Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2001, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2001, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 DV Fréttir Hásetar ekki í verkfalli en neitað um kauptryggingu: Staðan er orðin hroðaleg - segir skipverji á Núpi BA - málið fyrir dómstóla, segir forseti ASV Frá Patreksfjaröarhöfn Ellefu hásetar af Núpl BA sem ekki eru í verkfalli telja sig eiga rétt á kaup- tryggingu og aö verkbann útvegsmanna sé ólöglegt. Frank Lúðvíks- son, háseti á Núpi BA frá Patreksfirði, segir að hásetum á skipinu sé neitaö um greiðslu á tryggingu þrátt fyr- ir að þeir séu ekki í verkfalli. Um er að ræða 11 undirmenn en yfirmenn í verk- falli eru þrír. Hóta hásetarnir aö mæta ekki til skips þrátt fyrir lagasetningu á verkfallið. „Staðan er orðin hroðaleg hjá mörgum okkar. Við fáum ekki krónu en yfirmenn fá greitt úr verk- fallssjóði. Svo er okkur bara sagt að þetta verði að hafa sinn gang og við skulum vera rólegir á meðan. Þá höfum fengiö boð um það frá útgerð- inni að við megum búast við að vera boðaöir á sjó í kvöld.“ Frank segir að hásetamir hafi rætt það sín á milli að mæta ekki til skips nema þeir fái greidda um- rædda kauptryggingu. Pétur Sigurðsson, forseti Alþýöu- sambands Vestfjarða, segir að sjó- menn sem tilheyra verkalýös- og sjómannafélögum á sunnanverðum Vestíjörðum hafi aldrei boðað verk- fall. Fyrir þeirra hönd hafi ASV lagt fram kröfu um endurnýjun á samn- ingi sem gerður hefur verið í sam- floti allra sjómanna á Vestfjörðum sl. 40 ár. Sjómannafélag ísfirðinga og félagið í Bolungarvík hafi reynd- ar klofið sig út úr þessu samfloti núna. Pétur segir aö þegar ljóst var aö sjómenn innan ASV væru ekki í verkfalli hafi Útvegsmannafélag Vestfjaröa gripið til þess ráðs að boða einhliða verkfall á þessa sjó- menn, sem kallað var verkbann samkvæmt gömlu löggjöfinni. „Við mótmæltum þessu,“ segir Pétur. „Til þess að geta boðað verk- fall (verkbann) þá þurfa að hafa far- ið fram samningaviðræður og ár- angurslausir samningafundir hjá sáttasemjara. Þetta er það sem breyttist þegar vinnulöggjöfinni var breytt." Pétur segir að slíkar við- ræður hafi aldrei farið fram og hann hafi því óskað eftir fundi hjá ríkissáttasemjara til að mótmæla þessum aðgerðum útvegsmanna. „Útgerðarmenn samþykktu á þessum fundi að þetta væri rétt hjá mér og drógu boðunina til baka. Þegar þeir sendu mér síðan bréfið með afturköllun á verkbanni til- kynntu þeir mér um leið að sama dag hefði farið fram atkvæða- greiðsla um nýja boðun verkfalls og hún tilkynnt okkur. Við svöruðum þá á sama veg um að ekkert hefði breyst og fundurinn hjá sáttasemj- ara hefði ekki verið neinn samn- ingafundur." Pétur segir að við þetta sitji og málið fari því annaðhvort í gerðar- dóm eða verði rekið sem innheimtu- mál fyrir dómstólmn. Einar Valur Kristjánsson, for- maður Útvegsmannafélags Vest- flarða, segir það mat útvegsmanna að hásetum á Núpi beri ekki að fá greidda kauptryggingu. „Lögmenn Samtaka atvinnulifsins hafa skýra afstöðu í málinu og við reiöum okk- ur á fagmennina.