Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2001, Blaðsíða 14
Flugfarþegar meö húmor lífga upp á hversdagslega vordaga á islandi. Einmitt þegar maður hélt að hvunndagurinn myndi ganga að manni dauðum varð mayday og læti á KeflavlkurfIugve11i og þota lenti með fullt af fólki í lífshættu. Einhver húmoristinn hafði fengið þá brilljant hugmynd að skrifa spren^uhótun á spegilinn til að lífga upp á ferðina. Ómar Konráðsson var ekki um borð. Sumirtelja að um útsendara fjármálaráðherra hafi verið að ræða en hann vill ekkert heitar þessa dagana en að fólk komi með gjaldeyri inn í landið. Mörgum kann að virðast að ef þetta eru aðgeröir ráðuneytisins þá sé Haarde orðinn býsna desperat í fiárhagsaðgerðum sínum. Bónusinn ofan á gjaldeyrisinnstreymið er svo sá að FBI fékk áhuga á litla íslandi. Hvað er skemmtilegra en fá þessa vinalegu löggumenn frá Ameriku til KEF? Flugfarþegar með húmor eru skemmtilegt fyrirbæri og rétt að benda á að ef flugfarþeginn með varalitinn hefði verið húmorslaus þá hefði verið sprenga í vélinni. Forsjárhyggja er úr fókus. Það er alveg merkilegt að í byrjun 21. aldarinnar skuli stjórnvöld ætla að fara að hefta tjáningu fólks með heimskulegum reglum. Eftir nokkra mánuði verður ólöglegt að nefna Winston, Camel, Marlboro og aðrar sígarettutegundir nema það sé á neikvæöan hátt. Það má því segja: „Guðjón drapst af Winston-reykingum" en ekki „Guðjón er að drepast, hann langar svo í Winston". Má þá nokkuö tala um hraðaakstur nema með neikvæðum formerkjum og verður þá ekki hið sama að gilda um Ijósabekkí? Þá verður líka bannað með lögum að reykja hjá börnunum sínum. Kommon, það reykir ekkert almennilegt fólk ofan t börnin sín og þeir sem eru ekki almennilegir láta ekki einhver lög stoppa sig. Fyrir hverja eru eiglnlega svona lög? Þurfa fasistarnir virkilega á þessu að halda? Núna kemst fólk ágætlega vel hjá því að láta reykja ofan í sig. Þessi lög ganga of langt. Og hvernig hvernig forgangsröðun er það að vilja borga tveimur árum lengur fyrir fangelsisvist einhverra aumingja frekar en veita þessum peningum til forvarna og reyna að bjarga almennilegu fólki? Hulda María Jónsdóttir var valin Ijósmyndafýrirsæta DV í Ungfrú ísland-keppninni í síðustu viku. Hún er 18 ára nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og ætlar að starfa hjá Flugeldhúsinu í sumar. Hulda María svarar 25 spurningum Fókuss. Ertu trúuð? „Já, ég fer alla vega stundum með faðirvorið og svona.“ |7§ Fallegasti staður sem þú hefur komið á? „Ég held ég verði að segja Mallorca.“ Hvaða bók lastu síðast? „Brennu Njáls sögu í skólan- um.“ Besta bíómynd sem þú hef- ur séð? „Notting Hill.“ Uppáhaldsteiknimynda- fígúra? „Bart Simpson." 12 SkjárEinn, Stöð 2 eða RÚV? „SkjárEinn.“ spurningar Hvað á að gera í sumarfrí- inu? „Bara vinna en vonandi kemst ég eitthvað til útlanda." Hvað pantarðu þér þegar þú ferð á bar? „Malibu í ananassafa." Notarðu Internetið? „Já, svona aðeins." 15» Uppáhaldsheimasíða? „Það er engin ein sérstök, ég flakka bara.“ Síðasti veitingastaður sem þú fórst á? „Langbest í Keflavík." Síminn, Tal eða íslands- sími? „Síminn, besta sambandið." <161 Uppáhaldsmaturinn þinn? „Það er jólamaturinn kalkúnn og allt sem því fylgir. Draumabíllinn? „Ætli það sé ekki bara ein- hver nýr og flottur Benz.“ Og einkanúmerið á bílinn? „Newman, ættarnafnið í fjöl- skyldunni." Ef þú mættir strika út eitthvað sem þú hefur gert...? „Ég held að það sé bara ekki neitt, það er nú allt í lagi að gera stundum mistök." Eiga samkyn- hneigðir að fá að ættleiða börn? „Ég hef bara enga skoðun á þvi.“ Besta leið- in til að fá útrás fyrir eitthvað? „Fara í 1 í k a m s - rækt og þá helst TaeBo.“ eða Hverju myndirðu breyta ef þú fengir að stjórna landinu? „Ætli ég myndi ekki lækka skattana um svona helming!“ Pulsa pylsa? „Pulsa.' 21 Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? „Það er nú ekkert ákveðið en mig langar alla vega að mennta mig meira þegar ég er búin með menntaskólann." Hvað er það villtasta þú hefur tekið upp á? „Það er svo margt, ég held að það þýði ekkert að ætla að fara að nefna eitthvað eitt atriði!" sem Fókuss Er íslenska þjóðin of feit? „Nei, hún er bara fín eins og hún er.