Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2001, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2001, Qupperneq 22
ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 rSeimur Yahoo! lokar á klám Veffyrirtækið Yahoo!, sem rek- ur stærsta vef- torgið á Netinu í dag, hefur ákveðið að loka fyrir alla sölu á kynlífstengdu efni sem og auglýs- ingar fyrir klámsíður og einkamála- auglýsingar á vef sínum eftir mikil mótmæli frá hluta notenda vefsvæð- is fyrirtækisins. Trúarleiötogar mótmæla Yahoo! hefur um tveggja ára skeið boðið upp á kynlifstengdan söluvarning á vefsvæði sínu og fengið hlut í ágóða sölu hans. Fyrir stuttu ákvað fyrirtækið að auka hlut þess á vefsvæði sínu og olli það miklu uppnámi hjá siðsamari hluta viðskiptavina sem létu rafrænum kvartanapósti rigna á fyrirtækinu. Auk þess hvöttu trúarleiðtogar í Sádí-Arabíu þann milljarð múslíma sem í heiminum býr til að snið- ganga Yahoo! og öll önnur vefsvæði sem létu efnis- og gróðahyggju ráða rekstri sínum á kostnað siðvendni. Viðbrögð fyrirtækisins hafa verið snögg og samkvæmt forseta fyrir- tækisins, Jeff Mallett, mun Yahoo! bregðast við þessum kvörtunum - eftir öldu kvartana frá siðsömum netverjum Þrátt fyrir aö hafa boðiö upp á kynlífstengdan söluvarning á vefsvæöi sínu í tvö ár virðist steininn hafa tekið úr hjá siösömum netverjum þegar ákveöiö var aö setja upp sérsvæöi fyrir þess háttar verslun. með því að loka smám saman fyrir framboð á kynlífstengdu efni yfir næstu vikur. Hann vildi þó ekki við- urkenna að umfang kynlífstengds söluvarnings hefði aukist heldur hefði aðeins verið búið til sér vef- svæði fyrir slíka verslun og í leið- inni hefðu verið gerðar ráðstafanir til að tryggja að krakkar kæmust ekki inn á svæðið. Fyrirtækið mun einnig hætta að auglýsa klámsíður á vefsvæði sínu. Stöðugt í vandræöum Þessi vandræði koma sér illa fyr- ir Yahoo! þar sem gróði af auglýs- ingum hefur dregist verulega sam- an í kjölfar samdráttar i netfyrir- Yahoo! virðist vera ansi seigt í því að koma sér í vandræði vegna umdeilds efnis á vefsvæði sínu. Þar ber hæst málsókn á hendur fyrirtækinu í Frakklandi þar sem hægt var að nálgast minningargripi um nasista á ýmsum upp- boðssíðum YahooL tækjageiranum. Yahoo! tilkynnti um 11.5 milljóna dollara tap á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við 67,7 milljóna dollara hagnað fyrir sama tímabil í fyrra. Auglýsinga- tekjur frá netklámfyrirtækjum eru hins vegar stöðugar þar sem sá geiri netfyrirtækjanna er einn hinna fáu sem skilar hagnaði. Yahoo! virðist vera ansi seigt að koma sér í vandræði vegna um- deilds efnis á vefsvæði sínu. Þar ber hæst málsókn á hendur fyrirtækinu í Frakklandi þar sem hægt var að Auk kiáms hefur Yahoo! fengiö ákúrur fyrir aö bjóöa upp á minja- gripi um nasista og hýsa spjall- svæöi öfgafullra kynþáttahatara. nálgast minningargripi um nasista á ýmsum uppboðssíðum Yahoo!. Auk þess hefur fyrirtækið verið gagnrýnt fyrir að hýsa spjallsvæði þar sem nýnasistar og aðrir kyn- þáttahatarahópar hafa skipst á skoðunum. Vísindamenn klóna genabætta grísi - möguleikar á varalíffærum úr svínum í menn Vísindamönnun- um, sem kynntu fyrir heiminum klónuðu kindina Dollí, hefur nú tekist að ná enn einu stóra skrefinu í klónun. Að þessu sinni klónuðu þeir hóp grísaunga. Reyndar tókst þeim að klóna hóp grísaunga í fyrra. í þetta sinn var hins vegar komið fyrir aukageni í þeim frumum sem notað- ar voru til klónunar á grísunum. Það er von vísindamannanna að þessi framfór komi til með að gera vísindamönnum kleift að klóna svín til ræktunar þar