Alþýðublaðið - 19.11.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.11.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUB LAÐIÐ 1026 — Eitk þúsund tuttugu og sex — er sfmanúmer verzlunarinnar f Gamla baukanum. — Þaðan fáið þér bezta og ódýrasta Steinoliu. Veitið okkur góðfúslega þá ánægju að panta nokkra lftra til reynsiu. Verzlunin „Skógafoss" Aðalstræti 8. — Sími 353. Nýkomið: Ágætt spaðsaltað kjöt, verð 1 kr. pr. V* kg. — Enn- fremur nýkomið með Botnfu: Epli og vfnber. Ennfremur kerti átór og smá. — Verðið afar lágt. Alþbl. er blafi allrar alþýflu. St ein o1 í a kemur með es. Villemoes. — Verðið er: Hvítasunna (White May)............. kr. 52,00 pr. 100 kg. Kóngaljós (Royal Standard)......... — 50,00 — — — Tunnan tóm aukreitis........................... 6 krónur. Biðjið » t í ð um þessa? teg.I Þeir, sem pantað hafa, gefi sig fram undir eins og skipið kemur. — Nokkur hluti oliunnar er eftir ópantaður. Landsverzlunin. Peysur og prjónaföt á börn og fullopðna, nýkomln. Helgi Jónsson Ritstjóri og ábyrgðarmaBur: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg. ivan Turgenlew: Æskumlnnlngar. er mjög lagleg konal“ En öðruvísi myndi hann hafa hugsað, ef ekki hefði staðið svona sérstaklega á fyrir honum, því Maria Nikolajeona Polosof, fædd Kolyschin var merkileg manneskja. Ekki fyrir það, að hún væri beint svo fríð. Ennið var heldur lágt og nefið dálítið foogið upp að framan. Hún hafði heldur ekki neitt fagran hörundslit né fallegar hendur og fætur. En hvað gerði það til? Allir sem mættu þessum kvenmanni, létu samt sem áður töfrast af þessu hálf rússneska og hálf tatariska útliti hennar og framkomu. En mynd Gemmu verndaði Sanin og var honum brynja, Eftir svo sem tíu mínútur kom Maria Nikolajeona aftur ásamt manni sínum. Hún gekk til Sanins og hreyfingar hennar voru svo hrifandi, að hér fyr á tímum hafði margur látið tryllast aí þeim. „Þegar slíkur kvenmaður kemur á móti þér, er það eins og hann hafi gersamlega ráð á allri þinni gæfu,“ ■— var einu sinni sagt. Hún rétti Sanin hendina og sagði með vingjarnlegri röddu, en þó lítið eitt ófram- færnislegri: „Þér verðið hér — er ekki svo? Eg kem ffljótt aftur. . . .“ Sanin hneigði sig með lotningú og María Nikola- jevna fór aftur út úr stofunni. Hún leit við um leið og brosti svo yndislega en hvarf svo. Þegar hún brosti komu þrír spékoppar fram í kinn- inni á henni. Augun brostu þó enn þá meira en rauðu þunnu, freistandi varirnar hennar með örlitlum rauð- leitum blettum vinstra megin. Polosof lallaði aftur inn í stofuna og settist 1 hæginda- stólinn. Hann þagði eins og áður, en einkennilegt bros ék um varir hans öðru hvoru. Hann leit út fyrir að vera gamall og var þó aðeins þremur árum eldri en Sanin. Miðdegisverðurinn, sem hann lét bera fyrir sig og gestinn var íburðarmikill, en Sanin leiddist nú samt sem áður meðan á máltíðinni stóð. Polosof horðaði ósköp makindalega, beygði sig yfir diskinn og lyktaði hér um bil af hverjum bita. Fyrst skolaði hann munniun í víni, rendi því svo niður og smjalsaði með vörunum. . . . Og um leið og hann byrj- aði að borða steikina fór hann að tala, en um hvað lialdið þið að það hafi verið? Hann sagðist ætla að láta senda sér heila hjörð af Merinsfé. Og hann talaði lengi og nákvæmlega um þetta efni. Þegar hann var búinn að drekka einn bolla að sjóð- andi heitu kaffi, beit hann í endann á Havannavindli og sofnaði, Sanin til mikillar gleði. Sanin gekk án þess að það heyrðist, fram og aftur á mjúka gólftepp- inu og fór að hugsa um hjónaband þeirra Gemmu og hvaða fréttir hann myndi nú hafa til -þess að færa henni. En Polosof vaknaði strax og sagði að þetta væri mjög óvenjulegt, hann væri ekki búinn að sofa nema hálfa aðra klukustund. Hann fékk sér staup af víni og borðaði þess utan einar átta skeiðar af sultu, sem þjónninn færði honum. Hann sagðist ekki geta lifað án þessarar sultu. Svo leit hann á [Sanin og spurði hann, hvort hann vildi ekki spila Svarta Pétur við hann? Sanin tók þv£ með mestu þökkum 1 þeirri von að Polosof þegði þá að minsta kosti um Merinsféð, Báðir fóru svo inn í dagstofuna; þjónninn kom með spilin og þeir byrjuðu. Og við þetta voru þeir, þegar Maria Nikolajevna kom aftur frá Lasunski greifafrú. Hún fór að hlægja, þegar hún sá þá. Sanin stökk á fætur en hún hrópaði: „Sitjið þið bara og haldið áfram að spila! Á meðan ætla eg að hafa fataskifti, en svo kem eg.“ Ög svo fór hún út og tók hanskana af sér um leið í hendingskasti. Það leið ekki á löngu þar til hún kom aftur. Hún

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.