Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Blaðsíða 13
------------------------------------- tot ihw . t—iir iiiffliiT tít ; mr LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2001 Fréttir 13 I>V Frummatsskýrsla um Reyöarál segir umhverfisáhrif innan marka: Gífurleg aukning gróðurhúsalofts - segir Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra Viðskiptaráðherra á „kvikmyndaveiðum“: Hjörleifur Guttormsson. Umhverfisáhrif fyrirhugaðs ál- vers við Reyöarfjörð eru ekki þess eðlis að þau mæli gegn fyrirhugaðri framkvæmd. Þetta er megin- niðurstaða frum- matsskýrslu Reyðaráls vegna mats á umhverf- isáhrifum en skýrslan var kynnt á blaða- mannafundi í gær. Þar kemur fram að mengun vegna byggingar og reksturs álvers við Hraun í Reyðarfirði verður vel innan viðmiðunarmarka fyrir ná- læga byggð. Rekstur álversins get- ur haft í för með sér breytingar á gróðurfari innan þynningarsvæð- isins í næsta nágrenni álversins þar sem viðkvæmari gróður hörfar. Áhrif á dýralíf verða óveru- leg. Samkvæmt útreikningum um dreifingu mengandi efna í sjó fyrir fullbyggt álver má vænta nokkurra áhrifa á lífríki sjávar frá vot- hreinsibúnaði en einungis á tak- mörkuðu svæði fram undan iðnað- arlóðinni. Rekstur álversins mun valda útstreymi á gróðurhúsaloft- tegundum sem nemur 520 þús. tonnum á ári í 1. áfanga og um 770 þús. tonnum á ári í 2. áfanga. Almenningur hefur nú frest fram til 6. júlí að gera athugasemd- Alver í Reyöarfiröi Mengun veröur innan viömiöunarmarka, segir í frummatsskýrslu. ir við frummatsskýrsluna, en í ágústbyrjun á Skipulagsstofnun að kveða upp úrskurð sinn. Þann úr- skurð getur almenningur kært til umhverflsráðherra sem fyrir októ- berlok á að vera búinn að segja lokaorðið í máli þessu. Það er svo á fyrstu mánuðum næsta árs sem Norsk Hydro ætlar að kveða upp úr með hvort fyrirtækið muni reisa álver á Reyðarfirði. „Það sem fram kemur sem meg- inniðurstaða framkvæmdaaðila þarf ekki að koma á óvart. Á hana verður lagt mat á næstu vikum af Skipulagsstofnun. Við blasir gífur- leg aukning á losun gróðurhúsa- lofttegunda hérlendis og fyrir utan staðbundin áhrif er sú losun það stærsta sem varðar mengun frá verksmiðjunni. Þar eru svo samfé- lagsáhrifm kafli út af fyrir sig og að mínu mati ekki vænleg fyrir austfirskt samfélag," sagði Hjör- leifur Guttormsson, náttúrufræð- ingur í Neskaupstaö, í samtali við DV um þetta mál. -sbs Kynnti skattafslátt á hátíðinni í Cannes Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra segist mjög ánægð með þær viðtökur sem hún hlaut á kvik- myndahátiðinni í Cannes á dögun- um. Ráðherrann fór utan til að kynna skattfríðindi íslands til handa áhugasömum fjárfestum. Þeir sem ákveða að koma til íslands og taka myndir sínar hér fá 12% endurgreiðslu af útlögðum kostnaði. „Þetta var mjög góð ferð og gott tækifæri til að kynna þessi lög. Mér skilst að mjög hafi verið tekið eftir þessu og það varð umfjöllun um málið,“ sagði Val- gerður í samtali við DV. Leikurinn var einmitt til þess gerður að fá kynningu á lög- unum og ráð- herra telur að Valgeröur þau geti skipt Sverrisdóttir. sköpum um áhuga fjárfesta, hvort þeir komi til landsins eöa ekki. Heimildir DV herma að það hafi vakið mikla athygli að iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafi mætt á há- tíðina í eigin persónu en Valgerður svarar því til að aðrir verði að dæma um það. Spurð hvort hún hafi hitt marga þeirra finu og frægu við- urkennir Valgerður að hún sé ekki alltof vel að sér í nöfnum þess hóps. En hún hafi a.m.k. hitt allmarga sem séu að vinna í þessari grein. „Þetta var akkúrat rétti staður- inn og stund.“ -BÞ Akureyrarbær efnir gamla samþykkt um gjafabréf til MA: Gefið út nú vegna byggingar í Stefánsiundi Bæjarstjórinn á Akureyri, Kristján Þór Júlíusson, afhenti í vikunni Tryggva Gíslasyni, skólameistara Menntaskólans á Akureyri, gjafabréf fyrir lóð- inni sem Menntaskólinn stend- ur á við Eyrarlandsveg, samtals 4,7 hektara. Þetta gerist þó 73 árum eftir að bæjarstjórn Akur- eyrar samþykkti að gefa skólan- um lóðina en samþykktin var gerð 6. október 1928. Þáverandi bæjarstjóri á Akureyri var Jón Sveinsson en hann var bæjar- stjóri frá 1919 til 1934. Alla tíð var talið að gjafabréf- ið hefði verið afhent og þinglýst á MA en það var ekki fyrr en þingmálabækur Akureyrarbæj- DV-MYND BRINK Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, af- hendir Tryggva Gíslasyni, skólameistara MA, gjafa- bréf fyrir lóö skólans, „aöeins“ 73 árum eftir sam- þykkt bæjarstjórnar. ar voru kannaðar vegna byggingar nýs heimavist- arhúss í Stefánslundi að í ljós kom að formlegt gjafa- bréf hafði aldrei verið gef- ið út. Þegar ganga átti frá samningum Menntaskól- ans og sjálfseignarstofnun- arinnar Lundar, sem ætlar að byggja nýja heimavist- arhúsið, kom hið sanna í ljós. Að óbreyttu hefði Menntaskólinn ekki getað samið við Lund og Lundur ekki haft byggingarrétt á lóðinni. Enginn lóðar- samningur var fyrirliggj- andi vegna lóðarinnar við Eyrarlandsveg. -GG LAUGARDALSHÖLL 2-4. - 27. MAÍ □ PIÐ KL. 11-23 ALLA DAGANA BILASYNING . CDM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.