Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2000, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2000, Síða 15
MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2000 35 Sport JOV áM: www.tluRyvckf? ' V v-:í. • Toffmynotr*l t>(ioíiíóoTJTi llUU. M |= . = Laxá í AÖaldal „^4—,: Laxa i Þmgeyjarsýslu ^c^ígjt “ Loftmyndir frá vi/Ljun upp aö Mývatni I Litlaá í Kelduhverfi Loftmy.icíir frí Laxarósum upp að viritjun Aíls eru 134 rr.j-ndlr cl Laxá I AAiIdaf. fjfíldi iTíerktra veiAijtaAa f - V A!l» eni 4S4 myjuSir i disknum 230 mytsdir af Laxánni í MývalnMvetl. &2 myfsUir af trtlua » Krlduhverfi Fíestar myndimar a/ LaxÁ cnr merirtar Ha*Rt tt *A skoAa ntyndimar r ínt tig htlmatiðu rwst et aO shoda rtryndim ílft* OK h«ima»idu vsvrwJJuguveidi.is Veiðivon Þessi mynd er úr Stóru-Laxá í Hreppum. A litlu myndunum þremur má sjá þrjú sýnishorn af diskunum sem komnir eru út. Hér er um lofsvert framtak aö ræöa og kærkomiö stangaveiöimönnum sem hljóta að fagna því mjög aö geta skoðaö ána sína í smáatriöum. Mynd Einar Guömann Kærkomið geisladiskar með myndum af veiðistöðum í helstu ám landsins komnir út Gefnir hafa verið út fimm geisla- diskar með loftmyndum af veiði- stöðum í mörgum helstu laxveiðiám landsins. Þetta er líklega í fyrsta skipti sem ljósmyndari gefur út ljós- myndir í þessum mæli á geisladisk- um og einnig í fyrsta skipti sem ár og vötn eru mynduð sérstaklega í þessum tilgangi. „Diskamir eru allir eins uppsett- ir. í byrjun velur veiðimaðurinn skjal á viðkomandi diski sem heitir loftmyndir. Þá kemur upp valmynd með lista yfir þær ár sem eru á disknum. Síðan er áin valin og þetta virkar síðan alveg eins og hver önn- ur heimasíöa. Þegar búið er að velja ákveðna á koma upp litlar smá- myndir með skýringum á því um hvaða veiðistað er að ræða. Svona er hægt að fletta yfir alla diskana. Það eru merkingar undir myndun- um en ef þær vantar getur viðkom- andi veiðimaður sent mér orðsend- ingu um nafn staðarins og ég bæti því við. Það er svo líka hægt að sækja skjal sem er inni á flugu- veidi.is þar sem alltaf er að fmna nýjustu merkingamar," sagði Einar Guðmann á Akureyri í samtali við DV-Sport en hann hefur tekið allar myndirnar sem eru á umræddum diskum. Á einum diskinum eru myndir af veiðistöðum í Laxá í Þingeyjarsýslu frá virkjun og upp að Mývatni og Litluá i Kelduhverfl. Einn diskurinn er helgaður Laxá i Aðaldal, frá Laxárósum og upp að virkjun. Þriðji diskurinn er með myndum frá Norðurá í Borgarfirði, Stóru-Laxá, Laxá í Kjós, Langá á Mýrum, Grímsá í Borgarfirði, Hít- ará og Haffjarðará. Loks er diskur með myndum frá Eyjaijarðará, Fnjóská og Hörgá. Á fimmta diskn- um eru myndir af allri strandlengju Þingvallavatns og Soginu í fram- haldi af því. Frábærar myndir af Soginu. Elliöavatn er tekið vel fyrir og á diskinum er einnig íjöldi mynda af vötnum sem hafa orðið á vegi ljósmyndarans. Þá má einnig nefna myndir af Tungufljóti og Brynjudalsá. Samtals eru 2700 myndir á diskunum fimm. Fyrir veiðimenn eru myndimar ómetan- leg hjálpartæki til þess að læra um veiðistaði og ár enda byggist veiði- mennska að verulegu leyti á því að þekkja ána sem veitt er i og fjöldi veiðistaða eru merktir á diskunum. „Ég vona að veiðimenn komi til með að hafa gagn af þessum disk- um. Myndimar eiga eflaust eftir að koma mörgum á óvart enda allt ann- að að skoða veiðistaði á loftmynd- um,“ sagði Einar ennfremur. Þetta framtak hans er lofsvert og kærkomið, svo vægt sé til orða tek- ið. Verðið á diskunum er mjög gott, 2.900 og 3.900 krónur. Það er sannar- lega lítið verð fyrir hreint frábæra vöru. -G.Bender Stangaveiðifélag Reykjavíkur: Hellingur af umsóknum „Þaö hefur verið nóg að gera að flokka allar þær umsóknir sem við höf- um fengið og þær em fleiri en í fyrra, enda félagarnir komnir