Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2001 DV Sprengjuárás í ísrael Israelar kváðust í gær ekki ætla að grípa til hefndaraögerða vegna sprengjuárásarinnar í Hadera. Sharon ítrekar vopnahlésbeiðni Tveir Palestínumenn gerðu í gær sjálfsmorðsárás nálægt strætisvagni í bænum Hadera í ísrael. Lík mann- anna fundust eftir að sprengja hafði sprungið í bíl þeirra. Yfir 40 manns særðust í árásinni. Nokkrum klukkustundum áður hafði vörubíl- stjóri beðið bana er hann gerði árás á herstöð ísraela á Gazasvæðinu. Vörubillinn var fullur af sprengiefn- um. Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, fordæmdi í gær árásimar en ítrekaði samtímis beiðni sína frá því fyrr í vikunni um vopnahlé í átökum ísraela og Palestínumanna. Palestínumenn segja að stöðva verði stækkun gyðingabyggða eigi þeir aö samþykkja vopnahlé. Bílar verði al- menningseign DV, BEJING: Kínverjar hyggjast stórbæta kjör fólks í landinu á næstu árum. Um landið þvert og endilangt stendur yfir lagning hraðbrauta og víða er verið að reisa sumarleyfisstaði fyrir er- lenda ferðamenn. Stjórnvöld í Bejing leggja mikla áherslu á að byggja stór og mikil hótel sem uppfylla ströng- ustu kröfur vestrænna ferðamanna sem eiga svo að borga brúsann. Samkvæmt dagblaðinu China Daily hefur bifreiðaframleiðendum nú verið gefið leyfi til að láta markaðsverð stjórna verði á bifreiðum en áður var slíkt í höndum rikisins. Gert er ráð fyrir að bílar verði almenningseign í landinu kringum 2020 og þá á að vera búið að leggja hraðbrautir milli allra helstu héraða í landinu. -Kip Donna og Rudolph Giuliani Borgarstjóri New York herðir barátt- una í skilnaðardeilunni. Borgarastjórafrú- in rekin úr starfi Rudolph Giuliani, borgarstjóri New York, ætlar að láta eiginkonu sína, Donnu Hanover, sem hann stendur í skilnaði við, hætta að gegna opinberum störfum. Starfs- mannastjóri borgarstjórans hringdi á dögunum til góðgerðarsamtaka og tilkynnti að borgarstjórafrúin yrði ekki gestgjafí á árlegri samkomu. Sjálf vissi Donna ekkert af sím- hringingunni. Þykir henni hún hafa verið niðurlægð. Samtökin ætla að bjóða Donnu að halda ræðu. Lögmaður borgarstjórans ætlar einnig að áfrýja úrskurði dómstóls um að ástkona Giulianis megi hvorki heimsækja hann í opinberan bústað hans og Donnu né vera við- stödd athafnir sem böm hans taka þátt í. Eigandinn hafði fengið viðvörun Fjölskylda, sem hélt brúðkaups- veislu í samkomuhúsinu í Jerúsal- em er hrundi á fimmtudagskvöld, hafði varað eiganda hússins við að ekki væri allt með felldu. Þetta kom fram í útvarpi ísraelska hersins í gær. „Þegar ég sat meðal gestanna fann ég titring í húsinu. Ég sagði við þá að þetta væri jarðskjálfti. Þeir sögðu það ekki geta verið held- ur stafaði titringurinn ef til vill af dansinum. Ég sá glösin hreyfast og mér fannst að við ættum að hringja í eigendurna svo að ekkert hræði- legt kæmi fyrir,“ sagði Yosef Lank- ari sem fyrir viku hélt brúðkaups- veislu fyrir dóttur sína í samkomu- húsinu. Halda átti veislu dóttur hans síðastliðinn fimmtudag en ákveðið var að flýta brúðkaupinu um viku. Þrátt fyrir viðvörunina greip eig- andi hússins ekki til neinna að- gerða. Samkvæmt úttekt á bygging- unni, sem gerð var fyrir slysið, kom í ljós að lög höfðu verið sniðgengin er leyfi var veitt fyrir byggingunni. Lögreglan í Jerúsalem handtók i gær átta manns vegna slyssins, íjóra eigendur hússins, verkfræðing verktaka og sölumann. í gær höfðu fundist um 25 lík i rústum samkomuhússins. Talið var að enn væru um 10 manns fastir í rústunum. Yfir 300 slösuðust er gólfið opnaðist undir gestunum sem stigu dans. Alls voru yfir 600 manns í brúðkaupsveislu Keren og Assafs Drors sem bæði komust lífs af. Á myndbandsupptöku úr veisl- unni sést hvernig gestirnir, sem voru að dansa, hurfu skyndilega niður um gólflð. „Ég gerði mér allt í einu grein fyrir að það var ekkert undir fótun- um á mér. Ég sveif eins og ég væri í fallhlíf en fallhlifina vantaði. Ég lenti á bakinu og sá bara stórt gat þar sem gólfið hafði verið,“ sagði Leah Hassin sem var lögð inn á sjúkrahús. Hún kvaðst hafa séð bara höfuð fólks standa upp úr rúst- unum og heyrt skelfíngaróp í böm- um og öldruðum. Einn björgunar- maður fann lík heillar fjölskyldu á stólum umhverfis