Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Page 2
18
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2001
Sport
Maöur leit upp til Ólafs,
Dags og Patreks
- Ungur að árum varstu valinn
í landsliðið. Það hlýtur að hafa
verið mikill heiður og hvatning?
„Undir niðri stefndi maður að
því að komast einhvern tímann í
landsliðið. Maður leit mikið upp
til Ólafs, Dags og Patreks og fá
svo tækifæri til að leika með
þeim í landsliði var að sjálfsögðu
mikill heiður. Ég var spenntur
þegar ég mætti á fyrstu æfingu
mína og var hræddur við að gera
mistök en þetta vandist eins og
allt annað. Það hefur gefið mér
ómetanlega reynslu að leika með
landsliðinu. Maður hefur kynnst
mörgum leikmönnum og reynsl-
an á eftir að nýtast manni enn
frekar þegar fram í sækir.“
- Hvert stefnir þú sem hand-
boltamaöur?
„Ég er spenntur fyrir því að
fara út og það er draumur minn
að leika í atvinnumennsku. Það
er ekkert öruggt í þeim efnum og
á meðan reynir maður að bæta
sig. Það væri óneitanlega gaman
að geta einbeitt sér eingöngu að
handboltanum í nokkur ár en það
er ekki á allt kosið í þessum efn-
um.“
Á leiö í viöræöur viö þýska
stórliöið Essen
- Hver staðan í þessum málum
í dag. Ertu á leið í atvinnu-
mennskuna?
„Ég er að fara utan til við-
ræðna við forsvarsmenn þýska
liðsins Essen. Þeir hafa verið i
sambandi við mig og vilja fá mig
út og ræða málin frekar. Lengra
eru þessi mál ekki komin. Ég og
unnusta mín ætlum utan aö
skoða málin. Ég hef ekki fengið
neitt formlegt tilboð en heyrt
svona aðeins hvað í boði er. Það
er ekkert öruggt fyrr en maður
hefur þetta á prenti fyrir framan
kig. Þetta er tvímælalaust þess
virði að skoða. Essen er stór-
klúbbur og hefur verið í fremstu
röð í mörg ár. Það væri frábært
að komast út og geta lifað á
handboltanum.
- Hafa fleiri lið verið að bera
víurnar í þig?
„Það hefur aðeins verið hringt
í mig en ég er ekki að velja úr fé-
lögunum."
Tel og vona aö ég sé
tilbúinn aö fara utan
- Ertu tilbúinn að leika i sterk-
ustu deild i heimi?
„Maður verður alltaf að hafa
trú á því sem maður er að gera og
ég tel og vona að ég sé tilbúinn að
spreyta mig i bestu deild í heimi.
Það gæti orðið skemmtilegt að
takast á viö það og sjá hvar mað-
ur stendur.“
- Hvernig finnst þér handbolt-
inn hafa verið vetur og hvert
finnst þér hann stefna?
„Það verður reynt nýtt keppn-
isfyrirkomulag á næsta vetri og
þaö verður spennandi að sjá
hvernig til tekst. Mér fannst ann-
ars handboltinn vera flnn í vetur
og deildin var óvenju jöfn. Flest
liðanna voru að reyta stig af
hvert öðru og ég held að deildin
hafi verið skemmtileg fyrir áhorf-
endur og þá alveg sérstaklega
undir lokin. Við i KA-liðinu
skemmtum okkur og höfðum
gaman af því sem við vorum að
gera. Það átti ekki sist þátt í þvi
hvað við komumst langt. Ég held
að handboltinn þurfi engu að
kvíða og vonandi verður næsta
tímabil með breyttu fyrirkomu-
lagi skemmtilegt."
- Hvernig líst þér á nýráðinn
landsliðsþjálfara.
„Bara vel. Ég þekkti hann ekk-
ert fyrir og það verður örugglega
gaman að vinna með honum. Það
hefur verið gaman að vera í
landsliöinu og verður það áfram.
Landsliðið á ærið verkefni fram
undan gegn Hvit-Rússum og við
verðum með öllum ráðum að
klóra okkur fram úr því og kom-
ast á Evrópumótið. Það skiptir
höfuðmáli og mannskapurinn er
innstilltur á það,“ sagði Guðjón
Valur Sigurðsson.
