Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2001, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2001, Side 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 41 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fróttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. ítálir töpuðu Sigur auðjöfursins og fjölmiðlakóngsins Berlusconis í þingkosningunum var ósigur ítala, sem sýndu, að þeir létu sér í léttu rúmi liggja þrjá dóma, sem á hann hafa fall- ið fyrir að svíkja undan skatti, múta stjórnmálaflokki og falsa skjöl, svo og ákæru fyrir að múta dómurum. Þótt dómunum yfir Berlusconi hafi ekki verið fram- fylgt, eru þeir framarlega í ílokki ótal vísbendinga um fjölbreytta spillingu hans, sem urðu til þess, að tímaritið Economist og nokkur af virðulegustu dagblöðum Evrópu sögðu hann óhæfan til að vera forsætisráðherra. Maður af tagi Berlusconis gæti aldrei unnið kosningar í neinu ríki Vestur-Evrópu, ekki einu sinni í hinum Mið- jarðarhafsríkjunum, Spáni og Grikklandi. Fyrirbærið er sérstakt fyrir Ítalíu, þar sem menn segja enn, að menn „neyðist“ oft að brjóta lög til að koma sínu fram. Því dýpra sem saksóknarar hafa kafað í spillinguna, þeim mun betur hefur komið i ljós, hvernig hún gegnsýr- ir samskipti í stóru og smáu. Vitneskja um útbreiðslu spillingar hefur ekki hvatt ítali til gagnaðgerða, heldur gert marga þeirra ónæma fyrir vitneskjunni. Raunar má víða sjá leifar eins konar lénsskipulags mið- alda á Ítalíu. í stað þess að treysta þjóðfélaginu og stofn- unum þess leita menn verndar hjá lénsherra og gerast fylgismenn hans í stóru og smáu. Af þessari orsök hafa mafiur víða orðið riki í ríkinu á ítaliu. Fyrirbærið hefur verið ítarlega kannað af ítölskum fé- lagsfræðingum. Öfugt við lýðræðissinna mynda lénsveld- issinnar lítil og léleg félagstengsl í láréttum fleti jafningja, en þeim mun öflugri lóðrétt tengsl yfirmanna og undir- manna, milli lénsherra og lénsmanna. Berlusconi er einn af „sterku mönnunum“, sem víða hafa komizt til valda í þriðja heiminum, meðal annars vegna þess að kjósendur imynda sér, að ríkidæmi þeirra smitist yfir í þjóðfélagið. Allir þessir sterku menn hafa orðið þjóðum sínum til ógæfu og fjárhagstjóns. Andrúmsloftið er annað á Ítalíu en í Vestur-Evrópu al- mennt. Fjöldi ítala yppti öxlum, þegar hneykslisferill Berlusconis var tekinn fyrir í erlendum fjölmiðlum og hann sagður óhæfur til stjórnmála. Þeir telja útlendinga ekki skilja svonefndar sérstakar aðstæður á Ítalíu. ítalir láta sér margir hverjir líka fátt um finnast, þótt maður, sem hefur mikil áhrif vegna ríkidæmis síns og fjölmiðla sinna, bæti við pólitískum völdum. Þeir skilja ekki, að markviss dreifing valdsins í þjóðfélaginu er einn af mikilvægustu hornsteinum vestræns lýðræðis. Nú versnar staða ítaliu í samfélagi þjóðanna. Menn grafa upp gamlar áhyggjur af, að Ítalía sé ekki tækt í myntbandalag evrunnar, af því að ítalir beiti ekki sömu leikreglum og aðrar þjóðir Vestur-Evrópu. Traust um- heimsins á Ítalíu beið hnekki í þingkosningunum. Ekki er víst, að Berlusconi verði forsætisráðherra og ekki verða nein ragnarök á Ítalíu, þótt svo yrði. Svigrúm- ið til rannsókna á spillingu minnkar nokkuð og ríkiskerf- ið verður meira notað til að þjóna peningalegum sérhags- munum. Þetta er áfall, en lýðræðiskerfið lifir það af. Mestu máli skiptir, að Ítalía er grunnmúruö í Evrópu- sambandinu, sem setur mestu