Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2001, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2001, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 Fréttir DV . Höfundarréttargjald innheimt af geisladiskum: Oréttlætanlegt - meö öllu, segir Ásgeir Ásgeirsson hjá Hans Petersen Mikil óánægja hefur skapast vegna nýrrar reglugerðar um inn- heimtu höfundarréttargjalds á óskrifaða geisladiska og geislaskrif- ara. Á hvern geisladisk hefur verið sett fast 35 króna gjald sem mun hækka verð til neytenda sem því nemur, auk þess sem geislaskrifar- ar hækka töluvert í verði. Undir- skriftasöfnun til þess aö mótmæla þessu stendur yfir á Netinu og hafa safnast um tólf þúsund undirskrift- ir. Tónlistarmenn hafa fagnað reglu- gerðinni, þar sem þeir munu nú fá greitt fyrir efni sem hugsanlega er fjölritað með slíkum búnaði, en Samtök íslenskra hugbúnaðarfram- leiðenda hafa sent frá sér yfirlýs- ingu um að reglugerðin feli í sér mismunun gagnvart höfundarrétt- höfum, háð eðli hugverka þeirra. ímyndað tap höfundarrétthafa En það eru fleiri sem eru óá- nægðir. Hans Petersen hefur und- anfarin ár boðið viðskiptavinum sinum upp á svokallaða mynddiskaframleiðslu sem fer þannig fram að viðskiptavinurinn kemur með filmu og myndimar af henni eru skannaðar inn og brenndar á stafrænt form - á geisladisk. Þessi þjónusta hefur að sögn Ásgeirs Ásgeirssonar, sölu- og markaðsstjóra stafræns búnað- ar hjá Hans Petersen, verið afar vinsæl, en ef fram heldur sem horf- ir mun kostnaður við hana aukast. „Þessi gjaldtaka er óréttlætanleg með öllu,“ segir Ásgeir. „Um er að ræða háar fiárhæðir sem á að inn- heimta í nafni höfundarréttar, en ég Asgeir Asgeirsson hjá Hans Petersen Brennsta Ijósmynda á geisiadiska er þjónusta sem hefur verið mjög vinsæl. Sú þjónusta mun sennilega hækka veruiega ef af gjaldtökunni verður. hef ekki heyrt neitt sem sannfærir mig um að þetta sé rétt aðferð við að bæta höfundarrétthöfum eitt- hvert ímyndað tap sem þeir verða fyrir vegna þjófnaðar á tónlist af ótilgreindum aðilum. Ég fagna þeirri athygli sem þetta mál hefur vakið og sýnir það okkur að islensk- ir neytendur láta ekki vaða yfir sig með reglugerðum sem gerðar eru í skjóli nætur.“ Ásgeir hefur ásamt lögmanni og fulltrúum frá Tæknivali, Opnum kerfum, Aco og Tölvudreifingu sem eru í svipaðri aðstöðu, mælt sér mót við Eirik Tómasson, lögfræðing STEFs. „Við viljum fá svör, til þess að við getum skoðað stöðuna og leit- að leiða til að sætta sjónarmið allra sem að málinu koma,“ segir Ásgeir að lokum. -þhs Gareth Ellis og Víðir Þorgeirsson dæmdir í 7 ára fangelsi vegna 5007 e-taflna: Meiri sannanir hefðu þýtt þyngri refsingu Bretans - dómari taldi framburð Vídis stööugan - frásögn Gareths talin ótrúveröug DV-MYND HILMAR ÞÓR Lengi beðið eftir dómi Lögmenn aðstandenda manna sem dæmdir voru í stóra fíkniefnamáiinu svo- kallaða biðu eftir að komast í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sex vikur eru síðan málin voru dómtekin og þurfti að taka þau upp á ný bæði vegna þess hversu langur tími hefur iiðiö og vegna nýfallins dóms Hæstaréttar ísiands í máiinu. Seinni hluti stóra fíkniefnamálsins: Málið endurupptekið vegna langrar biðar Þrjár af fimm ákærum í seinni hluta stóra fíkniefnamálsins