Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Blaðsíða 47
55 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2001 X>V______________________________________________________________________________________________íslendingaþættir 100 ára____________________ Anna Kristinsdóttir, Hjallaseli 55, Reykjavík. 85 ára______________________ Elín Guðmundsdóttir, Skólavegi 48, Fáskrúðsfiröi. 80 ára Ólafur Ástráöur Hólm Finnbogason sjómaður, . «■ Sjávargrund 15A, X Garðabæ. ^ -ir'k Hann veröur að heiman. Einar Arnórsson, Langagerði 11, Reykjavík. Guðbjörg Rósa Jónsdóttir, Torfnesi, Hlíf 1, isafirði. Ragnar Magnússon, Blesugróf 12, Reykjavík. Þórey Kristjánsdóttir, Fljótaseli 13, Reykjavík. 75 ára__________________________________ Árni Guðjónsson, Bergstaðastræti 3, Reykjavík. Sigurgeir Axelsson, Rjúpufelli 7, Reykjavík. ' '0 ára________________________________ Gísli Svavar Jónsson, bóndi á Lækjarbakka, ■ Gaulverjabæjarhreppi, verður sjötugur á mánu- daginn. Eiginkona hans er Þóra Sigurjónsdóttir. Þau taka á móti gestum að heimili sinu, sunnud. 27.5. milli kl. 13.00 og 18.00. Lilja Jóelsdóttir, Stekkjarholti 18, Akranesi. Stefán Guðjohnsen, Árgili, Árborg. 60 ára__________________________________ Ester Árnadóttir, Laugateigi 21, Reykjavík. Esther Gunnarsson, Framnesvegi 12, Reykjavík. Haraldur Torfason, Hátúni lOb, Reykjavík. Hólmfríður Garðarsdóttir, Völlum, S.-Þing. Jón Torfi Snæbjörnsson, Lónkoti, Skagaf. 50 ára _________________________________ ■ Snorri Stelnþórsson, matreiðslumeistari í - Ráðhúsi Reykjavíkur, ' Ásholti 24, Reykjavík. A Eiginkona hans er Helga Jónsdóttir. Þau og dóttir þeirra taka á móti gestum í Oddfellow- húsinu, Vonarstræti, 27.5. kl. 16.-19. Guðbjörg Sigurðardóttir, Bakka 2, Akranesi. Halldóra Þ. Ólafsdóttir, Fellsmúla 8, Reykjavík. Jóhanna Geirsdóttir, Norðurfelli 5, Reykjavík. Kristín Hjálmarsdóttir, Stífluseli 4, Reykjavík. Sólveig Baldursdóttir, Breiðvangi 31, Hafnarfiröi. Þóra Ottósdóttir, Stiklum, Skútustaðahr., S.-Þing. Þórmundur Skúlason, Hlíðarbraut 10, Blönduósi. 40 ára__________________________________ Axel Hilmarsson, Vesturbergi 118, Reykjavík. Björn Skaptason, Hofteigi 20, Reykjavík. Gísli Kristján Birgisson, Egilsgötu 18, Reykjavík. Linda Sjöfn Þórisdóttir, Háaleitisbraut 41, Reykjavík. Ómar Valþór Gunnarsson, Skólabraut 8, Seltjarnarnesi. Sigurður Björn Guðmundsson, Blöndubakka 13, Reykjavík. Sævar Óli Hjörvarsson, Sundstræti 34, Isafirði. Torfi Hjartarson, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Ólafur Þorsteinsson, fýrrv. stórkaup- maöur, Naustahlein 13, Garðabæ, er látinn. Útför hans fer fram frá Garða- kirkju, Álftanesi, þriðjud. 29.5. kl. 13.30. Ásta Guðmundsdóttir, Stóru-Seylu, Skagafirði, verður jarðsungin frá Glaum- bæjarkirkju laugard. 26.5. kl. 14.00. Sigurlaug Antonsdóttir, Skógargötu 5, Sauöárkróki, verður jarðsungin laugard. 26.5. kl. 14.00. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju. Steinar Viggósson veröur jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánud. 28.5. kl. 13.30. Sigríður Jóhannsdóttir, kennari og bóndi, Víðihlíð, Gnúþverjahreppi, veröur jarðsungin frá Stóra-Núpskirkju laugard. 