Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Blaðsíða 6
Flestir kjósa að stunda sitt kynlíf innandyra og þá með einhverjum sem þeir þekkja. Þó eru til þeir sem
telja skemmtilegra fyrir stemninguna í kynlífinu að vera utandyra og þá er stundum ekki verra að einhver
gæti komið auga á fólk við atlotin. Nokkrir staðir í miðborg Reykjavíkur eru þekktir fyrir utanhússkynlíf.
Nokkrum þeirra verða gerð skil hér að neðan. Listinn er þó langt frá því að vera tæmandi.
Sumir vilja að vindur leiki um rassinn
Kirkjugarðurinn
Suðurgötu
kirkjugarðurinn
er oröin algjör klassísk
í utandyrasamfaralífi
Reykvíkinga. Ástin er
eins og oft nálægt
dauðanum. Hins vegar
má deila um hversu
smekklegt það er
gagnvart hinum látnu.
Á mótum Tún-
götu og Garða-
strætis
Þeim sem búa I gamla
Vesturbænum þykir
gott aö koma við í
þessum smekklega
garði og tjá ást sína
ðhamið. Undirlagíð er
hart en Vesturbæingar
eru ekki þekktir fyrir
aumingiaskap.
Hljómskála-
garðurinn
Eini „skrúðgarðurinn" i
miðborg Reykjavíkur
getur ekki verið annað
en vinsæll til kyn-
lífsiðkana. Þar er góð-
ur gróður og skilyrði til
utanhússkynlífs er
með því besta sem
gerist á þessari
breiddargráðu.
Hraðbankinn
Lækjargötu
Hraðbankinn er á
mörkum þess að telj-
ast til útikynlífs en það
er staðreynd að örygg-
ismyndbönd bankans
gætu verið áhugaverð
fyrir David Atten-
borough og aðra sem
hafa áhuga á tilhugalífi
tegundanna.
Tjarnargötu-
inngangur
Ráðhússins_________
Það er eihs og sér-
staklega hafi verið
hugsað um lostafull
pör þegar Ráðhúsið
var teiknað. Við Tjarn-
argötuinnganginn eru
góð skilyrði hvað varð-
ar skjól en undirlagið
frekar hart.
í skjóli Ingólfs
Ekki er ólíklegt að
Ingólfur hafi verið grað-
ur og góður þegar
hann mætti til Reykja-
vikur. Afkomendur
hans hafa margir
hverjir örvast mjög i
návist hans og fundið
losta sínum útrás i
mökum nærri höföingj-
anum.
Austurvöllur
Austurvöllur er fjölfar-
inn staður og ekki
nema fyrir þá sem eru
illa farnir af greddu.
Nærri víst er að ein-
hver muni koma að
þeim sem stunda kyn-
líf sitt þar. Og ef lögg-
an er nærri, sem hún
er oftast, liggur leiðin
upp á Hverfisgötu.
Alþingisgarö-
urinn
Það má ótrúlegt teljast
iíii'■ ■" r'Zir\. ef þingmenn I gegnum
tíðina hafa ekki brugö-
' ** ið sérútígarðtil aðfá
sér drátt. Þetta eru
kjöraðstæður og gott
fyrir spennuflkna þing- menn og aðra sem unna útikyniífi.
Garðkorn við
Vitastíg
Það er auðvitað baga-
legt að mega búa við
það að fólk sé að kyn-
makast við húsvegg-
inn en það er ekki ólík-
legt aö þessi skemmti-
legi garður hafi orðið
fyrir kynferðislegu
áreiti.
Laugavegsskot
Þetta er eitt af fjöl-
mörgum skotum við
Laugaveg og nærliggj-
andi götur sem fínt er
að skella sér inn í og
stunda ástaleiki. Þetta
skot sem er ofarlega
við götuna er gott að
því leyti að hægt er að
velja milli viöar- og
moldarundirlags.