-JKS
Guöjón Valur Sigurösson meö tveggja ára dóttur sína, Dagbjörtu ínu, í fanginu og sér viö hlið unnustu sína, Þóru Þorsteinsdóttur. Guöjón Valur segir aö
sætasta augnablikið á ferli sínum til þessa sé þegar KA lagöi Aftureldingu aö velli í undanúrslitum íslandsmótsins. DV-Hari
Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleiksmaður hjá KA:
Draumurinn
að fara ut
- átti í viðræðum við forsvarsmenn Essen um helgina
Guðjón Valur Sigurðsson hefur
skipað sér á bekk á meðal bestu
handknattleiksmanna landsins.
Hann lék stórt hlutverk með KA-
liöinu í vetur, ekki síst í úrslita-
keppninni, og það kom því fáum á
óvart að hann var útnefndur leik-
maður ársins annað árið röð. Guð-
jón Valur hefur sl. tvö ár átt fast
sæti í íslenska landsliðinu og er
ekki nokkur spuming um að hann
á eftir að ná langt í íþróttinni.
Framganga Guðjóns Vals hefur
ekki farið fram hjá erlendum stór-
liðum og geta málin allt eins þró-
ast á þann veg aö Guðjón Valur
verði kominn í atvinnumennsk-
una fyrr en varir. Það er þvi ekki
víst að KA-menn fái að njóta
krafta hans áfram. Þessi mál
kunna að skýrast á næstu dögum.
Það liggur beinast við að spyrja
Guðjón Val hvort hann hafi verið
sáttur við tímabilið með KA-lið-
inu?
„Heildarárangurinn, þegar litið
er á pappirana, er eflaust ágætur.
Fyrst við vorum komnir í úrslitin
þá erum við hundfúlir með að hafa
orðið undir í þeim bardaga. Ann-
ars þýðir lítið annaö en að horfa
á björtu hliðarnar. Kannski var
ekki búist við þessum árangri af
liðinu og svona heilt yfir er árang-
urinn bara viðunandi. Að tapa
hins vegar úrslitaleiknum var al-
veg hræðilegt," sagði Guðjón Val-
ur.
- Hvað með spilamennsku þína.
Lékstu vel að þínu mati?
„Mér gekk svo sem ágætlega en
hafa verður í huga að það var ég
að gera með með góðu liði. Mann-
skapurinn vann vel saman, allir
sem einn, og ég held að enginn
einn leikmaöur hafi verið að skara
fram úr þar. Mér fannst flestir í
liðinu leika vel í vetur og liðs-
heildin fleytti okkur svona langt.“
- Hvað með leikform þitt í vet-
ur, miðað við tímabilið í fyrra?
„Formið var svipað og áriö
áður. Maður er alltaf að bæta við
reynsluna og þannig verður mað-
ur sterkari. Auðvitað má samt
alltaf gott bæta og að því verður
stefnt í framtiðinni."
- Hvaða væntingar voru gerðar
til KA-liðsins í upphafi tímabils-
ins?
„Við unnum tvö æfingamót í
upphafi þess og þau gáfu kannski
einhverja visbendingu um fram-
haldið. Við pössuðum okkur á því
að gera ekki neinar væntingar,
ákváðum að gera okkar besta. Það
tókst ekki í byrjun í deildinni en
upp úr miðjum nóvember fór allt
að smella saman. Við sáum þá að
það var raunhæfur möguleiki að
stefna hátt og það gerðum við
leynt og ljóst.“
- Þú ert ungur að árum og kom-
inn í fremstu röð hér á landi. Hvaö
ertu búinn að leika handbolta
lengi?
„Þetta er kannski spuming sem
mamma ætti að svar við. Ég æfði
með KR frá níu ára aldri til tólf
ára aldurs, skipti síðan yfir í
Gróttu og fór til KA þegar ég var
19 ára gamall. Á sínum tíma velti
ég því mikið fyrir mér hvort hand-
boltinn eða fótboltinn yrði fyrir
valinu. Fótboltinn vék hægt og bít-
andi til hliðar og þegar ég var val-
inn í meistaraflokk hjá Gróttu
varð ekki aftur snúið.“