26.5. kl. 14.00. mm Stefán Guðjohnsen fyrrv. framkvæmdastjóri og bridgeleikari Stefán J. Guðjohnsen fram- kvæmdastjóri, Árgili í Haukadal í Biskupstungum, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Stefán fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1952 og við- skiptafræðiprófi frá HÍ 1957. Stefán var skrifstofustjóri Máln- ingar hf. í Kópavogi 1957-78 og framkvæmdastjóri þar 1978-1998 er hann lét af störfum vegna aldurs. Stefán er einhver fremsti bridgespilari íslendinga fyrr og síð- ar. Hann varð íslandsmeistari í sveitakeppni í bridge tólf sinnum, 1956,1958, 1959, 1960,1961,1963,1966, 1967, 1970, 1974, 1976, og 1981. Hann varð íslandsmeistari í tvímennings- keppni 1959 og íslandsmeistari í ein- menningskeppni 1974. Þá varð hann bikarmeistari 1978 og 1979. Hann hefur leikið hundrað áttatiu og tvo landsleiki í bridge en hann tók þátt í Evrópumeistaramótinu í Ósló 1958, í Torgay 1961, í Baden-Baden 1963, í Dublin 1967, Ólympíumótinu í Deanville 1968, Evrópumeistara- mótinu í Ósló 1969, í Aþenu 1971, í Ostende 1973, í Brighton 1975 og Ólympíumótinu í Monte Carlo 1976. Þá hefur hann leikið landsleiki í Reykjavík við Holland, England og Sviss. Auk þess hefur Stefán þótt liðtæk- ur billiardleikari en hann varð tvisvar íslandsmeistari í snóker auk þess sem hann er í hópi þekktustu laxveiðimanna hér á landi. Stefán sat um árabil í stjórn Bridgefélags Reykjavíkur og Bridgesambands islands. Hann var lengi gjaldkeri Bridgefélags Reykja- víkur og formaður þess 1962-64. Stefán sá um bridgeþætti í Visi frá 1956 og hefur séð um bridgeþætti DV frá stofnun blaðsins. Fjölskylda Stefán kvæntist 25.12. 1955 Guð- rúnu Egilsdóttur Ragnars, f. 31.1. 1934, húsmóður og snyrtisérfræð- ingi. Hún er dóttir Egils Ragnars Ragnarssonar, vélfræðings og út- gerðarmanns á Siglufirði og Þórs- höfn, og k.h., Sigríðar Elísabetar Stefánsdóttur Ragnars, fyrrv. versl- unarstjóra í Reykjavík. Börn Stefáns og Guðrúnar eru Eg- ill, f. 9.6. 1955, tannlæknir í Reykja- vík, kvæntur Kolbrúnu Hauksdótt- ur; Sigríður, f. 17.3. 1959, jassballet- kennari í Kópavogi, gift Guðgeiri Sigmundssyni verslunarmanni; Jakob, f. 25.5. 1961, verslunarmaður í Garðabæ, var kvæntur Sigur- björgu Hlöðversdóttur en þau skildu en kona hans er Hrafnhildur Kristinsdóttir hárgreiðslumeistari; Stefán Gunnar, f. 25.4. 1966, tölvu- verkfræðingur, kvæntur Hönnu Láru Gylfadóttur, nema í hjúkrun- arfræði við HÍ. Systkini Stefáns eru Kristín, f. 10.5. 1928, fyrrv. sölufulltrúi hjá Flugleiðum í Reykjavík; Þórður, f. 23.10. 1936, d. 18.11. 1998, verslunar- maður í Reykjavík; Dóra, f. 29.5. 1938, líffræðingur i Reykjavík. Foreldrar Stefáns: Jakob Guðjohnsen, f. 23.1. 1899, d. 11.10. 1968, raforkuverkfræðingur og raf- Attatíu og fimm ára Geir Gissurarson fyrrv. bóndi að Byggðarhorni í Flóa Geir Gissurar- son fyrrv. bóndi að Byggðarhomi i Flóa, Grænumörk 5, Selfossi, verður áttatíu og fimm ára þann 30.5. Starfsferill Geir fæddist að Byggðarhorni og ólst þar upp við al- menn sveitastörf. Hann tók við búi foreldra sinna, tuttugu og eins árs og stundaði þar búskap i hálfa öld. Jafnframt bústörfum stundaði hann sláturhússtörf hjá Kaupfélaginu Höfn og SS á Selfossi. Geir flutti í eina af íbúðum verka- lýðsfélaganna fyrir aldraðra á Sel- fossi 1993 og býr þar nú. Hann skil- aði búi til yngri sonar síns, upp- byggöu að húsum og vélakosti en nú hýsa þau á annað hundað nautgripi. Gísli, sonur hans, hefur nú brugðið búi og sonur hann, Baldvin Ingi, hefur tekið við. Geir tók virkan þátt í ungmenna- félagi, uppbyggingu samvinnu- manna og hefur verið félagi í Bún- aðarfélagi íslands. Fjölskylda Geir kvæntist 1939 Jónínu Sigur- jónsdóttur, f. 20.10. 1911, d. 10.7. 