Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2001, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2001, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 19 Útgáfufélag: Frjáls fjölrriiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjölfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiósla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Qræn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Ólympískt alrœðisríki Öflugustu alræöisherrar tuttugustu aldar töldu allir ólympíuleika vera pólitískt tæki til að treysta stöðu sina. Þeir beittu öflum brögðum til að koma sínu fólki á verð- launapalla og lögðu mikla áherzlu á að fá að halda leikana til að geta gefið glansmynd af alræðisrikinu. Þannig urðu ólympíuleikarnir 1936 i Berlín öflugt vopn í höndum Hitlers með því að veikja vitund umheimsins um raunverulegar ráðagerðir hans. Þannig notaði Austur- Þýzkaland sáluga ólympíuleika til að sýna fram á, að al- ræðisríki væri bezti jarðvegur afreksfólks í íþróttum. Kinverska stjórnin hefur fetað í fótspor Austur-Þýzka- lands í notkun ólöglegra og skaðlegra efna til að bæta ár- angur í íþróttum. Þar á ofan hefur lengi verið draumur hennar að fá að halda ólympíuleika til að auglýsa stjórn- kerfið fyrir landsmönnum og útlendingum. Mannréttindabrot kínverskra stjórnvalda komu í veg fyrir að þau kæmu þessum vilja sínum fram árið 2000, þegar Sydney var tekin fram yfir Peking. Nú sækja þau enn fram með kröfu um að fá að halda ólympíuleikana ár- ið 2008 og njóta því miður töluverðs stuðnings. Eftirlitsnefnd alþjóðlegu ólympíunefndarinnar hefur að undanförnu verið að skoða aðstæður íPeking. í tilefni komunnar voru stjórnarandstæðingar og trúarlegir mót- mælendur settir án dóms og laga í stofufangelsi, svo að þeir hefðu ekki tækifæri til að ræða málstað sinn. Nokkrir voru þar á ofan sendir i tveggja ára vinnubúð- ir fyrir þann glæp að skrifa undir ávarp til alþjóðlegu ólympíunefndarinnar um að beita áhrifum sínum til að fá stjórnarandstæðinga leysta úr haldi. Koma nefndarinnar varð þannig beinlínis tilefni nýrra fangelsana. Enn fremur voru vetrarstráin á Torgi hins himneska friðar og ýmsum öðrum stöðum í borginni úðuð með grænum lit og plantað var gerviblómum til að gefa Peking notalegan svip, enda klöppuðu eftirlitsmennirnir saman lófunum, þegar þeir sáu grænu vetrardýrðina. Því miður er alþjóðlega ólympíunefndin meira eða minna veruleikafirrt, enda hefur hún oft orðið sér til skammar með því að setja kíkinn fyrir blinda augað, þeg- ar hún stendur andspænis lyfjanotkun íþróttafólks eða al- ræðisstjórnum, sem misnota ólympíuhugsjónina. Mannréttindaforstjóri Sameinuðu þjóðanna, Mary Robinson, hvatti nýlega alræðisstjómina í Peking til að hætta að ofsækja stjórnarandstæðinga og trúarlega mót- mælendur með því að setja þá á geðveikrahæli eða í vinnuþrælkunarbúðir í stíl Sovétríkjanna sálugu. Um 5000 félagar í trúarhreyfingunni Falun Gong einni sæta um þessar mundir vinnuþrælkun og heilaþvotti í slíkum búðum. Kaþólikkar hafa líka verið ofsóttir á þenn- an hátt, svo og allir þeir, sem senda bænarskrár um, að farið verði að virða mannréttindi í Kína. Ótalið er þjóðar- og menningarmorð kínversku alræðis- stjómarinnar í Tíbet, þar sem fólk fær hvorki að stunda trú sína í friði, né að auka kyn sitt, heldur eru fluttir