Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 7
Eftir að hafa staðið í innflutningi á snjóbrettavörum og öðru slíku í fjölda ára í gegnum Týnda hlekkinn sáu þau Rúnarog Heiða sér leik á borði. Þrátt fyrir endalaust framboð á vörum virtist ekkert af götufatnaði fyr- ir stelpur vera í boði og því lítið annað að gera en að byrja að hanna og framleiða sjálf. Um þessar mundir er Nikita-fatamerkið þeirra að fara í dreifingu í 17 löndum og er stefnan tekin á að selja nokkra tugi þús- unda flíka á næstunni. Nikita tekur flugið „Okkar styrkur liggur í því annars vegar að fótin og markaðssetningin er hönnuö af fólki úr kjarna markhóps- ins og hins vegar að við höfum ára- langa reynslu sem búðareigendur og dreifingaraðilar með skyld vörumerki í okkar bransa. Við vitum því bæði hvaða smekk okkar kúnnahópur hef- ur, vitum hvað hefur verið að seljast vel, eftir hverju er mest eftirspum og hver staðan er á markaðinum. Þetta er einfaldlega góð blanda. Það eru mörg fyrirtæki í bretta- og brettafata/lífs- stíls-bransanum, en þau hafa flest ein- blínt á strákamarkaðinn. Nikita er eingöngu fyrir stelpur. Þar er lang- mest aukning í sportinu og þar af leið- andi í fatasölunni i brettabúðum líka,“ segja þau Rúnar Ómarsson, Aðal- heiður Birgisdóttir og Ingibjörg Finnbogadóttir sem sitja fyrir svör- um á skrifstofu Nikita í Skipholtinu. Þau Rúnar og Heiðu ætti fólk að þekkja sem fólkið á bak við snjóbretta- búðina Týnda hlekkinn sem ruddi brautina í snjóbrettabransanum hér- lendis. Þau hafa nú selt Hlekkinn og einbeita sér að Nikita, Rúnar í mark- aðsmálunum og Heiða í hönnun. Auk þeirra eru tveir fastir starfskraftar hjá Nikita, Ingibjörg í sýnishornagerð og öðru sem snýr að hönnun, og Aðal- björg Karlsdóttir í flutningamálum, „og að sjátfsögðu erum við öll að gera hluti sem teygja sig langt út fyrir þessi afmörkuðu svið og vinna með slatta af fólki í hinum og þessum málum,“ seg- ir Heiða. Fyrir steipur sem renna ser Rúnar hafði verið að flytja inn snjó- bretti frá '92 og um svipað leyti var Heiða að byrja að hanna fatnað. Þau ráku Týnda hlekkinn saman með öðr- um frá árinu 1994, og þar fæddist hug- myndin að Nikita, „götufatnaði fyrir stelpur sem renna sér“. Árið 1997 varð Nikita til og fékk góðar viðtökur. Árið 1998 voru komn- ir um 15 hlutir í línuna (sem Heiða vill reyndar ekki meina að hafi verið nein lína á þeim tíma) og varð Nikita fljótt eitt vinsælasta vörumerkið í Týnda hlekknum, yfir 1000 stykki seldust í búðinni það ár. „Við fórum reglulega út á vörusýn- ingar erlendis, að skoða vörumerki til að flytja inn. Það kom okkur alltaf á óvart að nánast ekkert framboð var af fatnaði fyrir stelpurnar, en við viss- um að eftirspurnin var til staðar og var ört vaxandi, ekki bara í okkar búð heldur í þúsundum sambærilegra búða erlendis. Við byrjuðum því að taka með okkur myndamöppu og viðra okkar hugmyndir við búðareig- endur og dreifingaraðila í mismun- andi löndum, og jákvæðar viðtökur þeirra hvöttu okkur til að þróa vöru- línuna enn frekar og stefna á mark- aðssetningu erlendis." Aðstandendur Nikita-fatamerkisins horfa björtum augum til framtíðarinnar. í haust fara föt þeirra í sölu í 17 löndum. Frá vinstri eru Rúnar Ómarsson, Aöalheiö- ur Birgisdóttir og Ingibjörg Finnbogadóttir. Fyrir neðan má sjá hluta af fatalínu fyrirtækisins eins og hún birtist í bæklingi þess. Mesti vöxturinn hjá stelp- unum En hver er ástœðan fyrir því aó eng- inn virðist hafa verið aö sinna því aó framleióaföt á brettastelpurnar? „Þessi merki sem eru í gangi hafa alveg verið að gera litlar stelpulínur. Vandamálið er bara það að það eru oftast ekki stelpur að hanna þetta heldur strákar og kallar sem þrátt fyr- ir mikla hæfileika í hönnun á strákafótum eru á algjörum villigöt- um með stelpufótin sín,“ segir Heiða. „Þá er verið að gera einhverjar mini- útgáfur af bolum sem eru ótrúlega oft bleikir með stjörnum. Þannig á það bara að vera afgreitt," segir Ingibjörg. „Stóra ástæðan er náttúrlega sú að þetta hefur verið ofboðslega mikill stráka- og kallabransi. Það er mikið af körlum sem eiga fyrirtækin og reka þau og þeir hafa verið að hanna fótin fyrir strákana. Stelpufötin hafa aftur á móti alltaf rekið lestina og verið gerð í flýti síðast," bætir Rúnar við. „Stór hluti af veltu mörg þúsund bretta- og fatabúða er í götufatnaði en þar hefur framboðið af stelpufatnaði verið innan við 15%. Það voru ein- hverjir byrjaðir að spá í þetta en það var enginn farinn að fókusera alger- lega á stelpurnar. Það var þetta gat á markaðnum og síðan er það einfald- lega tilfellið að stelpurnar komu seinna inn í þennan lífsstíl. Þar er aft- ur á móti mesti vöxturinn núna og fram undan. Stelpumarkaðurinn er að stækka tíu sinnum hraðar en hjá strákunum og síðan er auðvitað stað- reyndin að þær kaupa alltaf meira af fótum en strákarnir. Það eru svo sem engin ný sannindi og þvi ótrúlegt að engin af stóru fyrirtækjunum í þess- um bransa væru farin að sinna þessu. Við komum inn á réttum tíma.