Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2001, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2001
Fréttir
DV
Hæfnisnefnd hunsuð við val á Kaupmannahafnarpresti:
Mun kanna laga-
lega stöðu mína
- segir séra Ágúst Einarsson sem talinn var hæfastur. Prestafélag aðhefst ekkert
„Ég mun óska skýringa á þessari
ákvörðun og kanna lagalega stöðu
mina,“ segir séra Ágúst Einarsson
sem hæfnisnefnd biskups mælti
með sem presti íslendinga í Kaup-
mannahöfn. Hæfnisnefndin taldi
séra Sigrúnu Óskarsdóttur vera
næstbesta kostinn en neðst á lista
nefndarinnar var séra Þórir Jökull
Þorsteinsson. Samkvæmt lögum vel-
ur biskup íslands þann prest sem á
endanum er skipaður. Vegna
mægða við séra Þóri Jökul vék
herra Karl Sigurbjörnsson sæti í
málinu og séra Sigurður Sigurðar-
son vígslubiskup tók að sér að velja
prestinn. Hann gekk þvert á vilja
nefndarinnar og valdi Þóri Jökul til
embættisins.
Embætti prests íslendinga í Dan-
mörku er að hálfu greitt af Trygg-
ingastofnun ríkisins. Eins og DV
greindi frá í gær hafði Þjóðkirkjan
ekkert samráð við Tryggingastofn-
un um skipun Þóris Jökuls. Karl
Steinar Guðnason, forstjóri TR, for-
dæmdi þessa tilhögun í DV í gær og
sagði framkomu kirkjunnar manna
vera „móðgandi". Þar vísaði Karl
Steinar til samkomulags um að
hæfnisnefndin veldi þann er best
væri fallinn til starfans. I nefndinni
sem hunsuð var sat Kristján Guð-
jónsson, lögfræðingur Trygginga-
stofnunar, ásamt fulltrúa biskups
og Prestafélags Islands. Nefndin var
á einu máli um að Ágúst væri best
fallinn til starfans.
„Ég hef verið aö hugsa minn gang
en átta mig ekki því til hvaða ráða
ég get gripið,“ sagði séra Ágúst í
gær.
Séra Jón Helgi
Þórarinsson.
Guðmundur
Einarsson.
Meðal presta
gætir óánægju
vegna framgangs
vígslubiskups í
málinu. Mörgum
þykir sem ekki sé
farið að leikregl-
um og að Þórir
Jökull njóti
mægða sinna við
biskup og vináttu við vígslubiskup.
Jón Helgi Þórarinsson, formaður
Prestafélags íslands, sagði að félag-
inu hefði ekki borist erindi vegna
þessa máls.
„Við aðhöfumst ekkert í málinu
að svo stöddu. Ég býst við að biskup
verði beöinn um rökstuðning vegna
DV-MYND HARI
Hafnað
Séra Ágúst Einarsson, prestur í Seljakirkju, var að mati hæfnisnefndar bisk-
ups talinn hæfastur til að gegna embætti prests islendinga í Danmörku.
Vígslubiskup ákvað að ýta áliti nefndarinnar til hliðar og skipaði pann sem
aftastur var á listanum.
Séra Bernharður
Guðmundsson.
þessarar ákvörðunar. Ég vil sjá
þann rökstuðning áður en ég segi
meira um málið,“ segir séra Jón
Helgi.
Herra Karl Sigurbjörnsson, bisk-
up íslands, sá ekki ástæðu til að
svara skilaboðum DV vegna þessa
máls. Hann glimir nú við þann
vanda að stór hluti prestastéttarinn-
ar er ósáttur við framgöngu hans og
vígslubiskups. Þá er biskup íslands
sakaður um að hafi brotið sam-
komulag við Tryggingastofnun um
að samráð yrði viðhaft um skipan
Kaupmannahafnarprests.
Þetta er annað málið á skömmum
tíma þar sem einstaklingar tengdir
biskupsfjölskyldunni fá embætti
með umdeildum hætti. Þess er
skemmst að minnast að séra Bern-
harður Guðmundsson, mágur herra
Karls Sigurbjörnssonar, var ráðinn
rektor Skálholtsskóla. Við ráðningu
hans gengu yfirvöld Þjóðkirkjunnar
þvert gegn vilja skólanefnar Skál-
holtsskóla sem mælti ítrekað með
Guðmundi Einarssyni, fyrrum
framkvæmdastjóra Hjálparstofnun-
ar kirkjunnar.