brotið borð. Mi "-íí - ML jp ' * * - Gólfiö opnaðist Þessi mynd, sem er frá myndbandsupptöku eins gestanna, var tekin strax eftir að gólfiö hafði gefiö sig undan gestunum sem dönsuðu í brúökaupsveislunni. Skelfing greip um sig meðal þeirra sem horfðu á vini sína hverfa niður um gólfiö. Faðernismál tveimur dögum fyrir kosningar Dómari í Perú, Carmen Kcomt, hefur boðað forsetaframbjóðandann Alejandro Toledo fyrir rétt vegna faðernismáls 1. júní næstkomandi, tveimur dögum fyrir kosningarnar sem búist er við að hann sigri í. Hann er meö 13 prósenta forskot á keppinaut sinn, vinstrimanninn og fyrrverandi forseta Perú, Alan Garcia. Lucrecia Orozco, sem segir Toledo föður 13 ára dóttur sinnar, Zarai, hefur höfðað málið. Ekki á að úrskurða fyrir rétti hvort Toledo sé faðir stúlkunnar eða ekki heldur ákveða hvort hann eigi að greiða meðlag með henni. Toledo, sem er hagfræðingur af indíánaættum, hefur alltaf vísað því á bug að hann sé faðir stúlkunnar þrátt fyrir að læknisskoðun, fyrir- skipuð af öörum dómara, hafi sýnt að 97 prósent líkur væru á að barn- Heimtar DNA-rannsókn Zarai kveðst vera dóttir Aljandro Toledo, forsetaframbjóöanda í Perú. Þessari mynd af henni var dreift á Netinu um leið og Toledo var hvattur til að gangast undir DNA-rannsókn. ið væri hans. Toledo neitaði 1996 að gangast undir DNA-rannsókn eins og honum var skipað. Málið var lagt til hliðar vegna ónógra sönnunar- gagna. Orozco höfðaði á ný mál á þessu ári til að fá meðlag með dóttur sinni. Toledo segir faðernismálið af- greitt og segir málshöfðunina sam- særi til að grafa undan honum. For- setinn hefur jafnframt visað á bug fullyrðingum um að rannsókn hafi leitt í ljós 1998 að hann hafi neytt kókaíns eftir að hann hafði sést með þremur konum á hóteli 1998. Hjónaband Toledos og belgískrar eiginkonu hans, Eliane Karp, hefur verið stormasamt. Þau voru skilin að borði og sæng árum saman og fengu síðan lögskilnaö. Þau giftust á ný á siðasta ári. Hjónin eiga 18 ára dóttur saman. Eyðilagði sönnunargögn Slobodan Milos- evic, fyrrverandi Júgóslavíuforseti, fyrirskipaði árið 1999 þáverandi inn- anríkisráðherra að eyðileggja gögn um þá glæpi sem framdir voru í Kosovo. Háttsettur lögregluforingi, Dragan Karleusa, fullyrti þetta í gær. Grunur um gin og klaufa Býli í Rogaland í Noregi hefur verið einangrað vegna gruns um gin- og klaufaveiki. Sýni hafa verið send til Danmerkur til rannsóknar. Sleikjó gegn ofbeldi Lögreglan í Leicesterskíri i Englandi ætlar að taka með sér sleikjó og segulbandsspólur með þekktum barnalögum til að róa of- beldisfullar fyllibyttur á krám og næturklúbbum. Bandarískur sál- fræðiprófessor segir fyllibytturnar minnast bernskunnar við þetta og hverjar þær eru í raun og veru. Neitar neyðarástandi Talsmaður Wahids Indónesíufor- seta vísaði þvi á bug í gær að hann hygðist setja á neyðarástandslög til að leysa upp þingið sem hótar hon- um ríkisrétti. Ráðgjafar Megawati varaforseta sagði hana myndu hafna boði forsetans um skiptingu valds. Varað við díoxíni í mjólk Breska matvælaeftirlitið varaði i gær við því að díoxín kynni að vera i mjólk kúa sem væru á beit þar sem dýr hefðu verið brennd vegna gruns um gin- og klaufaveiki. Prinsessa fær búseturétt Prinsessan frá Bahrain, Meriam Al-Khalifa, sem flýði land með bandarískum her- manni, hefur fengið búseturétt I Banda- ríkjunum. Prinsess- an kvaðst myndu sæta ofsóknum sneri hún aftur heim. Stefna McDonalds Reiðar grænmetisætur og hindúar í N-Ameríku hafa stefnt McDonalds fyrir svik og krefjast milljóna dollara í bætur. Fyrirtækið kvaðst steikja kartöflur upp úr jurtaoliu en þær voru forsteiktar úr dýrafitu áður en þær voru frystar. Bretland í forystu Tony Blair, for- sætisráðherra Bret- lands, lagði á það áherslu í ræðu í gær að Bretar ættu að láta af einangr- unarstefnu sinni og taka að sér forystu- 0,000000,,,, hlutverk í Evrópu. Sagöi hann Bretland myndu njóta meiri virðingar meðal bandamanna eins og Bandaríkjanna léki ekki vafi á forystu þeirra í Evr- Mjálparmenn komust ekki Hjúkrunarlið Rauða krossins komst ekki til þorpa í Makedóníu í gær til að liðsinna særðum vegna bardaga hersins og albanskra skæruliða. 2 þúsund þorpsbúar eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.