Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Síða 6
22
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2001
Sport
DV
ÍMB&tr
«* '*i
mmí
-
P: ■'PAp
I 1 , í :3
ÍHH
Islandsmeistn
uröu Selfyssil
Grindavík f un
ovœnTSg gei
fyrir og kla
spennandi úr*
m l'gmr
'1
Selfyssingar unnu
- toppuðu á hárréttum tíma og spiluðu liða best í úrslitum íslandsmótsins í 10. flokki karla
Selfoss eignaðist íslandsmeistara
þegar 10. ílokkurinn gerði sér lítið
fyrir og sigraði óvænt bæði Grinda-
vík í undanúrslitum og síöan Njarð-
vík í úrslitum. Þessi árgangur hjá
Selfossi hefur verið sterkur undan-
farin ár en þetta árið þótti liðið ekki
líklegt til afreka. En það toppaði á
hárréttum tima og átti tvo mjög góða
leiki sem tryggðu því íslandsmeist-
aratitilinn.
í undanúrslitum
mættu Selfyssingar
Grindavík og unnu þeir
þá örugglega með 17
stiga mun, 62-45. í hin-
um undanúrslitaleikn-
um mættust Njarðvík
og íslands- og bikar-
meistarar Fjölnis.
Einar að gera góöa
hluti með Njarövík
Þessi tvö lið mættust
í úrslitum í fyrra og þar
hafði Fjölnir betur og
tryggði sér síðan bikar-
inn fyrr í vetur. En
Njarðvíkingar komu á
óvart og unnu Fjölni,
73-68, í hörkuleik. Þar
með var ómögulegt að
spá í sjálfan úrslitaleik-
inn þar sem fáir reikn-
uðu með þessum tveim-
ur liðum. Þetta er ann-
að árið í röð sem Einar
Jóhannsson, þjálfari
Njarðvíkur, fer með
sína stráka í úrslit og verður það að
teljast frábær árangur þar sem hans
strákar voru ekki líklegir til afreka
fyrir tveimur árum.
Selfoss byrjaði leikinn betur og
hafði undirtökin í fyrri hálfleik.
Staðan i hálíleik var 32-29 fyrir Sel-
foss og byrjaði liöið af miklum krafti
i seinni hálfleik. Það komst mest 10
stig yfir, 53-43, en þá tóku Njarðvík-
ingar sig saman í andlitinu og gerðu
13 stig í röð og breyttu stöðunni í
53-56. Þarna virtust Njarðvíkingar
vera að hafa þetta en Ragnar Gylfa-
son jafnaði með þriggja stiga körfu
og við tóku æsispennandi lokamínút-
ur. Það fór síðan þannig að Selfoss
reyndist sterkari aðilinn í restina og
þegar lokaflautið gall var fógnuður
leikmanna liðsins gífurlegur enda
ekki á hverju ári sem lið frá Selfossi
hampar íslandsmeistaratitli.
Engin þreytumerki
Það mæddi mikið á leikmönnum
Selfyssinga þar sem aðeins 7 eru í
liðinu og einn spilar nánast ekkert.
Það virtist ekki há þeim leikmönn-
um í lokin sem spiluðu allan leikinn
því þeir spiluðu best á lokakaflan-
um. Ragnar Gylfason var besti leik-
maður liðsins i þessum leik og var
drjúgur á lokakaflanum. Hann gerði
flmm þriggja stiga körfur og þar á
meðal jöfnunarkörfuna sem var sú
mikilvægasta.
Hjá Njarðvík voru Jóhann Ólafs-
son og Torfi Gíslason bestu menn
liðsins en Jóhann er að spila upp fyr-
ir sig með þessum flokki. Torfi barð-
ist vel undir körfunni og var sterkur
í fráköstunum en lykilmenn liðsins
fram að þessu áttu ekki góðan dag að
þessu sinni.
Stig Selfoss: Ragnar Gylfason 24
(5 3ja stiga körfur, 6 fráköst, 4 stoðs.),
Karl B. Lúðvíksson 13 (8 fráköst,
ívar F. Hafsteinsson 12 (8 fráköst),
Bjarni Bjamason 12 (8 fráköst, 6
stoðs., 2 varin), Guömundur Stein-
þórsson 2.
Stig Njarðvíkur: Jóhann Ólafs-
son 18 (13 fráköst, 6 stoðs., 2 varin),
Helgi Már Guðbjartsson 14, Jónas
Ingason 10, Torfl Gíslason 9 (12 frá-
köst, 2 varin), Sigurður Ingólfsson 7,
Kristján Sigurðsson 2. -BG
Guömundur Steinþórsson, leikmaöur 10. flokks Selfoss,
er hér ásamt bróöur sfnum, Inga Þór Steinþórssyni,
þjálfara meistaraflokks KR. DV-mynd BG
Umsjón:
Benedikt Guðmundssi
Ragnar Gylfason fyrirliöi tekur hér á móti bikarnum fyrir hönd liðsins.