Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2001, Síða 11
FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001
11
DV
Hagsýni
Flugfélag íslands:
Miði
greiddur
við bókun
- 4800 kr. ódýrari en
viö brottför
Tæplega fimm þúsund króna
munur er á fargjaldi með Flugfé-
lagi Islands til Egilsstaða eftir því
hvort miðinn er greiddur við bók-
un eða brottför. Ef hringt er til fyr-
irtækisins og miði bókaður án þess
að hann sé greiddur kostar ferðin
20.330 kr. Sé miðinn hins vegar
greiddur, annaö hvort með kredit-
korti i gengum síma eða upphæðin
lögð samdægurs inn á reikning
Flugfélags íslands lækkar verð
flugmiðans í 15.530 kr. Munurinn
er 4.800 kr. Því er ljóst að hægt er
að spara töluverðan pening ef sýnd
er sú fyrirhyggja að greiða við bók-
un.
Þegar spurt var hverju þetta
sætti fengust þau svör hjá bókunar-
deildinni að þessi verðmunur væri
til kominn vegna þess að töluvert
væri um að fólk bókaði miða án
þess að greiða fyrir þá og hætti síð-
an við ferðina en léti flugfélagið
ekki vita. Því hefði oft komið upp
sú staða að ákveðnar vélar væru
skráðar fullbókaðar og neita yrði
farþegum sem óskuðu eftir sæti í
þeim. En svo þegar farið væri af
stað vantaði 4-5 farþega og því væri
flogið með þau sæti auð. Því var
gripið til þess ráðs að krefja þá sem
ekki greiddu við bókun um hærra
fargjald til að hvetja fólk til að festa
sér sæti með borgun.
Þó þessi regla sé skiljanleg út frá
sjónarhóli flugfélagsins þá getur
hún skapað skrítnar aðstæður, t.d.
má hugsa sér tvær manneskjur
sem ætla með sama fluginu. Önnur
þeirra sýnir þá fyrirhyggju að bóka
sæti en greiðir ekkert fyrr hún
mætir á völlinn. Hún þarf að borg-
ar 4800 kr. meira heldur en hin
manneskjan sem mætir á völlinn
rétt fyrir flugið, án þess að hafa
bókað sig og kaupir sér miða.
Þetta kerfi er við lýði.
Ekki alltaf þörf á aö kaupa nýtt:
Hvaða efni er hægt að lita?
Þó hægt sé að lita flest efni eru
þar undantekningar á, t.d. þarf sér-
stakan tækjabúnað til að lita pólý-
ester en hann hefur ekki verið not-
aður hérlendis. Flest önnur efni,
svo sem bómull, hör, viscos, nælon,
ull og silki, er hægt að lita. „Vert er
að benda á að mikið stungnar flikur
geta verið vandamál því tvinni er
mjög oft úr pólýester, þó ekki alltaf.
Það getur komið ágætlega út að lita
t.d. rúmteppi sem er mikið stungið
en velja þarf litinn með það í huga
að tvinninn geti haldið sínum upp-
runalega lit,“ segja þær. „Við höfum
stundum litað flíkur sem í er pólý-
esterblanda, t.d. bómull og pólýest-
er, og þá litum við í raun bara
bómullarhlutann. Það getur komið
Gamla kápan
Verður sem ný eftir að valinn hefur verið á hana annar litur.
Hægt að lita flest efni
- og gera leðrið upp, segja Áslaug Gunnarsdóttir og Þorbjörg E. Kristinsdóttir hjá Leðri og litun í Hafnarfirði
Er gamli leðurjakkinn orðinn svo
snjáður að þú ert farin að líta í
kringum þig eftir nýjum? Eru appel-
sínugulu gardínurnar í stofunni,
sem voru svo flottar fyrir 15 árum,
að gera þig vitlausa en þú átt ekki
fyrir nýjum? Hvað ætli það séu
margar flíkur í skápum lands-
manna sem sitja þar ónotaðar af því
að þær eru ekki í rétta litnum eða
leðurjakkar og mokkakápur sem
eru orðnar snjáðar og ljótar?
Þeir sem eru hagsýnir vita að það
borgar sig að kaupa sér vandaða
hluti og flíkur og borga aðeins
meira fyrir þær því þær endast oft
árum saman. Hvort sem um er að
ræða gluggatjöld, fatnað eða annað
slíkt vill það oft henda að eftir nokk-
ur ár er liturinn kannski ekki alveg
réttur, kominn úr tísku eða eigand-
inn einfaldlega búinn að fá leið á
honum. í stað þess að hlaupa af stað
og kaupa sér nýja kápu eða gardín-
ur í stofuna, sem hvort tveggja get-
ur kostað tugi þúsunda, má skoða
þann möguleika að láta breyta litn-
um fyrir aðeins brot af því sem nýir
hlutir myndu kosta.
