Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Side 11
Brasilíska þungarokkssveitin Sepultura fer nú að nálgast 20. starfsafmæli sitt og sér ekki fyrir endann
á ævintýrinu. Fyrir skömmu sendi hún frá sér nýja plötu en ýmislegt hefur gengið á hjá sveitinni að
undanförnu og ákvað Frosti Logason því að rekja sögu hennar.
Djöfull og dauði í spilaranum
Hver man ekki eftir því þegar ann-
ar hver piltur á aldrinum 15-20 ára
var með axlasítt hár og klæddist
stáltá-klossum viö dauðarokksboli og
útkrotuðum mittisúlpum úr vinnu-
fatabúðinni. Þetta var dauðarokks-
tímabilið i hnotskum, þegar rymjur
og skerandi gítaröskur heyrðust úr
bílskúrum í vel flestum sveitarfélög-
um landsins og sítt hár á ungum
strákum var jafnan mælikvarði á
karlmennsku þeirra. Undirritaður
tók þátt í fjörinu og man ekki betur
en fátt annað hafi komist að í spilar-
anum en djöfull og dauði i byrjun síð-
asta áratugar. Hljómsveitin
Sepultura var ekki eiginleg
dauðarokkssveit en fékk löglega und-
anþágu sem fremsti fulltrúi
þreskirokksins (thrash-metal) sem
þótti eins konar litli bróðir dauða-
stefnunnar en var þó fyrirrennari
þess. Platan þeirra, Arise, kom út
árið 1991 og gerði góða lukku þvi eft-
ir það varð sveitin að einhvers konar
költi sem allir báru virðingu fyrir en
það átti eftir að breytast.
Vandræðaunglingar og
rottufangari
Sepultura var stofnuð í Brasilíu
árið 1984 af vandræðaunglingunum
og Igor og Max Cavalera sem voru
bræður og eru það enn í dag. Þeir
fengu Paulo Pinto til að spOa bassa
því hann hafði keypt sér ódýran
draslbassa, sem hann kunni ekkert
að spila á, nokkrum dögum áður en
hann kynntist bræðrunum. Andreas
Kisser var svo fenginn til að spila á
gítar eftir að fyrsti gítarleikarinn hóf
sjálfstæðan atvinnurekstur sem
rottufangari í Sao Paulo. Hljómsveit-
in gaf fljótlega út plötuna Morbid
Visions sem þykir ekkert eyrna-
konfekt í dag en er þó klassísk plata.
Beneath the Remains kom svo út árið
1989 og var fyrsta plata þeirra á Roa-
drunner-merkinu (þá Roadracer) og
jafnframt sú fyrsta sem gefin var út á
alheimsvísu. Hún jók hróður sveitar-
innar til muna og um það leyti sem
Arise kom út (1991)var hljómsveitin
búin að geta sér svo gott orð í neðan-
jarðarheimum rokksins að nýja plat-
an var eins og stór sprengja á þung-
arokksmarkaðnum. Hljómsveitin fór
í tónleikaferðalag út um allt, vann
brautryðjandastarf á sínu sviði og
kom sínum líkum almennilega á tón-
listarkortið um allan heim. Chaos
A.D. kom síðan út árið 1993 þegar
Sepultura var orðin að risaeðlu í
rokkinu og hjálpaði sú plata sveit-
inni að öðlast enn stærri aðdáenda-
hóp sem keypti nú plötur þeirra í
milljónavís.
Max fer að væla
Þegar fimmta breiðskífa Sepultura
var í vinnslu voru meðlimir bands-
ins allir orðnir löglegir Ameríkanar.
Þeir hreiðruðu vel um sig í Banda-
ríkjunum, voru með lögheimili í Phe-
onix þar sem Max, söngvari og stofn-
andi sveitarinnar, giftist konu sinni,
Gloriu, og réð hana í kjölfarið sem
framkvæmdastjóra/umboðsmann
sveitarinnar. Árið 1996 kom síðan út
risaplatan Roots sem varð ein
stærsta plata Sepultura fyrr og síðar.
Núna voru þessir áður vannærðu,
illa til höfðu þriðja heims búar orðn-
ir að millum í vellystingum og allt
lék í lyndi, eða hvað? Eins og oft vill
gerast hjá þeim sem vel gengur, tók
að gæta titrings innan innsta hrings
Sepultura-ættbálksins og stafaði
hann að mestu af óánægju liðsmanna
með umboðsmanninn, Gloriu Caval-
era. Allir nema Max vildu fá Gloriu
burt og vitanlega særði það gamla
manninn. Allt varð síðan vitlaust
þegar Max skrifaði opið bréf til þung-
arokkspressunnar og gaf tímaritið
Kerrang t.d. út heilt sérblað sem fjall-
aði bara um Sepultura-deiluna. í
bréfmu vældi Max og volaði yfir því
hversu ósanngjarnt lífið væri. Hann
sagðist hættur í hljómsveitinni en
hinn hluti bandsins tjáði sig lítið um
málið. Aðdáendur Sepultura um all-
an heim voru í losti, vissu ekki hvað-
an á sig stóð veðrið og framhaldið
var eitt stórt spurningarmerki.