spillingunni stólinn fyrir dymar og sér um, að heilbrigðum vinnubrögðum að vest- rænum hætti verði beitt á mörgum mikilvægum sviðum í embættisrekstri og stjórnmálum á Ítalíu. Ekki má heldur gleyma, að helmingur ítala er saklaus af að hafa stutt Berlusconi. Baráttan milli gildismats lýðræðis og lénsveldis mun halda áfram á Ítalíu. Jónas Kristjánsson DV Skoðun Börnin fróð og góð Að gera bömin bæði góð og fróð eru einkunnarorð nýja skólans í Hafnarfirði, sem á að vera fyrsta tilraun í verktakastarfsemi í grunnskólahaldi. Þeir sem buðu í rekstur skólans köll- uðu sig íslensk menntasam- tök og ef treysta má þekkt- ustu fjölmiðlum landsins, þá höfðu þessi samtök mjög sterka fagaðila sem bak- hjarl. Það var því forvitni- legt aö heyra hvað aðalhug- myndafræðingur samtakanna hafði fram að færa. Hvert var fagnaðarer- indiö? Bandarísk hugmyndafræöi meö asísku ívafi Ríkissjónvarpið birti viðtal við ráðgjafa samtakanna, dr. Sunita Gandhi, og mikið fannst mér boð- skapurinn hljóma kunnuglega. Ég hafði heyrt hann í mörgum skólum á kynnisferð minni til skóla í Asíu- löndum fyrir fjórum árum. í þessum skólum voru áhugasamir, vel mennt- aðir og framsæknir kennarar. For- ystumenn þeirra höfðu lært fræði sín í Bandaríkjunum, þá að- allega eftir hugmyndum Maríu Montessori, en aðlag- að þær asískri hugmynda- fræði. Ég dáðist mjög að þessum skólum og starfsemi þeirra. Sjálf hefði ég gjaman viljað kenna viö slíkan skóla. í þeim ríkti agi, hlýðni, vinnusemi og þjónustulund. Mikið var lagt upp úr ætt- jarðarástinni; hver skóla- dagur byrjaði með fánahyll- ingu og þá voru bæði þjóðsöngurinn og einkunnarorð skólans rifjuð upp, en þau höfðuðu sérstaklega til skyldurækni, bæði gagnvart samfé- laginu, skólanum og ættinni. Eftir heimkomuna skrifaði ég grein í þetta blað og sagði þá: „Slíkt mun aldrei gerast hér. Okkur ein- faldlega skortir pólitískan vilja. Eng- inn ráðherra mundi þora það.“ - En hvað myndi ráðherrann ekki þora? Einkaskólar eða almenningsskólar? í Asíu og víðar eru bestu skólarn- ir i einkaeigu. Þeir geta valið nem- endur sína. Foreldrar aftur á móti telja það eðlilegt að vinna myrkranna á milli til að skrapa saman fyrir skólagjöldunum, sem eru mishá eftir skólum. Eftirsóttustu skólarnir hafa væntanlega einnig hæstu gjöldin. - Mér geng- ur erfiðlega að ímynda mér að íslenskir foreldrar væru tilbúnir að borga, segjum 600.000 til eina milljón króna á ári í skólagjöld fyr- ir hvert bam. Frekar vÚja þeir kaupa sér nýjan jeppa, fara í heimsreisu eða eiga glæsivillu. Þjónustan viö samfélagiö Ráðgjafa Hafnflrðinga var tíðrætt um þjónustuna. Þeir sem eitthvað hafa kynnt sér austræna hug- myndafræði vita, að víða í Asíu er skylda einstaklingsins fyrst og fremst gagnvart samfélaginu, ætt og forfeðrum. Einstaklingurinn sjálf- ur skiptir ekki eins miklu máli, þroska. Það sem við þurf- um er jafnvægi milli þess- ara þátta. Mér skilst að það sé einmitt þungamiðj- an í skólastefnu íslenskra menntasamtaka. En hér á Vesturlöndunum hefur það viljað brenna við að skyldurnar gleymast en réttinum sé haldið á lofti. Er íslenski skólinn alvondur? í sjónvarpsviðtalinu sagði dr. Gandhi að skól- inn okkar væri ekki í stakk búinn að sinna verk- efninu að gera börnin bæði fróð og góð. Mér er þvi spum: Hvernig stendur á því að grunnskólinn á ís- landi er ekki í stakk búinn að sinna því verkefni? Sjálf hef ég aldrei velkst í vafa um hvar