Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Síða 5
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2001 21 Paul Ince og félagar hans hjá Middlesbrough tóku til sín 90% af veltu félagsins í formi launa á keppnistímabilinu 1999-2000. Petta háa hlutfall launa miöað viö veltu gerði það að verkum að Middlesbrough tapaöi 2,4 milljörðum króna á umræddu keppnistímabili. Reuters Fjármál enskra úrvalsdeildarliöa keppnistímabilið 1999-2000: í tap samanlagt hjá liðunum 20 en aðeins sjö þeirra skiluðu hagnaði Alþjóðlega endurskoðunar og ráð- gjafarfyrirtækið Deloitte & Touche gefur á hverju ári út skýrslu um fjármál enskra úrvalsdeildarliða. Nú fyrir skömmu kom út skýrsla fyrirtækisins sem nær yfir keppnis- tímabilið 1999-2000 og er þar margt athyglisvert að sjá. Enska úrvalsdeildin hefur náð gífurlegri útbreiðslu á siðustu ár- um. Það er varla til það land í heim- inum sem ekki sýnir beint frá leikj- um þaðan og það ásamt tilkomu Netsins hefur gert hana að vinsæl- ustu og aðgengilegustu deildar- keppni í heimi. Veltan jókst um 15% Peningastreymið í deildina hefur aldrei verið meira, velta félaganna 20 var 108 milljarðar króna keppnis- tímabilið 1999-2000 sem er 15% aukning frá fyrra ári. Þar vógu þyngst auknar tekjur af sjónvarps- réttindum, þær jukust um 23% og hafa aukist um tæplega 450% síðast- liðin fimm ár. Ekki sér fyrir endann á þessari tekjulind þvi nú standa yf- ir samningaviðræður á milli félags- skapar þess sem stjórnar ensku deildarkeppninni og sjónvarps- stöðva sem vilja gjarnan tengjast þessari vinsælu deild. Búið er að skrifa undir þriggja ára sjónvarps- samning sem hljóðar upp á rúma 180 milljarða króna. Ekkert lið í úr- valsdeildinni ætti að bera skarðan hlut frá því veisluboröi. Þrátt fyrir þessar fáránlega háu upphæðir gengur rekstur liðanna misvel. Sum lið eins og Everton hafa tapað meira en þremur millj- örðum á siðustu tveimur árum en önnur lið eins og Arsenal og Manchester United mala gull. Upp úr öllu valdi Launakostnaður liða í deildinni hefur hins vegar farið upp úr öllu valdi. Hann hefur sjöfaldast siðan keppnistímabilið 1991-1992 og hafa nokkur félög sett sig í fjárhagsvand- ræði vegna of mikils launakostnað- ar. Sérfræðingar Deloitte & Touche hafa komist að þeirri niðurstöðu að launakostnaður liða megi ekki vera meira en 2/3 af veltu félagsins, þá sé skollið á hættuástand. Helmingur liðanna í úrvalsdeild- inni er yfir þessum mörkum og aö- eins tvö þeirra, Liverpool og Leicester, skiluðu hagnaði á keppn- istímabilinu 1999-2000. Wimbledon bar ægishjálm yflr önnur félög hvað varðar launakostnað sem hlutfall af veltu því liðið greiddi leikmönnum sínum 200 milljónum meira í laun heldur en nam veltu félagsins. Middlesbrough er einnig með ægi- legan launákostnað ef miðað er við veltu og gengi í deildinni og ekki ljóst hversu lengi Steve Gibson, eig- andi liðsins, er tilbúinn að ganga á eigin sjóði þótt digrir séu. Sjö skila hagnaði Þrátt fyrir mikla