í 2550,“ sagði Bjami Ómar Ragnarsson, formaður Stangaveiöifélags Reykjavíkur, í sam- tali við DV-Sport. „Við munum senda út til þeirra sem fengu úthlutað fyrir jól og þá sjá menn hvað þeir hafa fengið, þetta verð- ur jólaglaðningurinn frá okkur í ár,“ sagði Bjami í lokin. Þrátt fyrir frekar rólega veiði í laxin- um i sumar virðast veiðimenn ákveðnari en nokkru sinni í að tryggja sér veiðileyfi næsta sumar. Vel hefur gengið að selja í þær ár sem er byrjað að selja veiðileyfi i og veiðimenn em allavega búnir að panta víða í veiðián- um. í silungnum er sama sagan, enda fátt skemmtilegra en að veiða vænan sil- ung, og þarf víða að panta fyrir fram. „Við ætlum að úthluta veiðileyfum í janúar á silungavæðið í Víðidalsá og það er ekkert lát á því að veiðimenn panti veiðileyfi þessa dagana,“ sagði Ragnar Guðlaugsson, formaður veiðifé- lags Víðidalsár, í samtali við DV-Sport. -G. Bender Bjarni Ómar Ragnarsson, formaöur Stangaveiöifélags Reykja-víkur, meö góöan bunka af umsóknum f veiöiár félagsins fyrir næsta sumar. DV-mynd G.Bender Vió fréttum af einum rjúpnaveiðimanni sem hefur farið lítið og fengið lítið í næsta nágrenni við Ólafsfjörð. Eitthvað var þó víst af merkt- um rjúpum þar fyrir skömmu og þegar vinurinn ætlaði að kíkja eftir rollunum sá hann tvær dauðar rjúpur. Þær voru með merki um hálsinn og þetta var jafn mikið og 'hann hafði skotið allt tímabilið. Næst ætl- ar hann byssulaus til rjúpna. Heyrst hefur að Árni Bald- ursson og veiðifélagið Lax-á, sem eiga Litlu fluguna, það rót- gróna fyrirtæki, hafi hug á að selja það. Litla flugan hefur verið starfrækt i 20 ár og það var Kristján Kristjánsson sem stofnaði hana. Fyrir eiga Árni Baldursson og Lax-á Úti- vist og Veiði í Síðumúlanum. Eitthvað var rœtt um að flyltja Litlu fluguna i Síðumúl- ann en hætt við það. Af veiðifé- laginu Lax-á er það annars að frétta að nú styttist í að verð- skráin komi út hjá því og verð- ur hún víst óvenjulega glæsi- leg. Enda bætast alltaf við veiðiár. Svo viróist sem það verði ekki vandamál að selja veiði- leyfin næst sumar í laxveið- inni, þrátt fyrir frekar slaka laxveiði. Við fréttum að í ágætri laxveiðiá á Mýrunum hefðu helmingi fleiri sótt um veiðileyfi en mögulegt er aö út- hluta. Þetta hefur heyrst víða í veiðinni þessa dagana. Verslunin Títan, með veiði- manninn Róbert Schmidt fremstan í flokki, hefur byrjað með heimasíðu og fyrir skömmu birti hún viðtal við Sigurfinn Jónsson á Sauðár- króki. Líka var rætt um vél- sleðana sem eru notaðir mikið á rjúpuna við lítinn fögnuð venjulegra veiðimanna sem nenna að labba. Eins og flestir vita hefur verið breytt um leigutaka í Svartá í Húnvatnssýslu og hef- ur lítið frést um þann hóp sem tók hana á leigu. Þó hefur heyrst að eingöngu eigi að leyfa fluguveiði í ánni næsta sumar. Veióitölurnar streyma úr veiðiánum þessa dagana og á silungasvæðinu í Víðidalsá í Húnvatnssýslu veiddust 1000 bleikjur og 120 sjóbirtingar. Stœrsta bleikjan var 6 pund en stærsti sjóbirtingurinn 13 pund. Það er ánægjulegt að sjá að sjóbirtingurinn er allur aö koma til aftur enda ekki á hverjum degi sem veiðist 13 punda bolti og það norðan heiða. Stangaveiöimenn margir hverjir eiga nokkuð bágt um þessar mundir enda nokkuð liðið frá lokum síðustu vertíðar og dágóður tími í þá næstu. Við fréttum af veiðifélögum á landsbyggðinni sem aka reglulega með uppáhaldsánni sinni, svona til að fylgjast með og athuga hvort áin hafl eitthvað breyst. Þetta er veiðidella eins og hún gerist verst og líklega á lokastigi. Landssamband veiðifélaga hefur opnað nýjan vef fyrir veiðimenn á ensku og íslensku. LV hefur lengi verið með heimasíðu í gangi á Netinu. Um töluverða viðbót er að ræða aö þessu sinni. Vefslóðin er http://www.angling.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.