hundurinn liggur grafinn: Það er vegna þess að við höfum ókeypis skóla, og allt sem er ókeypis finnst mönnum lítils virði. Marjatta ísberg Mér er því spurn: Hvernig stendur á því að grunnskólinn á íslandi er ekki í stakk búinn að sinna því verkefni? Sjálf hef ég aldrei velkst í vafa um hvar hundurinn liggur grafinn: Það er vegna þess að við höfum ókeypis skóla, og allt sem er ókeypis finnst mönnum lítils virði. nema sem hlekkur í þessari keðju. Hér á Vesturlöndum höfum við aftur á móti viljað leggja áherslu á einstaklinginn, möguleika hans og Koma Rússarnir loksins? Fyrir nokkru rakst ég á stutta frétt í einu dagblaðanna sem greindi frá því að Halidór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra hefði undirritað samn- ing við rússneska utanríkisráðu- neytið um sameiginlega útgáfu á heimildum er varða opinber sam- skipti ríkjanna. Fyrir alla áhuga- menn um sögu og stjórnmál 20. aldar eru þetta hin ánægjulegustu tíðindi og ber að fagna þessu framtaki ríkis- stjórna Rússlands og íslands. Nú á auðvitað eftir að koma í ljós hvernig staðið verður að þessari út- gáfu og hvaða skjöl verða fyrir val- inu. Þeim sem til þess starfs veljast verður talsverður vandi á höndum vegna þess hve mikið hefur hlaðist upp af heimildum, einkum á síðustu áratugum. Spurningin verður þá hvað skiptir máli og hvað ekki? Eru þær heimildir sem okkur þykja merkilegar núna endilega það sem fólk mun hafa áhuga á að nokkrum árum liðnum? Besta lausnin væri auðvitað sú að gefa ekki neitt út heldur opna þá heimildaflokka sem hér um ræðir, gera góða skrá yfir skjölin í þeim og segja síðan við sagnfræðinga og aðra fræðimenn: „vær so god“, gramsið að vild. Það yrði síðan þeirra mál að vinna úr heimildunum og túlka þær í ræðu og riti. Því miður dugar þessi lausn ekki til því fæstir þeirra sem áhuga hafa á að rannsaka þessar heim- ildir hér á landi skilja rússnesku og enn færri Rússar skilja íslensku og þeir sem það gera hafa ef- laust meiri áhuga á því sem Egill Skallagrímsson og Guðrún Ósvífursdóttir höfðu fyrir stafni en Guð- mundur í., Einar Ágústs- son og Gromýkó. Einhvers konar tví- tyngd útgáfa á heimildum verður að koma til. Mætti ég fá meíra aö heyra Það eina sem mér fannst miður við fréttina af útgáfunni er að hún skuli bundin við opinber samskipti ríkj- anna. Óopinber samskipti eru oftar en ekki jafnvel áhugaverðari en opin- beru samskiptin. í sambandi við þessa útgáfu hefði til dæmis verið gráupplagt að birta sem flest gögn um samskipti Kommúnistaflokks Ráð- stjómarríkjanna við íslenska stjórn- málamenn. Svo mikiö hefur verið þvargað um þau samskipti á undan- förnum árum að þeir sem málið varð- ar eiga rétt á því að hægt verði að meta þau af fullri sanngirni. Ekki væri síður athyglisvert að fá að sjá umþenkingar sovésku leyniþjónust- unnar um íslensk málefni. Þar er nú líklega ekki töluð vitleysan. Nú er það því miður svo að á und- anfórnum árum hefur æ fleiri heim- ildaflokkum í rússneskum skjalasöfn- um verið lokað aftur eftir að hafa staðið opnir um nokkurra ára skeið. Útgáfa Jeltsínstjómarinnar á gögnum fyrirrennara sinna eru líka varasamar þvi þar var einkum dregið íram það sem gat orðiö þeim til hnjóðs en hitt látið liggja milli hluta. Því verður að segjast eins og er að rússneski þáttur útgáf- unnar er hálfgerður vonar- peningur en samningurinn gefur íslendingum hins vegar gott tækifæri til að gera að- gengilegar