Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2001, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2001
DV
25
Helgarblað
Eftir þaö starfaði ég um tíma sem
bílasölumaður hjá Ford-umboðinu
KR Kristjánssyni. Ég held að ein-
hver besti skóli sem pólitíkusar
geta gengið í sé að verða sölumenn.
í öðru tilfellinu ertu að selja vöru, í
hinu ertu að selja hugmyndir og þú
ferð nokkurn veginn nákvæmlega
eins að þessu.“
Engin sjáifsánægja
Sigurgeir segist hafa orðið póli-
tískur strax í æsku. En af hverju
kaus hann að fylgja Sjálfstæðis-
flokknum?
„Vegna þess að ég hef alltaf haft
trú á því að einstaklingurinn hyggi
best að sínum málum sjálfur," segir
hann.
„Vitanlega þarf samfélagið að
koma inn í þar sem þess er þörf en
samfélagið á ekki að grípa fram fyr-
ir hendurnar á einstaklingnum.
Hann verður að fá að sýna hvað í
honum býr.“
„Veturinn sem ég var
fermdur lét ég smíða fyr-
ir mig trillu, önglaði
saman fyrir henni með
því að stokka upp línu og
fara í sendiferðir og nýtti
einnig peninga sem ég
fékk í fermingargjöf.
Þetta var árið 1947 og
báturinn kostaði þá 9500
krónur. Á þessum tíma
hvarflaði sannarlega ekki
að mér að ég œtti eftir að
verða bœjarstjóri. “
Pólitískur ferill Sigurgeirs hefur
verið samfelld sigurganga og hann
hefur aldrei tapað kosningum. „Ég
hygg að ég hafi á mínum pólitíska
ferli ekki sagt meira en ég gat stað-
ið við og fólk kunni að meta það.
Hér á Nesinu höfum við yfirleitt
haft prófkjör og þótt ég hafi lent í
fyrsta sæti hef ég nokkrum sinnum
farið í fjórða sætið og sagt við íbú-
ana: „Það er ykkar að ráða því
hvort ég fer eða verð.“ Þetta hefur
tekist og síðustu kosningar voru
stórkostlegar. Það er óskaplega
gaman að hætta með 65,3 prósenta
fylgi."
- Liggur skýringin á velgengni
þinni þá i persónuvinsældum?
„Þú mátt ekki gera of mikið úr
þeim. Ég er fulltrúi ákveðinnar
stefnu, sjálfstæðisstefnunnar, sem
ég hef alltaf aðhyllst. Sem betur fer
er hægt að fmna sjálfstæðismenn og
krata í hverjum einasta einstak-
lingi. Ef þú kannt að nálgast þessar
irinri persónur manna þá er eftir-
leikurinn ekki svo erfiður."
Horfir glaöur um öxl
Þegar Sigurgeir horfir yfir ríki
sitt er hann þá ekki harla ánægður
með árangurinn?
„Maður má ekki fyllast sjáifs-
ánægju en þegar ég lít um öxl get ég
ekki verið annað en ánægður, ein-
faldlega vegna þess að mér og mínu
samverkafólki hefur tekist að skapa
eftirsóknarvert samfélag hér á Nes-
inu. íbúðaverö er hér töluvert
hærra en annars staðar en fólk get-
ur jafnframt verið öruggt um að
íbúðir þeirra haldist í verði. Hér
eru góðir skólar sem sótt er í. For-
gangsröðunin hefur mikið til snúist
um börnin enda erum við fædd á
þessa jörð til að fæða af okkur börn
og koma þeim sæmilega til manns.
Árangurinn er greinilegur en um
leið og ég gleðst yfir honum þá verð
ég líka að horfa í eigin barm ef eitt-
hvað mistekst. En sem betur fer eru
plúsamir miklu fleiri en minusarn-
ir.“
Eitthvað sem hefur verið erfitt á
þessum árum?
„Erfiðleikarnir eru kannski helst
þeir að þurfa að láta enda ná saman
án þess að taka of mikla skatta af
íbúunum. Við höfum reynt að vera
trúir þeirri stefnu okkar að krónan
George Clooney:
Polir
ekki
Jennifer
Lopez
Leikarinn geðþekki, George
Clooney, hefur útlit fyrir aö vera
hvers manns hugljúfi eða að
minnsta kosti hverrar konu. Hann
lék á móti Jennifer Lopez í hinni
vinsælu hasarmynd, Out of Sight,
sem fékk frábæra dóma fyrir
nokkrum misserum. Það virtist fara
vel á með þeim í myndinni en sann-
leikurinn er annar.
Clooney mun hafa trúað drykkju-
félögum sínum fyrir því að hann
hafi ekki þolað Lopez meðan á tök-
um stóð og það hafi verið óþægilegt
að leika á móti henni í nánum ást-
aratriðum þar sem þau þurftu til
dæmis að kyssast. Þar fyrir utan
hafl Lopez verið montin og leiðin-
leg, uppstökk og önug. Við sama
tækifæri sagði Clooney að hann hafi
oröið ástfanginn af Michelle Pfeiffer
þegar þau léku saman í One Fine
Day og hann dáist takmarkalaust að
Juliu Roberts.
Margir karlmenn elska Jennifer
Lopez á laun en það er greinilegt að
ekki er allt sem sýnist í fari þeirrar
fögru konu.
George Clooney
Hann lék á móti Jennifer Lopez
í Out of Sight.
Sigurgeir hefur setið við völd í nærri 40 ár
„Ég hygg að ég hafi á mínum pólitíska ferli ekki sagt meira en éggat staöiö viö og fólk kunni aö meta það.
