Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2001næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2001, Blaðsíða 28
Opel Zafira Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36 • sími 588 1560 Forstjóri ístaks um tengsl viö Árna Johnsen: Vona að Árni hafi verið rukkaður „Ég vefengi ekki að maðurinn hafl unnið hjá okkur og verið sendur í þetta viðvik. Ef við látum vinna fyrir ein- staklinga þá eru skrifaðir út reikning- ar og viðkomandi rukkaðir," sagði Páll Sigurjónsson, forstjóri Istaks, í morgun vegna framburðar Óskars Sigurðsson- ar trésmiðs sem kveðst hafa unnið fyr- ir Áma Johnsen samkvæmt skipun verkstjóra. Páli forstjóri svaraði DV á símafundi í morgun þar sem hann kall- aði til sín Tómas Tómasson, verkfræð- ing ístaks. Hvorugur þeirra mundi eft- ir umræddu atviki en þeir ítekuðu að ístak gæfi ekki slíka vinnu. - Var Ámi þá rukkaður fyrir þessa vinnu sem átti sér stað árið 1995? „Ég ætla bara rétt að vona það,“ svaraði Páll. „Það getur vel verið að við höfum unnið viðvik fyrir Áma en þá fer það á reikning til hans,“ segir hann. Þeir voru spurðir hvort Ámi hafi einhvem timann fengið sendan reikn- ing frá ístaki vegna viðvika sem þess sem hér er rætt. „Það ætla ég rétt að vona en ég þekki það ekki í smáatriðum. Það er unnið fyrir hina og þessa. Núna grófum við eitthvað smávegis í garðinum hjá Áma og þá er gerð samantekt á því og hon- um sendur reikningurinn. Við erum mjög hjálplegir við menn,“ segir Páll. Varðandi verkefni sem ístak hefur fengið hjá Þjóðieikhúsinu að tiistuðlan Áma segja þeir Páll og Tómas að það hafi verið vegna þess að nauðsynlegt hafi verið að bjarga málum. „Þetta em smá viðhaldsverk þar sem við höfum brugðist við þegar um yfir- vofandi lokun hefur verið að ræða,“ segja Tómas og Páll. DV óskaði eftir að fá að sjá reikning á Áma Johnsen vegna vinnunnar frá 1995 eða til vara reikning ístaks á Áma Johnsen frá öðmm tíma. Forsvars- menn ístaks lofuðu að leita uppi slíkan reikning. -rt Dósent um þorskstofninn: Hrun blasir við Einar Júlíusson, dósent við sjáv- arútvegsdeild Háskólans á Akur- eyri, gagnrýnir starfsaðferðir Haf- rannsóknastofnunar og sókn íslend- inga í þorskinn harðlega í kjallara- grein sem birtist hér í blaðinu í dag. Einar víkur sérstaklega að aflaregl- unni svokölluðu og segir: „Aflaregl- an mun líklega koma stofninum vel niður fyrir 200 þús. tonn á næsta ári og á þar næsta ári niður undir 100 þús. tonn. Ég vil ekki aðeins taka svo djúpt í árinni að segja að við séum komin á hættusvæði varðandi þorskstofninn. Ég vil segja að hrun þorskstofnsins blasi við.“ Sjá nánar á bls. 14-15 TIMBURMENNIRNIR FYLGJA! heim Ríkið sýkn- að af öllum kröfum ASÍ Lánaði skipbrotsdreng fötin sín dv-mynd bg Sveinbjörn Guölaugsson á Blönduósi stendur hér meö poka meö fötum sem hann iánaöi unga skipbrotsdrengnum sem komst lífs af ásamt þremur öörum þegar rækjubáturinn Una í Garöi sökk í gærmorgun. Skipbrotsmennirnir voru mjög klæölitlir þegar þeir komust í björgunarbát og var því hringt í land og óskaö eftir fötum. Sveinbjörn brást vel viö og lánaöi sín. Tveir eru taldir af eftir sjóslysiö. Sjá bls. 6. Héraðsdómur í Reykjavík sýkn- aði í morgun íslenska ríkið af kröfum Alþýöusambands íslands um að lög, sem sett voru á sjó- menn i vor og bundu enda á verk- fall þeirra, taki ekki til þeirra að- ildarfélaga sem ekki höfðu boðað verkfall. í kröfum ASÍ var farið fram á að lögin næðu ekki til þriggja félaga, sem ekki áttu í verkfallsátökum. Auk þess gerði ASÍ kröfu um að viðurkennt yrði að lagasetn- ingin hefði í för með sér ólög- mæta skerðingu á samningsfrelsi og verkfallsrétti þeirra félaga sem voru í verkfalli. Til vara kraföist ASÍ þess að dómurinn úrskurðaði að lögin fælu í sér ólögmæta skerðingu á verkfalls- rétti þeirra þriggja félaga sem ekki höfðu boðað verkfall. Héraðsdómur hafnaði öllum kröfum Alþýðusambands íslands. -aþ i i i i i i i i i i Trésmiður ístaks í Þjóðleikhúsinu vann fyrir Árna Johnsen: Sendurl Itil þingmannsins - aldrei beðinn um að sundurliða vinnuna, segir Óskar Sigurðsson „Verkstjórinn á verkstæðinu gaf mér fyrirmæli um að smíða vagna á hjólum. Þetta áttu að vera eins konar