sem líffæri þeirra yrðu notuð í menn. Svin eru talin henta einna best til þess háttar að- Nú þegar eru hjarta- lokur úr svínum notað- ar til að koma í stað gallaðra hjartalokna í mönnum. Hins vegar er þó nokkur hætta á að mannslikaminn hafni hjartalokunum sem og öðrum líffær- um úr svínum. gerða nú á dögum þar sem líffæri þeirra eru mjög svipuð líffærum manna. Nú þegar eru hjartalokur úr svínum notaðar til að koma í stað gallaðra hjartalokna í mönnum. Hins vegar er þó nokkur hætta á að mannslíkaminn hafni hjartalokun- um sem og öðrum líffærum úr svín- um. Meö því að setja inn viss gen úr mönnum telja vísindamennimir að hægt sé að rækta svín sem hafa líf- færi sem eru það lík mannaliffær- um að minni hætta sé á höfnun. Annar kostur við þetta er sá að til- raunir og ræktun svína er ekki eins umdeild og notkun apateg- unda sem varahluta í menn. Enn eru þó nokkur ár í það að genabætt klónuð svín verði nýtan- leg sem varahlutalager í menn og á meðan gefst vísindamönnum tími Líffæri svína eru afar lík líffærum manna og henta þvi vel sem varalíffæri. Hins vegar er bæöi hætta á höfnun líffærisins sem og tilkoma nýrra vírusa sem hugsanlega eru hættulegir mönnum. til að ræða og leysa tæknileg og sið- ferðileg vandamál sem tengjast til- raunum sem þessum. Eitt af þeim vandamálum sem vísindamenn hafa áhyggjur af er tilkoma nýrra vírusa sem hættulausir eru líffæra- gjafategundinni en gæti reynst hættuleg mönnum. Góðar fréttir fyrir tölvumenntað fólk í Bandaríkjunum: Vantar fólk í þekkingariðnaðinn - þrátt fyrir verðfall fyrirtækja og efnahagslægð Svo virðist sem spár svartsýn- ustu manna um þá lægð sem bandarískur tölvuiðnaður á að vera að ganga í gegnum og með því færri störf í þekkingariðnaðinum séu ekki alveg á rökum reistar. Þvert á móti hafa nýjustu kannanir sýnt að eftirspurn eftir tölvumenntuðu fólki sé sífellt aö aukast. Eftir mikla uppsveiflu í mark- aðsvirði tölvufyrirtækja - og þá sér- staklega svokallaðra .Com-fyrir- tækja, netfyrirtækja með ákveðnar hugmyndir um rekstur á Netinu en oft ekkert meira en hugmyndina - hrundi allt og nýgræðlingar í tölvu- géiranum fóru umvörpum á haus- inn. Þetta töldu margir að leiddi til mikils samdráttar í eftirspurn á vinnuafli í þekkingariðnaðinum. Töivur eru greinilega komnar til aö vera og þaö ætti enn um sinn aö lýsa sér í áframhaldandi aukningu á eftirspurn eftir tölvumenntuöu fólki, bæöi í Bandaríkjunum sem og annars staöar. Raunin hefur hins vegar verið á annan veg. Atvinnumálaráðu- neyti Bandaríkjanna birti fyrir stuttu tölur sem sýndu að eftir- spurnin er enn til staðar i þekk- ingariðnaðinum. Samkvæmt töl- um ráðuneytisins bættust við 12.000 ný störf einungis á milli febrúar og mars sl. Frá í mars í fyrra þegar niðursveiflan fór að gera vart við sig hafa bæst við um 100.000 ný störf í þekkingar- iðnaðinum. Talsmaður Ameríska þekking- artæknifélagsins (ITAA) segir skýringuna á þessu vera þá að mikill vöxtur sé hjá hefðbundnari tölvufyrirtækjum, s.s. tölvu- og hugbúnarframleiöendum, auk fyrirtækja í hefðbundnum at- vinnugreinum. Nýleg könnun, sem ITAA lét gera, sýndi að útlit er fyrir að fylla þurfi allt aö 900.000 ný störf sem krefjast náms Talsmaður Ameríska þekkingartæknifélags- ins (ITAA) segir skýr- inguna á þessu vera þá að mikill vöxtur sé hjá hefðbundnari tölvufyrirtækjum, s.s. tölvu- og hugbúnar- framleiðendum, auk fyrirtækja í hefð- bundnum atvinnu- greinum. í tölvu- eða kerfisfræði á þessu ári og að ekki muni takast að fylla nema um 475.000 þeirra starfa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.