Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Síða 12
28 MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2001 Sport DV Stelpurnar eru byrjaöar aö undirbúa sig fyrir kvennahlaupiö sem fer fram 16. júní nk. Pessi hópur á vegum íþrótta fyrir alia kom saman í fyrsta skipti í síöustu viku. DV-myndir Hari Nokkrar konur farnar aö hita upp fyrir kvennahlaupið: Hlaupa hver á sínum forsendum Þó að kvennahlaupið sé ekki fyrr en 16. júní eru konur þegar famar að huga að því. íþróttir fyrir alla standa að þessu hlaupi og eru samtökin nú búin að setja saman sérstakan skokk- hóp fyrir konur 1 tilefni af þessum viðburði. Hópurinn kom fyrst saman í síð- ustu viku og þar fara konurnar í létta þjálfun undir leiðsögn til þess að koma sér í aðeins betra form fyrir stóra daginn. Gígja Gunnarsdóttir hjá íþróttum fyrir alla segir markmiðið með kvennahlaupinu í raun það að vekja konur til umhugsunar um heilsu og hreyfingu. „Þessi hópur er í raun og vera liður í því. Þarna er verið að fá konur til að koma sér af stað og byrja að hreyfa sig. Margar konur geta ekki haft sig út í að fara inn á líkamsræktarstöðvar eða almenna skokkhópa en við töld- um að þetta væri þá kjörinn vettvang- ur fyrir þær að koma sér í gang. Ég veit um margar konur sem hafa byrj- að að hreyfa sig reglulega í kjölfar kvennahlaupsins." Gígja segir kvennahlaupið líka tO- valið fyrir allar konurnar í fjölskvld- unni. „Það sem er kannski það besta við hlaupið er að það getur verið mjög fordæmisgefandi. Rannsóknir sýna t.d. að það sé mjög sterkur aflvaki fyr- ir ungar stúlkur ef mæður þeirra hreyfa sig og það er einmitt algengt í kvennahlaupinu að mæður og dætur hlaupa saman og ömmumar koma jafnvel með líka. Þetta gefur mjög sér- staka og skemmtilega stemningu." Gígja segir einnig áberandi að kon- ur séu mjög jákvæðar gagnvart hlaup- inu. „Einn góður kostur er að það er engin tímataka, allar fara á sínum hraða og þetta er í raun engin keppni. Þær fara bara í þetta hlaup hver á sín- um forsendum." Að sjálfsögðu eru allar konur hvatt- ar til að taka þátt í kvennahlaupinu til að kynnast þeirri einstöku stemn- ingu sem þar ríkir. -HI Námsflokka- hlaupiö: Tíu ára af- mælishlaup Námsflokkahlaup verður þreytt næstkomandi laugardag, 19. maí. Þetta er afmælishlaup í tilefni af því að tíu ár eru liðin síðan skokkhópur á vegum Námsflokka Reykjavikur tók til starfa. Þetta afmælishlaup fór síðast fram fyrir fimm árum. Keppt verður í sex aldurs- flokkum í báðum kynjum og fá þrír fyrstu í hverjum flokki verð- laun. Hlaupið er 10 kílómetra langt meö tímatöku. Það hefst kl. 13 við Miðbæjarskólann. Nánari upplýsingar veitir Pét- ur Frantzson i símum 551-4096 og 898-9902. -HI Hrafnhildur Brynjólfsdóttir dreif sig út eftir barnsburö: Erum allar saman í þessu Hrafnhildur Brynjólfsdóttir er ein af þeim sem skellti sér í þennan skokkhóp og er farin að æfa fyrir kvennahlaupið. Hún átti stúlku fyrir sex mánuðum og er nýkomin úr bamsburðarleyfi í kjölfar þess. „Ég var staðráöin í að fara af stað eftir að bams- burðarleyfínu lauk. Þetta er góð leið til að komast út, fá ferskt loft og hitta fólk. Við erum allar saman í þessu sem er frábært,“ seg- ir hún og bætir því að við það sé alls ekki ólíklegt að litla stelp- an fái að fljóta með í kerrunni í kvennahlaupinu. Hrafnhildur hefur hlaupið kvennahlaupið í nokkur skipti áður. „Það er alltaf gaman að vera með. Allar konumar þátt í því á sín- um forsendum og hlaupa eftir sinni getu. Þama geta allir verið með, hvort sem þeir fara hægt eða hratt eða reyna að ná ein- hverju sérstöku markmiði.“ Þegar Hrafnhildur var spurð hvort hún hefði hreyft sig reglu- lega fyrir harnsburðinn sagði hún: „Maður gerði eitthvað í ein- hvem tíma, sneri sér svo að einhverju öðru seinna. Það var kannski ekki mikil regla á þessu en maður reyndi alltaf að gera eitthvað.“ Hrafnhildur er landfræðingur og vinnur við að gera kort. Hún þarf því töluvert að sitja kyrr í vinnunni. „Það er þess vegna mjög gott að komast út og hreyfa sig þegar maður situr annars á rass- inum allan daginn,“ sagði Hrafnhildur að lokum. -HI Skokkiö er góö leiö til aö komast út, fá ferskt loft og hitta fólk. Allir geta verið meö, hvort sem þeir fara hægt eöa hratt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.