Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2001, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2001, Page 7
MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2001 23 dv________________________Sport Oddaleik þarf - Keflvíkingar jöfnuðu metin gegn Tindastóli í gærkvöld Keflvíkingar tryggðu sér með naumindum oddaleik er þeir sigruðu Tindastólsmenn, 67-66, i Keflavík í gærkvöld. Heima- menn leiddu 48-35 í hálfleik. Keflvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og Calvin Davis var óstöðvandi i fyrsta leikhluta þar sem hann gerði 15 stig. Kefl- víkingar leiddu eftir fyrsta leik- hluta, 31-14. Þeir héldu áfram að bæta í og náðu mest 23 stiga for- skoti, 41-18. Tindastólsmenn komu þó til baka og náðu með mikiili baráttu og góðum körfum frá stóru mönnunum að komast inn i leikinn og minnka niður i 10 stig en það var Falur Harðar- son sem átti lokaorðið i fyrri hálfleik með 3ja stiga körfu og hálfleikstölur eins og áður sagði 48-35. Tindastólsmenn léku feikna- sterka vöm i seinni hálfleik og var sóknarleikur Keflvíkinga í molum og þeim tókst aðeins að gera 13 stig gegn 24 í 3. leikhluta og skyndilega var staðan orðin 61-59. Pomonis lék sérlega vel í 3. leikhluta og gerði margar mik- ilvægar körfur og 9 stig alls í leikhlutanum. Þá var Myers einnig sterkur. Shawn Myers kom Tindastól yfir í fyrsta sinn, 61-62, með þriggja stiga körfu. Calvin Davis svaraði með tveimur vítum og einni körfu til og Keflvíkingar voru komnir í 65-62. Pomonis minnkaði muninn í 2 stig með vítaskoti en Calvin Davis svaraði með körfu. Þá var komið að Myers aftur, 3ja stiga karfa og staðan 67-66. Tindastólsmenn fóra svo i sókn er 1 mínúta var eftir en tókst ekki að nýta hana og Keflvíkingar fengu boltann er 44 sekúndur voru eftir. Falur tók 3ja stiga skot, hitti ekki en heimamenn náðu sóknar- frákasti er 28 sekúndur voru eft- ir. Eftir mikla baráttu náðu Tindastólsmenn boltanum og Lárus Dagur fann Kristin Frið- riksson sem reyndi 3ja stiga skot sem geigaði, Andrapov reyndi skot úr sóknarfrákasti, og Myers skilaði knettinum í körfuna, en of seint og Keflvíkingar sluppu með skrekkinn. Það er óhætt að segja að taug- arnar hafi verið þandar til hins ýtrasta að þessu sinni. Eftir að hafa sýnt frábæran karakter og komið til baka, voru gestirnir hársbreidd frá því að tryggja sér sæti i úrslitum um íslandsmeist- aratitilinn. Keflvíkingar sem léku eins og englar i upphafi voru í vandræðum gegn sterkri vöm Tindastóls, en á móti má segja að heimamenn hafi haldið velli með sterkri vörn í lokin. Það má segja að spenna og sterk vöm hafi tekið öll völd á veilin- um, þar sem að heimamenn gerðu 6 stig í 4.1eikhluta gegn 7 stigum gestanna. Keflvíkingar gerðu reyndar aðeins 19 stig í seinni hálfleik og það er sjald- gæft á Sunnubrautinni. Calvin Davis var í sérflokki hjá heimamönnum, skoraði grimmt og sterkur í fráköstun- um. Hjörtur átti góða innkomu í fyrri hálfleik, og Birgir Örn barð- ist að vanda. Annars gerðu að- eins þrír leikmenn Keflavíkur körfu í seinni hálfleik. Auk Cal- vin komust Hjörtur (2) og Birgir Örn (4) á blað og þurfa Keflvík- ingar að fá meira frá bakvörðum sínum i næsta leik. Guðjón, sem hefur verið að leika mjög vel í vetur, náði sér ekki á strik og þá eiga Keflvíkingar landsliðsbak- vörðinn Gunnar Einarsson alveg inni. Hjá Tindastóli voru það er- lendu leikmennimir þrír, ásamt Keflvíkingnum Kristni Friðriks- syni, sem voru að leika best. Myers