bókaskápar fyrir alþingismanninn Árna Johnsen," segir Óskar Sigurðs- son trésmiður sem vann hjá ístaki árið 1995 við að breyta leikmuna- geymslu í verkstæði. Eins og fram hefur komið í DV hef- ur ístak annast flest þau verk sem unnin hafa verið i Þjóðleikhúsinu. í fæstum tilvikum hefur verið um að ræða útboð heldur hefur Árni John- sen, formaður byggingarnefndar Þjóð- leikhússins, úthlutað verkunum til ístaks. Þá má nefna það að ístak ann- aðist uppbyggingu Þjóðhildarkirkju og skála Eiríks rauða í Brattahlíð. Óskar segist hafa orðið undrandi þegar hann komst að því að verið var að smíða fyrir alþingismanninn en hann hafi unnið verkið. „Það var nokkuð grínast með þetta. Ég kallaði bókaskápana kartöfluvagna og það varð samheiti skápanna." Hann segir að Árni Johnsen hafi komið i Þjóðleikhúsið um það leyti sem hann var að smíða skápana. Þar hafi hann gantast við starfsmenn ístaks. „Þetta var um það bil DV-MYND H.ÓL. Óskar Sigurðsson - smíöaöi fyrir þingmann. kjaradómur hækkaði laun þingmanna stórlega. Ég spurði Árna í glettni hvort allir þingmenn ynnu fyrir sínu kauph Hvort þeir væru ekki í alls kyns nefndarstörfum og störfum utan Alþingis. Árni varð ævareiður og sagði mér að grjóthalda kjafti og vera ekki aö gaspra um það sem ég hefði ekkert vit á. Þá lögðust fé- lagar mínir á sveif með mér og Árni féllst á að verið gæti að einhverjir hefðu auka- störf,“ segir Óskar. Hann segir að nokkrum dögum seinna hafi verk- stjórinn falið honum meiri vinnu fyr- ir Árna. „Nokkru seinna var ég sendur heim til Árna til að gera við vegg. Mér var ekkert vel við það í ljósi deilunnar um þingfararkaupið. Óttinn reyndist þó ástæðulaus og ágætlega fór á með okk- ur og Ámi bauð upp á kaffi," segir hann. Ætli þetta hafi ekki verið þrír til fjórir dagar sem ég vann fyrir þing- manninn en ég var aldrei beðinn um að gera sérstaklega grein fyrir þeirri vinnu. Ég hef enga ástæðu til að ætla að ístak hafi rukkað fyrir þessi viðvik og þá sérstaklega í ljósi atburða síð- ustu daga,“ segir Óskar. Hann segir umrædd viðvik fyrir Árna hafa verið þau einu sem hann var látinn vinna það ár sem hann vann hjá fyrirtækinu. „Ég hef stundum hugsað um þetta og þetta kom mér mjög spánskt fyrir sjónir. Mér finnst sjálfsagt að segja frá þessu nú þegar málefni Áma Johnsen em ofarlega á baugi,“ segir Óskar tré- smiður. -rt Olvunarakstur FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2001 Lögin á sjómenn: á 100 þúsund Sektir vegna umferðarlagabrota hækka verulega um næstu mánaða- mót samkvæmt nýrri reglugerð dóms- málaráðherra. Upphæðir sekta eru einfaldaðar þannig að þær standa á hálfum eða heiium tug þúsunda króna. Á heildina litið er um 50% hækkun á sektum að ræða og er sér- stök áhersla lögð á hækkun sekta við svokölluðum hættubrotum, til dæmis vegna ölvunar- og hraðaksturs. Lægsta sekt fyrir ölvunarakstur hækkar úr 30 þúsund í 50 þúsund krónur og hæsta sekt fyrir sama brot verður 100 þúsund krónur. Hraðakst- urssektir hækka úr 25 þúsund í 50 eða 60 þúsund krónur. Þá verður ekki heimilt að ljúka með sektargerð lögreglustjóra málum vegna ýmissa alvarlegra umferðar- lagabrota heldur munu þau leiða til ákæru og refsimáls fyrir dómstólum. ^ Breytingar á fjárhæð sekta vegna umferðarlagabrota hafa ekki orðið síðan 1998 en starfshópur, sem skipað- ur var af dómsmálaráðherra fyrr á ár- inu, taldi að hækka þyrfti sektir veru- lega enda sýni rannsóknir aö háar sektir virðist hafa veruleg áhrif á hegðun ökumanna. -aþ Árni í morgun: Sólin að » koma upp Haildóra Filippusdóttir, eiginkona Áma Johnsens, staöhæfir að skemmd- arverk hafi verið unnin við heimili I þeirra hjóna i Reykja- vík en, sjáif hafa þau flutt sig til Vest- mannaeyja vegna ágangs ókunnugra. Telur Halldóra að vörð þurfi við húsið en sonur þeirra Árna | dvelur þar nú og gæt- Árni Johnsen * eigna þeirra. „Eg vil ekki tjá mig um þetta né annað,“ sagði Ámi John- sen í morgun. „En sólin er að koma upp hér í Vestmannaeyjum." -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 163. tölublað (18.07.2001)
https://timarit.is/issue/200427

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

163. tölublað (18.07.2001)

Aðgerðir: