Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2000, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2000, Page 14
34 MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2000 Sport unglingá Hér sjást stelpurnar sem unnu til verðlauna í flokki stúlkna í 8.-10. bekk. Taliö frá vinstri: Jóhanna Eliasdóttir (Álftamýrarskóla), Erla ívarsdóttir (Árbæjarskóla), Anna Guðmundsdóttir (Hagaskóla), Kristín Hjálmarsdóttir (Hagaskóla), og Halldóra Ólafsdóttir, Jóna Porvaldsdóttir og Ásthildur Björnsdóttir (Árbæjarskóla). Grunnskólamót í borötennis: Borðtennistaktar - hjá unglingum í grunnskólum Reykjavíkur sem fjölmenntu á mótið Jólaborötennismót ÍTR fyrir Grunnskóla Reykjavíkur fór fram í íþróttahúsi TBR sunnudaginn 3. desember á vegum íþrótta og tóm- stundaráðs Reykjavíkur og tókst mótið vel. Keppt var í liðakeppni og sendu margir skólar lið til leiks og varð því nokkuð góð þátttaka. Á mótinu var tekið vel á og sýndu unglingarnir góð tilþrif. Uppbyggingarstarfiö aö aukast Borðtennis hefur jafnan talist til litlu iþróttagreinanna á Islandi en með aukinni þátttöku yngri kyn- slóðarinnar gæti það breyst á næstu árum.______________________ Uppbyggingar- starf félaganna hefur verið aö__ aukast síðustu ár og einnig er borðtennis — leikinn í flest- um grunnskólum Reykjavíkur. Á jólamóti ÍTR var keppt í drengja- og stúlknaflokki og leiddu Umsjón: Benedikt Guðmundsson saman hesta sína krakkar í 5.-7. bekk og síðan unglingar í 8.-10. bekk. í keppni 5.-7. bekkjar pilta ____________________var það Grandaskóli sem fór með __sigur af hólmi en Selásskóli hjá stelpun- --------------------um. Hjá drengjunum í 8.-10. bekk sigraði Breiðholtsskóli en Hagaskóli hjá stelpunum. Fleiri stelpur Margir unglinganna sem tóku þátt í mótinu æfa borðtennis hjá félögum sínum og t.d. hefur verið rekið öflugt starf hjá Víkingi i gegnum árin. Gaman er að sjá fleiri stelpur vera farnar að æfa og margar þeirra sem tóku þátt í mótinu eru mjög efnilegar. Hér fyrir neðan má sjá úrslit mótsins og hverjir komust á verð- launapall í hverjum flokki fyrir sig hjá stelpum og strákum. -BG Urslit á jólamóti ITR 8.-10. bekkur (drengir) 1. sæti: Daði Guðmundsson og Óli Páll Geirsson, Breið- holtsskóla. 2. sæti: Matthías Stephen- sen og Finnur Magnússon, Laugalækjarskóla. 3. sæti: Sölvi Pétursson og Magnús Magnússon, Árbæjar- skóla. 8.-10. bekkur (stúlkur) 1. sæti: Anna Guðmunds- dóttir og Kristín Hjálmars- dóttir, Hagaskóla. 2. sæti: Jóhanna Elíasdóttir, Álftamýrarskóla, og Erla ívarsdóttir, Árbæjaskóla. 3. sæti: Jóna Þorvaldsdóttir, Ásthildur Bjömsdóttir og Halldóra Ólafsdóttir, Árbæj- arskóla. 5.-7. bekkur (drengir) 1. sæti: Daníel Kristinsson, Grettir Ólafsson og Björn Bjömsson, Grandaskóla. 2. sæti: Hlynur Gíslason og Ragnar Einarsson, Korpu- skóla. 3. sæti: Davíð Teitsson og Hreinn Þorvaldsson, Ártúns- skóla. 5.-7. bekkur (siúlkur) 1. sæti: Rósa Hauksdóttir og Thelma Lind Steingrimsdótt- ir, Ártúnsskóla. 