heimildir um sögu íslands á 20. öld. Nýr andi í ráðuneytinu Á þeim árum sem Halldór Ás- grímsson hefur setið í utanríkisráðu- neytinu hefur orðið gerbylting i af- stöðu ráðuneytisins til þeirra sem áhuga hafa haft á að rannsaka ís- lensk utanríkismál. Lengi vel þurftu menn að hafa gengið með flokksskír- teini í Sjálfstæðisflokknum í marga ættliði til að fá aðgang að gögnum ráðuneytisins og jafnvel hógværustu framsóknarmenn og kratar voru litnir homauga þar á bæ. En nú er öldin önnur, hvort sem það er Hall- dóri Ásgrímssyni að þakka eða að al- menn hugarfarsbreyting hefur orðið í ráðuneytinu. Útgáfa íslensk/rússnesku skjal- anna gefur tækifæri til að skrá ná- kvæmlega stóran hluta af safni ráðu- neytisins og gera það þannig enn að- gengilegra til rannsókna. Með því væri hálfur sigur unninn, góð skrá yfir rússnesku skjölin væri síðan eins og fjórfaldur í lottói. Að lokum þetta til Halldórs: Hvernig væri að hnippa í þá í Was- hington varðandi svipaðan samning? Guðmundur J. Guðmundsson „Á þeim árum sem Halldór Ásgrímsson hefur setið í utan- rikisráðuneytinu hefur orðið gerbylting í afstöðu ráðuneytis- ins til þeirra sem áhuga hafa haft á að rannsaka íslensk ut- anríkismál. “ - Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Ummæli Furðuleg uppátæki „Þingfréttaritari Morgunblaðsins nefnir ... að ég hafl oft lýst undmn minni yflr málflutningi Jóns Bjamasonar - og er ég ekki einn um það. Hitt er rangt hjá blaða- manninum, að mér sé mikil skapraun af því að Jón taki jafnan til máls, ef ég fer í ræöustól. Áð sjálfsögðu virði ég þann rétt Jóns án þess að það skap- rauni mér, hef raunar stundum gam- an af furðulegum uppátækjum hans og skringilegu sjónarhomi." Björn Bjarnason á heimasí&u sinni. Á gamla genginu „Þótt rétt hafi verið að breyta úr fastgengisstefnu yfir í verðbólgumark- mið voru vikmörkin sett of hátt og nú þegar er verðbólgan í efri mörkunum. Seðlabankinn átti að sýna sérstaka aðgæslu fyrstu vikumar og verja krónuna miklu falli. Hann gerði það ekki og það er mjög ámælisvert. Al- menningur undirbýr sig þegar undir verðbólguskriðu og gleymd hugtök eins og „vörar á gamla genginu" skjóta upp kollinum." Ágúst Einarsson á heimasíöu sinni. Innsýn í Evrópu „Eurovision færir mér innsýn í Evrópu. Ég fæ að sjá hvað sumar þjóðir halda að öðrum þjóðum þyki fínt og sniðugt og ég fæ stundum að sjá hvað þjóðunum sjálfum þykir fínt og sniðugt. Ég fæ að sjá nýjustu tísku i fatnaði, hárgreiðslu, fórðun og fram- komu. Ég fæ að sjá tilgerð, einlægni, gleði, vonbrigði, keppni og samvinnu. Allt í einum hrærigraut en í glæsi- legri sjónrænni umgerð." Þráinn Bertelsson í Fréttablaöinu í gær. Spurt og svaraö A að leggja sérstakt gjáld á nagladekk? Ragnheiður Dayíðsdóttir, forvamafulltrúi V7S Mannslíf vega þyngra en malbik „Slíkt flnnst mér vera öfug þróun í umferðaröryggismál- um, mannslífin vega þyngra en skemmdir á malbiki. Hjólbarðar eru það hátoll- aðir í dag. Hins vegar skynja ég mikinn þunga í þessari naglalausu-umræðu og vUji margra stendur tU þess að útrýma nagladekkjunum. Ég er sannfærð um að ef við sláum af kröfum okk- ar um góðan dekkjabúnað bifreiða íjölgar um- ferðarslysum í jöfnu hlutfaUi og er varla á bæt- andi í dag. Ef menn vilja bæta umferðarmenn- inguna í landinu ættu þeir frekar að snúa sér að því að fjölga lögreglumönnum við umferðarlög- gæslu, en á því er mikil þörf. Ég myndi svo sannarlega óska eftir stuðningi borgaryfirvalda við slíkt þjóðþrifamál.“ Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstœðisflokks Mikilvœgur öryggisbúnaður „Borgarfulltrúar R-listans eru duglegir við að finna upp á nýjúm sköttum og álögum. Þrátt fyrir hátíðleg loforð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Helga Hjörvars um að skattar og álögur á borgarbúa yrðu ekki hækkuð undir stjórn þeirra hafa borgarbúar fengið yfir sig hol- ræsaskatt, útsvarshækkanir og stórhækkun fasteignagjalda og margvíslegra þjónustugjalda. Nýjasta hugmyndin er nagladekkjaskattur en frá því R-listinn komst tU valda, hefur hann am- ast við bUanotkun reykvískra fjölskyldna. í ís- lenskri veðráttu eru nagladekk mikUvægur ör- yggisbúnaður, ekki síst í efri hverfum borgar- innar, og ég tel vafasamt að skattleggja slíkan búna!ð meira en nú er gert.“ Sigurður Helgason, Umferðarráði Fólkið hafi val „Ég held að slík framkvæmd sé afskaplega erflð í fram- kvæmd. Veröldin einskorðast ekki bara við Reykjavík og íjöldi fólks fyrir norð- an, austan og vestan telur nauðsynlegt að vera með bUa sína á nagladekkjum. Það er líka ágætt að menn kynni sér hvaða hópur í þjóðfélaginu hefur lagt mest af mörkum tU þess að draga úr útblástursmengun frá bUum á undanfórnum árum. Það eru bUeigendumir sjálfir sem nú eru famir að aka á mun smærri og mengunarminni nöglum og á bUa eru komnir hvarfakútar sem jafnframt draga mikið úr menguninni. Megin- málið er að fólk hafi hér val og að aUar stað- reyndir málsins liggi ljósar fyrir." Stefán Ásgrímsson, ritstjóri FÍB-blaðsins í óllum regn- bogans litum „Hugmyndin um nagladekkja- gjald er af sama meiði og hug- myndir um bUreiðagjöld og hvers konar græna skatta og skatta í öUum regnbogans lit- um sem ekki sist stjórnmálamönnum dettur í hug að leggja á samborgara sína í nafni umhverfisverndar. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að auka skatttekj- ur og standa þannig undir sívaxandi útþenslu hins opinbera geira. Annað mál er að nagladekkin slita götum og valda mengun. Ástæðan er ekki bara sú að vetur eru oft mUdir, eins og sl. vetur, heldur aðaUega sú að hjólbarðar eru orðnir betri. Nýjustu ónegldu vetrardekkin standa bestu nagladekkjum lítið eða ekkert að baki hvað varðar öryggi. Notkun nagla- dekkja hefur minnkað af þessum ástæðum og á eftir að minnka enn meir. Er það ekki nóg?“ Tllaga um þetta er komin fram í umhverfis- og heilbrigöisnefnd Reykjavíkur. Tilgangurinn er meöal annars aö draga úr loftmengun í borginni Rosalega er ég klár. Við lifum í stéttlausu samfélagi Við erum öll á kafi í hlutabréfumi, skuláasöfnun, atvinnuþrefí o.s.frv. i Afhverju fáið þið forstjórarnar þá 400 sinnum hærri laun en verkamennirnir? Við erum svo rosalega klárir! Dagur samstöðu Laugardagurinn 12. maí var dagur samstöðu á ís- landi. íslendingar, tugþús- undum saman, sennilega þorri þjóðarinnar, stóðu saman sem einn maður og fylktu liði undir einu merki eða því sem næst. Þessi víðtæka samstaða og hópefli sem myndaðist á laugardaginn snerist ekki um sjálfstæði þjóðarinnar. Menn voru ekki að þjappa sér saman til að bæta kjör öryrkja og aldraða. Sam- staðan beindist ekki gegn áformum ríkisstjórnarinnar um setningu laga á sjómannaverkfall. Og hér voru menn ekki að rotta sig saman til að mótmæla meintu sam- ráði olíufélaganna um eldsneytis- verð og ekki heldur eignarhaldi sæ- greifanna á þjóðarauðnum. Nei, hér var