Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2001, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2001, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 17 DV Sport Halldór Jóhann Sigfússon sést hér í átökum við varnarmenn Aftureldingar en ólíkt því sem var í þessum leik höföu Halldór og félagar í KA betur í leiknum í KA-heimilinu í gær. Magnús Már Þórðarson, Aftureldingu, gat hins vegar lítiö gert í gær enda fjarverandi. DV-mynd E.ÓI. KA-Afturelding 27-25 2-2, 7-2, 9-5, 11-6, 11-9, (13-10), 15-10, 17-12, 17-15, 20-16, 23-19, 25-24, 27-25. KA Mörk/viti (Skot/viti): Andrius Stelmokas 7 (8), Heimir Öm Árnason 6 (7), Halidór Sigfússon 4/3 (10/4), Giedrius Cserniasskas 3 (4), Sæv- ar Árnason 3 (5), Arnór Atlason 2 (3), Guðjón Valur Sigurðsson 2/1 (4/1), Jónatan Magnússon (2). Mörk úr hraóaupphlaupum: 8 (Stelmokas 3, Csemiauskas 2, Sævar 2, Guðjón). Vitanýting: Skorað úr 4 af 5. Varin skot/víti (Skot á sig): Hörður Flóki Olafsson 12/1 (37/2, 32%). Brottvisanir: 6 minútur Aftureldins Mörk/viti (Skot/viti): Bjarki Sigurðs- son 10/1 (14/1), Páll Þóróífsson 6 (11/1), Savuhynas Gintaras 5 (8), Níels E. Reyn- isson 3 (3), Galkauskas Gintas 1 (5), Haukur Sigurvinsson (2). Mörk úr hraóaupphlaupum: 5 (Páll 3, Bjarki, Níels). Vitanýting: Skorað úr 1 af 2. Varin skot/víti (Skot á sig): Reynir Þ. Reynisson 9 (35/3, 24,3%), Ólafur H. Gíslason l/l(2/2, 50%). Brottvísanir: 8 minútur. Dómarar (1-10): Einar Sveinsson og Þorlákur Kjartansson, 5. Gœói leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 700. Maður leiksins: Andrius Stelmokas, KA. - í KA-heimilinu eru heimamönnum dýrmætir í úrslitakeppninni Ljóst er aö heimaleikjarétturinn skiptir miklu máli í þeirri baráttu sem KA og Afturelding byrj- uðu þegar þau mættust í sínum fyrsta leik í und- anúrslitum íslandsmótsins i handknattleik. KA hefur gengiö vel að undanfómu og er liðið að toppa á réttum tíma gætu einhverjir sagt. Aftur- elding stöðvaði sigurgöngu KA í deildarkeppn- inni eftir að KA hafði unnið 11 leiki í röð. Ljóst var að baráttan átti eftir að vera gífur- leg. Fyrri hálfleikur var mjög kaflaskiptur. Jafnt var eftir fyrstu fjögur mörkin í leiknum. Á næstu tíu mínútum kom Afturelding ekki bolt- anum í mark KA-manna og náði KA að byggja upp fimm marka forskot og virtist líklegt til að stinga af með afgerandi forystu. Afturelding var hins vegar ekki tilbúin að gefast upp enda mik- ið í húfi. Bjarki Sigurðsson var öflugur í fyrri háffleik með fimm mörk af þeim tíu sem liðið gerði í fyrri hálfleik. Afturelding náði að minnka muninn niður í tvö mörk en Haffdór Sigfússon náði að koma KA í þrjú mörk með því að skora úr vítakasti rétt undir lokin. Afturelding fékk aukakast undir lok fyrri hálíleiks en náði ekki að nýta sér það. Seinni háffleikur var ekki síður spennandi og aifra mest undir fokin. KA náöi strax í byrjun að auka forystuna í fimm mörk og eins og i fyrri háffleik þá minnkaði Afturelding muninn hægt og rólega. Þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum náði Níels Reynisson að minnka mun- inn niður í eitt mark. KA fór þá í sókn og Heim- ir Ámason skoraði með góðu langskoti og afgjör- fega óverjandi. Níels vifdi þó ekki gefast upp og skoraði aftur og nú af línunni og var spennan orðin gifurleg og aðeins hálf mínúta eftir af feiknum. Afturelding kom þá einn á móti einum en þar sem þeir voru manni færri þá var Amór Atlason einn eftir og innsiglaði hann sigur KA- manna þegar flautan galf. „Þetta var nákvæmfega það sem ég bjóst við, KA-menn voru að spifa þessa 3:2:1 vörn,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari Aftureldingar. „Okk- ar vörn hélt ekki í byrjun og urðum við því að fara út í aðgerðir. Við erum að gera afdrífarík mistök á löngum köflum, erum oft komnir inn í leikinn, en náðum oft og tíðum að glopra þessu sjálfir og jafnframt með aðstoð dómaranna. Þess- ir dómarar þurfa að fara í athugun þegar svona langt er komið í keppni þá verða þeir að dæma á jafnréttisgrundvelli. Nú er að duga eða drepast fyrir okkur. Við erum komnir heim með þetta tap á bakinu og ef við ætlum okkur eitthvað áfram þá verðum við að vinna.