Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2001, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2001, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2001 DV Fréttir Hóteleigendur vilja aö samkeppnisyfirvöld kanni útleigu á íbúðum stéttarfélaga til utanfélagsmanna: Stéttarfélögin keppa við hótelin - allt að þrefaldur verðmunur, segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Sumarhús stéttarfélaga Fyrir féiagsmenn á sumrin en hvern sem er þegar engin er eftirspurnin. Samkeppni viö gististaöi vilja hóteleigendur meina. „Við gerum ekki athugasemdir við að stéttarfélög séu að leigja út orlofshús til félagsmanna sinna, enda eru þau byggð eða keypt af þeim fyrir lögboðn- ar tekjur þeirra úr Hauksdóttir um. Það sem við - þessi sam- gerum hins vegar keppni getur athugasemdir við er ekki gengiö. að þegar ekki er ........ nægileg eftirspurn félagsmanna eftir íbúðunum, þá eru þær settar á almennan markað, jafn- vel leigðar út af þjónustufyrirtækjum, eins og Securitas á Akureyri sem er þjónustuaðili fjölmargra stéttarfélaga sem eiga íbúð í bænum og leigðar hverjum sem er án aðildar að stéttar- félagi. Ég veit að þar hefur verið hægt að fá íbúð leigða á 3.000 til 3.500 krón- ur fyrir eina nótt á Akureyri á meðan nótt í tveggja manna hóteli kostar um 10.000 krónur,“ sagði Erna Hauksdótt- ir, framkvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar, við DV. Leigja hverjum sem er Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa fyrir hönd félagsmanna sinna sem reka gistiþjónustu óskað eftir við samkeppnisyfirvöld að þau nýti sér þær heimildir sem þeim eru veittar i lögum til að grípa til aðgerða gegn samkeppnishamlandi aðstæðum. í er- indi SAF segir að orlofssjóðir stéttar- félaga eigi fjölda orlofshúsa og íbúða víðs vegar um iandið. Bæði sé um að ræða orlofshús í dreifbýli og íbúðir í helstu þéttbýliskjörnum landsins, svo sem í Reykjavík og á Akureyri. Áður fyrr hafi félagsmenn þurft að sækja um með löngum fyrirvara og hafa minnst nokkurra ára félagsaðild hjá stéttarfélaginu til að eiga möguleika á úthlutun orlofshúsa. Þetta eigi að vísu að einhverju leyti enn við um úthlut- un yfir sumartímann, en þegar kemur að leigu yfir vetrartímann er aðstaðan allt önnur. Nú sé fjöldi orlofshúsa og ibúða orðinn svo mikill að félagsmenn Njörður Helgason blaðamaöur nýti ekki nema brot þeirra yfir vetrar- tímann. SAF segir að í úthlutunarreglum orlofshúsa einhverra stéttarfélaga komi fram að einungis félagsmenn fái leigð orlofshús. í öðrum kveði á um að félagsmenn hafi forgang um útleigu húsanna. Það sé þó staðreynd að hjá fjölda stéttarfélaga skipti ekki máli hvort umsækjandi sé félagsmaður eða utanfélagsmaður þegar sótt er um leigu orlofshúss á vetrartíma. Sé íbúð laus, þá fær sá sem fyrstur kemur. Með þessu séu stéttarfélögin komin inn á sama markað og hótel og gisti- staðir í landinu sem reka gistiaðstöðu samkvæmt opinberum leyfum. „Þessar íbúðir stéttarfélaganna eru undanþegnar öllum opinberum gjöld- um sem rekstraraðilar gistiheimila og hótela verða að greiða, virðisauka- skatti, heiibrigðisgjaldi og öðrum greiðslum vegna opinberra leyfa og eru auk þess ekki teknar út af viðeig- andi heilbrigðisyfirvöldum sem gisti- staðir," sagði Erna. „Stéttarfélög eru að misnota undanþágur sem þeim eru veittar af ríkisvaldinu. Að okkar mati getur þessi samkeppni við gististað- ina ekki gengið,“ sagði Erna