Soulfly gerir í buxurnar
Hljómsveitin Soulfly var síðan
svar Max við öllum þeim sem vildu
gera illt á hans hlut og þótti honum
hann vera að sýna gömlum félögum
sínum í tvo heimana. Það var hins
vegar mat allra þeirra sem höfðu hið
minnsta vit á góðu rokki að honum
hefði mistekist algerlega. Soulfly er
án efa mesta klisja sem gerst hefur i
þessari tegund rokktónlistar síðan
Candlebox gerði sína skandala í
gruggrokkinu. Sepultura þarf á hinn
boginn ekki að skammast sín fyrir
neitt. Þeir félagar náðu sér í stórgóð-
an gargara að nafni Derrick Green
en hann er Ameríkani sem gerði
garðinn frægan með harðkjamaband-
inu Outface í Cleveland. Með honum
hefur hljómsveitin haldið áfram með ,
góðum árangri, verið óhrædd við að
prófa nýja hluti og endurunnið traust
flestra aðdáenda sinna. Árið 1998 kom
út fyrsta Sepultura-platan með nýjum
söngvara. „Against" var titillinn en
Sepultura fannst sem allir væru á
móti sér á þessum tíma og fannst
nauðsynlegt að sanna sig á ný. Sú
plata stóð fyllilega undir væntingum
og olli engum vonbrigðum. Derrick
gaf hljómsveitinni nýjan blæ sem lof-
aði góðu um framhaldið. Um daginn
kom svo út sjöunda breiðskífa pilt-
anna,“Nation“, en hún þykir ein fjöl-
breyttasta Sepultura-plata tO þessa.
Síðustu fimm árin hefur Sepultura
þótt mjög sniðugt að fá til sín hina
ýmsu gesti til að koma fram á plötum
þeirra og er ekki gerð nein undantekn-
ing á þvi að þessu sinni. Dj-inn úr
(hed)P.E. spreytir sig í einu lagi auk
þess sem söngvarinn úr Hatebreed
sýnir góða takta. Finnski selló-kvar-
tettinn Apocalyptica gerir góða hluti
og gamli Dead Kennedys pönkarinn
Jello Biafra kveður vísur eins og hon-
um einum er lagið. Platan er komin í
verslanir og Sepultura-aðdáendur geta
glaöst á ný.
plötudómar
hvaöf fyrir hvernf Vt^a^rV’yn^cPi^r' niðurstaöa
★★★★ Rytjandi: Nick Cave and The Bad Seeds piatan: No More Shall We Part Útgefandi: Mute / Japis Lengd: 67.47 mín. Nick Cave er mættur aftur með slæmu sæðin sér til aðstoðar og hér er hóp- urinn í sinu besta formi. Síðasta plata þeirra kom út fyrir um fjórum árum og virðist biðin eftir nýja gripnum hafa verið vel þess virði. Ég spái því að þetta verði ein mest verð- launaða plata ársins 2001 þegar árið endar þvi þetta er einfaldlega helbert meistarastykki. Þroskaður og vandaður tónlistarsmekk- ur er á meðal þess sem er krafist af hlustendum Nicks Caves. Þetta er langt frá því að vera hráa tilfinn- ingapönkið sem kallinn var að gera I gamla daga heldur er þetta „fulloröins" tónlist sem jafnvel amma þín og aft gætu sætt sig við að hlusta á. Þeir sem fíluðu „The BoatmanVs Call" og .Murder Ballads" hljóta að elska þetta. Nick Cave er aö sjálfsögðu heilinn og lungun á bak við þennan disk. Hann semur og útsetur öll lögin á píanó heima í stofu löngu áöur en „the bad seeds" koma nálægt ferlinu. Þaö er löngu Ijóst aö lagasmíðar hans eru með öllu óviðjafnanlegar en hér topp- ar hann sig algjörlega. Platan var tek- in upp í Bítlabælinu, Abbey Road Studios í Englandi, seint á síðasta ári.
★★★★★ Fiytjandi: Scape Presents piatan: komtort.labor Útgefandi: WMF/12 Tónar Lengd: 58.03 mín. Þetta er mixdiskur með þýska rafdöbb- snillingnum Stefen Betke en hann er einnig þekktur sem Pole. Platan er kennd við Scape-útgáfufyrirtækið sem Betke rekur en þó tónlistin sé að mestu í ætt við afurðir Scape er ekk- ert laganna frá Scape-útgáfunni. Stefen hefur safnað saman mörgum af helstu stjörnum dagsins I dag I raf- döbbi og mínímalískri raftónlist. Vlad- islav Delay, Kit Clayton, Flanger, Dr. Rockit, Cinematic Orchestra og Pole sjálfur eru á meðal flytjenda en minna þekktari listamennirnir gefa þessum köppum ekkert eftir. Gróskan í þessari tónlist er mikil. Á meðal útgáfanna sem eiga lög á þess- ari plötu eru Huume, Fatcat, Klang El- ektronik, Lifelike, Plug Research, Mor- bid og Kiff sm. WMF hefur áður sent frá sér safnplötuna „Nighteffect" sem m.a. innihélt lög með Pole, Farben, Thomas Fehlmann, Alter Ego, Mitte Karaoke og Chicks on Speed.