voru endurupp- teknar i Héraðsdómi Reykjavíkur i gær. Sex vikur eru síðan fiórar ákæranna voru dómteknar og þurfti því að taka málin upp aftur vegna þess tima sem liðið hefur, sem og vegna þess að í milli- tíðinni hefur dómur Hæstaréttar fallið yfir þeim fimm sem áfiýjuðu héraðs- dómi. Fimmtán voru sakfelldir í fyrri hluta málsins í sumar en hinir tíu undu sínum dómum. Hæstiréttur mildaði ein- ungis dóm eins manns en þyngdi eða staðfesti héraðsdóma hinna fiögurra. Fólkið í þessum hluta málsins er sakað um peningaþvætti og minni háttar fikniefhamisferli en fyrri hluti þessa máls fiallaði um stórfeOt fikni- efnasmygl til landsins og voru höfuð- pauramir dæmdir í allt að níu ára fangelsi. Við rannsókn málsins var lagt hald á gífurlegt magn eiturlyfia og talið er að forsprakkar smyglsins hafi hagnast um tugi milljóna króna á fikniefnabraski sínu. Eiturlyfiunum var smyglað til landsins f gámum ís- lensks skipafélags og höfðu forsprakk- amir starfsmenn innan skipafélagsins á sínum snærum. Meðal ákærðu í þessum síðari hluta málsins em sjötug kona, sambýliskona eins forsprakkans, tannlæknir og lög- fræðingur. Búast má við að Hjördís Há- konardóttir og meðdómendur hennar felli dóma í tveimur ákæranna á næstu vikum en lengri bið verður eftir hinum þremur, meðal annars vegna þess að einn hinna ákærðu er í Bretlandi. Peningaþvættisákærumar í þessu máli em þær fyrstu sem íslenskir dóm- stólar fá inn á borð til sin og hefur Jón Snofrason saksóknari því lagt fram norska dóma til stuðnings máli sínu. -SMK Gareth John Ellis, 28 ára Breti sem búið hefur hér á landi síðustu 4 ár, og Víðir Þorgeirsson, 34 ára Hafnfirðingur, voru í gær báðir dæmdir i 7 ára fangelsi fyrir að hafa hvor á sinn hátt stuðlað að innflutningi á 5007 e-töflum til ís- lands síðastliðið sumar. Mennirnir báru sök hvor á ann- an í málinu. Víðir, sem frá upphafi var talinn mjög trúverðugur, var handtekinn með efnin á sér og í farangri er hann kom til íslands. Hann kvaðst hafa átt að fá 350 þús- und krónur fyrir að taka innflutn- inginn að sér fyrir Gareth. Þeir höfðu farið saman til London. í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavfkur kemur fram að þó svo að framburður Gareths sé ótrú- verðugur - það er að Víðir hafi fengið hann með sér til London í því skyni að kaupa þar fikniefnin og afhenda sér áður en farið yrði til íslands - telur dómurinn sönn- unargögn skorta fyrir því aö Gar- eth hafi verið upphafsmaður að innflutningnum. Með þessu er ver- ið að segja að hvorki lögreglu né ákæruvaldi hafi tekist að leggja fram gögn um annað en játningu Gareths um að hann hafi sótt efn- in í London og afhent þau Víði - sannanir skorti fyrir því að hann hafi fjármagnað og lagt á ráðin um innflutninginn. Dómurinn tekur engu að síður fram að stöðugur framburður Víð- is hafi verið trúverðugur. Athygl- isvert er aö dómurinn metur sekt mannanna engu að síður jafna - 7 ára fangelsi. í dóminum er fylli- lega látið að því liggja að hefði það sannast í málinu að Gareth hefði verið upphafsmaður, eins og líkur voru taldar á, þá hefði hann feng- ið þyngri refsingu. Brot hans á hinn bóginn, sem felst í því að sækja efnin ytra og afhenda þau manni sem hann vissi að myndi flytja þau til íslands, þykir svo