Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2000, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2000, Side 13
MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2000 33 I>V Það var stór helgi hjá Hermann Maier um helgina en hann er óumdeilanlega besti skíðamaður heims i alpagreinum. Hann hefur tekið þátt i 100 heimsbikarmótum og sigrað í 33 þeirra. Sannarlega glæsilegur árangur. Hér fagnar hann sigri i Frakklandi í gær. Reuters 28 ára afmæli og 100 keppnir að baki í heimsbikarnum - Hermann Maier virðist algjörlega óstöðvandi ___________________Sport Úrslit í heims- bikarnum Karlar: Stórsvig, Val d’Isére: 1. Hermann Maier, Austurr. 2:30,63 2. H. Schilchegger, Austurr. 2:31,99 3. A. Schifferer, Austurr. . . 2:32,00 4. M. Von Grunigen, Sviss .2:32,08 5. F. Covili, Frakklandi . . .2:32,15 Heildarstaða: 1. Hermann Maier, Austur. 140 stig 2. Fredrik Nyberg, Svíþjóð 129 stig 3. Lasse Kjus, Noregi .... 125 stig Brnn, Val d’Isére: 1. Hermann Maier, Austurr. 1:45,04 2. S. Eberharter, Austurr. . . 1:45,35 3. Fritz Strobl, Austurr. . . .1:45,59 4. A. Schifferer, Austurr. . .1:46,04 5. Didier Cuche, Sviss . . . .1:46,15 Heildarstaða: 1. S. Eberharter, Austurr. . 240 stig 2. Hermann Maier, Austur. 216 stig 3. Lasse Kjus, Noregi .... 140 stig Samanlögð heildarstaða: 1. Hermann Maier, Austur. 616 stig 2. S. Eberharter, Austurr. . 409 stig 3. Lasse Kjus, Noregi .... 397 stig 4. Fredrik Nyberg, Svíþjóð 297 stig 5. A. Schifferer, Austurr. . 288 stig Konur: Svig, Sestriere: 1. J. Kostelic, Króatíu....1:41,82 2. Sarah Schleper, BNA . . . 1:42,15 3. Trine Bakke, Noregi .... 1:42,17 4. Martina Ertl, Þýskal. . . . 1:42,66 5. Anja Párson, Sviþjóð . . . 1:42,78 Heildarstaða: 1. J. Kostelic, Króatiu .... 300 stig 2. Martina Ertl, Þýskal. . . 210 stig 3. Vanessa Vidal, Frakkl. . 108 stig Stórsvig, Sestriere: 1. M. Dorfmeister, Austurr. 2:19,88 2. Anja Parson, Svíþjóð . . .2:20,71 3. Sonja Nef, Sviss .......2:20,75 4. Martina Ertl, Þýskal. . . . 2:22,05 5. J. Kostelic, Króatiu ...2:22,12 Heildarstaða: 1. Anja Párson, Sviþjóð . .200 stig 2. Martina Ertl, Þýskal. . . 186 stig 3. M. Dorfmeister, Austurr. 186 stig Samanlögð heildarstaða: 1. Martina Ertl, Þýskal. . . 560 stig 2. R. Cavagnoud, Frakkl. . 439 stig 3. M. Dorfmeister, Austurr. 396 stig 4. J. Kostelic............ 393 stig 5. Isolde Kostner, ftalíu . .294 stig Hermann Maier er óumdeildanlega besti skíðamaðurinn í alpagreinum i dag. Eftir að hafa tekið þátt í 100 heimsbikarkeppnum og sigrað í 33 þeirra er Maier í sérflokki. Um helg- ina tók hann þátt í tveimur mótum, í bruni og stórsvigi, og sigraði í þeim báðum. Þá sýndi Janica Kostelic fram á það að hún getur einnig unnið vel undir pressu er hún vann sitt þriðja svigmót í vetur í jafnmörgum keppnum. Engir Norðmenn Eftir að hafa fagnað 28 ára afmæli sínu á föstudag var Hermann Maier greinilega vel upp- lagður fyrir mót helgarinnar. Það kom þó fáum á óvart að Austurríkismenn mynduðu efstu fjögur sæti brunkeppninnar á laugardag enda Norðmennirnir Lasse Kjus og Kjetil-André Aamodt fjarri góðu gamni. En þrátt fyrir næst- um fullkomna