“ Einar Valur seg- ist einnig telja að löglega hafi verið staðið að boðun verkbanns. -HKr. EESIBMM Álver er forsendan Halldór Ásgríms- son, formaður Fram- sóknarflokksins, segir að eyðilegt muni um að litast í íslensku efnahagslífi ef ekki verður af stækkun álvers Norðuráls eða að til komi nýtt álver í Reyðarfirði. Háseti getur tapað Sjómenn hafa barist af öllu afli gegn því að „Laxdæla", nýgerður vél- stjórasamningur, verði notaður sem viðmið i væntanlegri lagasetningu vegna deilu þeirra og útvegsmanna. Bent er á að hluti sjómanna lækki í launum gangi samningurinn eftir. deCODE fellur Verð á hlutabréfum í deCode, móð- urfyrirtæki íslenskrar erfðagreining- ar, féll um 8,5% í gær. Gengi hlutabréfanna var fimm og hálfur dollari þegar viðskiptum lauk í kauphöllinni í New York í gær- kvöld. deCode birtir afkomutölur sín- ar fyrir fyrsta fjórðung ársins eftir lokun markaða í New York í kvöld. Pétur Sigurösson. Frekari rannsókn í Bláhvammsmálinu: Verkfræðingar rannsaka manndrápsmál Tveir sérkvaddir verkfræðingar hafa lokið mati á aðstæðum á vett- vangi í svokölluðu Bláhvammsmáli, á sveitabæ í Reykjahreppi í Suður- Þingeyjarsýslu, þar sem ungur mað- ur var ákærður fyrir að bana íoður sínum. Hæstiréttur vísaði málinu aftur heim í hérað með ýmsum at- hugasemdum þar sem lagt var fyrir að ýmis atriöi yrðu rannsökuð frek- ar. Ríkissaksóknaraembættið er að hlutast til um að fleiri möt verði lögð á aðra rannsóknaþætti í sam- ræmi við þær linur sem Hæstiréttur lagði í dómi sínum. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi sakborninginn í 4ra mánaða fangelsi skilorðsbundið. Hann var sýknaður af manndrápi af ásetningi en sakfefldur fyrir manndráp af gá- leysi. Þessum dómi áfrýjaði ákæru- valdiö. Þegar málið kom fyrir Hæstarétt hélt Bogi Nilsson ríkis- saksóknari því fram að lögfull sönn- un hefði komið fram um hið gagn- stæða - ásetningsmanndráp, enda hefði ákærði hlaðið byssuna tvisvar eftir að fyrsta skotið hafði komið í höfuð hins látna. Ekki liggur fyrir hvenær framhaldsrannsóknunum lýkur og heldur ekki hvenær málið verður tekið fyrir að nýju fyrir héraösdómstólnum á Akureyri. Trúveröugleiki ákærða metinn Hæstiréttur lagði það fyrir hér- aðsdóm að aflað yrði frekari gagna um ýmis þau atriði sem fram höfðu komið og gátu varpað skýrara ljósi á málið. Þar var einmitt átt við rök- stutt sérfræðilegt mat á því hvort eða hvemig ætlaðar staðsetningar ákærða við rúm hins látna geta komið heim og saman við frásögn hans um slysaskot og við skot- áverka á hinum látna. Einnig var lagt til að sérstök athugun yrði gerð á því hvort unnt sé að meta út frá blóði á líkinu og umhverfis það hver staða höfuðs hins látna hafi verið þegar skotum var hleypt af. Einnig lagði Hæstiréttur til að kannað yrði til þrautar hvort unnt væri með tæknilegum rannsóknum að fá fram frekari visbendingar af ljósmyndum sem teknar voru á vett- vangi hinn 18. mars 2000 - daginn sem lögreglan kom að hinum látna. Á þeim tíma hélt ákærði því fram við lögreglu að faðir hans hefði framið sjálfsvíg. Það var ekki fyrr en þremur dögum síðar, þegar rann- sókn fór fram á líkinu, að í ljós kom að hann var með þrjú skotsár á höfði. Vöknuðu þá grunsemdir lög- reglu um ásetningsverknað og við- urkenndi ákærði að hafa