Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2001, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 I>V Fréttir Stórum skuldum Thermo Plus breytt í hlutafé: Villandi upplýsingar um sölugengi hlutabréfa - engar kvittanir gefnar fyrir sölu á margföldu nafnverði Thermo Plus í Keflavík Fjöldi einstaklinga og fjölskyldna situr eftir meö sárt ennið. Fjármálaeftirlitið hefur hið gjald- þrota fyrirtæki Thermo Plus í Kefla- vík nú til skoðunar. Ýmislegt þykir benda til að ekki hafi verið farið að settum reglum um sölu hlutafjár í fyrirtækinu og misvisandi upplýs- ingar eru um á hvaða gengi hlutir i félaginu hafi veriö seldir. Þá var undir lok síðasta árs umtalsverðum skuldum breytt í hlutafé. Samkvæmt upplýsingum hlut- hafa, sem DV hefur rætt við og ákvað að leggja fé í hlutafjárkaup, voru upplýsingar um stöðu og gengi félagsins á allt annan veg en siðar kom í ljós. Fjöldi einstaklinga og fjölskyldna situr eftir með sárt enn- ið og hafa í sumum tilfellum tapað mörgum milljónum króna. Fullyrt var við DV fyrir skömmu, úr innsta hring í Thermo Plus, að um 70 milljónir að nafnverði hefðu verið seldar á genginu 1,1 í mars, aprU og maí á síðasta ári. Samkvæmt upplýs- ingum frá hluthöfum sem rætt var við í gær og í fyrradag voru þeim hins vegar boðin bréf í mars og apríl á genginu 6 til 7 með fullyrðingum um að um kostaboð væri að ræða. Raunverulegt virði bréfanna var þá sagt um 10 og væntingar gefnar um að gengið færi i 18 til 20 þegar líða tæki á árið 2001. DV hefur heimildir fyrir að i einhverjum tilvikum hafi ekki einu sinni verið gefnar út kvitt- anir fyrir sölu á margföldu gengi, en á hlutabréf viðkomandi var skráð gengið einn. Stefán Bj. Gunnlaugsson skipta- stjóri segir að ferlið varðandi uppgjör þrotabúsins sé rétt að hefjast en eftir er að lýsa eftir kröfum. Þá þurfi að loka dótturfyrirtæki erlendis, en um tveir mánuðir líði frá innköOun og birtingu í Lögbirtingablaði þar til ljóst er hvaða kröfur eru endanlega gerðar í fyrirtækið. Skuldum breytt í hlutafé í samtali við DV fullyrðir einn hluthafa að þó opinberlega hafi verið talað um að seld hafi verið hlutabréf að nafnvirði 110 milljónir fyrir gjald- þrotið, eins og heimild var til að selja af hálfu hluthafa, þá hafi á síðustu mánuðum síðasta árs verið gengið frá aukingu á hlutafé um 90 milljónir til viðbótar upp í væntanlega heimild á aukningu hlutaíjár. Ekki er á þessari stundu vitað á hvaöa gengi það hluta- fé var selt. Heimild til hækkunar hlutafjár úr 110 milljónum króna í 400 milljónir króna var hins vegar ekki samþykkt fyrr en á hluthafafundi 27. mars 2001. Kaupendur þessa hlutafjár eru sagðir Eignarhaldsfélag Suður- nesja sem er í eigu sveitarfélaganna á svæðinu, Sparisjóðurinn í Keflavík og Lífeyrissjóður Suðurnesja. Sam- kvæmt heimildum DV mun þar að mestu hafa verið um að ræða breyt- ingu á skuldum í hlutafé. -HKr. Mættur í breytinguna Hér er Geirfugl GK 66 kominn til Akraness til breytinga. Innlend skipamíði sigraði erlenda DV, AKRANESI: Framkvæmdir við breytingar á Geir- fugli GK 66 úr nótaveiðiskipi í línuveiði- skip eru hafhar í Skipasmíðastöð Þor- geirs og Ellerts á Almanesi sem átti lægsta tilboðið í verkið, að sögn Andrés- ar Á. Guðnasonar, útgerðarstjóra hjá Þor- bimi Fiskanes hf. á Suðumesjum. „Við buðum fyrst út með stærri breyt- ingu og þá buðu sex innlendir og erlend- ir aðilar í verkið og vom pólsk tilboð lægst en við höfnuðum öllum þeim tilboð- um og buðum verkefnið út aftur til Qög- urra stöðva, tveggja innlendra og tveggja erlendra. Tilboðin komu frá Skipasmíða- stöð Njarðvíkur og frá Þorgern og Ellert á Akranesi, Pasija á Spáni og Nordship frá Póllandi. Þorgeir Ellert kom best út þeg- ar búið var að reikna ferðakostnað og annað og var tilboð þeirra upp á um 44 milljónir," segir Andrés. „Við ætlum að breyta lestum, millidekki, endurnýja borðsal, koma fyrir línubeitningarvélum og auk þess þarf að setja nýja vél í skip- ið. Við ætluðum aö setja skipið á loðnu- veiöar en hann komst aldrei á þær veið- ar þar sem vélin bræddi úr sér. Geirfúgl- inn á að afhendast okkur 20. ágúst þannig að við ætlum að setja hann á veiðar á nýju fiskveiðistjómunarári, ef það verður •þá búiö að semja,“ segir Andrés í samtali