Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2001, Blaðsíða 2
16
MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001
Sport___________________________________________________________________________dv
Bland í poka
Vegna breytinga á símkerfi
Iþrótta- og ólympíusambands ís-
lands hefur ÍF fengiö nýtt síma-
númer. Aðalnúmer er 514 40 80,
faxnúmer 514 4081, bein númer til
starfsmanna: Anna Guórún Sig-
uróardóttir, 514 4082, Anna Kar-
ólína Vilhjálmsdóttir, 514 4083, og
Ólafur Magnússon, 514 4084.
Hinar vinsœlu sumarbúóir ÍF á
Laugarvatni verða tvær vikur í
sumar, 29. júní - 6. júli og 6.-13. júlí.
Umsjónarmenn verða Baldur Þor-
steinsson og Jóhann Arnarson
íþróttakennarar. Umsóknareyðu-
blöð má fá á skrifstofu ÍF í Laugar-
dal en umsóknarfrestur er til 28.
apríl.
Íþróttanefndir ÍF hafa skipulagt
hringferð um landið með æfinga-
búðir sem eiga fyrst og fremst að
stuðla að aukinni nýliðun og stuðn-
ingi við þá sem áhuga hafa á íþrótt-
um fatlaðra víða um landið. Verk-
efnið er liður í nýliðunarátaki ÍF en
markmið ÍF er nú sem fyrr að ná til
þeirra sem ekki hafa fengið tæki-
færi til að kynnast íþróttatilboðum
fyrir fatlaða. Auk þess er þetta
verkefni sett á með það að mark-
miði að auka samstarf með þeim
aðilum sem starfa að íþróttaþjálfun
fatlaðra og koma á tengslum á milli
aðila. Æfingabúðirnar eru ætlaðar
fötluðu íþróttafólki og þjálfurum
sem áhuga hafa á að kynna sér ólík-
ar greinar og/eða fá ráðgjöf og að-
stoð vegna ákveðinna greina. Allir
eru velkomnir, byrjendur sem
lengra komnir.
Æfingabúöirnar veröa á eftirtöld-
um stöðum:
í Borgarnesi helgina 11.-13. maí.
Á Austurlandi 29. júní - 1. júlt.
Á Vestfjörðum í september 2001.
Á Laugarvatni í janúar 2002.
Á höfuðborgarsvæðinu í apríl 2002.
Á Akureyri í september 2002.
Allir sem áhuga hafa eru hvattir til
þess að hafa samband á skrifstofu
IF og skrá sig til þátttöku.
-AKV
Ráðstefna IPC:
Leitað til
íslands
Á ráðstefnu IPC (Alþjóða
ólympíuhreyfingar fatlaðra)
sem fram fer í Kuala Lumpur í
Malasíu 25.-29. apríl verður
m.a. rætt um framtíðarskipu-
lag hreyfingarinnar og skipu-
lag alþjóðamóta. Norðurlöndin
þ.m.t. ísland hafa lagt ríka
áherslu á mikilvægi þess að
ekki verði breytt því fyrir-
komulagi sem verið hefur, þar
sem IPC hefur haft umsjón
með heimsmeistaramótum í
hverri íþróttagrein auk Ólymp-
íumóts fatlaöra.
Aukinn þrýstingur hefur
komið fram undanfarið frá al-
þjóðaíþróttasamtökum hvers
fötlunarflokks um að heims-
meistaramótum verði skipt
upp m.t.t. fótlunarflokka og
verði þá í umsjón viðkomandi
alþjóðasambands í stað IPC.
Slíkt fyrirkomulag kallar á
stóraukinn kostnað vegna þátt-
töku í mótum erlendis sem
gæti haft mjög mikil áhrif á
möguleika smáþjóða þ.m.t. ís-
lands til að senda keppendur á
mót.