-rt
Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Norðurlands gagnrýnir stjórnvöld harðlega:
Lífeyrissjóðirnir mæta skömmum
- og eru gerðir að blóraböggli, að mati Kára Arnórs Kárasonar
Kári Arnór Kárason, fram-
kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Norður-
lands, segir að lífeyrissjóðirnir í
landinu verði að
geta stjórnað sín-
um fjárfestingará-
kvörðunum sjálf-
ir. Það sé ekki
hlutverk stjórn-
málamanna að
segja forsvars-
mönnum lífeyris-
sjóðanna fyrir
verkum og vísar
Kári Arnór þar til
gagnrýni sem beindist að lífeyrissjóð-
unum í kjölfar lítils áhuga sjóðanna
á kaupum i Landssímanum.
Kári Arnór
Kárason.
„Það sem mér finnst athyglisverð-
ast við þetta útboð er viðhorf stjórn-
málamanna til markaðarins. Mark-
aðinum er sagt að ef menn kalli þá
eigi hann að hlýða. Þetta er hrokafull
afstaða og lýsir vanþekkingu á stöðu
markaðarins eins og hann er í dag.
Það er ekki stjórnmálamanna að
stýra fjárfestingum lífeyrissjóðanna.
Stjórnmálamenn eiga að stýra efna-
hagsmálunum og hafa ekki staðið sig
sérstaklega vel í því. Þeim væri nær
að líta í eigin barm frekar en að fara
sífellt út og skamma aðra. Okkur
fmnst sem lífeyrissjóðirnir hafi verið
gerðir að blórabögglum," segir Kári
Arnór og bendir á að bankar og ýms-
ir hlutabréfasjóðir hafi lika sýnt út-
boði Landssímans lítinn áhuga en
gagnrýnin hafi þrátt fyrir það eink-
um beinst að lífeyrissjóðunum.
Ólíkt stærstu lifeyrissjóðunum tók
Lífeyrissjóður Norðurlands þátt í út-
boðinu en óvissa er hvort af kaupun-
um verður þar sem fyrirtækið upp-
fyllir ekki skilyrði til skráningar á
Verðbréfaþing. Aðeins náðist að selja
um fimmtung þess sem ríkisstjórnin
hafði stefnt að og gagnrýndu formað-
ur einkavæðingarnefndar, forsætis-
ráðherra og samgönguráðherra líf-
eyrissjóðina í kjölfarið vegna áhuga-
leysis þeirra á kaupunum. M.a. féllu
dylgjur um meint samráð þeirra
stærstu i að sniðganga útboðið.
Kári Arnór segir tvær skýringar á
því að menn hafi ekki keypt meir í
Landssimanum en raun bar vitni.
Annars vegar hafi gengið veriö of
hátt og hins vegar hafi ferlið verið
unnið í öfugri röð. Óvissan með kjöl-
festufjárfestinn hafi klárlega átt þátt
í hinni dræmu sölu og fylgjast
Almennt er þungt hljóð i lífeyris-
sjóðum landsins í augnablikinu og
svartsýni gagnvart framtíðinni. Fjár-
málamarkaðurinn er gríðarlega erf-
iður sem stendur, að sögn Kára Arn-
órs, og ekki líklegur til að ná sér á
strik á næstunni. „Ég sé ekki að út-
lönd muni rétta úr kútnum á næstu
þremur til sex mánuðum og mér
finnst liklegt að niðurstaðan verði sú
sama hérlendis." -BÞ
Jaröskjálftarnir ollu skemmdum á Alþingishúsinu:
Gert við fýrir rúmar 23 milljónir króna
- um þrjátíu hús á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið tjón bætt
Lagt er til í fjárlagafrumvarpi
næsta árs að veittar verði 23 millj-
ónir í tímabundna fjárveitingu til
að hægt sé að lagfæra skemmdir á
Alþingishúsinu af völdum Suður-
landsskjálftanna á síðasta ári.
Að sögn Friðriks Ólafssonar,
skrifstofustjóra Alþingis, urðu
menn varir við skemmdir strax i
kjölfar skjálftanna en þær hafa ver-
ið meiri en í fyrstu var talið. Til að
hægt væri að meta skemmdimar
þurfti til að mynda að fara inn í
veggi og athuga vel burðarvirki og
annað slíkt. Friðrik segir að í ár-
anna rás hafi margt farið aflaga í
húsinu, sem var byggt 1881, en
innri strúktúr þess hafi ekki mikið
verið skoðaður í gegnum tiðina.
Jarðskjálftamir hafi leitt i ljós að
margt þurfi að endurbæta og að
margir veikleikar í húsinu hafi op-
inberast enn meira við þá.
„Sprungur eru í veggjum frá góifi
til lofts og einnig eru sprungur í út-
veggjum alveg í gegn,“ segir Frið-
rik. Skemmdirnar séu taldar svo
miklar að ekki sé hægt að bíða
lengi með viðgerðirnar og sé því
gert ráð fyrir hefjast handa við þær
strax næsta vor þegar þinginu
verður frestað. „Þetta verður gert
Alþingishúsið
Stefnt er að því aö hefjast handa við
viðgerðirnar á húsinu næsta vor.
um leið og þinghúsið verður tengt
við skálabygginguna," segir Frið-
rik.
Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmda-
stjóri Viðlagatryggingar íslands,
segir að ekki hafi borist tilkynning-
ar þangað um skemmdirnar á Al-
þingishúsinu. Hann segir að alls
hafi verið greitt úr Viðlagasjóði
vegna skemmda á um þrjátíu hús-
um á höfuðborgarsvæðinu og voru
flest þeirra í útjaðri svæðisins.
„Bæði var um að ræða sprungu-
skemmdir og skemmdir á innbúi,“
segir Ásgeir.
-MA
Umsjón: Birgir Guðmundsson
netfang: biggi@dv.is
Erlingur í framsókn?
Framsóknarmenn á Akureyri koma
saman til aðalfundar sins síðar í vik-
unni og telja menn að þar verði meðal
annars rætt um skipan framboðslista
ílokksins fyrir bæj-
arstjórnarkosning-
arnar næsta vor.
Þegar liggur fyrir
að Ásta Sigurðar-
dóttir er á útleið úr |
bæjarmálunum.
Menn telja aftur á I
móti líklegt að þeir '
Jakob Bjömsson og Guðmundur
Ómar Guðmundsson haldi áfram,
eða að minnsta kosti fýsi það. Fram-
sóknarmenn i bænum sjá hins vegar
fyrir sér að nýliðunar sé þörf og þar
er nú ekki síst horft til Erlings Krist-
jánssonar, kennara og aðstoðarþjálf-
ara handknattleiksliðs KA. Hann er af
traustum framsóknarættum í bænum
og þykir þess utan sigurstranglegur
frambjóðandi, gefi hann kost á sér í
slaginn. Erlingur hefur spilað vörn
með KA-liðinu upp á síðkastið en eins
og einn framsóknarmaðurinn orðaði
það þá er kominn tími til að setja Er-
ling i sókn - i Framsókn ...!
Rætt um sætaskiptingu
Framboðsmálin eru ofarlega í um-
ræðunni i pottinum þessa dagana og
þá ekki síst framboðsmálin í Reykja-
vík. Nú heyrist að Reykjavíkurlista-
viðræðurnar séu
farnar að snúast
um uppröðun á
lista og skiptingu
sæta milli fram-
bjóðenda. í pottin-
um heyrist nú að
menn séu að verða
ásáttir um að Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir verði ekki
talin með kvóta Samfylkingar í þess-
ari uppstillingu heldur skipi hún 8.
sætið utan ílokka. Þá eru þrír flokk-
ar um hin sjö sætin sem þýðir tvö
sæti á flokk og eitt sæti stendur út
af. Mikil átök munu um það sæti og
er talið allt eins líklegt að það verði
tekið frá fyrir einhvern „utan
flokka". í öllu falli munu hvorki
framsóknarmenn né vinstri grænir
geta sætt sig við að það færi til Sam-
fylkingar því þá yrði Samfylkingin í
raun með fjóra af átta mönnum á
lista, ef borgarstjóri er talinn til
Samfylkingarmanna ...
Nýr borgarfulltrúakandídat
Meira um Reykjavíkurlistann. Rætt
er um að úr hópi vinstri grænna
muni nú líta dagsins ljós nýr borgar-
fulltrúakandídat en til þessa hefur
einungis Árni Þór
Sigurðsson verið
framarlega í borg-
armálum úr þess-
um herbúðum. Þau
nöfn sem þar munu
heitust eru auk
Árna Stefanía
Traustadóttir, Kol-1
beinn Proppé, Svanhildur Kaaber
og Sigríður Stefánsdóttir...
Ásdís í Reykjavík?
En það er ekki einvörðungu
Reykjavíkurlistamegin sem spenna
ríkir um uppstillingu, það er talað
um algera óvissu í röðum sjálfstæðis-
manna. í pottinum
heyrist enn dregið
í efa að Inga Jóna
Þórðardóttir muni
verða leiðtogi list-
ans og vitað er um
áhuga Júlíusar
Vífils Ingvarsson-
ar á að taka við af
henni ef hún fer ekki fram, en Júlíus
er talinn hafa það á móti sér að hann
minnir um margt á Árna Sigfússon-
báðir séu of miklir séntilmenn fyrir
þetta at. Þá er Björn Bjarnason enn
á hliðarlínunni og er beðið ákveðnari
merkja frá honum. En i þessari
miklu biðstööu hafa umræður skap-
ast um enn aðra sem gætu verið kall-
aðir og æ oftar heyrist nú nafn Ás-
dísar Höllu Bragadóttur, bæjar-
stjóra í Garðabæ. Hún er fyrrum að-
stoðarmaður Bjöms og er talin hafa
margt með sér sem nýst gæti til að
vinna borgina aftur ...