Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Side 7
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2001
23
DV
Sport
Alexander Ermolinski, leikmaður og þjálfari Skallagríms hlaðinn verðlaunum frá DV-Sporti:
Lífsstarf mitt
- Ermolinski valinn þjálfari ársins hjá íþróttafréttamönnum DV-Sports, auk
þess sem hann varði flest skot og hitti best úr þriggja stiga skotum
Alexander Ermolinski, leikmaöur
og þjálfari Skallagríms, er á 42. ald-
ursári en stendur samt uppi með
þrenn verðlaun i lok Epsondeildar-
innar. Ermolinski var valinn besti
þjálfari ársins af blaðamönnum DV-
Sports og sem leikmaður náði hann
í tvenn einstaklingsverðlaun, varði
flest skot og hitti best úr þriggja
stiga skotum af öllum íslenskum
leikmönnum Epsondeildarinnar.
Ermolinski, sem er íslenskur rík-
isborgari, kom fyrst hingað til lands
árið 1992 og lék þá íjögur ár í röð
með Skallagrími áður en hann gekk
til liðs við Skagamenn þar sem
hann þjálfaði og lék í þrjú ár. Síðan
lá leiöin til Grindavíkur þar sem
hann lék síðasta tímabil en i fyrra
gekk hann aftur til liðs við Skalla-
grím þar sem hann þjálfaði liðið og
lék með því með frábærum árangri.
Aöeins fimm leikmenn í
æfingahópnum í upphafi
Að sögn Ermolinskis, sem er
fæddur og uppalinn í Rússlandi,
var hann nokkuð ánægður með ár-
angurinn í vetur. „Miðað við stöð-
una i upphafí tímabilsins var þetta
mjög góður árangur en okkur hafði
verið spáð fallinu. Ég hafði ekki úr
miklu að spila á undirbúningstím-
anum og var i upphafi með aðeins
fimm menn í æfmgahópnum. í sept-
ember bættust svo ungu strákamir
í hópinn, auk þess sem við fengum
þá Peebles og Tomilovski til liðs við
okkur. Ég sagði við strákana í upp-
hafi að við þyrftum að vinna tvo af
fyrstu þremur leikjunum til að þetta
gengi upp hjá okkur og það tókst.
Við töpuðum reyndar illa gegn Þór
á Akureyri í fyrsta leiknum en unn-
um svo tvo næstu gegn Val og KFÍ.
Síðan fylgdu fimm tapleikir i kjöl-
farið þannig að staðan var orðið
nokkuð erfið. Þá náðum við okkur
aftur á strik og unnum tvo af síð-
ustu þremur leikjunum fram að ára-
mótum, gegn ÍR og Hamri, og það
gaf okkur aukið sjálfstraust. Það
var síðan mikill styrkur að fá Hlyn
Bæringsson til liðsins um áramótin
en hann átti stóran þátt í velgengni
okkar í upphafi ársins en þá unnum
við fjóra leiki í röð og tryggðum
okkur góða stöðu fyrir lokaátökin,
sem fleytti okkur inn í úrslita-
3ja stiga
skotnýting
Alexander Ermolinski, Skallagr. . 49,2%
hitti úr 32 af 65 skotum
Lárus Dagur Pálsson, Tindastóli. . 44,2%
hitti úr 42 af 95 skotum
Hermann Hauksson, KR ...44,1%
hitti úr 26 af 59 skotum
Guðlaugur Eyjólfsson, Grindavik. 41,7%
hitti úr 63 af 151 skoti
Ólafúr Jón Ormsson, KR..41,1%
hitti úr 69 af 168 skotum
Magnús Þ. Gunnarsson, Keflavík. 40,7%
hitti úr 44 af 108 skotum
Bragi Magnússon, Haukum...40,3%
hitti úr 31 af 77 skotum
Logi Gunnarsson, Njarövik.39,3%
hitti úr 46 af 117 skotum
Efsti erlendur leikmaður:
Brenton Birmingham, Njarðvík .. 43,4%
hitti úr 49 af 113 skotum
keppnina. Við þurftum virkilega að
hafa fyrir þessu en með góðum
stuðningi og mikilli baráttu tókst
okkur það sem fæstir áttu von á í
upphafi leiktíðarinnar. Auðvitað
háði það okkur hvað hópurinn var
fámennur í upphafi og það kom
reyndar í veg fyrir að við gætum
spilað alla leikina af fullum krafti.