aukningu í veltu eru það aðeins sjö lið sem skiluðu hagnaði á umræddu keppnistíma- bili. Heildartapið hjá liðunum 20 nam um fimm milljörðum króna en árið á undan skiluðu félögin tveggja milljarða króna hagnaði. Launa- kostnaður jókst um 20% á milli ára auk þess sem kostnaður vegna leik- mannaskipta (35,7 milljarðar) og breytinga og viðhalds á völlum (19,7 milljarðar) hafa aldrei verið meiri. Eyðsluklær Forráðamenn félaga í ensku úr- valsdeildinni hafa farið mikinn á leikmannamörkuðum undanfarin fimm ár. Alls hafa félögin tuttugu eytt 154 milljörðum króna í leik- menn á þessu tímabili, þar af 35,7 milljörðum á síðasta keppnistima- bili. Þar af var 21 milljarði varið til leikmannakaupa utan Englands, 7,5 milljörðum í kaup á leikmönnum innan ensku úrvalsdeildarinnar og 7,2 milljörðum i leikmenn úr neðri deildum Englands. Liðin í ensku úr- valsdeildinni seldu leikmenn út fyr- ir landsteinana fyrir 5,8 milljarða og keyptu fyrir 21 milljarð. Mismun- inn, 15,2 milljarða, er hægt að túlka sem „viöskiptahalla", þ.e. úrvals- deildarfélögin eyða meiru í erlenda leikmenn en þau fá fyrir sölu á eig- in leikmönnum til félaga utan Eng- lands. Þetta hefur skilað sér í sterk- ari liðum en jafnframt aukið mjög fjárhagsbagga liðanna. -ósk Enskir velta mestu - samanborið við aðrar deildarkeppnir Enska úrvalsdeildin veltir meiru heldur en nokkur önnur deildar- keppni í Evrópu. Liðin í henni veltu eins og áður hefur komið fram 108 milljörðum króna keppnistímabilið 1999-2000. Á sama tímabili veltu liðin í ítölsku 1. deildinni „aðeins“ 92,9 milljörðum, liðin í spænsku 1. deild- inni 56,6 milljörðum og liöin í frönsku 1. deildinni 52,6 milljörðum. Tekjur vegna sjóvarpsréttar hafa aukist jafnt og þétt á Ítalíu, Spáni og í Frakklandi og þýöing þessara tekna fyrir liöin verði sífellt mikilvægri en deildirnar þar eiga samt sem áður langt í land með að ná því sem ensku úrvalsdeildarlið- in fá fyrir sinn snúð þegar sjón- varpsrétturinn er seldur í Englandi. -ósk Arangur í launaumslagi - sterk fylgni á milli hárra launa og góðs árangurs Það er athyglisvert að skoða fylgnina á milli árangurs í deild og kostnaðar vegna launa hjá enskum úrvalsdeildarliðum. Ef síðustu fimm ár í ensku úr- valsdeildinni eru skoðuð kemur I ljós að mjög há fylgni (0,72) er á milli góös árangurs í deild og mik- ils launakostnaðar. Þessar upplýs- ingar ættu að sefa forráðamenn þeirra félaga sem borga há laun nokkuð samanborið við þá sem fara hamfórum á leikmannamark- aðnum því lítil fylgni er á milli ár- angurs i deild og kostnaðar vegna leikmannakaupa (0,45). Forráða- menn Tottenham koma sérlega illa út úr þessum tveimur könnunum. Þeir borga há laun, eyða miklu í leikmannakaup en uppskera lítið í formi árangurs inni á vellinum. -ósk Sport Enska úrvalsdeildin 1999-2000 Liö meö mestu veltu 1. Man. Utd . . 16,4 milljaröar króna 2. Chelsea . . .. 10,7 milljarðar króna 3. Arsenal ... . 8,6 milljarðar króna 4. Leeds . 7,9 milijarðar króna 5. Tottenham . . 