Leitað hefur verið til íslands
vegna þessa máls og óskað eft-
ir því að Sveinn Áki Lúðvíks-
son, formaður ÍF verði þátttak-
andi í panelumræðum sem
munu taka fyrir þetta mikil-
væga mál. Sérstök áhersla er
lögð á að fá fulltrúa frá íslandi
þar sem meginmarkmið er að
ná til þeirra smáþjóða sem
virðast ekki hafa gert sér grein
fyrir alvöru málsins m.t.t
þeirra eigin stöðu. Þaö verð-
ur spennandi að fylgjast með
því hvernig þetta mál þróast en
hér er um mikið hagsmunamál
að ræða fyrir fatlað íþróttafólk
um allan heim. -AKV
Fjölmiðlar keppast við að vekja
athygli landsmanna á margs konar
afrekum og staðfesta með umíjöllun
sinni að sum afrek eru greinilega
meira fréttaefni en önnur. Almenn-
ingur verður fyrir áhrifum af fjöl-
miölaumfjöllun og það á ekki síður
við um fréttamennsku sem lýtur að
afrekum mannfólksins. Þegar bet-
ur er að gáð eru þó oft stærstu af-
íslandsleikar Special Olympics í
knattspymu fóru fram í Laugardals-
höllinni laugardaginn 7. apríl. ís-
landsleikarnir voru liður i Evrópu-
verkefni Special Olympics en um
4.000 knattspyrnumenn og konur tóku
þátt í knattspyrnuviku Evrópusam-
taka Special Olympics sem stóð dag-
ana 2.-8. apríl. Iþróttasamband fatl-
aðra er umsjónaraðili Special
Olympics hér á landi en KSÍ aðstoðaði
ÍF vegna leikanna nú eins og í fyrra.
íslandsleikar SO í knattspymu voru
haldnir í fyrsta skipti árið 2000 en þá
fóru þeir fram í Reykjanesbæ. Stefn't
er að þvi að slík knattspyrnuvika
verði haldin árlega en markmiðið er
að ná 50.000 þátttakendum árið 2005.
Verkefnið nýtur stuðnings UEFA með
það að leiðarljósi að knattspyma eigi
að vera í boði fyrir alla. UEFA hefur
mælst til þess að knattspyrnusam-
bönd í Evrópu styðji þetta verkefni.
KSÍ hefur tekið virkan þátt í Is-
landsleikunum og vonandi verður
þess ekki langt að bíða að knatt-
spymufélög bjóði í auknum mæli æf-
rekin að gerast án athygli fjölmiðl-
anna.
I íþróttatímunum í Safamýrar-
skóla virðast verkefnin auðveld en
þegar litið er nánar á hvað þar fer
fram kemur annað í ljós. Þar þarf
hver nemandi á öllum sínum kröft-
um að halda til að takast á við hin-
ar einfóldustu hreyfingar. Hvernig
á að skilgreina þeirra sigra á hverri
ingar fyrir þennan hóp. Knattspymu-
æfingar eru á vegum nokkurra aðild-
arfélaga ÍF en mörg þeirra hafa ekki
tök á að bjóða upp á þessa grein i
heimahéraði nema í samvinnu við
knattspyrnufélagið á staðnum. Slík
samvinna er að mati ÍF grundvöllur
þess að vakning verði í greininni
meðal fatlaðs íþróttafólks.
Mikið Qör var á íslandsleikunum í
Laugardalshöllinni. Konur jafnt sem
karlar virtust skemmta sér konung-
lega og mikill fógnuður fylgdi hverju
skoruðu marki. Það vakti athygli að
þrátt fyrir mikinn styrkleikamun
voru allir jafnáhugasamir um að taka
þátt sem staðfestir að þessi íþrótt get-
ur verið skipulögð þannig að henti
öllum og að enginn verði út undan.
Það setti mikinn svip á mótið að fá
landsliðsþjálfara KSÍ til að skipu-
leggja upphitun og afhenda verðlaun-
in. Magnús Gylfason, þjálfari U-17
landsliðs karla, sá um að hita liðið
upp fyrir keppnina og Ólafur Þór
Guðbjömsson, þjálfari U-19 landsliðs
kvenna, afhenti verðlaun fyrir liða-
einstakri æfingu öðruvísi en sem
afrek?
I Safamýrarskóla eru fjölfatlaðir
nemendur á grunnskólaaldri og þar
starfa tveir íþróttakennarar, Guð-
rún Gunnarsdóttir og Inga Maggý
Stefánsdóttir, sem skipuleggja
iþróttatíma fyrir hvern hóp í
íþróttasal og sundlaug. DV heim-
sótti Safamýrarskóla miðvikudag-
keppni. Landsliðsþjálfarinn Atli Eð-
vaídsson sá síðan um verðlaunafhend-
ingu fyrir einstaklingskeppnina og
það var greinilegt að þetta kunni hóp-
urinn mjög vel að meta og sjálfsagt
hafa landsliðsþjálfaramir ekki síður
haft gaman af. Margir keppendur
höfðu um margt við þá að tala og
nokkrir sögðust örugglega vera
skyldir þeim, frændur eða frænkur.
