Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2001, Blaðsíða 4
haf
?
Hvítakot opnar
Á næstunni verður opnaður nýr skemmtistað-
ur í Lækjargötunni sem reyndar stendur á
gömlum grunni, ef svo má segja. Þarna er um
að ræða Hvítakot sem var rekið sem kaffihús
fýrir nokkrum árum. Nú eru eigendurnir með
stærri plön því staðurinn verður á þremur
hæðum. Á neðstu hæðinni verður hægt að
taka með sér kaffi og eitthvað með því, á
annarri hæðinni er hefðbundið kaffihús á dag-
inn en um helgar veröur önnur og þriðja hæð-
in með skemmtistaðaformi. Má gera ráð fyrir
að það verði eitthvað í líkingu við Kaffibrennsl-
una og ætla eigendurnir sér stóra hluti eftir
því sem sagan segir.
H I j ó m -
s v e i t i n
K a n a d a
hefur verið
í nokkrum
dvala und-
anfarið eft-
ir að hafa
gefið út
stórgóða
plötu á
síðasta
á r i .
Ástæðan
hefur fyrst
og fremst
veriö að
nokkrir meðlimanna hafa dvalist erlendis í vet-
ur en nú stendur til að gera bragarbót. Egill
Tómasson hefur verið fenginn til að spila á gít-
ar 1 fjarveru Hauks, sem er í námi í Dan-
mörku, og er stefnt aö því að taka sumariö
meö trompi. Á dögunum birtist hálfsíðu um-
fjöllun um sveitina í Timeout og i Independent
var heilli síðu varið í Kanada, Sigur Rós og
múm. Þá birtist dómur um þlötu Kanada í
Uncut um daginn og var hann ekki af verri
endanum, fjórar stjörnur. Það virðist því bjart
fram undan á þeim bænum og ekki skemmir
fyrir að John Best, umboðsmaður Sigur Rósar,
er víst eitthvað farinn aö vinna fyrir sveitina.
Útlönd vakna
ólið saman
Nú hefur veriö ákveðið að Tónlistarhátíö
Reykjavíkur, Reykjavík Music Festival verði
ekki haldin þetta árið. Ástæðan ku fyrst og
fremst vera sú að aöstandendur hátíðarinnar
náðu ekki samningum viö Reykjavíkurborg og
því var talinn óvinnandi vegur að ráöast í fram-
kvæmdina aö sinni. Hátíðin er þó hvergi nærri
búin að legga upp laupana, hún fær frí í ár en
þess í staö verða haldnir nokkrir tónleikar í
samstarfi við lceland Airwaves-menn sem
hafa undanfarið verið nokkuð stórtækir á
þeim vettvangi. Fyrsta prójectið verða tónleik-
ar Rammstein i Höllinni 15. júni sem verður
aö telja bærilega byrjun. Þá eru í gangi við-
ræður um fleiri tónleika en ekki hefur verið
gengið frá neinu enn.
Endurkoma?
Og fyrst minnst er á tónleika Rammstein er
vert að geta þess að miklar vangaveltur eru
upþi um hverjir muni hita upp fyrir þá í Höll-
inni. Er það mál þeirra sem til þekkja að ein-
ungis ein hljómsveit sé starfans verðug, nefni-
lega gömlu rokkararnir í Ham. Þó þeir séu
hættir má ekki ólíklegt telja aö þeir verði fáan-
legir til að endurskoða þá afstöðu fyrir eitt
kvöld, a.m.k. telur Fókus sig reka minni til
þess að þeir hafi lýst því yfir eitt sinn að það
eina sem gæti fengið þá til að hætta við að
hætta væri einmitt að fá að hita upp fyrir
Rammstein. Þá er spurning hvort menn standi
við stóru orðin.
