Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2001, Síða 5
18
MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001
MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001
39
Sport
Logi Gunnarsson (til vinstri) og
Ragnar Ragnarsson í stuði í leikslok.
DV-mynd Brink
Sprungum út
- í úrslitakeppninni, sagöi Logi Gunnarsson í leikslok
„Þetta er æðislegt, ég lýsi þessari tilfinnmgu ekki einu sinhi, en ég hitti rosalega vel í þessu húsi. Maður fer
eins í alla leiki en hér hitti ég betur en heima. Ég veit ekki hvað á að segja, mér líöur svo vel. Að koma hingað
og vinna, eins og í fyrri leiknum þegar við vorum fyrstir tO að vinna hér í vetur, það sýnir hverjir eru bestir.
Menn sáu það að leikurinn sem við töpuöum heima var klúður og við vorum byrjaðir að fagna of snemma. Við
tókum á því, komum til baka og unnum. Ég er kominn með tvo titla en ég á enn langt eftir í pabba. Við vorum
uppi og niðri í vetur. Við lentum í smá-bakslagi undir lokin á deildinni en náðum þó deildarmeistaratitlinum og
sprungum síðan út i úrslitakeppninni," sagði Logi Gunnarsson eftir 32 stiga leik sinn í gær.
Frábær vörn skipti sköpum
„Ég vann í Danmörku 1995 þannig að ég kannast við tilflnninguna. Við komum hingað til að berjast, viö vorum
virkOega hungraðir eftir að hafa tapað í Njarðvík sem á að vera sterkasti heimavöliur á íslandi. Ég held ég hafi
verið örlítið stressaður í fyrri hálfleik, þetta var stór leikur, og kannski reyndi ég of mikið. Ég settist niður í
hálfleiknum og náði aðeins að hugsa málið og ég held að það hafi skipt máli. Viö spiluðum frábæra vörn í
úrslitakeppninni og hún skipti sköpum. Það er margt svipað með leiknum hér og í Danmörku. Leikurinn hér er
örlítið lausbeislaðri en í Danmörku eru fleiri stórir menn. Ég hefði ekkert á móti þvi að vera hér lengur, mér
líkar dvölin vel. Menn hafa tekið mér opnum örmum í Njarðvík og koma fram við mig eins og hluta af
fjölskyldunni," sagði Jes Hansen í leikslok. -ÓÓJ
NBA-DEILDIN
Toronto-Detroit ..........94-92
Carter 21, A. Davis 16 (11 frák.),
Oakley 15, Williams 11 (12 stoðs.) -
Stackhouse 22, Williamson 17.
New Jersey-Chicago.......94-100
Harris 27, Overton 17 (11 stoös.), Van
Horn 15, Eschmeyer 12 - Guyton 24,
Artest 19, Fizer 17, Hoiberg 15.
Miami-Milwaukee ..........91-89
Mourning 25 (16 frák., 5 varin skot),
Jones 23, Mason 15, Grant 12 -
Robinson 22, Allen 21, Hunter 13.
Atlanta-Washington .... 122-119
Glover 28, Terry 27,.Wright 23 (11
frák.), Mohammed 22 (14 frák.) -
Hamilton 30, Alexander 25, Profit 18.
Indiana-Philadelphia . . . 1Q5-111
Harrington 19 (13 frák.), Miller 15,
Rose 13, Bender 15 - Jones 26 (13
frák.), McKie 18, Ollie 13, Lynch 11.
Houston-Minnesota ..... 114-87
Olajuwon 24, Francis 18, Mobley 16
(10 frák.), Anderson 15, Cato 11 -
Szczerbiak 16, K. Garnett 11.
Utah-LA Clippers.........97-92
Malone 34, Russell 12, Stockton 12,
Marshall 11, Manning 11 - Mclnnes
20, Odom 18, Richardson 10.
Portland-San Antonio .... 93-99
Stoudamire 28, Harvey 15, Pippen 13,
D. Davis 12 (16 frák.), Augmon 10 -
Duncan 18, Robinson 12, Rose 12.
LA Lakers-Denver.........108-91
O’Neal 33 (13 frák.), Bryant 26,
Medvedenko 10 - LaFrentz 22 (13
frák.), Lenard 20, Goldwire 18. -ósk
Tindastólsmenn eftir leikinn:
Reynslan
- kom þeim til góða í lokin
„Við komum vongóðir tU leiks
eftir sigurinn í Njarðvík í síðasta leik
og ætluðum okkur að vinna. Við
lékum líka ágætlega fram í seinni
hálfleik, en þá reyndust þeir bara
sterkari en við og reynslan kom þeim
líka tU góða. Við tökum stoltir á móti
silfrinu. Þetta er búið að vera mjög
góður vetur hjá okkur, besti árangur
liðsins í deUdinni, og ég þakka
stjórninni og stuðningsmönnum
fyrir leikina í vetur,“ sagöi Svavar
Birgisson, en svo gæti farið að þessi
sterki framvörður leiki ekki með
TindastólsUöinu á næsta tímabili.