Hagsýni fór á stúfana til að kanna
hvaða möguleikar eru fyrir hendi
þegar lagfæra á fatnað sem er heil-
legur en kannski ekki alveg í móð,
Leður og litun
Áslaug Gunnarsdóttir og Þorbjörg Elín Kristinsdóttir segja að mun hagkvæmara sé að laga gamla leðuijakkann en kaupa nýjan.
'
Mikill sparnaður
Vandaðar velúrgardínur eru alltaf jafn fallegar en ekki er v/st að allir vilji þenn-
an bleika lit inni hjá sér. Þá er tilvalið að lita þær í einhverjum flottum lit.
Sem nýr
Þessi snjáði ieðurjakki var meðhöndlaður eftir kúnstarinnar reglum og er ekki
hægt að segja annað en að útkoman sé góð.
eins og amma var vön að segja. Þær
Áslaug Gunnarsdóttir og Þorbjörg
Elin Kristinsdóttir, sem reka Leður
og litun i Hafnarfirði, sögðu okkur
frá því hvað hægt er að gera og
hvað ber að hafa i huga þegar lita á
efni eða laga illa farið leður.
„Við tökum að okkur að lita næst-
um alla skapaða hluti og að hreinsa
leður og rúskinn," segja þær stall-
systur. „Mjög margir koma með
uppáhaldsflíkina sína í litun, jafn-
vel oftar en einu sinni. Til að
mynda fáum við oft til okkar velúrg-
ardínur sem margar eru komnar til
ára sinna. Mörgum finnst þær flott-
ar og þær eru vandaðar þannig að
þær endast vel þó liturinn á þeim sé
kannski ekki alltaf í tísku.
Leður og rúskinn
Töluverð vinna liggur að baki vel
heppnaðri hreinsun á leðurflíkum
og getur meðferðin verið vandasöm.
En oft er árangurinn góður og illa
farnar, snjáðar leðurflíkur verða
allt að því sem nýjar. „Við byrjum á
þvi að blettahreinsa og svo fer flik-
in i hreinsivélina. „Við notum sér-
stakan hreinsivökva, Hydrocarbon,
sem er sérlega mildur við öll við-
kvæm efni, svo sem leður, rúskinn
og loðfeldi. Við erum þær einu á
landinu sem hafa hafið notkun á
þessum vökva. Þegar flíkin kemur
úr hreinsivélinni er aftur bletta-
hreinsað, ef þörf er á, og leðrið er
nært og litað.“ Þær stöllur segja að
miðað við alla þá vinnu sem fari í
hreinsun á leðri sé hún ekki dýr.
„Það kostar á milli þrjú og fjögur
þúsund krónur að taka í gegn jakka
eða kápu og er verðið nokkuð svip-
að hjá flestum sem eru að fást við
þetta. Þetta eru ekki miklir pening-
ar þegar tekið er tiflit til þess að
verið er að fást við mjög dýrar flík-
ur sem með þessu hljóta endumýj-
un lífdaga."
skemmtilega út, sérstaklega ef pólý-
ester er í minnihluta í efninu. Ef
lita á slíkar flíkur þarf fólk að vera
opið fyrir tilraunum því ekki er
hægt að lofa neinu um útkomuna."
Áslaug og Þorbjörg segja það al-
gengt að ullarkápur, jakkar og
frakkar séu litaðir og nefna það að
einhverra hluta vegna fái þær mik-
ið af rauðum flíkum sem litaðar eru
í einhverjum dekkri lit. „Þetta eru
oft vandaðar dýrar flíkur sem sér
ekki mikið á en eigandinn er orðinn
hundleiður á litnum og við reynum
að bjarga því.“
Gluggatjöld
Eins og allir vita þá upplitar sól-
in oft gluggatjöld og þá er tilvalið að
láta hressa upp á þau með nýjum
lit. En hafa verður í huga að ef gard-
ínur eru búnar að vera lengi í sólar-
ljósinu þá skemmist þráðurinn í
efninu og litast þá ekki eins vel.
Þær segja að þeir sem hyggjast
láta lita gardínur taki þær einfald-
lega niður og mæti með þær. Ekki
þurfi að fjarlægja litlu plasthjólin
eða taka af þeim borðana. „En ef
þær eru mjög skítugar eða blettótt-
ar er betra að fara með þær í hreins-
un fyrst því við rekum ekki hefð-
bundna hreinsun. En það er þó ekki
algengt að þess þurfi því yfirleitt
eru gardínur bara rykugar."
Ágæt regla þegar saumaðar eru
gardínur úr efni sem síðan á að lita
að geyma að falda þær þar til eftir
litunina, en það er nokkuð um það
að fólk kaupi sér óbleikjað léréft eða
ódýrar hvítar gardínur og láti siðan
lita þær í draumalitnum. í flestum
tilfellum hlaupa þó efnin ekki eða
óverulega þar sem oft er þegar búið
að hleypa þeim. -ÓSB
tuiniii
t ,H; s 11 i s I