6,7 milljarðar króna 6. Liverpool . . . 6,5 milljarðar króna 7. Newcastle . . . 6,3 milljarðar króna 8. Sunderland . . 5,2 milljarðar króna 9. Aston Villa 5,1 milljarður króna 10. West Ham . . 4,9 milljarðar króna 11. Everton . . . . 3,9 milljaröar króna 12. Middlesbr. . 3,8 milljarðar króna 13. Leicester . . . 3,6 milljarðar króna 14. Derby .... 3,1 milljarður króna 15. Bradford . . 2,9 milljarðar króna 16. Coventry . . 2,8 miiljarðar króna 17. Sheff. Wed. 2,5 milljarðar króna 18. Watford . . 2,4 milljaröar króna 19. Southampt. 2,3 milljarðar króna 20. Wimbledon 2,1 milljarður króna Lið meö mestan gróöa 1. Arsenal . . . 2,9 milljarðar króna 2. Man. Utd .. 2,4 milljarðar króna 3. Watford .. . . . 553 milljónir króna 4. Liverpool .. . 314 milljónir króna 5. Leeds . 174 milljónir króna 6. Leicester . . . .. 86 milljónir króna 7. Sunderland . . . 59 miUjónir króna 8. Tottenham . -106 milljónir króna 9. West Ham . -294 mUljónir króna 10. Wimbledon -366 miUjónir króna Liö meö mest tap 1. Newcastle . . -2,6 miUjaröar króna 2. Middlesbr. . -2,4 miUjarðar króna 3. Everton .... -1,6 mUljarðar króna 4. Coventry . . -914 miUjónir króna 5. Aston Villa -679 miUjónir króna 6. Derby -592 milljónir króna 7. Chelsea . . . —483 milijónir króna 8. Southampt. -479 milljónir króna 9. Bradford . . -407 mUljónir króna 10. Sheff. Wed. -368 milljónir króna Liö sem borguðu hæstu launin 1. Chelsea . . . 6,6 milijarðar króna 2. Man. Utd . . 6,3 miUjarðar króna 3. Liverpool . . 5,6 mUljarðar króna 4. Arsenal . . . 4,7 mUljarðar króna 5. Newcastle . . 4,1 mUljaröur króna 6. Leeds 3,9 miUjarðar króna 7. Tottenham . 3,7 mUljaröar króna 8. West Ham . 3,5 miUjaröar króna 9. Middlesbr. . 3,4 milljarðar króna 10. Everton . . 3,1 miUjarður króna Mesta hlutfailslega aukning launa undanfarin 4 ár 1. Wimbledon . 720% 2. Chelsea . . . . 410% 3. Sunderland . 398% 4. Derby 312% 5. West Ham .. 305% 6. Middlesbr. . . 283% 7. Leicester . . . 275% 8. Arsenal .... 238% 9. Man. Utd. . . 237% 10. Southampton 236% Hæsta hlutfall launa af veltu 1. Wimbledon . 109% 2. Middlesbr. . 90% 3. Liverpool . . 86% 4.-5. Southampt 81% 4.-5. Derby . . . 81% 6. Sheff. Wed. . 80% 7.-8. Everton . 79% 7.-8. Coventry . 79% 9. Leicester . .. 78% 10. West Ham . 70% Besta áhorfendasókn (að meðaltali) 1. Man. Utd. .. 58.017 manns 2. Liverpool . . 44.074 manns 3. Sunderland . 4. Leeds 39.155 manns 5. Arsenal .... 38.033 manns 6. Newcastle . . 36.311 manns 7. Tottenham . 34.902 manns 8. Everton .... 34.880 manns 9. Chelsea .... 34.531 manns 10. Middlesbr. . 33.263 manns Velta á hvern áhorfenda 1. Chelsea .... 2. Man. Utd . . . 254.100 krónur 3. Arsenal .... 189.280 krónur 4. Leeds 166.180 krónur 5. Tottenham . 160.860 krónur 6. West Ham . . 155.960 krónur 7. Newcastle . . 145.460 krónur 8. Leicester . . . 127.820 krónur 9. Aston Villa . 122.640 krónur 10. Bradford . . 115.080 krónur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.