1988, frá Kringlu. Foreldrar hennar: Sigurjón Gíslason frá Hraungerði, bóndi og fræðimaður, og k.h., Jódís Ámundardóttir, frá Kambi í Flóa. Börn Geirs og Jónínu: Gissur Ingi, f. 1939, d. 1996, húsasmiður, hljómlistamaður og landpóstur, var kvæntur Ásdísi Lilju Sveinbjörns- dóttur; Úlfhildur, f. 1942, stuðnings- fulltrúi í skóla, gift Sigvalda Har- aldssyni; Hjördis Jóna, f. 1944, sjúkraliði og hljómlistamaður, gift Þórhalli Geirssyni; Gísli, f. 1945, bóndi, kvæntur Ingibjörgu Kristínu Ingadóttur; Brynhildur, f. 1951, skrifstofumaður, gift Kristjáni Ein- arssyni. Barnabörnin eru átján og langafabömin tuttugu og eitt. Systkini Geirs: Margrét Ingibjörg, f. 1897; Gunnar, f. 1898; Sigurður, f. 1900, dó 19 ára; Jón, f. 1901; Óskar, f. 1903; Margrét, f. 1904; Sigurður Ágúst, f. 1905; Vig- dís, f. 1907; Stefan- ía, f. 1908; Þómý, f. 1909; Helga, f. 1911; Ólafur, f. 1912; Bjarnheiður, f. 1913; Kjartan, f. 1914; Sigurður, f. 1918. Af þessum hópi er aðeins eitt systkina Geirs á lífi, Þórný, á nítug- asta og öðru aldursári. Foreldrar Geirs: Gissur Gunnars- son, f. 1872 að Byggðarhorni, bóndi, og Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 1876 að Langholti í Hraungerðishreppi, húsfreyja. Ætt Gissur var sonur Gunnars, b. i Byggðarhorni, Bjarnasonar, b. á Valdastöðum, Jónssonar, b. í Gríms- fjósum, Bjarnasonar, bróður Eyj- ólfs, langafa Guðjóns, afa Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings. Móðir Gissurar var Margrét Gissurardótt- ir, b. á Brú, Gunnarssonar og Guð- bjargar Loptsdóttur, systur Guðrún- ar, langömmu Árna Sigurðssonar frikirkjuprests og Þorkels, föður Salóme, fyrrv. alþingisforseta. Ingibjörg var systir Sigurðar, fyrsta formanns Dagsbrúnar, bún- aðarmálastjóra og alþm., afa Egg- erts Haukdals. Ingibjörg var dóttir Sigurðar, b. í Langholti í Flóa, Sig- urðssonar og Margrétar Þorsteins- dóttur, b. í Langholtsparti, bróður Páls, langafa Markúsar Arnar út- varpsstjóra. Þorsteinn var sonur Stefáns, b. í Neðra-Dal, Þorsteins- sonar. Móðir Sigurðar var Ingveld- ur Þorsteinsdóttir, systir Filippus- ar, langafa Ingveldar, móður Guð- rúnar Helgadóttur rithöfundar. Geir verður með heitt á könnunni í samkomusal Grænumarkar 5 sunnudaginn 27.5. frá kl. 15.00. magnsstjóri í Reykjavík, og k.h., Elly Hed- wig Guðjohn- sen, f. Nowottn- ick 2.3. 1903, d. 12.11. 1962, hús- móðir i Reykja- vík. Ætt Bróðir Jak- obs var Einar Oddur Guðjohn- sen, kaupmaður á Húsavík, faðir Aðalsteins, verkfræðings og rafmagnsstjóra í Reykjavík. Jakob var sonur Stefáns Guðjohnsens, kaupmanns á Húsavík, hálf- bróður Þóru Guð- rúnar, Baldurs Stefán Guöjohnsen, fyrrv. framkvæmdastjóri Stefárt hefur oröiö íslandsmeistari í sveitakeppni 7 bridge oftar en nokkur annar. Auk þess hefur hann skrifaö meira móður um bridge en nokkur annar íslendingur en hann hefur veriö Möllers, með fasta bridgeþætti í Vísi og síöan DV frá 1956. fyrrv. ráðuneytis- stjóra og skákmanns, fóður Markús- ar Möllers, hagfræðings hjá Seðla- bankanum. Stefán var sonur Þórðar Guðjohnsens, verslunarstjóra í Reykjavík og á Húsavík, bróður Mörtu Maríu, móður Ingibjargar Thors, konu Ólafs forsætisráöherra. Þórður var sonur Péturs Guðjohn- sens, tónskálds og dómorganista í Reykjavík og ættfoður Guðjohnsen- ættar. Móðir Þórðar var Guðrún Sigríður Knudsen, dóttir Lauritz Michels Knudsens, ættfóður Knudsenættar. Móðir Stefáns kaup- manns var Halldóra Margrét Svein- björnsson, systir Sveinbjöm tón- skálds og Lárusar dómstjóra. Hall- dóra var dóttir Þórðar háyfirdóm- ara