Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Page 6
■ E-E-L-I-B Y-I-M-N-U. Víkan 5. ianúar tii 11. ianúar Ifókus B llJíi-ð- SunnudaguA 7/1 •Krár ■ BRA$$ Á NÝ Á NIKKA Það er óumdeilanleg staðreynd að Nikkabar er besti barinn í bænum, a.m.k. sá besti utan 101 Rvk. Þangað geta allir komið og djammað saman, ungir og aldnir, ríkir sem snauðir. Og ekki kárnar nú gamanið þegar hljómsveitin Bra$$ stígur á stokk í tilefni nýs árs ogjafnvel aldar. Hressandi! iBöll ■ CAPRÍ-TRÍÓ í ÁSCARÐI. GLÆSIBÆ Það verður fjör að venju í Ásgarði, Glæsibæ í kvöld því það stendur til að halda stórskemmtilegan dansleik með Caprí-tríó. Gleðin byrjar klukkan 20 og stendur alveg til miðnættis. •Klassík ■ ARNALDUR ARNARSON Hinn þekkti gítar- leikari, Arnaldur Arnarson, mun í dag, kl. 17, leika ásamt strengjakvartett þrjá gítarkvintetta I Hafnarborg í Hafnarfirði. Kvartettinn skipa: Sif Tulinius, fiðla, Júlíana Elín Kjartansdóttir, fiðla, Margrét Hjaltested, lágfiðla, og Ásdís Arnar- dóttir, selló. Kvintettarnir eru eftir Boccerini, Giuliani og Castelnuovo-Tedesco. ■ TÍBRÁR-TÓNLEIKAR í SALNUM Fyrstu Tí- brár-tónleikar ársins verða haldnir í kvöld í Saln- um í Kópavogi. Við slaghörpuna er Jónas Ingi- mundarson en með honum í för eru fjórir söngv- arar af yngstu kynslóðinni. Söngkonurnar eru Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Sesselja Kristjánsdóttir messósópran en auk þeirra þeir Garöar Thór Cortes tenór og Ágúst Ólafsson baritón. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og glæsileg en tónleikagestir geta átt von á ný- breytni sem kemur skemmtilega á óvart. Miða- sala á tónleikana er í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, Hamraborg 6. Miðasalan er opin frá 3. janúar alla virka daga kl. 13-18 og sími í miðasölu er 570 0400. ©Leikhús ■ MÓGLÍ Leikritið Móglí verður sýnt f Borgar- leikhúsinu í dag kl. 14. Leikgerð gerði lllugi Jök- ulsson og er hún byggð á skógarlífssögum Rudyards Kiplings. Aðalhlutverkið er í höndum Friðriks Friðrikssonar og leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson. ■ Á SAMA TÍMA SIÐAR Á sama tíma síðar er framhald leikritsins Á sama tíma að ári sem sýnt hefur verið um langt skeið við miklar vin- sældir. í kvöld kl. 20 verður framhaldiö sýnt í Loftkastalanum og eru það þau Tinna Gunn- laugsdóttir og Sigurður Sigurjónsson sem fara með hlutverkin eins og áður. ■ HORFÐU REHHJR UM ÓXL Horfðu reiður um öxl eftir John Osborne veröur sýnt í kvöld kl. 20 í Þjóðleikhúsinu. Örfá sæti eru laus. ■ TRÚÐEIKUR i H)NÓ Iðnó sýnir Trúðleik í kvöld klukkan 20. Leikarar í verkinu eru Halldór Gylfason og Friðrik Friðriksson. Örfá sæti laus. •Kabarett ■ 1. GUÐSÞJÓNUSTA ALDARINNAR í HAFN- ARFJARÐARKIRKJU Fyrsta guðsþjónusta aldar- innar verður haldin í dag í Hafnarfjarðarkirkju. Á þessum tímamótum horfir kirkjan fram til nýs ár- þúsunds kristinnar trúar í landinu. Á liðnu ári var haldið upp á 1000 ára afmæli kristni á íslandi. Var þá meðal annars pælt í samvinnu rikis og þjóðkirkju í gegnum tíðina. Margar spurningar vöknuðu um þetta samstarf, meðal annars hvort e.t.v eigi að rjúfa endanlega tengsl rikis og þjóðkirkju á nýju árþúsundi. Nú horftr kirkjan til framtíðar. Af því tilefni verður þessi fyrsta guðs- þjónusta aldarinnar helguð þemanu Ríki og þjóðkirkja á nýrri öld. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson, en kór Hafnarfjarðarkirkju syngur undir stjórn Natalíu Chow. Guðsþjónustan hefst klukkan 11 og að henni lokinni gefst tækifæri til að ræða málin áfram i safnaðarheimilinu Strandbergi. •Síöustu forvöö ■ ENGLAR. STJÓRNUR OG FJÓLL í dag lýkur sýningu í kaffistofunni I Hafnaborg á verkum 15 barna á aldrinum 6-10 ára úr Litla Myndlista- skólanum f Hafnarfirði. Verkin eru unnin með blandaðri tækni á pastel og kartonpappír og í leir. Viðfangsefniö er hugmyndir þeirra um það hvernig trúin kom tii landsins I formi engla, stjarna ogtrúartákna fyrir þúsund árum. Sýning- in er opin frá kl. 11-17. ■ AFRÍSK SAMTÍMALIST í dag lýkur í Lista- safni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, áhrifamik- illi sýningu á samtímalist frá Suður-Afriku. Yfir- skrift sýningarinnar er A.r.e.a.2000(Art Region End of Africa) og endurspeglar hún á raunsann- an hátt þær afleiðingar sem nýlendustefnan hef- ur haft á listsköpun samtímalistamanna. Á sýn- ingunni gefur að líta verk ólíkra miðla; málverk, höggmyndir, innsetningar og vídeóverk. Lista- menn sem eiga verk á sýningunni hafa verið valdir af Gavin Young, prófessor við Listadeild Háskólans í Cape Town í Suður-Afriku og Eiríki Þorlákssyni, forstöðumanni Listasafns Reykja- víkur. Boðið er upp á leiðsögn um sýninguna í dag kl. 15. ■ ANTÍK BÚTASAUMSTEPPI i dag lýkur í aðal sal Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, sýningu á antik bútasaumstepp- um. Teppin koma úr safni Marti og Dick Michell en safn þeirra er stærsta einkasafn af þessum toga í Bandaríkjunum. Á sýningunni eru um þrjá- tíu teppi, þau elstu frá því um 1850. Samstarfs- aðili Hafnarborgar að þessari sýningunni eru hjónin Guðfinna Helgadóttir og Helgi Axelsson, eigendur vefnaðarvöruverslunarinnar Virku, en Guðfinna vann að undirbúningi og vali á verkum á sýninguna í samvinnu við eigendur. Sýningin er opin frá kl. 11.00-17.00. ■ HEKLA DÓGG JÓNSDÓTTIR í dag lýkur Hekla Dögg Jónsdóttir einkasýningu sinni í gall- erí@hlemmur.is að Þverholti 5 í Reykjavík. Hekla Dögg útskrifaðist með M.F.A. gráðu frá California Institute of the Arts árið 1999 og er þetta hennarfyrsta einkasýning hér á landi. Hún hefur tekið þátt I fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis. ■ HVÍLÍK VONBRIGÐI! „Hvílík vonbrigði" berast um Reykjavík I formi ramakveins þegar fréttist af lokun sýningar Sigríðar Bjargar Sigurðardóttur i Gallerí Nema hvað. Sýningin heitir LO vonbrigði. En ef þú missir af henni I dag (14-17), þá hét hún 10 vonbrigði og á morgun er of seint fyrir þig að sjá hana. ■ MYNDIR ÚR BARNABÓKUM í dag lýkur sýningu á myndskreytingum úr nýjum íslenskum barnabókum í Gerðubergi. Til sýnis eru myndir