2. sæti: Björk Ólafsdóttir og Magnea Ólafsdóttir, Selás- skóla. Á myndinni hér fyrir ofan sjást Daði Guömundsson og Óli Páll Geirsson taka viö verðlaunum sínum fyrir sigur i sínum flokki. Óli Páll er greinilega sáttur viö lífiö og tilveruna. Karfa: Unglingaflokkur íslandsmótið í unglinga- flokki hefur verið í fullum gangi í vetur. Alls keppa 13 lið og er spilað í tveimur riðlum. Leikmenn unglingaflokks eru drengir, fæddir 1980 og 1981. Margir af strákunum eru þegar farnir að láta vel að sér kveða í meistaraflokki og spiia sumir þeirra ekki með unglingaflokki vegna anna með meistara- flokki. Engu að síður er spennandi keppni fram undan og virðast nokkur lið getað blandað sér í baráttuna um íslandsmeistara- titilinn, þó svo að KR-ingarnir séu sigurstranglegastir. Þeir hafa unnið alla sína leiki sann- færandi, fyrir utan hörkuleik á Akureyri við heimenn í Þór. Þórsarar mæta einnig öflugir til leiks og gera tilkail til Is- landsmeistarabikarsins. Tindastóll hefur einnig á að skipa sterku liði sem getur far- ið alla leið og Stjarnan hefur verið að láta að sér kveða í upphafi móts. Islandsmeistar- amir frá því í fyrra, Kefl- víkingar, hafa verið rólegir í tíðinni það sem af er móti en það skýrir sig sjálft þar sem lykilmenn eins og Magnús Gunnarsson og Jón Hafsteins- son hafa ekki leikið með ung- lingaflokki. Svipaða sögu er að segja af ÍR en þar hafa ekki spilað þeir strákar sem eru orðnir lykilmenn í meistara- flokki. Ef þeir strákar koma inn í dæmið þá er ÍR orðið lið sem gæti tekið titilinn. Ung- lingalandsliðið spilar sem gestalið í unglingaflokki og er það skipað strákum, fæddum 1984. Þetta hefur verið gert undanfarin ár hjá Körfuknatt- leikssambandinu að láta ung- lingalandsliðin spila í ung- lingaflokki til að skapa liðinu verkefni yflr vetrartímann og hefur það komið vel út. Þó svo að landsliðið nái ekki oft hag- stæðum úrslitum þá fá þessir ungu strákar mikla reynslu út úr þessum leikjum sem nýtist þeim þegar á hólminn er kom- ið með landsliðinu á sterkum mótum. Þar þurfa þessir dreng- ir oft og tíðum að kljást við stærri og sterkari stráka sem er einmitt það sem þeir gera í unglingaflokksleikjunum. Hér fyrir neðan er staðan i unglingaflokki og næstu leikir fara fram eftir jólafrí. -BG Riðin í Tindastóll 5 4 1 315-290 8 Breiðablik 4 4 0 339-298 8 Stjarnan 5 4 1 387-338 8 Keflavík 5 3 2 406-390 8 Grindavík 6 1 5 394-426 2 Valur 5 1 4 333-366 2 Ung.landsl. 4 0 4 Riðill 258-324 2 0 KR 4 4 0 358-224 8 Þór AK. 5 4 1 492-367 8 ÍR 4 2 2 350-354 4 ÍA 4 1 3 266-332 2 Haukar 5 1 4 203-258 2 UMFS 4 1 3 225-359 2 Næstu leikir 8. janúar ÍA-KR 20.00 Stjaman-Breiðablik 20.00 UMFS-ÍR 20.00 Grindavík-Valur 20.00 Ung.landsliðið-Keflavík 20.00 12. janúar ÍA-ÍR 20.00 15. janúar UMFS-Haukar 20.00 Ung.landsliðið-Valur 20.00 Grindavík-Breiðablik 20.00 19. janúar Haukar-ÍA 21.30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.