Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2001, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2001, Qupperneq 28
v 'y es SYLVANIA tilboösverA kr. 2.750,- Merkilega heimilistækió' Nú er unnt að ' merkja allt á heimilinu, ^ kökubauka, spólur, skóla- Rafport £ Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport Hnífur og dóp Lögreglan í Reykjavík handtók þrjá menn eftir að hnífur, ætluð fíkniefni og tól til neyslu fundust á þeim. Lög- reglumenn stöðvuðu bíl mannanna í Hálsahverfínu í Reykjavík um klukk- an tvö í nótt. Þeim þóttu ferðir mann- anna grunsamlegar og fengu að leita í bílnum. Einn mannanna var með lítil- ræði af ætluðum fíkniefnum og tól til neyslu, en hnífurinn fannst í bílnum. Mennirnir voru handteknir og fluttir í fangageymslur lögreglunnar. -SMK Opel Zafira Viðvaranir tii flugfarþega „Við erum að vinna í því að koma upplýsingum til ferðaskrifstofa, bæði innlendra sem og breskra, og í fram- haldinu munum við að festa upp til- kynningar i Leifs- stöð fyrir farþega sem eru að koma tfl landsins," sagði Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um aðgerðir vegna gin- og klaufaveikifar- aldursins i Bret- landi. Veikin breiðist hratt út og getur fólk auðveldlega borið sýkilinn á milli með ferðalögum. Yfirdýralæknir sagði í morgun að embætti sitt væri að leggja lokahönd á gerð þess upplýs- ingaefnis sem nauðsynlegt væri að dreifa vegna faraldursins. -EIR Halldór Runólfsson. i i i i i i i í Fókus á morgun er að finna viðtal við klámkóng íslands, Sigurð Johnny, sem er ekki sáttur við meðferðina sem hann fær i kerfinu. Rætt verður við höfuðpaur Camus-koníaksfyrir- tækisins sem verið hefur númer eitt hérlendis í 15 ár og kíkt á framboðs- fund í stúdentapólitíkinni, þar sem vitað er að enginn breytir um skoðun. Nokkrar konur eru spurðar um hvað sé kvenlegt og styttur höfuðborgar- innar fá nýja merkingu í augum nýrr- ar kynslóðar og Þórdís Filipsdóttir ræðir um heima og geima. EINN TVOFALDUR! FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 Jón Adolf og Stefán Pálsson hætta í Búnaðarbankanum Einn fýrir tvo bankastjóra „Ég er mjög sáttur við að hætta og mín biður heillandi verkefni við að skrifa sögu bankans," sagði Jón Adolf Guðjónsson, bankastjóri Búnaðarbankans, í morgun en hann lætur af störfum sem banka- stjóri ásamt Stefáni Pálssyni í næstu viku og víkja þeir fyrir Árna Tómassyni endurskoðanda. „Árni hefur verið endurskoðandi Búnaðarbankans síðastliðin ár og er mjög hæfur maður,“ sagði Jón Adolf sem er 62 ára og snýr sér nú að ritun sögu Búnaðarbankans. „Það má segja að ég sé nú loks kominn heim eftir langan snúning en ég las sögu og ís- Árni Tómasson. Jón Adolf Guðjónsson. lensku í Háskólanum á sínum tíma og hef alltaf haft mikinn áhuga á þeim fræð- um.“ Árni Tómasson endurskoðandi er 45 ára og sonur Tómasar Ámasonar, fyrrum ráðherra Framsóknar- flokksins og seðlabankastjóra. Árni verður bankastjóri við hlið Sólons Sigurössonar og verða bankastjórar Búnaðarbankans því tveir í stað þriggja eins og verið hefur. „Það er bankaráð sem ræður og rekur bankastjóra en ég viður- kenni að ég þekki Áma Tómas- son í sjón,“ sagði Valgerður Sverris- dóttir viðskiptaráðherra í morgun. „Þetta er búið að vera ágætt," sagði Jón Adolf og ítrekaði að hann léti af bankastjórastarfi að eigin ósk líkt og Stefán Pálsson. -EIR Stefán Pálsson. Klám og kvenleiki DV-MYND HILMAR ÞÖR Kveður Héraösdóm Reykjavíkur eftir farsælt starf Ingibjörg Ben eins og hún ergjarnan nefnd kvaddi samstarfsfólk í Héraösdómi Reykjavíkur meö tilheyrandi tertu í gær. í lok vinnudags kvað hún svo upp sinn síöasta héraösdóm meö því aö dæma Breta og íslending í 7 ára fangelsi fyrir innflutning á 5007 e-töfium. Ingibjörg hefur störf í dag í Hæstarétti íslands þar sem hún hefur verið skipaöur dómari. Sjá bls. 2. „Það eru tugir manna sem geta staðfest að það var sett á yfir- vinnubann," sagði Jónas