ferð Stefans Eberharters nægði það ekki til að stööva Maier sem var einfaldlega of fljótur niður brekkuna. Eberharter varð að gera sér annað sætið að góðu. Fritz Strobl, sem hafði verið fljótastur í æf- ingum fyrir keppni, varð þriðji. í stórsviginu í gær var Maier með rásnúmer 1. Og það var ekki að spyrja að því - enginn gat ógnað Maier frá því að hann fór fyrstur niður brekkuna og þar til að hann innsiglaði sigurinn í síðari umferð- inni þegar hann fór síðastur yfir marklinuna. Eins og fyrri daginn hirtu Austurríkismenn alla verðlaunapeninga sem í boði voru en þeir Heinz Schilchegger og Andreas Schifferer fylgdu fast á hæla heimsmeistaranum. Kom þá ekki að sök að þeir Kjus og Aamodt voru meðal keppenda. En kastljósinu var ekki aðeins beint að Maier og löndum hans heldur einnig Frakk- anum Frederic Covili sem byrjaði með rásnúm- er 40 en lauk keppni í 5. sæti. Frábær sigur Kostelic Janica Kostelic frá Króatiu sýndi það enn og sannaði að árangur hennar er engin tilviljun. Fyrir svigmót helgarinnar var hún búin að sigra I báðum mótum vetrarins og því kom það mörgum á óvart að hún skyldi aðeins ná 10. besta tímanum í fyrri umferð. Hún lét það þó ekki hafa áhrif á sig og setti í fluggírinn í þeirri síðari. Þegar uppi var staðið hafði hún sigrað með 0,33 sekúndna forskoti á Sarah Schlopy frá Bandaríkjunum. Öruggur sigur Dorfmeister Michaela Dorfmeister frá Austurríki vann á laugardag stórsvigskeppnina í Sestriere og fylgdi þar með sigrinum í risasvigi í Lake Lou- ise eftir. Hún gerði engin mistök í hvorugri ferðinni og þrátt fyrir mikla keppni frá Anja Parsson frá Sviþjóð og hinni svissnesku Sonju Nef var sigur Dorfmeister frekar öruggur þegar uppi var staðið. „Ég er fegin því að vera aftur í Evrópu, ég þarf nefnilega á hvildinni að halda. Ég stóð mig vel i Ameríku og vissi að það myndi ég einnig gera hér. Ég var ekkert taugaóstyrk, æfingarn- ar gengu vel og ég vissi að með þolinmæði myndi árangurinn ekki láta standa á sér.” í dag verður svo keppt í svigi karla í Sestri- ere á Ítalíu og hefst keppni kl. 17 að íslenskum tíma. an Krist- ina Kozn- ick æfir ekki leng- ur með bandaríska liöinu þar sem hún kýs að æfa ein, að eig- in sögn. -esá RADÐU DJÖFLARNIR Knattspyrnustjörnurnar í sögu Manchester United Ómissandi bók fyrir alla Rauða Djöfla. Ferð þú á Old Trafford? Sjá nánar á kápu bókarinnar. ^^3 BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR^' Meissnitzer meö eftir 378 daga fjarveru Hin Austurríska Alex- andra Meissnitzer keppti á miðvikudaginn í heimsbik- amum í fyrsta sinn í 378 daga en hún hefur verið frá vegna meiðsla í hné. Þegar upp var staðið átti hún 7. besta tímann og var fagnað sem sigurvegara. Haldin var afmælisveisla í tilefni 28 ára afmælis Her- manns Maiers og lauk henni með því að ítalska herlög- reglan þurfti að fylgja meist- aranum upp á hótel. Ástæða þess var víst að hann var með of mikil læti á götum Bormeo, þar sem veislan var haldin. Þess má geta að banda- ríska stúlk- Árangur Janicu Kostelic frá Króatíu á mótunum í vetur er engin tilviljun. Reuters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.