„Maður má ekki fyllast
sjálfsánœgju en þegar ég
lít um öxl get ég ekki ver-
ið annað en ánægður,
einfaldlega vegna þess að
mér og mínu samverka-
fólki hefur tekist að
skapa eftirsóknarvert
samfélag hér á Nesinu.
íbúðaverð er hér töluvert
hœrra en annars staðar
en fólk getur jafnframt
verið öruggt um að íbúð-
ir þeirra haldist í verði. “
Þingmennska heillaði ekki
Fjölmörg dæmi eru um stjóm-
málamenn sem hefja feril sinn í
bæjarmálum og hella sér síðan út í
landsmálapólitíkina en slíkt hefur
aldrei verið Sigurgeiri alvarleg
freisting. Hann var varaþingmaður
Sjálfstæðisflokks á árunum
1978-1979 og sat nokkrar vikur á
þingi en þingmennskan heillaði
ekki. „Hún hefði ekki átt við mig,“
segir hann.
„Ég held að það sé frekar leiði-
gjarnt að sitja á þingi sem óbreyttur
lögin á höfuðborgarsvæðinu eiga
afar gott samstarf og þar er yfirleitt
ekki talað um pólitík nema á léttu
nótunum. Það væri ofmælt að segja
að þar væri litið á ríkið sem and-
stæðing en þetta eru tveir pólar og
þar er töluverður núningur. Ég held
að sveitarstjórnarmenn, hvar í
flokki sem þeir standa, líti svo á að
þeir séu í sama báti og þá skiptir
engu máli hvaða rikisstjóm er við
völd.“
Að rækta tengsl við
samfélagið
Sigurgeir segist ekki eiga margar
frístundir.
„Þegar maður er bæjarstjóri í til-
tölulega litlu samfélagi er ætlast til
þess að maður taki þátt í lífinu í
kringum sig. Það verður maður að
gera í ríkum mæli ef maður ætlar
að halda tengslum við samfélagið.
Ég er reyndar að verða meiri nátt-
úruunnandi með árunum og þakka
það því að ég fékk síðari sumarbú-
staðardelluna seint á niunda ára-
tugnum. Við hjónum áttum gamlan
bústað uppi í Kjós en byggðum nýj-
an bústað um 1987 og þar eyðum við
flestum frístundum okkar.“
Þegar Sigurgeir er spurður um
lífshugmyndir sínar og trú segir
hann: „Öfugt við marga aðra held ég
að ég hafi verið miklu trúaðri þegar
ég var yngri. Ég er alinn upp í
næsta húsi við kirkjuna á Sauðár-
króki. Pabbi minn heitinn söng í
kirkjukómum þannig að þeir voru
ófáir sunnudagarnir sem ég elti
hann upp í kirkju. Kannski hef ég
mestmegnis tekið út mína kirkju-
göngu á unglingsárum. Ég er ekki
viss um að fólk sé jafn einlægt í trú-
málum og það var hér áður fyrr.
Efnishyggjan virðist heilla fólk
meir en trúin. Sjálfur hef ég mína
trú en hún er ekki eins einlæg og
hún var.“
Sigurgeir situr nú sitt síðasta
kjörtímabil sem bæjarstjóri. En
hvað tekur svo við?
„Ég finn mér eitthvað við að vera
þegar þar að kemur. Ég þykist hafa
nokkra reynslu í sveitarstjórnar-
málum og sest kannski í einhverjar
nefndir. Annars er ég búinn að vera
úti á vinnumarkaði frá sextán ára
aldri og kannski er nóg komið. Nú
er líka tími til að dekra við barna-
börnin. Barnabömin standa manni
að mörgu leyti nær en manns eigin
börn gerðu meðan maður stóð í lífs-
baráttunni fyrir alvöru. Maður
saknar þess eftir á að hafa ekki
sinnt börnum sínum meira en mað-
ur gerði. Nú er kominn tími til að
kvitta fyrir þaö með því að sinna
barnabörnunum."
Sigurgeir ætlar nú að sinna fjölskyldunni
Maður saknar þess eftir é aö hafa ekki sinnt börnum sínum meir en maöur
geröi. Nú er kominn tími til aö kvitta fyrir þaö meö þvi aö sinna barnabörnunum. “
sé betur komin í hendi skattborgar-
ans en okkar og það sé hans að ráð-
stafa henni. Við höfum líka lagt
áherslu á að sáralítill eða enginn
biðlisti sé eftir dagvist barna. Dag-
gjöld hjá okkur eru reyndar í hærri
kantinum en við kjósum að haga
því þannig fremur en að hafa langa
biðlista og slaka þjónustu. En slag-
urinn snýst alltaf um að láta enda
ná saman án þess að ganga of nærri
greiðsluþoli borgaranna
þingmaður. Þeir sem vinna við
stjómsýslu sveitarfélaga geta fengið
hugmynd að morgni og framkvæmt
hana að kvöldi. En á Alþingi er hug-
myndin kannski að velkjast i kerf-
inu í eitt eða tvö ár áður en menn
geta komið henni í framkvæmd, ef
þeir gera það þá einhvern tíma.“
Sjálfstæðisflokkurinn er við völd
á Seltjarnarnesi og R-listinn við
völd í Reykjavík en Sigurgeir segir
engan ríg þarna á milli. „Sveitarfé-
) /1 U /
Íitýtt bliið ttllt ríf'id
Tálgað í tré
Jómna Bjartmar/
Vorið og fugfarnir
Griiuiverk og pallar
Efnar Logí grasalæknir
Vín og matur smella sainan
Kolonihave í Kaupmannahöfn
Fæst Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ
/
Askriftarsími 586 8005
Útgefandi: Rit & Rækt ehf, Háholti 14,270 Mosfellsbæ, www.rit.is, rit(©rit.is