p^pabbTþinnvaeiídjöf^ og mamma þín engill værirðu þokkalega skemmdur. Heitastajólamyndin eftir Álfheiði Ólafsdóttur og Erlu Sigurðardóttur. Álheiður sýnir myndir af sækúm, marbendlum og öðrum verum sem finnast á hafsbotni. Myndirnar prýða barnabók hennar Grímur og sækýrnar. Erla sýnir myndskreytingar við söguna Um loftin blá eftir Sigurð Thorlacius. ■ SÝNING Á JÓLAKORTUM í dag lýkur í Hafnarborg jólasýningu Hafnarborgar í samvinnu við nemendur í fjórðu og fimmtu bekkjum I grunnskólum Hafnarfjarðar. Sýningin nefnist Gleðileg jól og fjallar um jólakveðjuna og þá hugsun er liggur að baki þessari kunnulegu kveðju er við sendum á jólakortum til fjölskyldu og vina I tilefni jóla. Nemendur myndskreyttu jólakort með kveðju undir handleiðslu myndmenntakennara skólanna. Alls eru þetta um 500 kort sem hengd verða upp í Sverrissal og Apóteki. Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17. ■ UNDIR BÁRUJÁRNSBOGA i dag lýkur Ijósmyndasýningunni Undir bárujárnsboga - Braggalíf I Reykjavík 1940-1970 I Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Sýningin er sett upp í tengslum við útgáfu samnefndrar metsölubókar eftir Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðing og hefur vakið gríðarlega athygli. Myndunum á sýningunni er það sammerkt að fanga á áhrifamikinn hátt hversdagslegt líf Reykvíkinga á eftirstríðsárunum og allt til 1970 þegar búseta í bröggum var hverfandi. Ljósmyndirnar á sýningunni eru eftir Helgu Hansen (1916-1987) braggabúa, Jón Bjarnason frá Laugum (1909- 1967) og Pál Sigurðsson, en myndir hins síðastnefnda þykja miklar gersemar og hafa margar hverjar ekki komið fyrir augu almennings áður. Leiðsögn verður um sýninguna I dag kl. 16. ■ ÍSLAND ÓÐRUM AUGUM LITH> i dag lýkur sýningunni ísland öðrum augum litið sem staðið hefur yfir I Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Sýningunni er ætlað að varpa Ijósi á hina ólíku sýn listamanna á landið. Þannig hefur sýningarstjórinn fléttað saman á nýstárlegan hátt verkum nokkurra Islenskra listamanna og verkum erlendra listamanna sem hafa sótt mikið hingað til lands síðustu tvo áratugi. Meðal listamannanna sem um ræðir má nefna Roni Horn, Douwe Jan Bakker, Roman Signer, Birgi Andrésson og Hörð Ágústsson. •Fundir ■ ENN MEIRA KAFFI FYRIR ÞINGMENN. NÚ í ÞÓRSHÖFN Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs I Norðurlandskjördæmi eystra, Árni Steinar Jóhannsson og Steingrímur J. Sig- fússon, verða á ferð um kjördæmið aftur I dag. Þeir bjóða til spjalls um málefni kjördæmisins og þjóðmálin yfir kaffibolla og nú má hitta á þá I kvöldkaffi I Félagsheimiiinu, Þórshöfn kl. 20 - 22. ■ NÚ SULLA ÞINGMENN Á RAUFARHÓFN Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns fram- boðs I Norðurlandskjórdæmi eystra, Árni Stein- ar Jóhannsson og Steingrímur J. Sigfússon, verða á ferð um kjördæmið aftur I dag. Þeir bjóða til spjalls um málefni kjördæmisins og þjóðmálin yfir kaffibolla og nú má hitta á þá á Hótel Norðurljós á Raufarhöfn I eftirmiðdags- kaffi kl. 14 -16. ■ SKYNSEMIN SKEGGRÆDD Reykjavíkur- Akademían. við Hringbraut 121, heldur fyrirlest- ur um það hvort skynsamlegt sé að vera dyggur, trúr og tryggur, I dag klukkan 14. Logi Gunnars- son reifar málið undir fimlegri fundarstjórn Sal- varar Nordal. Hvort sem það er tilviljun eður ei, sendi Logi nýlega frá sér bók sem heitir á eng- elsku Making Moral Sense. í henni spyr hann spurninga eins og þessar: Er skynsamlegt að hegða sér siðlega?, Getur skynsemin ein leyst siðferðileg ágreiningsefni?, Hvað greinir á milli skynsamlegra og óskynsamlegra athafna? Logi er lektor I heimspeki við Humboldt-háskóla Berlinar. ■ ÞINGMENN ÞAMBA KAFFl Á ÓXI, KÓPA- SKERI Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs I Norðurlandskjördæmi eystra, Árni Steinar Jóhannsson og Steingrímur J. Sigfús- son, verða á ferð um kjördæmið afturidag. Þeir bjóða til spjalls um málefni kjördæmisins og þjóðmálin yfir kaffibolla og nú má hitta á þá á Öxi, Kópaskeri í morgunkaffi frá 10.30 til 12. Bíó ■ ÞRETTÁNDAKVÓLD í BÍÓSAL MÍR Kvik myndasýningarnar I biósal MÍR við Vatnsstíg 10 hefjast að nýju eftir hlé um jól og áramót. Klukk- an 15 í dag verður rússnesk kvikmynd frá árinu 1955 sýnd sem heitir Þrettándakvöld og er byggð á samnefndu leikriti W. Shakespeares. Leikstjóri er Júrí Fried og myndir er sýnd með enskum texta. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. •Síöustu forvöö ■ REYNIR KATRÍNAR i dag lýkur sýningu á verkum Reynis Katrínar sem staöiö hefur yfir á Mannsbar. Bíó ■ BILLY ELLIOT1HÁSKÓLABÍÓ Filmundur ætl- ar að hefja nýtt kvikmyndaár á því að forsýna hina frábæru kvikmynd „Billy Elliot" í Háskóla- bíói klukkan 22.30 í kvöld. Myndin vakti óvænt gríðarlega athygli erlendis og er að margra mati ein af bestu myndum síðasta árs. Myndin er bresk og er leikstýrt af Stephen Daldry. Hún gerist árið 1984, í námubæ á Norður Englandi þar sem verkfall námumanna er í fullum gangi. Billy Elliot er ellefu ára, og pabbi hans og bróð- ir eru í verkfalli en mamma hans er dáin. Billy er ekkert fyrir ofbeldisfullar strákaíþróttir eins og boxið sem honum er uppálagt að stunda í skól- anum heldur hrífst hann af ballett stelpnanna og sýnir mikla hæfileika. Þegar að fjölskyldan kemst að þessum áhuga hans lendir Billy i vand- ræðum, en heldur áfram að æfa i laumi og loks kemst hann í prufu hjá Konunglega Balletskól- anum. í myndinni er tekist á við svartsýnið sem einkenndi breskt verkamannasamfélag á stjórn- arárum Thatcher og barátta Billys við að ná per- sónulegum árangri í dansinum er mótvægi við baráttu bróður hans og föður sem þurfa að takast á við að atvinna þeirra er i hættu. Einnig er tekið á klisjunni um tengsl samkynhneigðar og ballettástar hjá karlmönnum. „Billy Elliot" hefur hlotið fjölda viðurkenninga og má þar nefna óháðu bresku kvikmyndaverðlaunin, og áhorfendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Edinborg. Einnig var hún tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna og til Golden Globe verðlaunanna. Kvikmyndaáhugafólk ætti ekki að láta þessa frábæru mynd fram hjá sér fara. Þriðjudagur 9/) QLeikhús ■ EVA Bersögli sjálfsvarnareinleikurinn Eva verður sýndur í kvöld kl. 21 i Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. Frábær tragí-kómedía. •Fundir ■ HVAÐ ER HEIMILD? Hádegisfundir Sagn- fræðingafélags íslands fjalla um spurninguna Hvað er heimild? vorið 2001. Fyrsti fundurinn verður haldinn í dag frá kl. 12.05-13.00 i Nor- ræna húsinu. Fyrirlesari verður Anna Agnars- dóttir, dósent í sagnfræði við Háskóla íslands, og nefnist erindi hennar Sannleiksgildi heim- ilda. Allir eru velkomnir. •Krár ■ DJ ÁRNI SVEINS OG KÁRI Á PRIKINU Það eru engir aðrir en plötusnúðarnir Dj Kári og Árni Sveins sem sjá um tónlistina og fönkstemning- una á Prikinu í kvöld. Stuðið hefst klukkan 22 og ætla þeir félagarnir að spila hip hop, house og fleira fyrir djammgesti. Aðgangur er ókeypis. ■ HERB LEGOWITZ OG TOMMI WHITE Á CAFÉ GRÓF Plötusnúðarnir Herb Legowitz og Tommi White verða með soul-kvöld á Café Gróf í kvöld. Þeir félagar ætla að spila deep house, soul og fónk eins og þeim einum er lagið. Kvöld- ið hefst um klukkan 22 og er aðgangur alveg ókeypis. Fimmtudagur 11/1 •Klassík ■ RACHMANINOFF Slnfóníuhljómsveit Islands mun flytja Píanókonsert nr. 3 eftir Rachmanin- off og Sinfóníu nr. 1, Vetrardrauma eftir Tjækov- skí á tónleikum sínum í Háskólabíói í kvöld kl. 19. Þriðji píanókonsert Rachmaninoffs (1873- 1943) er ákaflega krefjandi viðfangsefni. Hann stóð lengi i skugga hins vinsæla konserts nr. 2 en hlaut heimsathygli þegar kvikmyndin Shine, um líf ástralska píanóleikarans David Helfgott, sló í gegn fyrir nokkrum árum. Stjórnandi Sinfón- íunnar er Rico Saccani og einleikari Denis Matsouev. •Leikhús ■ Á SAMA TÍMA SÍÐAR Á sama tíma síðar er framhald leikritsins Á sama tíma að ári sem sýnt hefur verið um langt skeið við miklar vinsældir. í kvöld kl. 20 verður framhaldið sýnt í Loftkastalan- um og eru það þau Tinna Gunnlaugsdóttir og Sig- urður Sigurjónsson sem fara með hlutverkin eins og áður. Uppselt er á sýninguna. ■ ÁSTKONUR PICASSOS Leikritið Ástkonur Picassos eftir Brian McAvera verður sýnt í Smíða- verkstæði Þjóðleikhússins i kvöld kl. 20. ■ ÖNPVEGISKONUR í BORGARLEIKHÚSINU í kvöld kl. 20 veröur i Borgarleikhúsinu hátíðarsýn- ing á verkinu „Öndvegiskonur" eftir Austurrikis- manninn Werner Schwab í þýðingu Þorgeirs Þor- geirsonar. Sýningin er í tilenfi að 104 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur. Leikkonur eru þær Hanna María Karlsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir. Leikstjóri er Viðar Eggertsson. Höfundurinn Werner Schwab fannst látinn í íbúð sinni á nýársdagsmorgun 1994, illa farinn af áfengis- og eiturlyfjaneyslu. Þá höföu meira en fjörtíu leikhús í Evrópu tekið verk hans til sýninga. Eftir hann liggja um það bil tuttugu leikrit. Uppselt. ■ TRÚÐLEIKUR í WNÓ Iðnó sýnir Trúðlelk í kvöld klukkan 20. Leikarar i verkinu eru Halldór Gylfa- son og Friðrik Friðriksson. Örfá sæti laus.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.