al- varlegt með hliðsjón af 5007 e-töfl- um aö hann fær 7 ára fangelsi. Ingibjörg Benediktsdótti héraðs- dómari kvað upp dóminn. Hann var hennar síðasta embættisverk hjá Héraðsdómi Reykjavíkur áður en hún hefur störf sem hæstarétt- ardómari í samræmi við skipun dómsmálaráðherra. -Ótt Tveir fá 7 ára fangeisi Þeir Víðir, sem hér er með verjanda sínum, og Gareth fóru saman með unnustu Bretans í rómantíska ferð til London. Feröin var hins vegar þaulskipulögð fyrirfram, samkvæmt því sem fram kom í máiinu. Krefur bæinn bóta Valgerður Bjama- dóttir, framkvæmda- stjóri Jafnréttisstofu, telur að von sé á fleiri málum þar sem konur muni krefiast bóta fyrir launamis- munun í kjölfar dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra fyrrverandi starfs- manni Akureyrarbæjar í hag. Valgerð- ur hefur sjálf gert kröfu á bæinn um bætur. Fornminjar undir Austurvelli Grunur leikur á að fomminjar séu undir þeim hluta Pósthússtrætis sem liggur að Austurvelli. Sigurður Skarp- héðinsson, gatnamálastjóri Reykjavík- urborgar, segir að þarna sé óhreyft land og af þeim sökum verði að fara mjög varlega við uppgröft. - Dagur greindi frá. Segjast reikna rétt Ríkiskaup hafa sent frá sér athuga- semdir vegna frétta af tilboðum í við- gerðir á varðskipunum Tý og Ægi. Þar staðhæfa Ríkiskaup að reikningur þeirra um siglingarkostnað varðskip- anna til og frá Póllandi sé réttur og að VSÓ-ráðgjöf hafi rangt fyrir sér. Tæknifræðingar semja Samninganefndir Kjarafélags Tæknifræðingafélags íslands og rikis- ins undirrituðu í gærkvöld nýjan kjarasamning sem gildir til 30. apríl 2004. Auk almennra launahækkana var m.a. samið um viðbótarframlag í lífeyrissjóð, gerð stofnanasamninga og endurskoðun á endurmenntun. Fordæmir vinnubrögð Gunnar Þór Jóns- son, prófessor við læknadeild HÍ, for- dæmir þau vinnu- brögð sem hafa verið viðhöfð í heilbrigðis- ráðuneytinu og koma fram i svari ráðuneyt- is við sfiómsýslu- kæru Gunnars. Bæði umboðsmaður Al- þingis og Læknafélagið hafi krafið ráðu- neytið um svar við kærunni en ráðu- neytisstjóri vísað henni frá í gær eftir fióra og hálfan mánuð. Nær 2000 á biðlista Um síðustu áramót voru 1.861 manns á biðlista eftir annað- hvort mælingum og skoðun hjá Heymar- og talmeinastöð ís- lands eða biðu eftir heymartækjum. Sam- kvæmt upplýsingum Ingibjargar Pálmadóttur er allt að árs bið eftir því að fá heymartæki úthlutað. Málamet hjá Tölvunefnd Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu Tölvimefhdar fyrir árið 1999 (seinna leysti Persónuvemd nefndina af hólmi) var málafiöldi nefndarinnar það árið upp á 519 og höfðu aldrei ver- ið fleiri. Árið 1991 vom málin 141 og aukningin því 268% á 8 árum. 700 þúsund tonn Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð- ingur á Hafrannsóknastofnun, segir að stærð loðnugöngunnar á Faxa- flóa sé um 700 þúsund tonn. Haldið til haga Þau mistök urðu við uppsetningu forsíðu DV í gær að sagt var að eng- inn hjúkrunarfræðingur hefði verið á vakt á hjúkrunardeild Elli- og hjúkr- unarheimilisins Grandar þegar öldruð kona lést. Hið rétta er að eng- inn hjúkranarfræðingur var þar á vakt þegar konan veiktist og var flutt á sjúkrahús þar sem hún lést tveimur dögum síðar. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.