Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 14
í f ó k u s
„Ég er bæjarfógetinn Bastían og blíður á mann-
inn er. Því aó þannig tel ég skylt að maóur sé.“
Barnablblíuhöfundur 20. aldarinnar á íslandi
hefur fengið nýtt torg til að hrópa á. Thorbjörn
Egner hefur alið upp nokkrar kynslóðir íslend-
inga en þegar dregur nær tuttugu ára aldri
hefur þráðurinn við barnæskuna trosnaö því
stökkiö frá Kardimommubænum til Ramm-
stein hefur verið svo langt. Og
eins og við vitum þá eru
töffarar sem ekki hafa gert
upp við æsku sína ekki týp-
urnar I að vera með Mikkar-
efdiskinn í bílnum sín-
um. Það er hins veg-
ar hægt að skipta yf-
ir á útvarpsstöðvar án
þess að orðstír sé
stofnað í hættu.
Loksins er komin stöð-
in sem beðið hefur ver-
ið eftir. Barnarásin
102,2 er í góðum fók-
us. Loksins getum við
heyrt í Mikka ref, Ba-
stían bæjarfógeta, Ei-
ríki Fjalar og Hemma
Gunn á einni og sömu
útvarpsstöð-
inni.Barnarásin er
staðurinn þar sem ís-
lenski nútímamaður-
inn getur leitað
bernsku sinnar og
fundið. Hún er svarið við öllum fóbíum og krís-
um barnæskunnar. Núna getur geðveikasta
fólk fundið gleði sína í söng bernskunnar.
ú r f ó k u s
Kirkjan er ekki alveg að átta sig á þessu.
Þjóðfélagið á Islandi hefur nefnilega breyst
aðeins á síðustu þúsund árum frá þvi Þorgeir
skreiö undan feldinum og leyfði kristnum að
vaöa yfir sig. Alla tið síðan hefur kirkjan barist
viö að halda andlegum og veraldlegum völd-
um en ekkert gengíð, sérstaklega ekki á hinni
guðlausu tuttugustu öld.
Þjóðkirkjan húkir enn i skjóli ríkisvaldsins
þrátt fyrir allar samkeppnisreglur sem trygga
nýjum og litlum simafyrirtækjum lífsrými. Það
segir kannski mikiö um stööu trúarinnar að
ekki sé litið á hana sem eitthvert raunveru-
legt afl í þjóöfélaginu fyrst að það má vernda
hana út i það óendanlega.
Þrátt fyrir trúaráhugaleysi þjóðarinnar er yfir-
gnæfandi meirihluti landsmanna enn i Þjóð-
kirkjunni. Nokkrir reyttust af henni þegar bisk-
upsmálin voru í hámæli og nánast jafnmargir
í fyrra, á sérstöku hátiðarári kirkjunnar, þegar
biskup notaði hvert tækifæri sem gafst til að
segja að við værum trúlausir og gráðugir
eyðsluseggir. Við förum til Helvítis svo við
sleppum við svona predikanir.
Þeir sem ekki hafa menntað sig í faginu í að minnsta kosti þrjú ár á háskólastigi
eiga ekki að hafa skoðun á fyrirbærinu myndlist. Sigtryggur Magnason fór með
Katrínu Ósk Kjellsdóttur, 12 ára, Söndru Björk Sigurðardóttur, 13 ára, og Tinnu Rut
Traustadóttur, 14 ára, í Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu.
asnalegt sjaii
Söndru Björk, Katrínu Ósk og Tinnu Rut þótti sjálfsmynd Katrín Ósk og Tinna Rut viö myndir Gjörningaklúbbsins.
Johns Isaacs vera óhugnanleg og fannst þær finna lykt af Þeim fannst boöskapur verksins vera aö listamennirnir
væru svangir.
Það er góð vinnuregla að tjá sig
ekki um myndiist nema að hafa að
baki háskólanám í fræðunum eða hafa
kynnt sér vel hvað þykir gott og hvað
þykir slæmt og í hvaða kreðsum
hvaða skoðanir eru rikjandi. Lærifeð-
ur og -mæður á þessu sviði eru vand-
fundnar; ekki hefur enn verið skrifuð
á íslensku bók um hvernig eigi að láta
líta svo út að maður hafi eitthvert vit
á myndlist. Kannski er bara ekki næg-
ur markaður fyrir slíka útgáfu.
Kannski er myndlistarheimurinn
mettað af fólki eða fólk mettað af
myndlistarheiminum.