Garðurinn við
Þinaholtsstræti
Það er misjafnt hversu
mikið skjól fólk fer
fram á við kynmök.
Garðurinn við Þing-
holtsstræti er ekki
skjólsæll en þó er vit-
að til þess að fólk hafi
látiö sig hafa það að
eðla sig þar.
Vetrargarður
Vetrargarðurinn er ekki
langt frá leigubílaröð-
inni og ágætt aö drepa
tlmann með því aö
rölta þar inn og stunda
kynlíf. Það skemmir
hins vegar nokkuð fyrir
að sumum þykir gott
að létta á sér og losa
sig við úrgang í garðin-
um.
Fyrmm áskrifandi Stöðvar 2, Mikael Torfason, skilur ekki af hverju Stöð 2 ætlar að
fara að láta einhvem útlendan banka eyðileggja þessa iíka ágætu sjónvarpsstöð.
Af hverju segir Stöð 2 ekki fokk-it?
Jón Olafsson er í útlöndum og starfsmenn Stöövar 2 ættu að nota tækifæriö
og gera hallarbyltingu í Árbænum.
ar mamma sagði mér að við ætluðum að ger-
ast áskrifendur að Stöð 2. Annar dagurinn
sorglegur, hinn gleðilegur - í raun einn af stóru
dögunum í æsku minni. Víð vorum að fara að
gerast áskrifendur. í vikunum á undan hafði
hver bekkjarfélaginn á fætur öðrum fengið
slíka tilkynningu frá foreldrum sinum og nú gat
ég farið skólann og sagt öllum að við værum
áskrifendur aö Stöð 2.
Svo mér þykir vænt um Stöð 2. Það hefur oft
verið svoldið attitúd í fréttunum þar, eitthvað
sem stundum hefur jaðrað við pönk. Og þegar
maður hefur horft á algerlega innihaldslausar
sjónvarpsfréttir i Danmörku sér maður hvað við
höfum það gott sjónvarpslega heima á Islandi.
Þvi Danir geta ekki búið til sjónvarpsfrétt þótt
þeir geti samiö Júróvisjónlög.
Af hverju svo stórt lán?
En það sem ég skil ekki er af hverju Stöð 2
segir ekki lánardrottnum sínum að hoppa upp
í rassgatið á sér. Ég skil eiginlega hvorki upp
né niður i neinu sem Stöð 2 er aö spá í þessa
dagana og hvað þá af hverju í fjandanum þeir
þar voru að taka erlend lán. Fyrir hverju voru
þeir að taka lán? Ekki voru þeir að byggja sér
risahallir eða framleiða stór sjónvarpsverk.
Þeir hafa rétt haldið úti frábærri fréttastofu,
Fóstbræðrum og sæmilega skemmtilegu
morgunsjónvarpi.
Nema þeir hafi tekið lán handa Jóni Ólafssyni
og félögum hans. Það er eina skýringin sem ég
get fundið á stórtækri lántöku Stöðvarinnar.
Að hún sé aö kaupa sjálfa sig af Jóni og hans
kumpánum. Það getur varla veriö að Stöð 2
hafi tekið lán fyrir neinu öðru. Allavega er ekk-
ert sem bendir til þess í augnablikinu að Stöð
2 hafi nokkurn tíma þurft á svo miklu fjármagni
að halda að gengisbreytingarnar séu nú aö
setja hana á hausinn.
Henda dóttur minni út
Og ef þetta er eins og ég held að þetta sé þá
skil ég ekki af hverju Stöð 2 segir þessum
Tjeis Manhattan, eða hvað bankinn heitir, að
hún láti hann ekki hafa krónu. Ha? Segiði hon-
um bara að éta skít og haldið áfram með
morgunsjónvarpið og ráðið fimmtíu manns til
viðbótar í stað þess að segja einum einasta
starfsmanni upp. Segiði fokk-it.