Sveinbjörnssonar og Kirstine Cathrine Knudsen, systur Guðrúnar Sigríðar. Móðir Jakobs rafmagnsstjóra var Kristín Jakobsdóttir, kaupmanns á Vopnafirði, Helgasonar og Elísabet- ar Ólafsdóttur. Sj'ötugur Ingvar Aðalsteinn Jóhannsson fyrrv. framkvæmdastjóri í Njarövík Ingvar Aðal- steinn Jóhanns- son, fyrrv. fram- kvæmdastjóri, Ár- skógum 8-13 3, Reykjavík, er sjö- tugur í dag. Starfsferill Ingvar fæddist í Reykjavik og ólst þar upp í austur- bænum. Hann lauk barnaskóla- prófi frá Austur- bæjarskólanum,- gagnfræðaprófi frá Gagnfræða- skóla Austurbæjar 1947, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavik, lærði vélvirkjun í Vélsmiðunni Hamri hf. og lauk sveinsprófi í vél- virkjun 1951, vélfræðiprófi frá Vél- skólanum í Reykjavík 1954 og lauk síðan námskeiði í verkstjórnun hjá National Foremans Institute í New York í Bandaríkjunum 1955. Ingvar var yfirmaður véladeildar og vélaverkstæða íslenskra aðal- verktaka sf. og Sameinaðra verk- taka sf. 1955-57. Hann var einn af stofnendum Jám-og pípulagninga- verktaka ehf. 1957 og framkvæmda- stjóri félagsins þar til það var sam- einað Keflavíkurverktökum hf. 1998 en hann lét þá af störfum fyrir aldursakir. Ingvar var einnig einn af stofn- endum Plastgerðar Suðurnesja 1966 og framkvæmdastjóri hennar til 1977. Ingvar var búsettur í Njarðvík 1956-94. Hann var síðasti oddviti hreppsnefndar Njarðvíkur og fyrsti forseti bæjarstjórnar Njarðvikur, sat í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Gullbringusýslu, í stjórn sjálfstæðisfélagsins Njarðvíkings, í stjórn Iðnaðarmannafélags Suður- nesja, Landssambands iðnaðar- manna, Útflutningsráðs iðnaðarins, var fyrsti varaþm. Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi 1974-79, sat í fjölmörgum nefndum og félagastjórnum, sat í ritnefnd Sögu Njarðvíkur og hefur skrifað fjölmargar greinar í blöð og tímarit. Fjölskylda Ingvar kvæntist 16.6. 1953 Sigríði Höllu Einarsdótt- ur, f. 9.10. 1932, hárgreiðslumeist- ara og húsmóður. Hún er dóttir Ein- ars Eggertssonar, kafara í Reykja- vík, og Sveinbjarg- ar Árnadóttur húsmóður. Börn Ingvars og Sigrtðar Höllu eru Auður, f. 6.4. 1953, húsmóðir í Vest- mannaeyjum, var áður gift Jóni Ey- tjörð Jónssyni skipstjóra og eiga þau tvö börn og tvö barnabörn en seinni maöur hennar er Snorri Gestsson skipstjóri og eiga þau eitt barn; Hildur, f. 19.6. 1955, mat- reiðslumeistari í Garðabæ, en mað- ur hennar er Leifur Eiríksson, varð- stjóri í Slökkviliði Keflavíkurflug- vallar, og eiga þau tvö börn; Björg, f. 21.6. 1958, bóndi í Efstadal II í Laugardal, var áður gift Arnari Jónssyni húsasmíðameistara og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn en seinni maður hennar er Snæ- björn Sigurðsson, bóndi í Efstadal II og eiga þau tvö börn; Rósa, f. 8.6. 1960, skrifstofumaður 1 Njarðvík, en maður hennar er Ólafur Bjömsson smábátasjómaður og eiga þau tvö börn. Systkini Ingvars: Guðmundur Jó- hannsson, f. 6.11. 1929, fyrrv. skrif- stofustjóri í Keflavík; Ásthildur Jó- hannsdóttir, f. 23.2.1937, húsmóðir í Njarðvík. Hálfsystir Ingvars, samfeðra, er Helga Jóhannsdóttir, f. 9.8. 1918, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Ingvars voru Jóhann Oddur Jónsson, f. 21.2. 1892, d. 20.8. 1968, vélfræðingur í Reykjavík, og Þuríður Dalrós Hallbjörnsdóttir, f. 22.2. 1905, d. 19.3. 1996, húsmóðir Halla og Ingvar verða á ferðalagi um eyjar og strandir Skagafjarðar á afmælisdaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.