“ Hvernig er stemningin í hópnum? „Ég ætla að vona að við náum aftur stemn- ingu í hópinn. Ég gat ekki fundið að stemningin hefði verið lítil fyrir þennan leik. Nú er bara að duga eða drepast og við vonum að við komum stemmdir í leikinn og fáum troðfullt hús,“ sagði Bjarki. „Ég er ánægður með leikinn framan af,“ sagði Hörður Flóki Ólafsson, markmaður KA. „Við er- um með unninn leik í höndum eins og oft áður þá gerum við þetta okkur alltof erfitt fyrir. Við missum boltann klaufalega og fáum á okkur hraðaupphlaup til baka. Það verður ekkert slys núna í Mosfellsbæ. Við munum taka þetta í tveimur leikjum fyrst við erum að byrja á þessu. Stemning í hópnum er eins og hún gerist best og erum við bjartsýnir á framhaldið," sagði Hörður Flóki. „Ég er ánægöur með að við skyldum vinna og hvernig við héldum út og kláruðum leikinn. Ýmislegt var ekki nógu gott, við misstum niður forystu oft klaufalega og fengum allt of mörg mörk á okkur og missum boltann frammi og fá- um á okkur hraðaupphlaup. Nú er pressan á þeim og við eigum náttúrlega oddaleikinn tif góöa. Við munum fara afslappaðir í feikinn og munum kfára þetta á fimmtudaginn. Afturelding er með mjög gott liö. Það háir þeim gífurlega að Magnús Már getur ekki spilað meö þeim og er það greinilegt, en hann er mjög mikilvægur fyrir þá í sóknarleiknum. Þetta er mjög vel mannað lið í öllum stöðum og má vart á milli sjá hvernig þetta fer allt saman. En við eigum þennan dýrmæta heimaleikjarétt sem kom sér vel í dag.“ -JJ (pftMHSTARAPElLPlN Valencia-Arsenal.........1-0 (2-2) 1-0 Carew (75.). (Valencia áfram á marki á útivelli). Deportivo-Leeds .........2-0 (2-3) 1-0 Djalminha (9., víti), 2-0 Tristan (82.). Leikirnir í kvöld Bayem Munchen-Manchester United Sigur Bayern á útivelli 0-1 getur reynst United dýr þegar á Óympiu- leikvanginn í Múnchen kemur. Þjóö- verjarnir hafa þó sagt, rétt eins og þeir ensku, aö United geti vel skorað á útivelli en þó verða heimamenn að teljast líklegri til að komast áfram. United tryggði sér enska titilinn um helgina en Bayern tapaði fyrir Schalke þannig að þaö er sigurtilfinn- ing meðla enskra. United: Beckham er ekki meö. Bayem: Lizarazu er frá vegna leikbanns. Real Madrid-Galatasaray Tvö mörk á útivelli gætu reynst Ma- dridingum vel í kvöld þrátt fyrir að þeir séu einu undir í einvíginu. Santiago Bemabeu er mjög sterkur heimavöllur og Tyrkirnir þurfa aö taka á öllu sem þeir eiga til aö halda i forskotiö. Real hefur söguna að baki sér og eru á góðu skriöi heima fyrir en svipaða sögu er að segja af Tyrkj- unum sem stefna að fimmta titli sin- um heima fyrir. Real: Morientes er meiddur og óvíst með Hierro. Guti verður líkast til í sókninni. Galatasaray: Popescu er í banni en aðrir í góðu lagi. -ÓK Lee Bowyer og fé- lagar i Leeds stóö- ust áhlaup Deport- ivo og eru komnir í undanúrslitin. Reuter Meistaradeild Evrópu: ænskt Titanic - „slaka liðið“ Leeds sökkti Irueta og ummælunum Enska liðið Leeds gerði að engu ummæli Javiers Irueta, þjálfara Deportivo, í gær þegar liðið náði að senda þá spænsku út úr Meistaradeild Evrópu og komast í undanúrslitin þar sem það mætir Valencia sem sló í gærkvöldi Arsenal út í átta liða úrslit- unum með sigri, 1-0, á heimavelli sín- um. Sigurinn sá þýddi einfaldlega að Arsenal varð markið dýrt sem Fabian Ayala skoraði í fyrri leiknum. Heima- menn hófu leikinn með mikilli sókn og höfðu betur stærstan hluta fyrri hálfleiks en sterk vörn Arsenal hélt þrátt fyrir að nokkrum sinnum mun- aði mjóu. Þar má þó helst geta þegar David Seaman bjargaði meistaralega þegar skot John Carew breytti um stefnu á fyrirliðanum Tony Adams. Eftir mikinn hraða í fyrri hálfleik virtist heldur hafa dregið af Valencia og gestimir komust vel inn í leikinn og stjórnuðu honum lengst af í síðari hálfleik án þess þó aö skapa sér ein- hver færi sem kvað að. Það var síðan á 75. mínútu að Norðmaðurinn Carew gerði það sem allir höfðu beðið eftir, hann hafði betur gegn Adams í skalla- einvígi og Seaman náði ekki að verja þrátt fyrir góð tilþrif. „Satt að segja er ég furðu lostinn yf- ir því að við skulum vera komnir áfram í keppninni," sagði David O’Le- ary, knattspyrnustjóri Leeds, eftir að liðið stóð af sér sóknarstorm Deport- ivo á Spáni og náði að tryggja sér far- seðil í undanúrslitin með eins marks mun, 2-3 samanlagt. Deportivo hafði spilað 25 leiki á heimavelli án þess að tapa og á því varð engin breyting í gær en stórsókn þeirra dugði ekki til. Byrjun heimamanna var allsvaka- leg og Englendingamir heppnir að vera ekki búnir að tapa forskotinu eft- ir tíu mínútur. Leikurinn fór að mestu fram á vallarhelmingi Leeds og virtust gestirnir á stundum heldur pirraðir á stöðunni. Hver skothrinan á fætur annarri dundi á marki og varnarvegg Leeds en heimamönnum tókst aðeins að skora tvö mörk og þar með fuku vonir þeirra út í veður og vind. -ÓK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.