inn landnemar frá Kína til að ná meirihluta í landinu. Jafn- framt er menningarsögulegum mannvirkjum eytt. Því miður hafði eftirlitsnefnd alþjóðlegu ólympíunefnd- arinnar ekkert við málin í Peking annað að athuga en að óviðkunnanlegt væri vegna blóði drifinnar forsögu að halda blakkeppni ólympíuleikanna á sjálfu Torgi hins himneska friðar eins og alræðisstjómin hafði ákveðið. Því miður vifl alþjóðlega ólympíunefndin ekki skilja, að ólympíuleikamir 2008 verða tæki hættulegasta alræðisrík- is heims til að slá ryki i augum umheimsins. • •jóitasKTistjánsson DV Skoðun Hafnfirðingar í rusli Haínfirðingar hafa verið í rusli í vetur í orðsins fyllstu merkingu. Sorphirðumálin hafa öll verið í ólestri. Þjón- ustunni hefur hrakað mjög á sama tíma og hún hefur orðið mun dýrari. Yfirfullar rusla- tunnur og gámar hafa sett leiðinlegan svip á bæinn. Þvi miður ber Sjálfstæðisflokkur- inn í Hafnarfirði alla ábyrgð á því hvemig komið er. Fara sjálfir með hússorpið í nafni umhverfisverndar tók Sjálf- stæðisflokkurinn þá ákvörðun á síð- asta ári að fækka þeim dögum sem rusl er sótt til íbúa bæjarins. Nú er ruslið hirt á 10 daga fresti í stað sjö daga áður. Þessu samhliða hefur soprhirðugjaldið verið hækkað. Nokkrum ruslagámum hefur verið dreift um bæinn sem átti taka við obbanum af því umframsorpi sem ekki kæmist lengur í tunnur bæjar- búa. Með eindæmum illa hefur verið staðiö að þessum málum, fyrirhyggj- an engin og því er þorri bæjarbúa í rusli. Fyrst er til að taka að fækkun losunardaga hef- ur neytt flesta bæjarbúa til að fjölga hjá sér rusla- tunnum. Var hugsað fyrir því? Nei, engar tunnur voru til fyrri hluta vetrar hjá áhaldahúsi bæjarins þannig að ruslið flóði upp úr tunnunum um allan bæ þrátt fyrir að hugur íbúanna stæði til að fjár- festa í fleiri tunnum. Var þá hægt að fara i þá fáu ruslagáma sem dreift var um bæinn? Nei, því þeir eru líka iðu- lega yfirfullir og hafa margir kvartað undan því. Þá hefur það orðið þraut- arlending bæjarbúa að keyra sjálfir með húsasorp sitt á gámstöövarnar með tilheyrandi óþægindum, kostn- aði, mengun og slysahættu. Og auð- vita sliti á gatnakerfi bæjarins. í nafni unthverfisverndar Þrátt fyrir að margir hafi nú reynt að leysa brýnasta vandann með fleiri ruslatunnum verður því víða illa við komið. Margar sorpgeymslur fjölbýl- ishúsa rúma hreinlega ekki fleiri Tryggví Hardarson, bæjarfulltrúi Samfylk- ingarinnar í Hafnarfiröi „Sorphirðumálin hafa öll verið i ólestri. Þjónustunni hefur hrakað mjög á sama tíma og hún hefur orðið mun dýrari. Yfirfullar ruslatunn- ur og gámar hafa sett leiðinlegan svip á bceinn. “ - Frá Hafnarfirði. tunnur og sömu sögu er að segja um sérbýli þar sem gert hafði verið ráð fyrir aðeins einni eða tveimur tunn- um. Nú eru því tunnurnar víða komnar út á lóð eða stétt sem flest- um flnnst lítið augnayndi. Við sem ekki erum fædd í gær vit- um að sorpi fylgir stundum daunn. Þetta er ekki stórt vanda- mál yfir veturinn en á heit- um sumardögum á fnykur- inn til að gjósa upp þó ekki líði meira en vika á milli losunardaga. Hvað verður í sumar þegar sorpið fær að gerjast og rotna í 10 daga í tunnunum, oft inn- lokað í litlum sorpgeymsl- um? Við munum fá smjör- þeflnn af því í vor. Öll framkvæmd þessara mála hefur verið illa ígrunduð frá upphafi, van- hugsuð og bæjaryfirvöld- um