Fyrir þá sem ekki fá botn í mynd-
listargagnrýni hversu lengi sem þeir
hafa kafað í textann ættu bara að
skella sér á sýningamar sjálfir. Þær
eru yfirleitt mun skemmtilegri en það
sem er skrifað um það af til þess bær-
um aðilum á tungumáli sem fáir skilja
og fáir eiga að skilja.
Katrín Ósk, Sandra Björk og Tinna
Rut eru 12, 13 og 14 ára. Katrín Ósk
ætlar að verða leikkona en Sandra
Björk og Tinna Rut stefna á hvítu
læknasloppana. Þær voru dregnar nið-
ur í Hafnarhús þar sem Listasafn
Reykjavíkur er til húsa og gengið með
þeim um sýningu á verkum íslenskra
listamanna sem nefnist Myndir á sýn-
ingu, sýningu Johns Isaacs sem nefn-
ist Eruð þið enn reið við mig? og sýn-
ingu Johns Baldessari sem hefur titil-
inn Á meðan eitthvað er að gerast hér,
kjöti.
er eitthvað annað að gerast þar: Verk
1965-2001.
Þær eru svangar
Þegar gengið var inn í salinn þar
sem íslensku verkin voru stað-
næmdust stúlkurnar fyrst fyrir
framan verk Gjörningaklúbbsins
sem í fáum orðum eru myndir af
þeim sjálfum þar sem þær eru
hjúpaðar ýmsum efnum sem notuð
eru við bakstur og taka sér því gervi
tertna.
„Það er búið að búa til köku úr
manneskjunni," segir ein stelpan og
önnur bætir því við að þetta sé
furðulegt. Aðspurðar um hvort þetta
sé list segja þær: „Já. Þetta er list af
því þetta á að vera list.“
„Það er ógeðslegt að smyrja lík-
amann með majonesi og gúrkum."
„Smyrðu þig með majonesi til að
hreinsa og styrkja húðina," segir
ein í auglýsingatón.
Hvaó haldió þiö aó listamennirnir
séu að segja með þessu verki?
„Að þær séu svangar."
„Kannski verður maður saddur af
þvi að horfa á þetta verk.“
Asnalegt sjálfsmorð
Þegar komið var inn í salinn þar
sem sýning Johns Isaacs er uppi með
diskókúlu í loftinu og óhugnanlega
sjálfsmynd á borði kvartaði ljósmynd-
arinn yfir sjóveiki og sjóriðu. Sýningin
heitir Eruð þið enn reið við mig? Stelp-
urnar þykjast finna lykt af kjöti þótt
þeim finnist húðin „geðveikt óraun-
veruleg“.
„Ætli hann hafi ekki gert eitthvað af
sér.“
„Þetta er rosalega sorglegt."
„Það er eins og hann hafi gert eitt-
hvað af sér og framið sjálfsmorð."
„Eða hann hafi verið myrtur; ein-
hver fengið útrás á honum."
„Svo er grátandi kona á veggnum."
„Ef þetta er sjálfsmorð þá er það
asnalegt sjálfsmorð."
Hann er furðulegur
Sýning Johns Baldessari er sú
stærsta enda er hann frægastur.
„Rosalega er þetta eitthvað spenn-
andi,“ segir ein í mæðutón.
„í alvörunni, þetta er ekki list.“
„Hann er furðulegur."
„Hvað er þetta með að mála yfír and-
litin á fólki? Mér finnst það asnalegt."
Þegar gengið var út úr Listasafninu
voru þær spurðar hvernig þeim hefði
þótt sýningarnar. Dómur þríeykisins
var stuttur og hnitmiðaður: „Þetta var
allt í lagi á pörtum."
hverjir voru hvar
Prikið var undirlagt alla páskahelgina eins og
reyndar oft áður. Chloe Ophelia Gorbulew lét
sig ekki vanta og
það gerði Rakel
Þormarsdóttir Top
Shop-gella ekki held-
ur. Svala Björgvins-
dóttir spókaði sig á
staðnum og þóttust
sumir sjá strauma á
milli hennar og
Gumma af Mojo.
Bragi í Hreyfimynda-
smiðjunni var ekki
langt undan með
Pétri kvikmyndamógúl frá útlöndum. Vala
Pálsdóttir, kynningarstýra OZ.COM, mætti
með aldavinkonunni Tinnu Ólafsdóttur Ragn-
ars Grimssonar,
Ágúst Jakobsson
kvikmyndagerðar-
maður kíkti á klak-
ann, ísi af SkjáEin-
um mætti með
frænda sínum,
Palla Sprota, og þá
sást í Bónusprins-
inn Jón Ásgeir Jó-
hannesson með fé-
laga sínum.
