Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2001, Blaðsíða 3
g f n i
samfélagiö
i f ó k u s
Pjetur Ó. Finz er
radíóamatör frá
Helvíti og skrif-
ar um sam-
félagsmál í
fókus.
Blönduóslöggan
vill ei tott
Ég er góður ökumaöur. Ég er vtöförull og hef
ekið hringveginn þveran og endilangan, aðal-
lega endilangan. Ég á enga fjölskyldu þannig
að ég get leyft mér að aka hratt og leyfa mér
að gefa ekki stefnuljós nema á vegamótum.
Stundum ek ég svo kílómetrum skiptir með
hazardljósin á.
Ég ek ætíð allsgáður.
Uno ‘88 er góður þíll. Hann hefur reynst mér
afskaplega vel á lóngum ferðum mínum um
landið. 1000 rúmsentímetra Fire-vélin er eins
og kjarnorkuknúin á sléttum vegum rikisins.
Þegar við Uno erum í ham getur ekkert stöðv-
að okkur, ekki neitt, nema Blönduóslögreglan.
Helvitis Blönduóslögreglan er skæð og hefur
hneppt margan ökumanninn í gæsluvarðhald.
Ég ek hratt í Húnavatnssýslum. Þær eru leið-
inlegar og ætla aldrei að enda. Tvisvar hafa
ferðir þó endað í fangageymslum á Blönduósi.
Móðir mín heitin sagði alltaf að ég ætti fram-
tíðina fyrir mér því að útlit mitt höfðaði jafnt til
karla og kvenna. Eftir þessu hef ég lifað og
fundið hamingjuna, bæði í örmum karla og
kvenna í mismunandi svitalykt og blóðhita.
Lögreglan á Blönduósi er skipuð körlum, gagn-
kynhneigðum körlum sem hafa engan vilja til
að prófa eitthvað nýtt. í stað nýrrar upplifunar
á kynlífssviðinu eltast þessir menn við verald-
leg auðæfi. Skiptir þá engu hversu maður pré-
dikar um „kynngimagnaða" lífsreynslu.
Blönduóslöggan vill ei tott, ei tott.
heimasíöan
www.hi.is/-
hannesgi/
Við horfum á hann í sjónvarpinu, hlustum á
hann í útvarpinu og lesum greinar eftir hann
í blööum. Þá er bara eftir aö fullkomna mynd-
ina og lífiö því Hannes Hólmsteinn er líka á
Netinu. Og af því Hannes Hólmsteinn er ekki
hinn týpíski þurri og leiöinlegi fræöimaöur þá
er ekki bara stjórnmálaumræöa á síöunni
hans heldur líka ítarleg umfjöllun um mynda-
albúmiö hans þar sem viö getum til dæmis
fengið aö sjá Stínu frænku og Kjartan Gunn-
ars. Á síðunni er líka aö finna safn skrýtlna
um vinstri menn sem Hannes hefur tekiö
saman. Áfram, Hannes Hólmsteinn!
Hljómsveitin Bellatrix hafði verið að gera ágæta hluti í
Bretlandi á síðasta ári og var orðin þekkt stærð. Fólk flykktíst
á tónleika sveítarinnar og lét vel af en platan seldist ékki að
sama skapi og í kjölfarið var samningurinn við plötufyrirtækið
Fierce Panda ekki endurnýjaður. Bassaleikarinn Kidda rokk
segir þó að allir séu sáttir.
Það sér
enginn
eftir neinu
E
1
Kristín Þórhalla Þórisdóttir, Kidda rokk, var bassaleikari Bellatrix þar til sveit-
in fór í frí á síðasta ári, eftir að plötusamningur hennar við Fierce Panda var
ekki endurnýjaður. Kidda er sátt manneskja í dag og útilokar ekki endurkomu
Bellatrix eða einhverra meðlima hennar á næstu misserum.