Hauks- dóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Mikil eftirspurn „Það eru eflaust til dæmi um að við höfum leigt íbúðir stéttarfélaganna ut- anfélagsmönnum eftir að félögin hafa komið því til okkar að íbúðirnar séu á lausu. Við erum ekki beðnir um að ganga úr skugga um félagsaðild af uinbjóðendum okkar, stéttarfélögun- um,“ sagði Árni Steinsson hjá Secur- itas á Akureyri. Hann segir að yfir- leitt séu íbúðir félaganna á Akureyri leigðar skólafólki yfir vetrartimann en nokkrar séu leigðar út til félags- manna viðkomandi félaga. Helstu verkefni Securitas séu að afhenda lykla að íbúðunum til félagsmanna stéttarfélaganna og að fara yfir þær að leigutíma loknum. „Við þjónustum allmörg félög, um 40 íbúðir eru í okkar umsjá, Það er ekki launungarmál að mikið er hringt og spurt um þessar ibúðir. í einstaka tilfellum hafa félögin haft samband við okkur og gefið það til kynna að íbúðir þeirra séu á lausu, við höfum þá haft heimild til að leigja þær í um- boði félaganna til fólks sem hingað hefur leitaö," sagði Árni Steinsson. Leigjum eingöngu okkar félagsmönnum „Við leigjum eingöngu okkar félags- mönnum hús í eigu félagsins og höf- um ekki getað annað þeirri eftirspurn sem er eftir þeim innan félagsins. Hins vegar skil ég það vel að gerðar séu athugasemdir ef félög eru að leigja öðrum en sínum félagsmönnum sín hús,“ sagði Magnús L Sveinsson, for- maður Verzlunarmannafélags Reykja- víkur. -NH Hótel Tindastóll á Sauöárkróki Fallegt hús sem setur svip á gamla bæjarhiutann á Króknum. Eignin var slegin hæstbjóöanda í síöustu viku. Hótel Tinda- stóll sleginn hæstbjóðanda - fór á 26 milljónir DV, SKAGAFIRÐI: Ferðamálasjóður og Byggðastofn- un keyptu Hótel Tindastól á Sauðár- króki á nauðungaruppboði í síðustu viku. Kaupverðið var 26 milljónir króna. Þessir aðilar áttu veðkröfur í eignina, Ferðamálasjóður átti kröf- ur að upphæð liðlega 16,4 millj. og Byggðastofnun að upphæð 42,7 milljónir. Þriðji kröfuhafinn var er- lend lánastofnun sem hafði lánað 150 þúsund dollara í fyrirtækið, eða sem nemur um 15 milljónum. Hótel Tindastóll var tekinn í notkun í apríl árið 2000. Það er eitt af elstu húsunum á Sauðárkróki og í því hafði verið margvísleg starf- semi en þó lengst af hótelrekstur. Það var Pétur Einarsson, fyrrrver- andi flugmálastjóri, sem réðst í að endurgera húsið og tóku þær fram- kvæmdir um eitt og hálft ár. Endur- gerðin þótti vönduð og húsið sér- stakt, ekki síst kjallarinn sem hlað- inn er úr grjóti. Eins og fyrr hefur verið greint frá í blaðinu er Pétur fluttur af landi brott. -ÖÞ Slysaskrá íslands: Formleg skrán- ing hafin Formleg skráning í Slysaskrá Is- lands hófst þann 1. október að við- stöddum ráðherrum heilbrigðis- og félagsmála og aðstandendum verk- efnisins að því er kemur fram á heimasíðu Landlæknisembættisins. Um er að ræða upphaf tilraunatima- bils og er markmiðið með skráning- unni að fá betra yfirlit yfir fjölda slysa, orsakir þeirra og afleiðingar. Einnig muni skipulagðar slysarann- sóknir leiða til markvissari og öfl- ugri forvarna. Skráin mun inni- halda upplýsingar um öll slys með meiðslum, sem og upplýsingar um eignatjón í umferðaróhöppum. -MA Erfitt aðgengi að heilsugæslustöðinni við Smáralind: Búið að vera hræðilegt - segir yfirlæknir sem kvartað í gær yfir átroðningi verktaka Túnþökur á bílastæöi heilsugæslustöövarinnar Hvamms i Kópavogi. Framkvæmdir í og viö Smáralind hafa valdiö