handleikið og hlaðið byssuna á mifli skota - hann hefði sturlast áður en hann hleypti síðustu tveimur skotunum af. Auk framangreindra atriða telur Hæstiréttur nauðsynlegt að héraðs- dómur kveði skýrar á um mat sitt á sönnunargildi og trúverðugleika framburðar ákærða. -Ótt DV-MYND HARI Mikil tilþrif Vorfiöringurinn segir til sín hjá þessum piltum. Stökkiö á línuskautunum er því flott. Aöstaöan er góö fyrir þessar kúnstir á Ingólfstorgi. Verkfall Hlífar: Enginn skóli í Hafnarfirði á morgun Rúmlega þrjú þúsund grunn- skólabörn munu sitja heima á morgun en þá verður grunnskólum Hafnartjarðar lokað vegna verk- falls Hlífar. Enginn árangur varð af samn- ingafundi deilenda í gær og stóð hann í rétt rúma klukkustund. Að sögn Þóris Einarssonar ríkissátta- semjara er deilan í hnút. „Staðan er óbreytt eftir þennan fund, þeir vilja ekki hreyfa við neinu og því er enginn möguleiki í stöðunni," sagði Sigurður T. Sig- urðsson, formaður Hlífar, i samtali viö DV í gærkvöld. .Verkfafl 400 félagsmanna í Hlíf hefur þegar haft víðtæk áhrif í Hafnarfiröi. Leikskólum, sem rúm- lega þúsund böm sækja nám í, var lokað á mánudag auk þess sem gæsluvellir bæjarins eru lokaðir. Um 200 heimili verða af heimaþjón- ustu aldraðra. Mötuneytum aldr- aðra við Hjallabraut og á vistiheim- ilinu Höfn hefur verið lokað. Næsti samningafundur í deil- unni verður haldinn á morgun. -aþ Dollarinn 99 krónur Gengi krónunnar lækkaði nokkuð í gær eftir að hafa hækkað fyrst eftir opnun markaða í gærmorgun. Geng- ishækkun um 1,4% við opnun er rak- in til bjartsýni fjárfesta í kjölfar ákvörðunar um lög á sjómannadeil- 'una. Gengið endaði 0,8% lægra en við opnun og dollari í 99 krónum. Borgin frestar Reykjavíkurborg mun fresta áform- um um að skipu- leggja reit milli Lindargötu og Hverfisgötu, vegna óánægju íbúa. Hug- myndir voru um að fækka þarna um 40 hús til að rýma fyrir nýrri byggð. Boða verkfall Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga hefur boðað til tveggja daga verkfalls sem hefst á miðnætti mið- vikudaginn 30. maí 2001. Verkfallið nær til hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Gjöf frá ferðaskrifstofu Þýska ferðaskrifstofan Studiosus Reisen hefur fært Akureyrardeild Rauða kross Islands vandaðan skjá- varpa til fræðslustarfa í þakkarskyni fyrir aðstoð við þýskan ferðahóp sem lenti í rútuslysi á Norðurlandi síðast- liðið sumar. Beðinn afsökunar Skúli Jón Sig- urðsson, formaður Rannsóknarnefndar flugslysa, biðst af- sökunar á því að hafa blandað meint- um pólitískum tengslum Friðriks Þórs Guðmundsson- ar, faðir pilts sem lést eftir flugslys- ið í Skerjafirði, við Lúðvík Bergvins- son alþingismann í umræðuna um flugslysið. Haldið til haga Þau mistök urðu í laugardagsblað- inu að tónlistarmaðurinn Eggert Pálsson var skrifaður Másson. 1 frétt DV síðasta laugardag var Rico Saccani ranglega sagður hafa gegnt starfi aðalstjórnanda Sinfóní- unnar í áratug. Rétt er að tæp þrjú ár eru síðan hann tók við starfinu. Þá var sagt að hann hefði misst af tvennum síðustu tónleikum Sinfóní- unnar en þar var átt við þá tónleika sem honum var ætlað aö stjórna. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.