Úrslit á íslandsleikum:
Liðakeppni
1. styrkleikaflokkur
1. Ösp
2. Nes
3. Eik
4. Öskjuhlíðarskóli
2. styrkleikaflokkur
1. Öskjuhlíðarskóli
2. Ösp
3. Nes
4. Eik
Einstaklingskeppni
1. Gunnar Örn Ólafsson, Ösp
2. Guðmundur. I. Einarsson, Nesi
3. Ottó B. Amar Ösp -AKV
íþróttasamband
fatlaðra
Iþróttamiðstöðinni
Laugardal
Sími 514 4080
Fax: 514 4081
inn 28. mars en þá var í gangi
stöðvaþjálfun í leikfimissalnum í
umsjón Guðrúnar íþróttakennara.
Guðrún lýsti tímanum á eftirfar-
andi hátt; „Á þessum stöðvum er
farið eftir ákveðnum reglum, þ.e.
við spilum alltaf sömu tónlist
þannig að á hverri stöð upplifir
nemandinn alltaf sama lagið í sömu
athöfninni. Þá eru nemendur m.a.
að vinna með rökhugsun, líkams-
þjálfun og boðskipti. Öll hafa þau
mikla ánægju af leikfiminni. Á sí-
valningi og á trampólíni er verið
að vinna með jafnvægi.
Sjúkraþjálfunarboltinn og stóra
hjólabrettið eru góð áhöld til að
þjálfa bakvöðva. Á dýnunni fá þau
aðstoð til að velta sér frá maga yf-
ir á bak og öfugt. Eftir þessar fimm
stöðvar er hlustað á rólega tónlist
og slakað á.“
Slökun mikilvæg
Það var mikil ró yfir tímanum og
greinilegt að hver nemandi þurfti
að einbeita sér mjög að hverju verk-
efni til að geta leyst það með aðstoð
kennara. Kennari eða aðstoðar-
maður fylgir hverjum einstaklingi
og aðstoðar hann við að takast á við
hverja æfingu.
Starfsfólkið lagði sig fram við að
skapa gleði hjá nemendunum svo
þeir hefðu gaman af að taka þátt í
þvi sem fengist var við hverju sinni.
Slökun er mjög mikilvægur þáttur
af hverjum tíma og allir timar enda
á góðri slökun sem nemendur og
starfsfólk taka þátt í.
Að loknum iþróttatímanum hjá
yngri hópi nemenda tók við dans-
tími sem var ekki síður áhugaverð-
ur en þar voru mun fleiri nemendur
saman komnir.
Verkefni Special Olympics
Special Olympics samtökin, sem
ÍF er aðili að, hafa skipulagt íþrótta-
æfingar og keppni fyrir fjölfatlaða
einstaklinga sem felst í margvisleg-
um verkefnum sem hver og einn
þarf að leysa. Upphaflega var þetta
verkefni sett á fót fyrir fjölfötluð
börn sem búa á stofnunum en staða
þessa hóps í aðildarlöndum Special
Olympics er viða mjög slæm.
ÍF hefur fylgst með þeirra þróun
sem átt hefur sér stað við uppbygg-
ingu þessa verkefnis en það er ljóst
að ísland getur þar lagt hönd á plóg.
ÍF hefur leitað til sérfróðra aðila,
m.a. kennara í Safamýrarskóla, um
hugmyndir og ráðgjöf til Special
Olympics-samtakanna en mikil
reynsla og þekking er til staðar hér
innanlands sem getur nýst þeim i
öðrum löndum.
Góð hugmynd getur breytt miklu
Margir hafa talið að íþróttaæfing-
ar séu ekki á færi fjölfatlaðra ein-
staklinga, hvað þá íþróttakeppni, en
hugmyndaríkir þjálfarar geta aðlag-
að ótrúlega margt þeirra þörfum. I
mörg ár hafa mikið hreyfihamlaðir
og/eða fjölfatlaðir einstaklingar
keppt á íslandsmótum ÍF í boccia
þar sem notuð hefur verið sérstök
renna til aðstoðar. Þessi hugmynd
um að nýta rennu fyrir útkastið
gerði þeim kleift að njóta jafnræðis
við aðra keppendur. Það sama get-
ur átt við um aðrar hugmyndir sem
upp koma, einfóld útfærsla á góðri
hugmynd getur opnað dyr að fleiri
íþróttatilboðum fyrir fjölfatlað fólk.
Á skrifstofu ÍF er hægt að fá
margs konar upplýsingar um út-
færslur á íþróttaæflngum fyrir fjöl-
fatlaða og hugmyndir um tæki sem
nýtt eru við æfingar.
-AKV
í knattspyrnu
- styrkleikamunur sló ekki á áhugann