Helgin fyrir páska var góð á Astro og sást til
fólks eins og Davíös Þórs Jónssonar ritstjóra,
Sigurjóns Ragnars Ijósmyndara, Bjarna Brynj-
ólfssonar og Kristjáns Þorvaldssonar, ritstjóra
Séð og heyrt, Geröar Kristnýjar frá Mannlífi,
Gunnars Ijósmyndara, Sollu í Gestgiafanum og
Önnu, vinkonu hennar, Hrundar, ritstjóra Vik-
unnar, og Helgu Möller. Þá sást líka í Sverri
Rósenberg, Valda Valhöll, stílistann Ivan
Burkna, Kolbrúnu ungfrú ísland.is, stuðMR-ing-
inn Loft, dansarann Önnu Svölu, Þórólf Árna-
son, forstjóra Tals, fréttamennina Árna Snæv-
arr og Róbert Marshall, Ottó lögfræðing,
Bjössa Nike og Guðjón Arngrímsson frá Atl-
anta. Ef rölt var um staðinn mátti greina fólk
eins og Döllu forsetadóttur, Sigga dans, kokk-
inn Túra, Kristján Arason, fyrrum handbolta-
mann, Ásgeir Kolbeins og Gumma Gonzales
sem kvöddu Klaustr-
ið ásamt starfsfólki
sínu, Sigurö
Hlööversson sjón-
varpsmann, Svavar
Örn tískulöggu,
Sigga Johnny Taboo,
Jóa af PoppTíví, Mar-
in Möndu og Fjölni,
Jón Kára og
Christine Allied,
Ragnar Már frá Oz
og Díönu Dúu. Andri Már mætti beint frá
Heimsferðum, þarna voru sjónvarpsbræðurnir
sem ætia aldrei í loftið, Biggi og Hólmgeir, Júlli
Kemp, Addi Fannar
Selfyssingur, bak-
raddirnar Yesmine
og Nanna, Harpa
Melsted og stelpurn-
ar úr Haukum sem
fögnuöu grimmt,
Biggi úr Landi og
sonum, Svala Arnar-
dóttlr, Kjartan Guö-
brands fitness,
Maggi Bess og
Maggi Samúels sem
pósuðu á barnum, Heiöar Austmann af
FM957, fréttanefið Haukur Holm, Björn Blön-
dal Ijósmyndari, Berglind feguröardrottning,
Ragga, kona Eiðs Smára, sem svipaðist um
eftir Þórdísi Brynjólfs, og að lokum þær stöllur,
Andrea Róberts og Anna Rakel.
Helgin fyrir páska var fjörug á Gauknum og fór
þar Björgvin nokkur Halldórsson fremstur i
flokki. Einnig sást í fólk eins og Lindu Péturs-
dóttur meö fríðum flokki, Isi af SkjáEinum var
stjarfur yfir boxinu með Tóta af DB&T, Siggi
Bolla flaggaði 17-veldinu, Stefán Hilmarsson
leit inn, einhverjir Skímómenn voru á svæðinu
og umbinn Gummi Gísla, Þorsteinn Stephen-
sen prómóter, Eldar Ástþórsson plötusnúður
og Helgi Bjöms og félagar. Um páskana sást
svo í Steinar Berg frá Skífunni, Sigga Bolla,
Fjölni Þorgeirs og Marín Möndu, Stig Hannes-
son, Betta frá KPMG, Begga í Japis, umboðs-
manninn Gumma Gísla, Sigmar san Guö-
mundsson fréttamann og tískudrottningarnar
Lindu Rós og Önnu.
Á Siglufirði var margt glæsimenna saman kom-
ið um helgina. Flestir kusu að taka létta sveiflu
á skíðasvæðinu en aðrir lágu í brennivíni ogvol-
æði alla páskana og ákölluðu Jesú Krist þegar
gríma vínandans virtist ætla að renna af þeim.
Sumir gerðu hvorugt. Hljómsveitin Sóldögg lék
fyrir dansi í Nýja bíói og fylgdu henni grúppíur
við hvert fótmál. Heiöa Torfadóttir sýndi ekki á
sér torfuna en lét
ekki súluleysið á sig
fá. Bróðir hennar var
einnig á staðnum og
sannaði að hann er
verðugur íslands-
meistari í „herraleg-
heitum". Baltasar
Kormákur og spúsa
hans, Lilja Pálma-
dóttir, tóku það ró-
lega ásamt öðrum.
Tíska-Gæði-Betraverð
14
f Ó k U S 20. apríl 2001