til skammar. Slík vinnubrögð hafa verið allt of einkennandi fyrir stjórnarhætti Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði. Verst af öllu er þó að þetta er gert í nafni umhverfis- vemdar en grefur í reynd undan tiltrú almennings á slíkri viðleitni og kann að snúast upp i 'andhverfu sína. Því eru Hafnfirðinga í rusli meðan Sjálfstæð- isflokkurinn situr í skitnum. Tryggvi Harðarson Það er vitlaust gefið Fundir eru haldnir víða um land og vandi byggðarlagða ræddur; þing- menn, sveitarstjórnarmenn og for- kólfar verkalýðsfélaga ræða málið, kenna Byggðastofnun um hluta vandans og fara í kringum hann eins og köttur í kringum heitan graut. En alvaran sjálf er ekki rædd, sjálf sam- eining fyrirtækja (á hreinni ís- lensku; að ná sér í kvóta). Svikin loforð Þegar Hrönn á ísafirði (með Gugg- una) sameinaðist Samherja á Akur- eyri var gefið loforð um að Guðbjörg- in yrði áfram á ísaflrði og áhöfnin yrði áfram á skipinu, en efndirnar urðu ekki langvarandi, kvótinn er kominn til Akureyrar og Guðbjörgin til Þýskalands. Þegar Miðnes hf. í Sandgerði sam- einaðist Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi var gefið loforð um áfram- haldandi starfsemi í Sandgerði. En hvað gerðist? Starfsemin og kvótinn, hvort tveggja komið upp á Akranes. Þegar Þorbjöm hf. í Grindavík sam- einaðist Bakka í Hnífsdal og Bolung- arvík var blekið varla þornað á samningunum þegar skipin að vest- an voru komin til Grindavíkur og komnir á þau staflrnir GK í staðinn fyrir ÍS og engin starf- semi á vegum Þorbjamar hf. þar í dag. Sem sé, kvótinn kominn til Grindavíkur. Hraðfrystihús Grundarfjarð- ar var sameinað Fiskiðjunni á Sauðárkróki og kvótinn flutt- ur til Sauðárkróks. I Hrísey var allur kvótinn tekinn burt sem og starfsemin sem Snæfell rak þar og Hríseyingar skildir eftir kvóta- og atvinnulausir. En ekki má gleyma loforðum þingmanna og ríkisstjórnar fyrir þau byggðalög sem búið er að ræna kvótanum frá. Þeir ætla sko að setja tölvur í öll fiskhúsin sem standa tóm í dag og fólkið fær nóg að gera við að selja hvert öðru karamellur og prins póló gegnum tölvurnar. 200 mllljarða skuldir sjávarútvegs Þannig er kvótaránið úr byggðar- lögunum undir slagorðinu „samein- ing“ búið að blóðmjólka mörg byggð- arlögin úti á landi og verður víst ekki stöðvað, ef marka má orð forstjóra ÚA, Guðbrands Sigurðssonar, um að stefnt sé að því að fyrirtæki í flsk- vinnslu og útgerð verði aðeins tvö til þrjú á landinu öllu. Þannig eigi tvö til þrjú fyrirtæki alla fiskvinnslu í land- inu og 200 mílna lögsöguna eins og hún leggur sig. - Amen. Skuldir sjávarútvegs- ins eru í dag í kringum 200 milljarðar. Helming- urinn af þeirri upphæð er til kominn vegna þess að menn fara út úr greininni með beinharða peninga og skilja greinina eftir í skuld að sömu upphæð. Þetta er sægreifagullið. Ég ætla ekki að halda talningunni áfram en af nógu er að taka af samein- ingarruglinu og kvótarán- inu. En þama er vandinn. Og á meðan geta menn sameinað afla- heimildir því það er einmitt það sem þeir eru að gera - ná sér í kvóta. Eign- irnar sem skildar eru eftir á stöðunum skipta ekki máli því að þær eru verð- lausar þegar búið er að fara með kvót- ann burt úr byggðarlögunum. Þær standa eftir ásamt eignum fólksins - verðlausar - og atvinnan engin. Hundrað og fimmtíu íbúðir í fé- lagslega