Hann hyggur á nám syðra, en segir
að það komi í ljós á næstu dögum
hvað hann geri næsta vetur.
Sýndum mikinn styrk
„Þetta var gifurlega erfitt. En við
getum verið stoltir, sýndum mikinn
styrk í úrslitakeppninni, og komum
til baka aftur og aftur þótt útlitið
væri ekki bjart. Það vó þungt að við
þurftum fimm leiki á móti Keflavík í
undanúrslitunum en þeir þrjá á móti
KR. Svo misstum við Kidda út í tvo
leiki og það munar um allt þetta.
Okkur skorti kraft i seinni
hálfleiknum í kvöld og þeir eru með
frábært lið.
Þetta er búið að vera mjög góður
vetur. Við erum meö frábæra
áhorfendur sem hafa stutt okkur vel.
Vonandi gera þeir það áfram. Við
mætum sterkir til leiks á næsta
tímabili,“ sagði Lárus Dagur Pálsson,
fyrirliði Stólanna.
Erum líka meö gott liö
„Við vorum búnir. Þeir höfðu
miklu meiri kraft í seinni
hálfleiknum. Þeir eru með mjög gott
lið, sterkir menn undir og skytturnar
fyrir utan. En við erum líka með gott
lið þó að þetta hafi ekki tekist í þetta
skiptið. Nú vitum við það sem við
vissum ekki í haust, hvað þarf til að
klára svona dæmi. En við höldum
svo sannarlega áfram að reyna. Þetta
er bara fyrsta skrefið og við mætum
tvíefldir til leiks næsta haust,“ sagði
Valur Ingimundarson þegar lið hans
hafði tekiö við silfrinu og af orðum
hans má dæma að hann verði um
kyrrt á Sauðárkróki og líklegt er að
hann muni þjálfa Tindastólsliðið
áfram næsta vetur. -ÞÁ
*c
I>V
DV
Sport
Tindastóll-Njarðvík 71-96
Sé ekki eftir því að
skipta í Njarðvík
„Þetta er æðislegt. Þeir
vanmátu mig í fyrri hálíleik
þannig að ég tók skotin og hitti.
Tímabilið er búið að vera frábært,
við hefðum getað gert betur í
öðrum keppnum en þetta stendur
upp úr. Ég sé ekki eftir þvi að
skipta yfir í Njarðvík, þeir gáfu
mér möguleika og það er númer
eitt, tvö og þrjú,“ sagði Halldór
Karlsson sem komst á spjöld
sögunnar þegar hann varð fyrsti
maðurinn til að verða meistari
með báðum liðunum úr
Reykjanesbæ, Keflavík (1997) og
Njarðvík (2001). -ÓÓJ
Stolnir boltar: Tindastóll 8 (Lárus 3,
Antropov 2), Njarðvík 18 (Brenton 10,
Teitur, Hansen, Logi, Halldór 2).
Tapaóir boltar: Tindastóll 22,
Njarðvík 11.
Varin skot: Tindastóll 6 (Svavar,
Myers, Antropov 2), Njarðvik 5
(Hansen 5).
3ja stiga: Tindastóll 6/25, Njarðvík
8/24.
Viti: Tindastóll 13/20, Njarðvík 20/29.
Dómarar (1-10): Leifur Garðarsson
og Jón Bender (8).
Gœði leiks (1-10): 8.
Áhorfendur: 1300.
Maður leiksins:
Brenton Birmingaham,
fyrirliði Njarðvíkur
Brenton Birmingham lyftir íslandsmeistarabikarnum í leikslok en á minni myndinni hér að ofan fagnar Teitur Örlygsson
Halldóri Karlssyni í leikslok. Hér á myndinnf til hægri fagnar síöan Njarövíkurliöiö titlinum saman í leikslok. DV-myndir Brink
5-0, 5-2, 7-2, 7-7, 9-12, 13-18, 15-23,
18-25, 21-26, (24-26), 26-26, 26-28,
34-28, 34-38, 40-39, 42^10, 42-28,
(45-48, 45-50, 48-55, 50-60, 57-63,
57-71, (62-72), 62-77, 68-81, 68-90,
69-94, 71-96.
Stig Tindastóls: Shawn Myers 24,
Lárus Dagur 14, Antropov 13, Svavar
9, Ómar 6, Adonis 5.
Stig Njaróvíkur: Logi Gunnarsson
32, Brenton 26, HaUdór Karlsson 12,
Friðrik S. 10, Teitur 8, Jes 5, Friðrik
R. 3.
Fráköst: Tindastóll 43 (15 í sókn, 28 í
vörn, Myers 16, Svavar 8, Antropov
7), Njarðvík 48 (18 i sókn, 30 í vörn,
Hansen 12, Brenton 10, Friðrik 10,
Halldór 6).
Stoösendingar: Tindastóll 15
(Pomones 5, Myers 3, Antropov 3),
Njarðvík 21 (Brenton 11, Teitur 5).
þegar Njarðvík tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í ellefta sinn
Njarðvíkingar tryggðu sér ellefta ís-
landsmeistaratitil félagsins á tuttugu
árum með því að vinna fjóröa leik
sinn gegn Tindastóli, 71-96, í lokaúr-
slitum körfuboltans á Sauðárkróki í
gær.