við DV. -DVÓ Fjölmiðlakönnun Gallups fyrir auglýsendur og fjölmiðla: 63,5% lesa DV í viku hverri - notkun á netmiðlum eykst töluvert sem og áhorf á sjónvarp Lestur dagblaða dregst lítillega saman frá síðasta hausti, sam- kvæmt nýjustu fjölmiðlakönnun Gallups en reynsla undanfarinna ára hefur verið sú að lestur dag- blaða er minni á vorin en á haustin. Alls sögðust 80,3% hafa les- iö eitthvað í Morgunblaðinu í könn- unarvikunni en 63,5% lásu DV. Meöallestur dagblaðanna tveggja lækkar nokkuö á milli kannana, lestur flestra þeirra tímarita sem könnunin nær til dregst einnig saman en þó eykst lestur Myndbanda mánaðarins og Lifandi vísinda. Mest lestnu tíma- ritin eru Dagskrá vikunnar og Sjónvarpshandbókin. 90 JHDrjBunbIat>ií> 80 L 75.76j77g 81,9 81,8 81 81,6 80.3 70 60 50 40 30 61 63 rsra' 65,6 64,9 63,5 Fjöimiöiakönnun _____________________________mars.2001 Blöö eitthvað lesin í vikunni - samanburður við ffyrri kannanir 20 6.1 7,1 8,6 12,8 8,9 10 410* 3 " 4 5 % okt. mars okt mars okt. apríl okt mars okt mars 1996 1997 1997 1998 1998 1999 1999 2000 2000 2001 Könnun Gallups leiðir í ljós að Ríkissjónvarpið gefur litillega eftir áhorf á Skjá einum eykst verulega, en Stöð 2 stendur í stað. Meiri notkun á Netinu Að meðaltali hefur heimsókn- um á Vísi.is fjölgaö um 17,7% frá því í október í fyrra, samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallups. Fjórðu könnunina í röð er munurinn á aðsókninni að tveimur stærstu netmiðlunum vart marktækur en fjölgun heimsóknanna nam 15,0% hjá mbl.is á sama tímabili. Leit.is sýnir talsverðan vöxt frá síðustu könnun Gallups og nemur vöxturinn 23,0%. Meöalheim- sóknafjöldi á leit.is er u.þ.b. tveir þriöju af stærstu miðlunum tveim- ur. Næstu miðlar þar á eftir í að- sókn eru Strik.is og Torg.is sem mælast um og innan við þriðjung af heimsóknafjölda á stærstu miðl- ana. í könnuninni sögöust 79,5% þeirra sem hafa aðgang að Netinu hafa heimsótt Vísi.is en 79,8% mbl.is. -aþ Veðriö i kvöld Léttir til á Norðurlandi Hæg suölæg eöa breytileg átt og víða stöku skúrir en léttir til á Noröurlandi. Hiti 0 til 9 stig, hlýjast sunnan til en svalast á Vestfjörðum. ma® mm REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 21.30 21.26 Sólarupprás á morgun 05.20 04.57 Síödegisflóö 19.07 23.40 Árdeglsflóö á morgun 07.22 11..55 Skýrtagar 4 veðurtáknum VINDATT 10 V- Hm Éi -10* > VINDSTYRKUR ! nietriim i Siíkiimhi ^FROST HEIDSKlRT o LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ SKÝJAÐ r «» w RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA •W hr F = ÉUAGANGUR PRUiVlU* SKAF- R0KA VEÐUR RENNINGUR Ágæt færð um heistu þjóðvegi Samkvæmt upplýsingum frá Vegageröinni er ágæt færö um helstu þjóðvegi landsins. Snjókoma er á Vestfjörðum og þar er hálka. Suðlæg eða breytileg átt Hæg suölæg eöa breytileg átt. Víða léttskýjað á Norðurlandi en skýjað meö köflum og stöku skúrir eða slydduél í öörum landshlutum. ism Vindur: > O 5-8 „/. '0 L / Hiti 1° til 7° Hægt vaxandi suðlæg átt og súld og síöan rignlng sunnan- og vestanlands en þurrt aö kalia noröan- og austanlands. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast sunnan til. Rmmtu Su&austan 8 til 13 m/s og fignlng vi&a um land. Hlýnandi veöur i blll. Laugardai Vindur. 5-10 nt/s Hiti 0° til 9° Austan- og noröaustan &-10 m/s. Slydda noröan- lands en stöku skúrir syöra. Hiti 4 tll 9 stig sunnanlands en kringum frostmark noröan til. AKUREYRI léttskýjaö -1 BERGSSTAÐIR léttskýjaö 0 BOLUNGARVÍK snjókoma 0 EGILSSTAÐIR 0 KIRKJUBÆJARKL. skýjað 4 KEFLAVÍK hálfskýjaö 4 RAUFARHÖFN þokumóöa 0 REYKJAVÍK léttskýjaö 4 STÓRHÖFÐI úrkoma 5 BERGEN rigning 4 HELSINKI léttskýjaö 12 KAUPMANNAHÖFN alskýjaö 6 ÓSLÓ rigning 5 STOKKHÓLMUR þokumóöa 5 ÞÓRSHÖFN alskýjaö 6 ÞRÁNDHEIMUR rigning 2 ALGARVE alskýjaö 15 AMSTERDAM léttskýjaö 7 BARCELONA léttskýjaö 12 BERLÍN léttskýjaö 6 CHICAGO DUBLIN rigning 8 HALIFAX skýjaö 3 FRANKFURT hálfskýjaö 7 HAMBORG þokumóöa 4 JAN MAYEN þoka 1 LONDON alskýjað 7 LÚXEMBORG skýjaö 4 MALLORCA þokumóða 13 MONTREAL heiöskírt 10 NARSSARSSUAQ skýjaö 0 NEWYORK ORLANDO PARÍS skýjaö 7 VÍN léttskýjað 10 WASHINGTON WINNIPEG heiöskfrt 3 ívcv.i a v>v>.iy\q.v rsi, v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.