kerfinu standa auðar víða um land og annað eins á vegum fólks sem hefur ekki getað selt en orðið að fara í burtu að leita að vinnu En rétt fyrir utan byggðalögin syndir fiskur- inn sem fólkið má ekki veiða því hann er eign Samherja á Akureyri, Þorbjörns í Grindavík eða HB á Akranesi ásamt örfáum fleiri stór- fyrirtækjum. - Já, góðir hálsar, það er vitlaust gefið. Kristinn Amberg „Þegar Hrönn á ísafirði (Guggan) sameinaðist Sam- herja á Akureyri var gefið loforð um að Guðbjörgin yrði áfram á ísafirði og áhöfnin yrði áfram á skipinu, en efndirnar urðu ekki langvarandi, kvótinn er kom- inn til Akureyrar og Guðbjörgin til Þýskalands. “ Kristinn Arnberg leiguliöi Meö og á móti tt verði til landsins nýtt kúakyn? íslenska kýrin er þjóðarstolt Ekkert dæmi um smit með erfðavísum „Nei, i fyrsta lagi er rofmn trúnaður neytenda gagnvart framleið- endum. Sá trúnað- ur að mjólkuraf- urðir sem flestir neyta daglega í meira eða minna mæli séu góðar, heil- næmar og framleiddar í sátt við náttúruna. Neytendur treysta íslenskum bændum og islenskri mjólk vegna þess að hún er laus við sjúkdóma, lyfjaleifar, leifar plöntu- og ihgresiseiturs, auk annarra efna sem geta verið heilsu neytenda hættuleg. Þá er enn verið að rannsaka tilgátur um mjólkurneyslu sem áhættuþátt hvað varðar sykursýki og jákvæða sérstöðu íslensku mjólkur- innar í því efni. íslenska kýrin nýtur mikillar úti- veru, hreint vatn er notað til fram- leiðslu á íslenskri mjólk og stór hluti fóðursins er ræktaður hér. Hún þarf minna kjarnfóður en sú norska og þar af leiöandi þyrfti að flytja inn meira kjarnfóður í þær norsku sem yrði þjóðarbúinu óhagkvæmt. Sérstaða okkar, að vera með foman, nánast sjúkdómalaus- an kúastofn, getur skipt höfuð- máli gagnvart umheiminum í komandi verslunarsamning- um. Þetta getur einnig skipt sköpum i komandi viðræðum um aðild að Evrópusambandinu, að hafa þessa sérstöðu sem EB virðir og þykir sjálf- sagt að varðveita. íslenskir neytendur eiga íslensku kúna alveg jafnt og kúa- bændur. Okkur þykir mörgum sjálf- sagt að íslensk hross séu þjóðarstolt; jafn sjálfsagt er að íslenska kýrin, sauðkindin, hundurinn og hænan verði eðlilegur hluti af daglegu lífi okk- ar allra, rétt eins og íslensk tunga.“ „Já, ég tel að íslenskir neytend- ur komi til með að hafa hagnað af inn- flutningi. Það hefur sýnt sig að með inn- flutningi verður hægt að bjóða mun ódýrara nautakjöt en áður og betra, eins og sést með angus- og limósín- stofnunum. Ef svínabændur hefðu ekki farið út í innflutning á nýjum svínastofnum þá er efi í mínum huga að svínakjöt væri framleitt á landinu í dag. Sama má segja um bæði kjúklinga- og eggjaframleiðslu þannig aö ég tel að ávinningur neytenda af innflutn- ingi búfjár hafi verið umtalsverður og ég held að það sé flest sem bendir til þess að ávinningur neytenda yröi sá sami með kynbótum á íslenska kúastofninum með erlendu erfðaefni. Það er ekkert dæmi til í veröldinni sem bendir til þess að smit hafl borist með flutningi á erfðavísum og það hefur engiim vísindamaður hald- ið því fram að slíkt gæti yfirhöfuð gerst þannig að þeir sem halda því fram eru ekki að tala í nafni vísindanna heldur er þetta bara persónuleg skoðun þeirra og er notað gegn innflutningnum. Við styðjumst þannig við rök bestu vísindamanna sem segja að það sé engin hætta þessu samfara. Af- uröir kýrinnar, hvort sem hún er af norskum eða íslenskum stofni, mótast fyrst og fremst af þvi sem hún læt- ur í sig. Hún étur íslenskt gras og græn- fóður. Ég sé ekki að menn hafi efni á því að tala um kjarnfóðurnotkunina sem hef- ur vaxið alveg gífúrlega undangengin ár þannig að þar yrði ekki mikill munur á með nýjum stofni. Þegar tekið er tillit til meiri nytar í kúnum þá er mér til efs að það verði fleiri grömm kjarnfóðurs bak viö hvem lítra mjólkur hjá erlenda stofn- inum.“ Katrín Andrésdóttir dýralæknir Guðmundur Lárusson kúabóndi, Stekkum Miklar deiiur hafa blossað upp vegna fyrirhugaðs innflutnings erfðavísa til að bæta kúakynið. Sumir vilja auka afurðirnar og framlelða ódýrari vörur, aörir vilja reyna að loka landinu fyrir hugsanlegri hættu af búfjársjúkdómum sem herja á nágrannaþjóðirnar. f Ummæli Hæstvirtir, hátt- virtir og herrar Flugvöll á Álftanesið „Það er fjölþjóðleg reynsla, að það tekur 20-25 ár að byggja upp fullgild- an flugvöll með búnað fyrir alhliða flugþjónustu ... Tillaga undirritaðs er sú að nú skuli hefjast handa við und- irbúning að flutningi og sameiningu miðstöðvar fyrir flugþjónustu þjóðar- innar á Álftanesi... Álftanesið er mjög miðsvæðis í höfuðborgarþéttbýlinu með það í huga að þétta sambýli okk- ar og ráða bót á samgöngukerfinu ... Þróun samgöngumála og skipulag á að byggjast á framsýni um hvernig hag- anlegast er að byggja landið og sam- býli allrar þjóðarinnar." Skúli H. Norðdahl arkitekt, í Mbl.-grein 28. febrúar. Endurúthlutun heimilda Nýverið hafa komið fram hugmynd- ir um að endurúthluta beri aflaheim- ildum á Jafnréttisgrundvelli", þó án þess að þeir sem haldið hafa þeirri hugmynd á lofti hafi skýrt nánar við hvað er átt með því. Verst er þó að þessar hugmyndir ganga, likt og til- raunin með byggðakvótann, á skjön við það meginmarkmið aflamarkaðs- kerfisins að stuðla að aukinni hag- kvæmni í veiðum og vinnslu." Úr forystugreinum Viðskiptablaðsins 28. febrúar. Fordæmisgildi „Við væntum samkomulags. Ekki sist vegna þess að landsfundir beggja stj órnarflokkanna hafa lýst því yfir að það beri að sinna þessum mál- um aldraðra betur en gert hefur verið. Við förum ekki í átök nema við séum beinlínis neydd til þess.“ - Samkvæmt dómi Hæsta- réttar frá 19. desember sl. ber að tryggja rétt einstaklings til lágmarks- framfærslu. Þess vegna beri að hækka grunnlífeyri almannatrygginga nú þegar í 50.103 krónur og láta hann framvegis fylgja launaþróun í landinu. Haft eftir Ólafi Ólafssyni, form. Félags eldri borgara, í Mbl. 28. febrúar. Innköllun veiðiheimilda „Þetta er stefna Samfylkingarinnar og þingflokkurinn hefur lagt fram til- lögu til breytinga á lögum um stjóm fiskveiða, bæði í fyrra og aftur núna ... Við teljum að þessi leið geti skapað byggðunum ný sóknarfæri, skapað jafnræði meðal þegnanna og skýrt eignarhald þjóðar- innar á auðlindinnl". •. .S'íanfríðú.r JúosídótfiQ Þingmöuri Samfylkingar, í Degi 28. febrúar. „Okkar gamla og merka þinghús og styttajóns Sigurðssonar forseta á Austurvelli, merkisbera framsýni og dómvísi, er andstœtt þeirri hagsmuna- og vinnuvélapólitík sem nú tíðkast.