“ Hvað ertu lengi að hafa þig til á morgnana? „Ég er svona hálftíma með því að borða og gera allt.“ Fyrsti kossinn? „Hann kom í 12 ára bekk en fyrsti alvörukossinn var í áttunda bekk.“ hverjir voru hvar Stóri salur Borgarleikhússins var undirlagður af fyrirmennum þjóð- arinnar á fimmtudagskvöldið I síð- ustu viku þegar gamanleikritið IVIeð vífið í lúkunum var frumsýnt. Listinn hér að neðan er langt því frá tæmandi en ætti að gefa ein- hverja mynd af ástandinu. Bergur Þór Ingólfsson var einn fjölmargra leikara sem var mættur, Kristján Franklín Magnús með Sigríði Arnardóttur, Sigrún Edda Björnsdóttir, Rún- ar Freyr Gíslason með Selmu Björnsdóttur og Bjarni Haukur Þórsson framleiðandi, svo einhverjir séu nefndir. Borgarfulltrúar voru mjög áberandi í salnum enda borguðu þeir brúsann. Helgi Pétursson kom á bílnum sin- um, Sigrún Magnúsdóttir kippti Páli Péturs- syni félagsmálaráð- herra með, Ólafur F. Magnússon, Hrann- ar B. Arnarsson og Helgl Hjörvar. Þá sást I Karl Garðars- son, fréttamann á Stöð 2, ásamt sinni konu, Gerði Kristnýju ritstjóra, Sindra Finnboga- son knattspyrnu- mann og Gunnar Hafliðason rafvirkjameistara, Kristján Þorvaldsson, ritstjóra Séö og heyrt, Finn Beck frétta- mann, Þorvald Bjarna Þorvalds- son tónlistarmann, Elvu Dögg Melsted fegurðardís meö unnust- anum, Magnúsi Þór Gylfasyni SUS-ara, Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta, og dóttur hennar og Magnús Geir Þóröarson leik- hússtjóra. Kenneth Branagh skemmti sér í stofunni á Astro um síðustu helgi og var staðurinn pakkaöur af fólki sem vildi virða hann fyrir sér. Þorfinnur Ómarsson hélt upp á Cannes- feröina sína og skammt undan voru Þór Jós- epsson módel, Halldór Kolbeins Ijósmynd- ari, Lisa Hovland vaxtarræktarkona, Pálmi Guðmundsson hjá ÍÚ, Jonni Sigmars og Simbi og Svavar tískuálitsgjafar ásamt fegurðar- drottningunni Önnu Maríu. Marín Manda var mætt að vanda, Arna Play- boy, FM-strákarnir Bjarki Sig, Kalli Lú og Þröstur létu eins og kóngar, Ragnar Blöndal hafði ofan af fyrir erlendum gestum Stutt- myndadaga, iþróttafélagarnir Val- týr Björn Valtýsson og Bjarni Jó- hannsson, þjálfari Fylkis, skemmtu sér vel saman, ísi af Thomsen, Siggi Hlö mætti meö Obbý konu sinni, Villi Svan Jr. kynnti sér hvernig á að reka veit- ingahús, Siguröur Jónsson not- færði sér meiðslafríið og kíkti út á lífið, Guðjón í OZ, Maggi Sam, Kolla Ungfrú ísland.is, Harpa Melsted og Aron Kristjánsson voru fulltrúar Hauka, sáiardrengirnir Stebbi Hi og Gummi Jóns voru i tjillinu með Ónnu Björk hans Stebba og Fjölnir Þorgeirs og Árni Snævarr ræddu stöðu Stöövar 2. íþróttafólkið Her- bert Arnarson úr körfunni, Guömundur Guð- mundsson landsliösþjálfari (athugaði hvort einhver hefði stolist á djammið) og Vernharö Þorleifsson júdó- kappi, Harpa feguröardrottning, Anthony Karl Gregory, Júlli Kemp, Jón Gunnar Geirdal, Guö- mundur Breiðfjörð og Björn Norð- urljósamenn kíktu með forstjöra FOX-samsteypunnar, Unnur eró- bikk fór á kostum á dansgólfinu, Berglind Hawaiian Tropic vakti mikla eftirtekt, Simmi Popptívi, Siggi Johnny vídeókóngur, mark- vörðurinn Árni Gautur Arason er I fríi frá Noregi (hverjum manni hollt) og mætti í vatniö en Jói bróðir hans drakk fyrir þá báða, Arnór Diegó, fyrrum herra ísland, Sigurður Kári SUS-ari og Alfreö og Bjössi SAM-menn. Á Gauki á Stóng var fjöldi fyrir- menna og fylgdarfólks þess um síðustu helgi. Beggi úr Sóldögg var í góðu stuði, Kolla Ungfrú is- land.is, Stefán Hjörleifsson gítar- leikari og bisnessmaður, Björn Jörundur var með Völu og aðrir Buff-meölimir, Pétur og Bergur, fylgdu I kjölfariö. SkjásEins-mafian Kristján Ragnar og Dóra Takefusa, Helgi Ey- steinsson og Geiri grafíker ásamt fyrrum sjónvarpskonunni Addú voru á svæðinu. Popplandsliðiö lét sig heldur ekki vanta og sást til Stebba Hilmars og Gumma Jóns úr Sálinni, Vals og írisar úr Buttercup, Helga Björns, Kristjáns úr Spútnik, Einars Ágústs Víðissonar, umboðs- mannsins Gumma Gísla og poppparans Jóhanns Bachmann úr Skítamóral og Birgittu Haukdal úr irafár. Þá sást einnig glitta i módeliö Birgittu ínu og athafna- manninn Ingvar Þórðarson. 14 f Ó k U S 1. júní 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.