„Ef píkan þín gæti talað, hvað myndi hún segja? Glatast dulúðin við að tala um
píkur, eða er það bara enn ein þjóðsagan til að halda píkum til hlés, í myrkri, halda
þeim fáfróðum og ófullnægðum?" Þetta er meðal þeirra spurninga sem Halldóra
Geirharösdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Sóley Elíasdóttir eru að velta fyrir
sér í Píkusögunum sem Borgarleikhúsið frumsýnir á sunnudaginn. Þórunn Þorleifs-
dóttirtók Bjarna Hauk Þórsson, fyrrverandi Hellisbúa, með sér á æfingu.
Typpasögur myndu
Bandaríska leikskáldið Eve
Ensler tók svokölluð píku-
viðtöl við meira en tvö
hundruð konur á öllum aldri, af
ólíkum starfsstéttum og uppruna. í
fyrstu voru þær hikandi að tala um
þetta. En þegar þær voru komnar
af stað fékk ekkert stöðvað þær.
Konur elska í laumi að tala um
píkuna á sér. Píkusögur voru fyrst
settar á svið áriö 1996 og hafa síð-
an verið sýndar um öll Bandaríkin,
í London, Berlín, Aþenu og víðar.
Stórstjörnur á borð við Glenn
Close, Kate Blanchett, Winona
Ryder, Susan Sarandon, Whoopi
Goldberg, Kate Winslett, Melanie
Griffith og Calista Flockhart hafa
lesið upp úr verkinu ásamt höfund-
inum á góðgeröarsamkomum sem
kallaðar hafa verið V-Day og eru
haldnar á Valentínusdaginn í þeim
tilgangi að berjast gegn ofbeldi
gagnvart konum.
Karlmenn kannski of
feimnir
Á þriðju hæð Borgarleikhússins
hefur verið útbúinn lítill salur sem
inniheldur borö og stóla fyrir
áhorfendur í stað hefðbundinna
leikhússæta. Þetta minnir því svo-
lítið á kaíTihús sem skapar þægi-
lega stemningu og það er hægt að
sötra bjór á meðan á sýningunni
stendur. „Það komast ekki nema í
mesta lagi 100 manns hingað inn
þannig aö það getur verið að það
þurfi að færa sýninguna á stærra
svið. Þetta á örugglega eftir að
verða vinsælt," heldur Bjarni
Haukur.
Eintölin eru ólik og fjalla um álit
kvenna á píkunum sínum. Stund-
um beiniínis öskra áhorfendur af
hlátri en tárast jafnvel stuttu
seinna þegar talið færist yfir i al-
varlegri hluti, eins og sifjaspell og
nauðganir.
„Píkur eru ekki beint aðalum-
fjöllunarefnið heldur staða og
sjálfsmynd mismunandi kvenna í
mismunandi þjóðfélögum og
hvernig þær upplifa sig,“ segir
Bjarni og bætir við: „Þetta er verk
sem allir ættu að sjá, ekki síst karl-
menn. Konurnar verða bara að
draga karlana með sér.“
Heldur þú aö strákar flykkist
hingað með félögum sínum til að
sjá þetta?
„Nei, ætli þeir þori það nokkuð.
Þeir djóka kannski um það í vinn-
unni en ég hugsa að þeir séu of
feimnir til að láta verða af því. Það
er ekki nema þeir haldi að þetta sé
klámleikrit. Ég er reyndar ansi
hræddur um að hinn týpíski ís-
lenski karlmaður verði feiminn við
að sjá þetta og sitji aftarlega og láti
lítið fyrir sér fara.“
Snípurinn bara
ánægjunnar vegna
Heldur þú að fólk almennt eigi
eftir að fara hjá sér við allt þetta
píkutal?
„Kannski fyrst en svo venst það
líklega. Ég held að fólk í dag sé al-
mennt frekar líbó. Það væri
kannski helst aö þetta færi fyrir
brjóstið á eldra fólki.“ Bjarna
flnnst verkið mjög skemmtilegt og
vel gert en telur það mjög frábrugð-
ið Hellisbúanum sem sló öll að-
sóknarmet þegar hann var sýndur
í íslensku óperunni. „Hellisbúinn
fjallar um samskipti kynjanna og
tekst á við allt annan vinkil. Píku-
sögurnar eru aðeins alvarlegra
verk. Það sem bæði Hellisbúinn og
Píkusögurnar eiga sameiginlegt er
þessi einfaldleiki. Verkin eru ekki
flókin heldur mjög einfold og að-
gengileg. En svo býr alltaf miklu
meira undir."