vissulega meira í húfi en þetta allt samanlagt: nefnilega fótboltaleik- ur í Bretlandi og popphátíð í Dan- mörku. Úti í Bretlandi, nánar tiltekið í Cardiff i Wales, leiddu saman hesta sína fótboltalið frá London og Liver- pool síðastliðinn laugardag. Ekki myndaðist algjörlega órofa samstaða uppi á íslandi vegna þessa leiks því konur héldu sig mestan part til hlés í átökunum og samstaða þúsunda karla var tvískipt; það er ein fylking- in studdi Arsenal og hin Liverpool. Allir stóðu sem sé með sínu liði. Að leik loknum brutust viða um land út fagnaðarlæti eða gekk á með gráti og tanna gnístran. í kaupstað úti á landi blakti stóreflis fáni fram af svölum, rétt eins og briddslið bæjarins hefði unnið kjördæmismót- ið enn og aftur eða ung- mennafélagið héraðs- glímuna í 50. skipti í röð. En tilefnið var reyndar annað, sem sé sigur heima- bæjarliðs Bítlanna í enska bikarnum Söngvakeppnin í Kaup- mannahöfn sameinaði hins vegar þjóðina að mestu og að venju í fyrir fram ógrundaðri sigurvímu. Fólk kom saman í hópum og flokkum, í heimahúsum, á veitingastöðum og víöar og hvatti sína menn til sigurs. Árangurslaust aö vísu, en líka þarna stóðu menn með sínu liði. Að standa með sínu liði I fljótu bragði virðist þetta ekki merkilegt. íslenskir karlmenn hafa áratugum saman gert sig að bernsk- um fíflum í tengslum við fótboltabrölt í Bretlandi og víðar. Og íslenska þjóð- in hefur jafnan ummyndast í idjóta þegar söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva er annars vegar. En það er samt svolítið merkilegt að svo margir séu enn tilbúnir til að standa með sinu liði og stýðjá það fram í rauðan dauðann, hvort sem í hlut á Liverpool, Arsenal eða ísland. Svo mikið er búið að tuða um að við lifum á tímum taumlausrar einstak- lings- og efnishyggju þar sem hver er sjálfum sér næstur, hugsjónir og sameiginleg markmið löngu úrelt þing, pólitiskur áhugi í sögulegu lág- marki og samstaða á nokkru sviði yf- irhöfuð óhugsandi þegar hver og einn hugsar fyrst og fremst um að skara eld að eigin köku. Sauðtryggð Það kann að þykja heldur fáfengi- legt að bera saman annars vegar sauðtryggð við bresk fótboltafélög og bamslegan þjóðrembuáhuga á Evr- ópupoppi og hins vegar háleitar hug- sjónir og markmið á sviði þjóömála, mannúðar og menningar. En þama eru auðvitað tengsl á milli, að minnsta kosti tæknilegs eðlis. Sem sé þau að fyrst menn eru enn tilbún- ir til að standa saman um eitthvað, hversu ómerkilegt sem það er, þá hlýtur að vera hægt að sameina sama fólk af merkilegra tilefni og til stuðnings við mikilsverðari málstaði en breskan fótbolta og Evrópupopp. íslendingar upp til hópa virðast því enn móttækilegir fyrir því að þjappa sér saman um tiltekinn mál- stað og að standa með sínu liði. Það er svo hlutverk uppalenda, kennara og síðar stjórnmálamanna að reyna að hafa áhrif á það hvaða lið menn velja sér til að styðja. Og það skiptir auðvitað, þegar upp er staðið, megin- máli fyrir flesta hvar í sveit þeir skipa sér. Samstaða er í rauninni allt sem þarf. Og það er jafn gilt þó samvinnu- hugsjónin eigi sér nú formælendur fáa, einstaklingshyggjan ríði húsum sem aldrei fyrr og samkeppnispostul- arnir prediki daglega í djöfulmóð í musterum verslunar og valds. Söngvakeppnin í Kaupmannahöfn sameinaði hins vegar þjóðina að mestu og að f venju í fyrír fram ógrundaðrí sigurvímu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.