Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Síða 15
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2001 31 Sport Mörgum stundum hefur verið eitt viö að dytta að veiðihúsunum víða um land, enda styttist í að veiðitíminn byrji fyrir alvöru. Það hefur verið málað og málað í þeim mörgum. Vió Eystri-Rangá er verið að reisa nýtt veiðihús fyrir veiðimenn sem renna í ána og á efra svæðinu í Hítará á Mýrum á að koma nýtt veiði- hús fyrir veiðitímabilið. Skil á veiðikortunum fyrir síðasta veiðitímabil hefur gengið vel og núna hafa 4200 veiðimenn skilað. Rjúpurnar eru orðnar 107 þúsund og verða líklega í kringum 140 þúsund þegar allar tölur eru komnar í hús. Þeim fjölgar vötnunum þar sem fiski er sleppt og því nýjasta, Hólavatni í Eyjafirði, hefur verið vel tekið af veiði- mönnum á öllum aldri. Þarna er hægt að veiða lax og regn- bogasilung með allri fjöl- skyldunni og allir fá eitthvað. Veiöimenn eru mismikið bókaðir í sumar í veiðinni og við fréttum af einum sem alls ekki gat bætt við sig fleiri veiðidögum. Hann var upp á hvern einasta dag í ágúst og stóran hluta af júní og júlí. Björn G. Sigurðsson með fallega urriða sem hann veiddi í Vestmannsvatni fyrir nokkrum dögum en mikið var af fiski í vatninu. DV-mynd G.Bender Veiðivon Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á afmælisblaö Sportveiöiblaðs- ins en blaðið verður 20 ára á árinu og verður í stærri kantin- um í tilefni af- mælisins. - vænn urriði veiðist í vatninu og er mikið af honum Silungsveiðin hefur gengið vel það sem af er og vötnin virðast koma vel undan vetri. Þeir veiðimenn sem DV-Sport ræddi við voru sammála um að sil- ungurinn kæmi vel undan vetri og væri feitur og fallegur. í Meðalfellsvatni í Kjós hefur verið ágæt veiði og einn og einn vænn urriði hefur verið að veiðast. í Elliðavatni hefur veiðin gengið vel og þegar kíkt var upp að vatni í vikunni voru margir að veiða en fáir fiskar komu á þurrt. í Vífilsstaðavatni hefur verið góð bleikjuveiði og stærstu fiskarnir eru um 2 pund. Veiðimaður sem var þarna fyrir fáeinum dögum veiddi 12 fiska. 1 Hlíðarvatni í Selvogi hefur geng- ið vel og veiðimenn sem voru þar fyrir nokkrum dögum veiddu ágæt- lega. Sá sem fékk mest veiddi 9 fiska og var fiskurinn vænn. „Veiðin gekk feiknavel í Vest- mannsvatni og fiskurinn er vænn. Vatnið var samt aðeins gruggugt ennþá,“ sagði Bjöm G. Sigurðsson sem var að koma úr Vestmanns- vatni fyrir fáum dögum með fallega urriða í skottinu. „Fiskurinn er feitur og fallegur Laxveiðin: Verður loksins góð laxveiði? veiðimenn að fjölmenna um helg- ina. Verulega hefur hlýnað og bleikjan ætti að gefa sig næstu daga. G.Bender „Ég held að það verði góð laxveiði í sumar, fiskifræðingar spáðu lélegri veiði og það boðar gott fyrir veiði- menn,“ sagði veiðimaður við Elliða- árnar í vikunni er veiðiskap bar á góma. Það vakti þónokkra athygli á árs- fundi Veiðimálastofnunar að fiski- fræðingar töluðu um að líklega yrði laxveiðin léleg í sumar. Mörgum finnst það boða gott fyrir veiðimenn. í fyrra veiddust rétt 26 þúsund laxar á móti 40 þúsund árið áður. Laxveiðin hefur ekki verið góð síðustu árin og má batna verulega, alla vega eru veiði- leyfin dýr og fiskinum fækkar veru- lega. Fyrstu árnar verða opnaðar 1. júní, Norðurá og Þverá í Borgarfirði, auk þess Straumarnir, líka ættaðir úr Borgarfirði. Verður gaman að sjá hvemig byrj- unin verður í laxveiðinni. Opnunin í Norðurá og Þverá gæti orðið fróðleg mjög. Veiðimenn eru byrjaðir að kíkja i veiðiárnar en hafa séð lítið ennþá. Fyrstu laxamir gætu farið að láta sjá sig á allra næstu dögum og þá helst í Baldvin Valdimarsson meö 20 punda lax sem hann veiddi Borgarfirðinum. G.Bender Miöfjaröará á flugu. DV-mynd GG og mikið af honum. Ég fékk þessa fiska á spúnninn. Næstu dagar gætu orðið góðir þegar vatnið hreinsar sig og þá tekur fiskurinn örugglega betur,“ sagði Björn ennfremur. Veiði- menn eru eitthvað byrjaðir að veiða í Hópinu í Húna- vatns- sýslu og þangað ætluðu Eins og viö sögðum frá fyrir skömmu ætlar Gylfi Pálsson að hætta sem ritstjóri Veiðimannsins og hefur enginn verið nefnd- ur til sögunnar ennþá. Stangaveidifélag Reykja- víkur ætlar á næstu vikum að friska upp á vefinn sinn og gera hann virkari en veriö hefur. Hefur heyrst að Gylfi Pálsson muni sjá um hann. Sportvörugeröin hefur flutt og er komin í Skipholtið og hefur vakið athygli þeirra sem séð hafa nýja staðinn, risastór mynd af Jón Skelfi í glugganum en myndina tók Rafn Hafnfjörð. Veidimenn bíða víst spenntir eftir þvi aö opna Fiskilækjarvatn í Leirársveit en það opnar 1. júní. Silung- urinn er vænn í vatninu, bæði bleikja og urriði. Skaga- menn stunda mikið vatnið og fleiri og fleiri veiðimenn hafa uppgötvað það í gengum árin. Best er að veiða í vatn- inu í júní og júlí. Veióimenn geta alls ekki beðið eftir aö veiðin byrji fyr- ir alvöru og á Akureyri eru veiðimenn á öllu aldri byrjað- ir að veiða í sjónum. Og sum- ir eru kræfari en aðrir og hafa veitt í næsta nágrenni við Eyjafjarðarána. Þeir hafa snarlega verið reknir i burtu. Vorveiöin hefur farið ró- lega af stað í lóninu í Hvolsá í Dölum en ein og ein bleikja hefur þó verið aö veiðast. -G. Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.