starfsfólki og sjúklingum heilsugæslustöövarinnar miklum ama. Mikils urgs gætir hjá starfsfólki heilsugæslu- stöðvarinnar Hvamms við Hagasmára í Kópa- vogi vegna ágangs verk- taka við Smáralind á lóð stöðvarinnar. Keyrði um þó þverbak i fyrradag, en þá var búið að hlaða nið- ur miklu af torfi á bíla- stæði heilsugæslustöðv- arinnar. Sigurður V. Guðjóns- son, yfirlæknir I Hvammi, segir að ágang- ur verktaka við Smára- lind á lóð heilsugæslu- stöðvarinnar hafi verið mjög til ama undanfarin misseri. „Ég kvartaði við verktakann en stór hluti bílastæðisins var þakinn túnþökum þegar við mættum í morgun. Það var hátt í helmingur bílastæðisins undir- lagður," sagði Sigurður. Hann sagði að þeir sem hefðu átt erindi í heilsu- gæslustöðina að undanfórnu hefðu átt í erfiðleikum með að finna bílastæði við stöðina. „Bæði hafi bílastæði ver- ið upptekin af starfsmönnum verk- taka, auk þess sem aðgengi að stæðun- um sé búið að vera hræðilegt. Það eru komin umferðarljós hér allt um kring en ég veit hrein- lega ekki hvernig þetta kemur til að verða. Það getur því orðið tafsamt að komast til okk- ar.“ Heilsugæslu- stöðin er nýlega byggð og var upp- haflega á opnu svæði. Nú má hins vegar heita að hún sé komin undir gafl Smára- lindar. Sigurður segir að aðgengi að stöðinni hafi margsinnis komið til umræðu á fundum með stjórn heilsugæslunnar. Hann telur aðkomuna nú algjörlega óviðunandi. Verktakar hófust handa strax eftir að kvörtun barst um að fjarlægja þök- urnar af bílastæðinu. Fulltrúi hjá ístaki, sem er aðalverktaki vegna framkvæmda við Smáralind, sagðist ekki kannast við þetta mál. Hins veg- ar væru margir verktakar að störfum á svæðinu bæði innan og utan lóðar við Smáralind. Þar væru líka verktak- ar og starfsmenn á vegum Kópavogs- bæjar. Hann kannaðist þó við að á einhverjum stigum hefðu vinnuvélar verið inni á lóð heilsugæslustöðvar- innar vegna grjóthleðslu á lóðamörk- unum. Steingrímur Hauksson hjá tækni- deild Kópavogsbæjar sagði að menn yrðu að sýna einhverja biðlund með- an framkvæmdir kláruðust í kringum Smáralindina. Hann sagði að aðgeng- ið ætti að verða mjög gott samkvæmt skipulaginu. Þarna væru umferðar- ljós fyrir gangandi umferð og akandi umferð kæmist inn á sérafrein sem líka yrði nýtt fyrir innkeyrslu að vörugeymslum í Smáralind. Seinna er gert ráð fyrir göngubrú að heilsu- gæslustöðinni yfir Smárahvammsveg- inn. -HKr. Yeik tollgæsla: Ein lögga ann- ast um 180 skipakomur DV, AKRANESI: Bæjarráð Akraness og Borgar- byggðar hafa skorað á stjórnvöld að tryggja fjármagn tO að halda uppi nauösynlegri tollgæslu við Grundar- tangahöfn. „Löngu er orðið tímabært að efla tollgæslu á Grundartanga og gera höfnina að aðalhöfn," segir í sam- eiginlegri ályktun sveitarfélaganna. Bent er á aö á Grundartanga er starfrækt ein stærsta flutningahöfn landsins fyrir millilandaflutninga. Fjöldi skipakoma á Grundartanga hef- ur nær tvöfaldast frá árinu 1995 og verða þær um 180 á þessu ári. Þetta þýðir komur millilandaskipa annan hvern dag. „Frekari uppbygging er fram undan á Grundartanga sem leiða mun til þess að viðkomum millilandaskipa fjölgar enn. Einn lögreglumaður úr Borgar- nesi hefur með höndum tollafgreiðslu á Grundartanga, auk tilfallandi að- stoðar. Við slíkt fyrirkomulag verður ekki unað lengur og eru yfirvöld hvött til aðgerða hið fyrsta," segir í ályktun sveitarfélaganna. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.