“ Tugmilljóna kostnaður „Við vissum hvar við ætluðum að staðsetja okkur á markaðinum, hvernig vörulínan ætti að vera, á hvaða verði og svo framvegis en það tók töluverðan tíma og pening að setja upp og þróa framleiðsluferlið ásamt því að skipuleggja markaðs- setninguna. Við erum á síðustu tveimur árum til dæmis búin að gera samninga við fjórar mjög þekktar at- vinnu-snjóbrettastelpur, frá Finn- landi, Kanada, Japan og Noregi. Þær eru andlit okkar í auglýsingum, bæk- lingum, básum á vörusýningum og öðru kynningarefni og það er gríðar- lega mikilvægt í þessum bransa ekki síður en í körfubolta, Pepsidrykkju og golfi." „í haust komu fjárfestar inn í fyrir- tækið og þá var fyrst hægt að fara að gera þetta af einhverju viti,“ segir Rúnar. Hann segir að kostnaðurinn við að koma svona fyrirtæki af stað sé nokkrir tugir milljóna og þá sé ekki bara átt við að koma framleiðsluferl- inu í gang heldur sé kostnaður við markaðssetningu stór hluti af þessu. „Við auglýsum reglulega í þekkt- ustu snjóbrettablöðunum, eins og Transworld Snowboarding, Snow- boarder og Onboard Mag, og þekkt- um lífsstíls-blöðum eins og Lodown. Þetta eru blöð sem koma út á nokkrum tungumálum úti um allan heim og kúnnahópurinn okkar les að staðaldri. Um leið og við fórum að auglýsa fengum við gríöarlega já- kvæð viðbrögð. Viö auglýstum í nokkra mánuði og á meöan fórum við á þrjár vörusýningar, eina fyrir Evr- ópu, eina fyrir Japan og eina fyrir Bandaríkin. Þetta var núna í vetur og í raun erum við nýkomin af þessum sýningum. Þar voru viðtökur alveg glimrandi góðar og í framhaldi af því höfum við sett af stað dreifingu i 17 löndum." Að vera á réttu stöðunum Fatnaður Nikita er ekki seldur beint til búðanna úti heldur í gegnum dreifingaraðila í hverju landi sem flytur inn og sér um markaðssetn- ingu í sínu landi í samstarfi við Nikita ehf. Nikita-fólkið leggur mikla áherslu á að varan fái rétta dreifmgu, markmiðið sé ekki að vera sem víðast heldur á réttu stöðunum. í haust lítur út fyrir að hægt verði að kaupa Nikita í nokkur hundruð búðum í Bandaríkjunum, Japan og Evrópu. „Það er nóg af búðum sem selja bretti og skyldan fatnað, t.d. yfir 1.500 bara í Japan. Við viljum alls ekki vera í þeim öllum, bara þeim réttu, og fyrst bara í þeim allra, allra bestu. Á íslandi höfum við til dæmis bara selt í Týnda hlekknum í Reykjavik og Holunni á Akureyri.“ Nikita er með tvær línur á ári, vetrar og sumar, og strax á þessu ári verða afhent nokkrir tugir þúsunda stykkja. Vetrarlína Nikita fyrir næsta vetur inniheldur 57 hluti en ef mis- munandi gerðir og litir eru tekin með í reikninginn er um að ræða yfir 200 stykki í það heila. Hæfilega stór skref „Við erum með ákveðin markmið um dreifingu og sölu næstu fimm ára. Lykilatriðið er að vinna með réttu dreifingarfyrirtækjunum, stækka hæfilega hægt með þeim og ráða við þann vöxt. Þessa dagana er mikið að gerast hjá okkur og til dæmis orðið næstum fullt starf að sinna fyrir- spurnum. Um leið er verið að hanna, framleiða, undirbúa næstu vörusýn- ingar, plana næstu bæklinga, auglýs- ingar, PR-mál og margt fleira." Nikita hefur nýlega stækkað tölu- vert við sig í húsnæði í Skipholtinu og verið er að fjölga starfsfólki. „Við erum mjög sátt við lífið þessa dagana. Árangur nokkurra ára þró- unarvinnu er að skila sér og það er sérdeilis góð tilfinning sem óhætt er að mæla með. Við erum ekki að flýta okkur og tökum bara hæfllega stór skref í einu. Við vitum hvaðan við komum, hvert við ætlum að fara og teljum okkur rata leiðina þangað ágætlega." tvífarar #--9 Odd Nerdrum kitsch-málari. Davíö Oddsson forsætisráöherra. Odd Nerdrum hefur farið ótroðnar slóðir i málarabransanum og sagt sig úr lögum við listina sem er ákvörðuð af einhverjum miðevrópskum fræðimönnum. Davíð Oddsson er sérstakur pólitíkus sem berst gegn lögum og reglugerðafrumskógi sem miðevrópskir fræðimenn hafa sett. Hrafn Gunnlaugsson er náinn vinur Odds Nerdrum. Hrafn Gunnlaugs- son er náinn vinur Daviðs Oddssonar. Davíð og Odd hafa báðir krúttulegt liðað hár sem á góðum stundum fellur niður með vöngum. Ef Davíð væri ljóshærður og Odd þrjátíu ár- um eldri væri enginn vafi: Davið Odd(Nerdrum)sson. 20. apríl 2001 f ÓkUS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.