Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2001, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2001, Síða 14
30 MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2001 Sport DV Eins og sjá má á þessum myndum var vei tekiö á í tímanum hjá Eddu Bergmann. Fólkiö er duglegt í vatninu. Edda Bergmann hefur starfrækt trimmhóp fyrir fatlaöa í 14 ár við miklar vinsældir: Beint áSýn 2. - 3, apríl mán Southampton - Ipswich Town Enski boltinn kl. 18:50 þri Man. Utd - Bayern Munchen Meistarakeppnin kl. 18:40 Þri Galatasaray - Real Madrid Meistarakeppnin kl. 20:45 mið Arsenal - Valencia Meistarakeppnin kl. 18:40 mið Leeds Utd - Deportivo La Coruna Meistarakeppnin kl. 20:45 fim Barcelona - Líverpool UEFA-keppnin kl. 19:05 fim Bandariska meistara- keppnin i golfi fös Bandaríska meistara- keppnin i golfi kl. 20:00 lau Bandaríska meistara- keppnin i golfi kl. 19:30 l'™ Prinsinn Naseem Hamed - Marco Antonlo Barrera Hncfaleikar kl. 00:55 sun Arsenal - Tottenham Hotspur Enski bikarinn kl. 12:10 sun Wycombe Wanderers - Uverpool Enski bikarínn kl. 14:45 sun Sacramento Klngs - Portland Trail Blazers NBAkl. 17:00 sun Bandariska meistara- keppnin i golfi kl. 20:00 www.syn.is eðafsímaS156100 Edda Bergmann stofnaði fyrir 14 árum trimmhóp sem er sérstaklega ætlaður fótluðum einstaklingum. Edda, sem sjálf fékk löm- unarveiki og hefur skerta hreyfigetu í fótum, hefur síðan leitt þennan hóp og þjálfað hann reglulega allan þennan tima ásamt aðstoð- arkonum sínum, ýmist með sundi, gönguferðum eða örðuvísi trimmi. Yfir vetrartímann hittist þessi hópur 1-2 sinnum i viku í sundi og á sumrin taka svo gönguferðirnar við einu sinni í viku. Þá er einnig boðið upp á jógatíma einu sinni i viku þannig að hópurinn heldur sér í góðri þjálfun allan ársins hring. Sundtímanum er skipt i tvennt þar sem ein klukku- stund er ætluð sjáandi fólki og síðan ein klukkustund fyrir blinda. Þegar DV ieit inn á sund- æflngu hjá hópnum í sund- lauginni á Grensásdeild voru um 15 manns við æf- ingar sem var óvenju fátt því yfirleitt mæta hátt í 30 manns í tímana. Það var hins vegar ekki að sjá að þetta fólk ætti við nokkra fotlun að stríða en Edda sagði skýringuna á því vera að finna í hversu auðvelt væri að hreyfa sig í vatn- inu. „í vatni getur jafnvel mjög hreyfihamlað fólk hreyft sig mun meira en venjulega og þetta gerir þess vegna því fólki mjög gott. Þarna gerir það æfing- ar sem það gæti annars aldrei gert. Fólk er svo glatt í vatninu," segir hún. Edda segist hafa góða að- stoðarmenn sem vinna starf sitt í sjálfboðavinnu. En fólkið sem tekur þátt í æf- ingunum er mjög liðugt. „Hér segir enginn nei. Hér hugsa menn: Ef ég get þetta, geta það allir!“ Eitt af því sem Edda hef- ur tekið eftir er að í kjölfar þjálfunarinnar verða marg- ir af þeim sem eru blindir beinir í baki en oft loðir það við þá að vera dálítið hokn- ir. „Þetta gagnast því fólki á ýmsan hátt, ekki bara lík- amlega heldur andlega líka,“ segir Edda að lokum. -HI liðkar allan skrokkinn" „Þetta Sigfús Brynjarsson, 72 ára, hefur ver- ið í hðpnum hennar Eddu frá upphafi. Hann er lamaöur á vinstra fæti en læt- ur það ekki aftra sér frá hollri hreyf- ingu. Sigfús lætur vel af tímunum hjá Eddu. „Ég finn bara að ég er mun liðugri i öllum skönkum og liðamótum og öll hreyfing er auðveldari. Maður slappar vel af i þessum timum og þetta er gott fyrir öll liðamót og allan skrokk- inn. Svo eykur þetta þol og alla mýkt i hreyfingum." Sigfús hefur notfært sér töluvert sundið og tekur mun meiri þátt í því en gönguferðunum á sumrin. Hann syndir yfirleitt 1,5 kílómetra í einni lotu þegar hann skellir sér í laugina. „Ég geng reyndar dálítið lika en vinn hins vegar töluverða næturvinnu og þá get ég ekki verið á fullu á daginn. Þá er sundið gott fyrir mig.“ Sigfús telur að án tímanna væri hann töluvert stirðari. „Það er engin hætta á því í vatninu að maður snúi sig eða togni. En maður þreytist enda er það líka nauðsynlegt. Ég mun halda þessu áfram á meðan ég hef heilsu til því ég finn að ég hef gott af þessu.“ Blindir fá líka þjálfun hjá Eddu og meðal þeirra er Ólafur Þór Jónsson sem hefur einnig verið í hópnum frá upphafi. Hann hefur verið blindur i hartnær 30 ár. „Það má segja að ég leyfi mér fátt annað á þessum tíma en að fara í þjálfun hjá Eddu. Þetta hefur for- gang hjá mér fram yfir flest annað," segir hann. Ólafur synti töluvert með íþróttafé- lagi fatlaðra á árum áður og þegar hann hætti því fannst honum tilvalið að nota sundið sem trimm. „Það aftrar mér ekki frá góðri hreyfingu að vera blindur. Þetta eru yfirleitt sömu æfmg- amar sem við gemm en við fáum góð- ar leiðbeiningar frá kennurunum ef á að breyta einhverju," segir hann. Ólafur segir öllum nauðsynlegt að hreyfa sig, ekki síst blindum. „Viö höf- um verið með í nokkuð mörg ár blindraheimili sem tryggir blindum að- stöðu til æfinga. Ég vinn sjálfur við sjúkranudd þannig að ég veit hvaða gildi hreyfing hefur fyrir líkamann," segir Ólafur að lokum. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.