En við ætluðum að sanna okkur og
með mikilli baráttu tókst það.“
Veöur áfram í Borgarnesi
næsta vetur
Að sögn Alexanders verður hann
áfram hjá Skallagrími næstu leik-
tíð. „Við erum þegar með eina sex
heimamenn sem allir verða með í
liðinu næsta vetur og ég vona að við
getum styrkt okkur enn meira. Við
verðum að gera mun betur en í
fyrra til að halda okkur á sama
plani og til þess þurfum við fleiri
leikmenn. Öll liðin eru að styrkja
sig og það þurfum við líka að gera
til að dragast ekki aftur úr.“
Aðspurður um það hvort hann
mundi sjálfur leika áfram með lið-
inu næsta vetur, sagðist hann ekki
hafa ákveðið það enn þá. „Ég mun
meta það út frá stöðunni og ef það
er betra fyrir liðið mun ég spila
áfram. Á meðan ég styrki liðið er ég
tilbúinn og ég geri mér fulla grein
fyrir því að okkur veitir ekki af
hæðinni. Ég fann mig vel í vetur og
get þess vegna vel hugsað mér að
spila áfram næsta vetur og tel
reyndar mjög liklegt að ég geri það.“
Körfuboltinn er lífsstarf mitt
Þegar Ermolinski var spurður
um framtíðaráformin sagðist hann
stefna að því að starfa áfram við
þjálfun. „Ég lít fyrst og fremst á mig
sem atvinnumann í körfuboltanum
og það er reyndar lífsstarf mitt. Ég
þekki reyndar lítið annað, enda
byrjaöi ég mjög ungur í boltanum
heima í Rússlandi og hef verið í at-
vinnumennsku frá átján ára aldri.
Ég gæti vel hugsaö mér að hverfa
aftur heim til Rússlands í einhver
ár og reyna þar fyrir mér sem þjálf-
ari í atvinnumennskunni. Annars
líöur mér vel hérna á íslandi og
sama er að segja um konuna mín.
Ég á því frekar von á að ég dvelji
áfram hér á landi og þá vonandi við
þjálfun. En ég væri þó alveg tilbú-
inn að breyta aðeins til, en þá þá að-
eins í einhver ár og koma svo aftur
heim til íslands. -EK/ÓÓJ
Varin skot
Alexander Ermolinski, Skallagr. 1,32
Hjalti Pálsson, Hamri..........1,23
Óðinn Ásgeirsson, Þór, Ak.....1,23
Jón N. Hafsteinsson, Keflavík . .1,21
Magni Hafsteinsson, KR ........1,19
Hjörtur Þór Hjartarson, Val . . . 0,94
Sigurður Þorvaldsson, ÍR ......0,73
Eyjólfur Jónsson, Haukum .... 0,68
Skarphéðinn Ingason, Hamri .. 0,64
Efstu erlendu leikmenn:
Calvin Davis, Keflavik ........3,41
Mike Bargen, Haukum ...........2,59
Bryan Hill, Val................2,47
Michail Antropov, Tindastóli . . 2,32
Shawn Myers, Tindastóli .......2,10
Cerdick Holmes, ÍR.............1,64
Alexander Ermolinski var valinn besti þjálfari ársins hjá DV-Sporti og sem feikmaður náði hann í tvenn einstaklings-
verðlaun, fyrir flest varin skot og bestu þriggja stiga hittni. DV-mynd ÞÖK