7 21-19 28
Troyes 20 7 6 7 24-28 27
Rennes 20 7 5 8 20-19 26
Monaco 20 7 5 8 28-28 26
Auxerre 20 7 5 8 21-24 26
St. Etienne 20 6 6 8 27-29 24
Marseflle 20 7 3 10 21-25 24
Metz 20 5 6 9 15-24 21
Toulouse 19 4 6 9 17-22 18
Strassborg 20 4 5 11 16-39 17
STy ÍTALÍA
Brescia-Napoli...............1-1
1-0 Diana (32.), 1-1 Pecchia (58.).
Reggina-Verona...............1-1
0-1 Bonazzoli(2.), 1-1 Stovini (90.).
Atalanta-Perugia.............0-0
Bari-Bologna.................2-0
1-0 Bellavista (7.), 2-0 Cassano (46.)
Fiorentina-Inter Milan ......2-1
1-0 Chiesa (48.), 1-1 Vieri (60.), 2-1
Costa (90.)
Juventus-Parma ..............1-0
1-0 Ferrara (14.).
AC Milan-Lecce...............4-1
1-0 Leonardo (19.), 1-1 Conticchio
(21.), 2-1 Shevchenko (26.), 3-1
Shevchenko (31., víti).
Roma-Udinese.................2-1
1-0 Batistuta (21.), 2-0 Totti (33.), 2-1
Muzzi (44.).
Vicenza-Lazio ...............1-4
0-1 Nedved (13.), 0-2 Crespo (25.), 0-3
Nedved (73.), 1-3 Kallon (77.), 1-4
Salas (88.).
Staðan
Roma 10 8 1 1 22-8 25
Atalanta 10 5 4 1 15-8 19
Juventus 10 5 4 1 15-9 19
Lazio 10 5 3 2 17-10 18
AC Milan 10 5 3 2 18-12 18
Parma 10 5 2 3 13-8 17
Bologna 10 5 2 3 16-12 17
Udinese 10 5 1 4 17-11 16
Fiorentina 10 3 5 2 17-15 14
Inter Milan 10 3 3 4 12-14 12
Lecce 10 3 3 4 8-14 12
Verona 10 2 5 3 13-17 11
Perugia 10 2 4 4 11-15 10
Vicenza 10 2 3 5 11-18 9
Bari 10 2 2 6 8-15 8
Brescia 10 1 4 5 11-16 7
Napoli 10 1 4 5 8-16 7
Reggina 10 1 1 8 5-19 4
Markahæstir:
Andriy Shevvhenko, Milan........10
Gabriel Batistuta, Roma ........10
Roberto Carlos, Udinese .........7
Francesco Totti, Roma ...........6
Leandro, Fiorentina .............5
David Trezeguet, Juventus .......5
df-*) SPÁNN
Las Palmas-ViUarreal.....1-5
0-1 Mariano (33.), 0-2 Lopez (41.),
0-3 Lopez (48.), 1-3 Guary (57.), 1-4
Mariano (67.), 1-5 Garcia (90.).
Numancia-Zaragoza .......1-1
1-0 Navarro (4.), 1-1 Juanele (45.).
Valencia-Real Sociadad .... 2-0
1-0 Carew (68.), 2-0 Sanchez (87.).
Athletic Bilbao-Oviedo .... 4-0
1-0 Yeste (48.), 2-0 Yeste (57.), 3-0
Gonzalez (64.), 4-0 Guerrero (89.).
Barcelona-Espanyol .......4-2
1-0 Rivaldo (15.), 2-0 Xavi (44.), 2-1
Posse (53.), 3-1 Rivaldo (57., víti),
4-1 Enrique (62.), 4-2 Arteaga (88.).
Deportivo-Vallecano.......1-1
1-0 Makaay (35.), 1-1 Bolic (71.)
Malaga-VaUadolid..........3-1
1-0 Silva (1.), 2-0 Silva (49.), 3-0
Musampa (80.), 3-1 Sales (88.).
Real MaUorca-Osasuna .... 1-1
0-1 Rosado (26.), 1-1 Nadal (55.)
Santander-Alaves..........2-1
0-1 Moreno (69.), 1-1 Tais (81.), 2-1
Amavisca (89.).
Real Madrid-Celta Vigo .... 3-0
1-0 Helguera (11.), 2-0 Figo (34.), 3-0
Carlos (60.).
Staðan
Valencia 14 8 4 2 25-9 28
Deportivo 14 8 4 2 24-11 28
R. Madrid 13 8 2 3 29-16 26
Barcelona 14 7 2 5 27-22 23
Vaflecano 14 6 5 3 30-20 23
Mallorca 14 6 4 4 16-15 22
Alaves 14 6 3 5 20-14 21
Real Oviedo 14 6 2 6 19-22 20
Villarreal 14 5 4 5 17-18 19
Malaga 14 5 3 6 23-23 18
A. Bilbao 14 5 3 6 20-21 18
Espanyol 14 5 3 6 14-16 18
Celta Vigo 14 5 3 6 17-20 18
Las Palmas 14 5 3 6 16-29 18
Vafladolid 14 3 7 4 14-17 16
Zaragoza 13 3 6 4 14-14 15
Numancia 14 3 4 7 14-22 13
Santander 14 3 4 9 17-25 13
R. Sociadad 14 3 3 8 15-30 12
Osasuna 14 1 7 6 12-21 10