Leikkonurnar skiptast á að fara
i hlutverk ólíkra kvenna og segja
reynslusögur þeirra. Af og tU lesa
virka
þær upp píkustaðreyndir sem sum-
ar hverjar eru sérstaklega
skemmtUegar, eins og aö snípur-
inn sé eina liffærið sem er þama
bara ánægjunnar vegna. Aðrar
píkustaðreyndir eru miður
skemmtUegar, eins og til dæmis
tíðni nauðgana víða um heim.
Bjarni heldur að fólk gæti mis-
skUið umfjöUunarefni Píkusagn-
anna. „Ég hef það á tilfinningunni
að fólk mæti hingað og haldi að
þetta sé meira vúlgar en það er. Að
þetta sé kjaftforara og meira dörtí
og að það sé jafnvel einhver hérna
á píkunni. En þótt verkið sé fyndið
og hnyttið hefur það mjög alvarleg-
an undir'tón.“
Vonandi píkubylting
Hellisbúinn fyrrverandi efast
um að sýningin sjálf breyti endan-
legu viðhorfi fólks tU kvenna og
píkna en hann telur að þetta eigi
eflaust eftir að vekja marga til um-
hugsunar. „Góðar bækur og góð
leikverk af þessari tegund skapa
umræður og láta gott af sér leiða.
Fyrir utan boðskapinn og aUt það
þá eru þetta frábærar einræður og
leikkonumar alveg meiri háttar.
Myndu typpasögur verða jafnvin-
sœlar?
„Ég var einmitt aö velta því fyr-
ir mér í upphafí sýningarinnar.
Það myndi örugglega ekki búa eins
mikið á bak við það. Konur eru svo
intróvert og karlmenn extróvert.
Ég efast um að það sé eitthvað nýtt
sem karlmaður getur sagt beint út
frá typpinu á sér sem kæmi fólki í
opna skjöldu. Karlmenn eru miklu
meira að sveifla typpinu þegar pík-
an á konum hefur verið feimnis-
mál og eitthvaö sem ekki má tala
um. Typpasögur myndu ekki
virka.“
Þaó er ekki langt síóan bókin
Píkutorfan kom út og nú á að frum-
sýna Píkusögur. Er einhvers konar
píkubylting í gangi?
„Ég vona það,“ segir Bjarni og
hlær.
„I snípnum eru tvisvar tvisvar, tvisvar sinnurn fleiri taugaendar en í typpinu.
Hver vill nota teygjubyssu ef maður hefur góðan riffil." Sóley Elíasdóttir í
hlutverki sínu í Píkusögum.
Jón Gnarr var einu sinni nörd. Þá hlýtur Friðrik að hafa verið það líka
því mennimir eru sláandi líkir. Báðir hafa þeir ákveðið trúboð með hönd-
um: Friðrik fann sannleikann í kvótanum og Kristjáni Ragnarssyni en Jón
ræktar sannleikann í grininu.
Það er gott aö eiga íslenskan tvífara því þá geta menn skipst á að taka löng
frí. Jón Gnarr myndi taka sig vel út á prúðbúnum PR-fundum og Friðrik
myndi eflaust ná góðu sambandi við Sigurjón Kjartansson enda vanur gríni
og glensi í tvíeykinu með Kristjáni Ragnarssyni. Jón hefur þann kost að
vera fljótur að setja sig inn í hluti og hefur víðtæka þekkingu á hákörlum.
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmda-
stjóri LÍU
Jón Gnarr, fjölmiðlamaður og gam-
anlistamaður
f Ó k U S 27. apríl 2001