“ í dimmasta skammdeginu og þegar illa viðrar horfi ég stundum á umræður frá Al- þingi. Oftast er þingsalurinn hálftómur og myndavélum beint að stól forseta þingsins og ræðumanna. Þótt þing- heimur sé ekkert sérstakt augnayndi er þó notalegra að horfa á þingmenn og ráð- herra en auða stólana. Reynt er með ýmsum hætti að hafa yfirbragð þingsins með hátíðlegum og virðuleg- um hætti eins og ávörp sem beint er til ráðherra og for- seta þingsins. Hæstvirtur ráðherra, herra forseti og stundum herra þing- maður eru þær leikreglur sem for- sætisnefnd þingsins hefur sett sér. Hvimleið innskot í hita umræðnanna á þingi verða þessi sífelldu ávörp til forseta þings- ins þó afar hvimleið innskot og reyndar oft brosleg. Það vekur líka sérstaka athygli að þeir þingmenn sem eru illvígir og hávaðasamir í ræðustól leggja sig meira fram en aðrir að ávarpa forseta, jafnvel nokkrum sinnum í einnar mínútu andsvörum. Væri ekki nægjanlegt að segja herra forseti í upphafi ræðu og þegar ræðumenn beina orðum til ráðherra og hætta þessu sífellda skvaldri um hæstvirta og háttvirta ráðherra? Sem betur fer hættum við fyrir áratugum siðan að þéra menn, en það var einmitt notað oft í hefðar- skyni eða við ókunnuga. Nú heilsa menn hver öðr- um á fomum vegi með fijálslegum og alþýðlegum hætti. Af hverju að vera þá að rembast og sýnast öðr- um æðri innan veggja Al- þingis, þingmenn og ráð- herrar eru kosnir af þjóð- inni til að annast ákveðin verkefni sem eru síst þýö- ingarmeiri fyrir land og þjóð en önnur störf? Seinvirk vinnubrögð Virðing þingsins gagnvart þjóð- inni eykst ekki við þetta ávarpa- glamur manna á millum í Alþingis- húsinu, heldur það sem frá þing- heimi kemur, landi og þjóð til hags- bóta. Áhorf þjóðarinnar á útsend- ingu Alþingis mun vera innan við 5%, einkanlega eldra fólks sem enn hefur áhuga á stjómmálaþrasi. Þing- fréttir sjónvarps- og útvarpstöðva og dagblaða er nægileg umfjöllun fyrir stjórnmál landsmanna. Hæstvirtir og háttvirtir þingmenn og ráðherrar geta átt sín einkasamtöl á göngum og herbergjum þingsins. Þjóðin hefur engan áhuga á fastri skjámynd af forsetum þingsins og ræðumönnum talandi yfir tómum sætum. Nægilegt Kristján Pétursson fyrrv. deildarstjóri er að sýna frá setningu þingsins og eldhúsdagsumræðum og einstaka stórmálum sem varða almennings- hagsmuni. Áhugi ungs fólks á stjórnmálum verður til utan Alþingis við allt aðr- ar og áhugaverðari aðstæður en Al- þingi hefur upp á að bjóða. Hafi Al- þingi áhuga á að ná áhorfi þjóðar- innar á störf þingsins þarf að breyta þessu staðlaða og gamaldags skipu- lagi. Þó við eigum elsta þing heims- ins þurfum við ekki að tileinka okk- ur þetta þungbúna yfirbragð og forn- aldarlegu og seinvirku vinnubrögð. Hugarfarsbyltingu þarf tll Okkar gamla og merka þinghús og stytta Jóns Sigurðssonar forseta á Austurvelli, merkisbera framsýni og dómvísi, er andstætt þeirri hags- muna- og vinnuvélapólitík sem nú tíðkast. Það þarf sannarlega hugar- farsbyltingu til að stjórnmálin leiði af sér jafnrétti, góðvilja og mannúð. Gróðahyggjan sprettur upp eins og illgresi sem ógnar lífsafkomu þús- unda manna, á meðan þingheimur kallar „hæstvirtur ráðherra og herra forseti á mínútu fresti til að þóknast þingsköpum „lýðræöisins". Verum þess minnug hvort heldur sem viö sitjum á Alþingi eða ekki, að sjálfs- mynd okkar ákvarðar hvað við að lokum verðum, en séum ekki fjötrað- ir í pólitíska bása efnishyggjunnar. Kristján Pétursson * % v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.