og Andrapov voru sterkir, og þá sérstaklega i vörninni og fráköstunum. Kristinn hitti mjög vel og Pomonis átti sérstak- lega góðan 3. leikhluta. Sigurður Ingimundarson, þjálf- ari Keflvíkinga, var ánægður í leikslok. „Það er sigurinn sem Nissandeild kvenna: Eyjastúlkur áfram - eftir sigur á Fram. Mæta Haukum annað kvöld IBV og Fram léku hreinan úr- slitaleik um hvort liðið léki gegn Haukum um íslandsmeistaratitilinn og fór leikurinn fram í Eyjum. Lið- in höfðu unnið sinn leikinn hvort með tveimur mörkum og því ljóst að um hörkuleik yrði að ræða. Eyjastúlkur voru ávallt skrefi á undan en gekk illa að hrista bar- áttuglaða Framara af sér. En leik- menn ÍBV tryggðu sér fjögurra marka sigur á lokakaflanum og lokatölur leiksins urðu 26-22. Framarar byrjuðu leikinn ágæt- lega, skoruðu fyrsta markið úr fyrstu sókn sinni en Eyjastúlkur náðu fljótlega undirtökunum og eft- ir átta mínútna leik var staðan orð- in 5-2, ÍBV í vil. Mestur varð mun- urinn á liðunum í fyrri hálfleik, flögur mörk, 9-5, en Framarar náðu að jafna leikinn í 10-10 stuttu fyrir leikhlé. Eyjastúlkur náðu samt sem áður að leiða í hálfleik með einu marki og staðan þegar gengið var til leikhlés var 13-12. Það tók ÍBV ekki langan tíma að ná aftur þriggja marka forystu en IBV byrjaði seinni hálfleikinn á því að skora tvö fyrstu mörkin. Smám saman jókst munurinn á liðunum og voru Eyjastúlkur lengst af fjór- um mörkum yfir í seinni hálfleik. En lið Framara er reynslumikið og með mikilli baráttu náði það að minnka muninn niður í eitt mark þegar rétt um tíu mínútur voru eft- ir af leiknum. En ÍBV teflir einnig fram mjög reynslumiklu liði sem aldrei gefst upp. Vigdís Sigurðar- dóttir skellti í lás í marki heima- manna á lokakaflanum og ÍBV tryggði sér fjögurra marka sigur og sæti í úrslitum íslandsmótsins. Leikir liðanna í undanúrslitum voru hnífjafnir og líklega jafnari en flestir áttu von á. Flestir veðjuðu á að Eyjastúlkur ættu víst sæti í úr- slitunum en lið Framara var vel skipulagt og vantaöi aðeins herslumuninn á að það kæmist í úr- slit. Það munaði mikið um það að Marina Zoueva átti erfitt uppdráttar í sóknarleik liðsins í leiknum á laugardaginn en á móti var inn- koma Guðrúnar Hálfdánardóttur góð. Eyjastúlkur sýndu hins vegar styrk sinn í leiknum á laugardag- inn. Skytturnar þrjár, Tamara, Amela og Anita, skoruðu samtals 22 marka liðsins en upp úr stendur frammistaða fyrirliðans í markinu. „Þetta voru hörkuleikir gegn Fram og leikurinn í dag var jafn og spennandi ■ eins og hinir voru,“ sagði fyrirliði ÍBV, Vigdís Sigurðar- dóttir. „Það hefði ekki mikið þurft að fara úrskeiðis hjá okkur til að þær ynnu leikinn en við höfðum þetta á skapinu og baráttunni. Fram er með mjög gott lið og mikil- ir reynsluboltar í liðinu þannig að við vissum að leikurinn yrði mjög erfiður fyrir okkur. Það verður mjög gaman að mæta mínu gömlu félögum í Haukum aftur í úrslitum enda eru bæði lið með mjög góða umgjörð í kringum sig og góður stuðningur við bæði lið.