Það er allavega það sem ég ætla að gera. Og
við konan bæði. Viö ætlum ekki að troða litlu
dóttur okkar upp á féló eða hætta að boröa
morgunmat út af frjálsu falli íslensku krónunn-
ar. Við höfum ákveðið að gefa skít I þetta.
Segjum fokk-it og látum erlenda lánardrottna
hoppa upp I rassgatið á sér. Því það er það
sem góðar fjölskyldur gera. Þær standa sam-
an en fara ekki að henda meðlimunum út á
gaddinn.
Fokk-it! Fokk-it!
Því þannig hefur maður alltaf haldið að Stöð 2
væri. Að þetta væru frumherjar sem hefðu
barist fyrir tilvist sinni í fjöldamörg ár og ætl-
uðu ekki að fara að láta erlendu lánin hans
Jóns Ólafssonar ríða sér í rassgatið. Þið ætt-
uð frekar aö hringja í herra Jón Óttar og biðja
kallinn að hætta á Herbalife og koma heim og
berja ykkur áfram til sigurs yfir amerískum
bönkum.
Hvað myndi Tjeis gera þá? Hvað gæti þetta
helvíti gert ykkur? Hann myndi í mesta lagi
hirða af ykkur stöðina og þá munduð þið bara
kaupa hana á uppboöi hjá sýslumanni eða
stofna nýja stöð sem héti Stöö tvö en ekki
Stöð 2. Það er heldur enginn að fara að reka
þessa stöð nema þið. Þið eruö Stöð 2 alveg
eins og starfsfólk DV er DV. Ef eigendur DV
tækju milljarða okurlán hjá Danske Bank, sem
myndi síðan sliga blaðið, myndu starfsmenn-
irnir bara labba út og gera samning við prent-
smiðju Moggans og skrifa fréttir á einhverja
aðra tölvu en tölvu Frjálsrar fjölmiðlunar.
Nú er líka kominn tími til að öll þjóðin sýni
smákarakter. Viö skulum lifa þessa Davíðs-
kreppu af og segja fokk-it! Ég hugsa að ég
komi meira að segja heim þegar við náum
botni kreppunnar bara til þess að segja fokk-
it!
Ég bý í útlöndum og ætti
auðvitað að vera að
hlæja mig máttlausan
yfir kreppunni sem Davíö
er að koma á heima á ís-
landinu. Undir eðlilegum kringumstæöum væri
ég að breytast í ríka frændann I Danmörku
sem sendir nauðsynjar heim til mömmu og
systkina sinna. En því miður vinn ég fyrir ís-
lensk blöð eins og Fókus og er þar að auki á
styrkjum frá þessu ríki sem prentar peninga-
seðla sem virðast vera að fara norður I rassgat
þessa dagana.
Ég tapa peningum
Launalækkanirnar sem ég hef orðið fyrir á und-
anförnum mánuðum eru svo miklar að hvaða
verkalýðsfélag sem er myndi hvetja félags-
menn sina til að leggja niður vinnu ef þeir
fengju aðeins að finna fyrir helmingnum af tap-
inu mlnu. Ég tapa tugum, ef ekki hundruðum,
þúsunda á þessu helvítis hagkerfi okkar ís-
lendinga.
En ég er ekki einn um að tapa og um daginn
heyrði ég að Stöð 2 væri I sama skítnum og
ég. Það er sagt að stöðin tapi alveg ofsalega
mörgum milljónum út af einhverjum erlendum
lánum sem hún tók á sfnum tíma. Þeir láta
auðvitað eins og þeir ætli að berjast með kjafti
og klóm fyrir lífi stöðvarinnar en munu auðvitað
bara segja upp 40-50 manns og slátra morg-
unsjónvarpinu örugglega ásamt öðru góðgæti.
Jón Páll og Stöð 2
Ég man hvar ég var þegar Jón Páll dó og þeg-
6
f Ó k U S 1. júní 2001