Það má segja að Njarðvikingar hafi
endursýnt sýningu sína frá því i öðr-
um leiknum en Tindastólsmenn voru
taplausir í Síkinu í vetur þar til
Njarðvíkingar komu þangað í heim-
sókn í lokaúrslitunum og unnu tvo
21+ stiga sigra og skoruðu samtals 196
stig í þessum tveimur leikjum.
Aðalhlutverkin í gær voru skipuð
þeim sömu og fyrir viku, þeim Brent-
on Birmingham og Loga Gunnarssyni
sem áttu báðir frábæran dag. Brenton
bar Njarðvíkurliðið uppi í gegn erfið-
an fyrri hálíleik og náði fjórfaldri
tvennu fyrstur leikmanna í sögu úr-
slitakeppninnar. Logi, sem skoraði 10
af fyrstu 12 stigum Njarðvíkurliðsins,
bætti við 32 stigum til viðbótar þeim
36 sem hann skoraði í öðrum leiknum
á Króknum og kórónaði frábæran
vetur hjá sér.
Fjórföld tvenna hjá Brenton
Brenton Birmingham hafði fengið
silfurverðlaunin á íslandsmótiinu tvö
síðustu árin en það sást á öllum hans
aðgerðum í gær að svo myndi ekki
verða í ár. Brenton náði einstakri fjór-
faldri tvennu með 26 stig, 11 stoðsend-
ingum, 10 fráköstum og 10 stolnum
boltum en síðastnefnda afrekið er
einnig met í lokaúrslitum úrslita-
keppninnar.
Stólarnir komu þó fullir sjálfs-
trausts til leiks, komust í 7-2 í byrj-
un, héldu í við Njarðvíkurliðið út
fyrsta leikhluta og voru komnir aftur
yfir, í 34-28, í upphafi þess annars.
Gaman var að sjá Lárus Dag Pálsson
blómstra á þessum kafla eftir erfiða
leiki á undan en hann var með þrjár
þriggja stiga körfur á fyrstu 12 mínút-
um leiksins.
Innkoma Halldórs
En á þessum tíma hafði Halldór
Karlsson brugðið sér inn á og setti
hann niður átta stig á næstu 4 mínút-
um. Þessi frábæra innkoma hans virt-
ist koma Njarðvíkurliðinu á bragðið
en því óx ásmeginn eftir því sem leið
á leikinn.
Tindastólsmenn töpuðu 13 boltum í
fyrri hálfleik þrátt fyrir að vera að-
eins þremur stigum undir og það varð
þeim dýrkeypt er leið á leikinn. Brent-
on var reyndar ábyrgur fyrir átta af
þessum töpuðu boltum því hann stal
átta boltum af Stólunum í fyrri
hálfleik.
í seinni hálfleik áttu síðan Tinda-
stólsmenn ekkert svar við góðum leik
gestanna sem fóru á kostum og það
sem stefndi lengi vel í jafnan og
spennandi leik leystist upp í bið eftir
lokaflautinu og bikarafhendingu í
leikslok. Njarðvíkingar tóku þar við
bikamum, þeir unnu 8 af 10 leikjum
sínum í úrslitakeppninni og unnu
úrslitakeppnina afar sannfærandi.
Loksins
„Loksins! Ég hef unnið nokkra titla
á mínum ámm en þetta er sá sætasti.
Ég vissi ekki að ég hefði verið að spila
svona vel, ég náði að stela nokkrum
boltum, en þessar tölur eru frábærar.
Þetta er vissulega einn af bestu leikj-
um mínum. Ég vildi virkilegá vinna
titilinn með Njarðvík, auðvitað vildi
ég gera það líka í Grindavík, en hjart-
að er í Njarðvík og þetta skiptir mig
miklu máli. Það koma allir fram við
mann eins og hluta af fjölskyldu og
það gerir þetta enn betra þegar maður
vinnur svo stóran titil fyrir fólk sem
manni er kært. Þetta er meira en bara
starf í mínum augum, ég er hér með
fjölskyldu minni,“ sagði Brenton
Birmingham, maður leiksins, í sam-
tali við DV-Sport í leikslok.
Eiga heiöur skilinn
Stuðningsmenn Stólanna eiga heið-
ur skilinn fyrir frábæra frammistöðu
í vetur líkt og leikmenn liðsins. Þaö
var mjög táknrænt í lok leiksins að
þeir stóðu við bakið á sínum mönnum
út allan leikinn og hylltu þá á frábær-
an hátt er þeir fengu siÚúrverðlaun
sín afhent. Tindastólsmenn og Sauð-
krækingar geta staðið stoltir upp eftir
þessa úrslitakeppni, leikmenn liðsins
náðu besta árangri félagsins frá upp-
hafi og stuðningsmenn sýndu hvernig
á að taka tapi með sóma og styöja
áfram við bakið á sínum mönnum
þótt á móti blási. -ÓÓJ
*
*