Magnús- son, formaður Landssambands lögreglumanna, í samtali við DV í morgun. Eins og kunnugt er hefur Sólveig Péturs- dóttir dómsmála- ráðherra lýst því yfir í utandag- Jónas skrárumræðu á Magnússon. Alþingi að yfirvinnubann hafi ekki verið í gildi hjá lögreglunni í Reykjavík í haust. „Mínir félagar í fikniefnadeild- inni segja að á fundi 11. september hafi þeim verið tilkynnt um yfir- vinnubann, og mjög fljótlega í kjöl- far þess var túkynnt um yflr- vinnubann í fleiri deildum, þar á meðal þeirri deild sem ég starfa í,“ sagði Jónas, sem starfar í upplýs- inga- og eftirlitsdeild Reykjavíkur- lögreglunnar. Jónas sagði að banninu hefði verið haldið i tvær til þrjár vikur, en þegar verkefni komu upp og fólk vantaði var slakað á kröfun- um og fólki leyft að vinna yfir- vinnu. I yfirlýsingu sem lögreglustjór- inn i Reykjavík sendi frá sér í gær segir að þótt dregið hafi verið úr yfirvinnu fikniefnadeildarinnar hafi aldrei verið sett á bann. „Yfir- manni ávana- og fíkniefnadeildar var þó gert að láta ekki þessar tak- markanir standa því í vegi að rannsaka ný mál, ef upp kæmu,“ sagði í tilkynningunni. „Yfirvinna verður til vegna þess að það eru ekki nógu margir til þess að vinna úr málinu. Sá mann- afli sem er til staðar nær ekki að vinna úr verkefnum á reglubundn- um tíma,“ sagði Jónas. -SMK Sauðárkrókur: Grunur um íkveikju Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Sauðárkróki kviknaði í litlu einbýlishús á Króknum í nótt. Björn Mikaelsson yfirlögreglu- þjónn segir að húsið sé frá því um 1930 og að í því hafi búið þriggja A manna fjölskylda. „Eldurinn kom upp í þvottahús- ' inu og fór þaðan upp í gegnum Á gólfið í eldhúsinu, húsið sem er ö forskalað er mikið skemmt af eldi, r reyk og vatni. Húsið var mann- j laust þegar eldurinn kom upp og gf leikur grunur á að um íkveikju sé W að ræða.“ Málið er í rannsókn en . lögreglan telur sig vita hver stóð Æ að ódæðinu. -Kip W Bændaferð um gin- og klaufaveikisvæði Bretlands: Hrein vitleysa - segir formaður Bændasamtakanna sem sjálfur frestar Skotlandsferð „Það er ekkert vit í þessu og hrein vitleysa í raun. Ég trúi ekki að bændur fari í slíka ferð fyrr en landið er orðið hreint," segir Ari Teitsson, formaður Bændasam- takanna, um fyrirhugaða bændaferð sem Úrval-Út- sýn hefur skipulagt um gin- og klaufa- veikisvæði Bretlandseyja. Fyrir- hugað er að ferðin verði farin um páskana og þegar síðast fréttist höfðu 30 bændur bókað sig í ferð- ina. „Það er mikið í húfi því gin- og klaufaveiki hefur aldrei hingað til iands komið, sem betur fer,“ segir Ari Teitsson sem kallar það kaldhæðni ör- laganna ef íslenskir bændur yrðu til Urval-Utsýn með hópferð til Bretlandseyia: Bændaferð um gin- og klaufaveikisvæði - 30 hafa þegar skráð sig - ferðinni ekki aflýst Ari Teitsson. Frétt DV um bændaferðina Breskur landbúnaöur er í uppnámi og fjaörafok i sveitum landsins. þess að flytja sjúkdóminn hingað til lands. „Við skulum hins vegar vona að breskum yfirvöldum takist að upp- ræta sýkilinn sem fyrst en mér skilst að hann eigi stuttan liftíma." Formaður Bændasamtak- anna segir að gin- og klaufa- veiki leggist ekki á fólk, í það minnsta séu hverfandi líkur á því. Sjúkdómurinn smitist auðveldlega og fari hratt yfir séu honum sköpuð skilyrði til þess. Sjálfur ætlaði Ari Teitsson að heimsækja son sinn í Skotlandi á næstunni en telur að ekki geti af því orðið vegna faraldursins sem sett hefur breskan landbúnað í uppnám og ollið áður J óþekktu fjaðrafoki í sveitum landsins sem íslenskir bænd- ur hyggjast nú heimsækja. „Sonur minn býr í Edinborg og ég sé ekki fram á að ég komist við núverandi aöstæður. í það minnsta ætla ég ekki að koma með gin- og klaufaveiki heim,“ segir Ari Teitsson, formaður Bænda- samtakanna. -EIR Y f irvinnub ann: Tugir manna staðfesta FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ Bílheimar FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.