“ Hverjir veröa íslandsmeistarar? „Við vinnum þetta 3-2. Þetta verða allt geðveikir leikir og barátta upp á líf og dauða allt fram á síö- ustu mínútu," sagði Vigdís. Hafdís hætt Hafdís Guðjónsdóttir, fyrirliði Fram, sagði eftir leikinn að þrátt fyrir allt þá væri hún nokkuð sátt við veturinn. „Þetta var hörkuleikur og ef þetta hefði fallið aðeins meira með okkur þá hefðum við unnið. Mér fannst annar dómarinn vera of hlið- hollur ÍBV og öfl vafaatriði féllu því liði í hag en ég er alls ekki að kenna því um tapið. Okkur vantaði ein- faldlega herslumuninn til að geta unnið enda eru þetta mjög jöfn lið og leikirnir gegn þeim hafa verið mjög jafnir. Við sýndum góðan karakter bæði í fýrri og seinni hálf- leik þegar við unnum upp forystu þeirra. En tímabilið er núna búið og það er vissulega sárt að vera úr leik eftir að hafa fengið smjörþefinn af þessu. En ég verð að vera sátt, ferillinn er búinn þannig að þetta var kveðjuleikurinn minn. En það er mikil framtíð hjá félaginu og rétt að hleypa ungu stelpunum inn í þetta.“ -jgi skiptir öllu. Þeir hefðu getað klárað dæmið og eftir frábæra byrjun okkar fórum við að bulla. í lokin voru þetta sterkar varnir og mikil taugaspenna, enda mik- ið í húfi. Nú er einn leikur eftir og það skiptir engu máli hvar hann fer fram þegar svona langt er komið." „Við sýndum karakter í að koma til baka og við lékum frá- bæra vörn í seinni hálfleik. En það var smáorkuleysi í sókninni og reyndar misstum við sjálfs- traust í sókninni um tíma. Heppnin var með þeim að þessu sinni og nú er það oddaleikur upp á líf og dauða,“ sagði Valur Ingimundarson, þjálfari Tinda- stólsmanna, að leik loknum. -EÁJ Keflavík-Tindastóll 67-66 0-2, 10-4, 22-10 (31-14), 37-16, 41-18, 43-30 (48-35), 50-40, 5(M6, 58-56, (61-59), 61-62, 65-62, 67-63 (67-66). Stig Keflavikur: Calvin Davis 34, Hjörtur Harðarson 10, Birgir Örn Birg- isson 8, Guðjón Skúlason 5, Magnús Þór Gunnarsson 5, Faiur Harðarson 3, Jón Norðdal Hafsteinsson 2. Stig Tindastóls: Shawn Myers 23, Kristinn Frirðiksson 15, Adonis Pomones 13, Michail Andropov 8, Svavar Birgisson 7. Fráköst: Keflavík 40 (17 í sókn - 23 í vörn - Davis 20), Tindastóll 40 (10 i sókn, 30 í vörn - Myers 19). Stodsendingar: Keflavik 18 (Falur 5), Tindastóil 17 (Andropov og Myers 4 hvor). Stolnir boltar: Keflavík 15 (Gunnar Einarsson og Davis 4 hvor), Tinda- stóli 5 (Myers 2). Tapaðir boltar: Keílavík 9, Tinda- stóll 22. Varin skot: Keflavík 2 (Jón og Dav- is), Tindastóll 5 (Andropov 3). 3ja stiga: Keflavík 20/5, Tindastóll 24/6. Víti: Keflavík 12/6, Tindastóll 9/5. Dómarar (1-10): Kristinn Albertsson og Rögnvaldur Hreiðarsson. (8). Gteöi leiks (1-10): 8. Áhorfendur: 700. Maöur leiksins: Calvin Davis, Keflavík 1 1 ÍBV-Fram 26-22 0-1, 3-2, 9-5,10-10 (13-12), 14-12,19-15, 21-18, 22-21, 26-22. ÍBV Mörk/víti (skot/víti): Tamara Mand- ichz, 9/6 (15/7), Amela Hegic, 8/3 (11/3), Anita Andreassen, 5 (11), Ándr- ea Atladóttir, 2 (5), Edda B. Eggerts- dóttir, 2 (5), Bjarný Þorvarðardóttir, (1). Mörk úr hraöaupphlaupum: 2 (Anita 2). Vítanýting: Skorað úr 9 af 10. Varin skot/víti (skot á sig): Vigdís Sigurðardóttir 22/2 (44/7, 50%, eitt víti i stöng). Brottvísanir: 8 mínútur Fram Mörk/viti (skot/viti): Guðrún Þóra Hálfdánardóttir, 5 (7), Marina Zoeva, 4/2 (12/4), Olga Prokhorova, 3 (3), Haf- dis Guðjónsdóttir, 3 (6), Irina Sveins- son, 3_(12), Katrín Tómasdóttir, 2/2 (5/3), Óiöf Erlingsdóttir, 1 (1), Svan- hildur Þengilsdóttir, 1 (2), Díana Guð- jónsdóttir, 0 (1). Mörk úr hradaupphlaupum: 4 (Svanhildur, Hafdís, Olga, Marina) Vitanýting: Skorað úr 4 af 7. Varin skot/viti (skot á sig): Hugrún Þorsteinsdóttir, 14 (40/10 35%). Brottvísanir: 8 mínútur. Dómarar (1-10): Valgeir E. Ómars- son og Bjarni Viggósson (7). Gceöi leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 316. Maöur leikins: Vigdís Sigurðardóttir, ÍBV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.