„Mér finnst mjög ólíklegt að við tök-
um ekki einhvern tíma upp þráðinn
aftur en á næstunni er ekki útlit fyrir
það að við komum til með að starfa í
þeirri mynd sem við höfum gert,“ seg-
ir Kristín Þórhalla Þórisdóttir, bassa-
leikari Beliatrix, eða Kidda rokk eins
og flestir kannast við hana. Bellatrix
hætti störfum í október á síðasta ári,
eftir að samningur hennar við plötu-
fyrirtækið Fierce Panda var ekki end-
umýjaður.
Fíluðu ekki rokkið
„Það var kominn smástirðleiki í
sambandið í október á síðasta ári, þeg-
ar við vorum búin að vera að túra því
plötumar seldust ekki nógu vel. Við
vorum búin að semja nýtt efni sem við
vorum mjög ánægð með og höfðum
hugsað okkur _á nýja plötu. Þar tókum
við smástefnubreytingu og fómm að-
eins út í meira rokk en þeir flluðu það
ekki og vildu popptónlistina áfram,“
segir Kidda og bætir við að samstarfið
hafi bara einfaldlega ekki gengið. Þau
hafi fengið góðar viðtökur við plötunni
og smáskífunum og sérstaklega við
tónleikahaldinu en það hafi greinilega
ekki verið nóg. „í heild sinni fengum
við bara ágætar viðtökur en aftur á
móti seldust plöturnar ekki eins vel og
við og plötufyrirtækið vorum búin að
reikna út,“ segir hún og nefnir að smá-
skífan Jediwannabe hafi til dæmis
komist í 64. sæti breska listans sem
þau hafi verið mjög ánægð með.
Skrýtið en skemmtilegt líf
Kidda segir að þrátt fyrir þetta hafi
andinn innan Bellatrix alltaf verið ynd-
islegur. Yfir allt þetta tímabil hafi
aldrei verið nein leiðindi þar á bæ og
séu alls ekki í dag. Hún segir að eftir
að þau sögðu skilið við Fierce Panda
hafi þau hugsað málið og séð að þau
hefðu allt eins getað haldið áfram að
starfa sem tónlistarmenn í Bretlandi.
„Við vorum komin með það gott orð-
spor að við hefðum auðveldlega getað
fengið nýjan plötusamning og svo feng-
um við líka tilboð frá Ameríku. En
okkur fannst bara vera tími til kominn
að snúa okkur að öðrum verkefnum,"
segir hún og bætir við að þetta hafi
verið mjög erfitt á köflum. „Þetta var
mikil keyrsla og maður þarf auðvitað
að leggja einkalif sitt svolítið á hilluna
þegar maður tekur svona verkefni að
sér. Maður býr bókstaflega í rútu og
það er svolítið skrýtið líf en skemmti-
legt samt.“
Allir að spekúlera í
verkefnum
Eftir að ákveðið hafði verið að
hljómsveitin tæki sér frí kom Kidda
heim til Islands.
„Já, við Anna Magga gítarleikari
komum heim á svipuðum tima og
búum báðar á Njálsgötunni," segir hún
brosandi. „Kaili er í Danmörku þar
sem hann komst loksins til kærustunn-
ar, Elíza er í söngnámi hjá Sigríði EOu
Magnúsdóttur í London og Sigrún
vinnur á leikskóla hér á landi." Hún
segist mjög sátt við þetta tímabil.
„Þetta var auðvitað ævintýri og við
settum ekki markið á að verða heims-
fræg. Við vorum ánægð að hafa getað
unnið fyrir okkur og það sér enginn
eftir neinu. Eliza kom einmitt til lands-
ins um daginn og við vorum að ræða
hvað við værum ánægð með þetta
tímabil."
Hvað um framtíðina, fáum við að sjá
fólkið aftur á sviði?
„Það eru aOir að spekúlera í ein-
hverjum verkefnum - það er bara
spurning hvenær fólk gerir eitthvað og
á hvaða grundveOi. Mér fannst afskap-
lega gott að geta komið hingað heim og
slappað af en hver veit nema maður
verði kominn aftur út eftir nokkra
mánuði."