★ ★★★ Fiytjandi: Rammstein Platan: Mutter Útgefandi: Universal /Skífan Lengd: 34.42 mín. Rammstein er þýskara en allt sem er þýskt. Þriðja breiöskífa þeirra, Mutter, er fullkomið merki um gæðastaðalinn sem þýska handbragðið er mótað af. Þessi ellefu lög sem hér er aö finna eru eins þétt og 8 cylindra strokkhljóö í Mercedes Benz. Þetta er tónlist af bestu og vönduö- ustu gerð. Hún ætti því ekki að valda vonbrigðum hjá rokkara með fullkomn- unaráráttu á hæsta stigi. Ekki skemm- ir ef þú ert búinn meö einhverja þýsku I framhaldsskóla, þó ekki væri nema bara þýska 103. Gamlir aðdáendur ís- lensku hljómsveitarinnar HAM eru líka sjálfsagður markhópur. Engin hljómsveit hefur slegið eins harka- lega í gegn á íslandi eins og Rammstein þegar tekin er með sú staðreynd að allir textar sveitarinnar eru á bullandi þýsku. Það var Tvíhöfði sem vakti fyrst athygli á bandinu fyrir nokkrum árum en þá gat engan órað fyrir því að þeir ættu eftir að verða eins vinsælir og raun ber vitni. Orðrómur er á kreiki um aö sveitin sé á leið til íslands.
★ ★★★ Rytjamdi: Ed Rush & Optical piatan: The Creeps Útgefandi: Virus/Þruman Lengd: 133.24 mín. (2 diskar) Þetta er önnur plata þeirra drúm & bass félaga Ben Settle (Ed Rush) og (Matt Quinn) Optical. Sú fyrri .Worm- hole" er ein af flottustu drum & bass plötum sögunnar. Þetta eru tveir disk- ar, sá fyrri inniheldur 11 ný lög, sá seinni er samfellt mix af þessum sömu 11 lögum og tveimur öðrum að auki. Ed Rush & Optical hafa lengi verið I fremstu röð í hörðu, dimmu og teknísku d&b en hafa verið aö færa sig út I fönkaðri hluti á síðari árum. Þessi plata inniheldur meiri söng og raddir en fyrri platan en þetta er samt fyrst og fremst plata fyrir þá sem kunna að meta hart og kraftmikið drum & bass. Þeir félagar lögðu hart að sér við gerð plötunnar, svo hart að þeir hafa nú báðir viðvarandi suð fyrir eyrunum. Það skeöi þegar þeir voru að búa til lagið „Greed" og fóru eitthvað óvar- lega með „volume" takkann. Síðan hafa þeir ekki losnað við suðiö og þurfa að nota sérstaka eyrnatappa.
Hvað getur maöur sagt. Þetta er fal-
leg, tilfinningarik og dularfull plata
sem lýsir Nick Cave á sinni bestu
stundu. Tónsmíðarnar á þessum diski
eru á færi mjög fárra og aðeins sér-
stakra snillinga sem koma fram
kannski einu sinni á hverri öld. Sem
sagt, eitt stórt húrra fyrir Nick Cave!
frosti logason
part
ImCKCAVE ANfilH
w'
Þessi plata er samfelld sæla. Betke
kann að velja tónlistina og byggir mix-
iö líka mjög skemmtilega upp. Hann
byrjar á ofur mínlmalískri snilld Vladis-
lavs Delays, færir sig svo út I þýskt raf-
döbb, kemur viö I Ninja Tune-djassi
Cinematic Orchestra og Ranger og
endar í Pole og Nils Oekland. Óaðfinn-
anlegt.
trausti júlíusson.
Þetta er besta plata Rammstein til
þessa. Ekki það að hinar fyrri hafi veriö
eitthvað slakar heldur er eins og hljóm-
sveitin vaxi, dafni og verði þéttari meö
hverri útgáfu. Þetta er líka ein þéttasta og
best unna rokkplata sem hefur litið dags-
ins Ijós ð síðari árum. Að hlusta á þenn-
an disk er eins og að vera barinn með
sleggju í andlitið, aftur og aftur þangað til
þér finnst það gott. frosti logason
Þetta er flott plata sem sýnir aö þó að
það hafi hægt mikið á þróuninni xþá
er er enn verið að gera góða hluti í
drum & bass tónlistinni. .The Creeps"
er bæði léttari og fjölbreyttari, en
.Wormhole" og aðalrödd plötunnar
MC Rhyme Time kemur líka vel út.
Heilsteypt og skemmtileg plata.
trausti júliusson
20. apríl 2001 f Ó k U S
11