Strákarnir í hljómsveitinni Bris voru að senda frá sér smádisk en eru samt ekki á
þeim buxunum að ganga Mammoni á hönd. Reyndar er minnst vitað um buxnaval
þeirra en ef einn hættir missa hinir handlegg og þeír fara samningaleiðina að
öllum ákvarðanatökum.
Við töntrum hver annan
Guömundur Stefán Þorvaldsson, Snorri Petersen, Þorsteinn Err Hermannsson
og Jón Geir Jóhannsson
Rokktónlist með sterkum laglín-
um og dinamískum pælingum er
útkoman þegar markaðsfræðinem-
inn frá Bifröst, mannfræðineminn,
verkfræðineminn og þrívíði tölvu-
grúskarinn, sem skipa hljómsveit-
ina Bris, setjast niður við laga-
smíðar. í tilefni af nýútkominni
fjögurra laga plötu, samnefnda
sveitinni, lék Brisið á als oddi á
Gauki á Stöng fyrir skemmstu.
„Það er enginn annar staður fyrir
þessa tegund tónlistar,“ svarar
Guðmundur gítaristi, spurður um
tónleikaferil Brisins.
Ekkert Júróvisjón
Sveitin hefur hingað til spilaö á
fernum tónleikum. „Við erum ekk-
ert að fara að spila fyrir dansi á
sveitaböllum. Við spiliun ekki lög
eftir aðra, nema á okkar eigin for-
sendum," segir hann. En aUt er í
heiminum falt og þótt gítaristinn
hamri nokkra varnagla slumpar
hann á upphæðina sem forráða-
menn Miðgarðs eða Inghóls þyrftu
að reiða fram fyrir Brismúsík
handa ölvuöum unglingum lands-
byggðarinnar. „Við mundum
kannski spUa fyrir 200.000 kaU.“
Þrátt fyrir að um strákaband sé að
ræða á augljóslega ekki að mark-
aðsvæða tónlistina og Júróvisjón-
þátttaka er heldur ekki á döfinni.
„Við tókum samviskusamlega
ákvörðun um að láta það alveg eiga
sig,“ segir Guðmundur og er
óhagganlegur.
Gay hljómsveit
Þvi miður viðurkennir Guð-
mundur að nafnið á sveitinni sé
ekki stórkostlega pólitísk yfirlýsing
um líffæragjöf eða neitt því um líkt.
„Við fundum bara eitthvað sem all-
ir gátu verið sáttir við. Eftir langa
og mikla leit var það Bris,“ segir
hann. Strákarnir kynntust í MS og
hafa leikið saman rnn nokkurra ára
skeið. „Við rífumst eins og hundur
og köttur en erum samt mjög
diplómatískir. Við greiðum at-
kvæði um allt og allar hugmyndir
fá að njóta sín.“ Guðmundur segir
hljómsveitarstarfið að mestu byggj-
ast á vináttu. „Ég hugsa að við
störfum ekki áfram ef einhver okk-
ar hættir. Það væri eins og að
missa handlegg.“ Svo náið samstarf
hlýtur að vekja spurningar um
hvað drengirnir fáist við þegar þeir
eru ekki að semja músík. „í sann-
leika sagt er það ekkert sérstakt en
ekki skrifa það. Við gerum eitthvað
súrrealískt og skemmtilegt." Allt í
einu man hann svarið: „Við töntr-
um hver annan. Við erum gay
hljómsveitin Bris.“
Píkusögur:
Hellisbú-
inn spáir
í píkurn-
ar
10 þúsund króna
sumarfrí
Elma Lísa:
Sjö makar í
fjögur ár
Hið þögla leyndarmál
Hún var ógeð
www.visir-is/fokus
fokusðfokus•is
tl í f i ö
I i Pillli M'llli ■illlll
The Mexican
Ekki aðalmálið að oræða
Mgina
A mma Fifi oa Guð
Hf ókus
fylgir DV á
föstudögum
Forsíöumyndina tók Hilmar Þór af
Elmu Lísu Gunnarsdóttur.
27. apríl 2001 f Ó k U S
3