Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2001, Qupperneq 13
13
MIÐVIKUDAGUR 3, OKTÓBER 2001____________________________________________________________________________________________
I>V ^ Útlönd
Hamas-skæruliðar réðust inn í landnemabyggð á Gazasvæðinu:
Vopnahléssamkomulag ísraela og
Palestínumanna er nú í miklu upp-
námi eftir óvænta árás palestínskra
byssumanna inn í ísraelska land-
nemabæinn Alei Sinai á Gazasvæð-
inu. Tveir ísraelskir borgarar, ungur
maður og kærasta hans, féllu í
árásinni og að minnsta kosti flmmtán
særðust. Árásarmennirnir, sem voru
tveir liðsmenn Hamas-samtakanna,
ruddust inn í íbúðahverfi bæjarins í
gærkvöld og skutu á óbreytta borgara
og hermenn, auk þess sem þeim tókst
að henda handsprengjum inn í íbúðar-
hús áður en ísraelskum hermönnum
tókst að skjóta þá til bana.
Árásin, sem þegar hefur verið
harðlega fordæmd af palestínskum
stjórnvöldum, er gerð aðeins viku eft-
ir vopnahlésfund þeirra Yassers
Arafats, leiðtoga Palestinumanna, og
Shimonar Peres, utanríkisráðherra
ísraels, en síðan hafa tuttugu Palest-
inumenn og tveir ísraelar látið lífið,
auk þess sem bílsprengja sprakk í Jer-
Grimmileg árás á ísraelska borgara í gær
Tíu ára ísraelskur drengur var meöal þeirra særöu eftir árás Hamas-
skæruliöanna á landnemabyggöina á Gazasvæöinu í gær.
Skutu tvö ungmenni til
bana og særðu fimmtán
úsalem og ótal skotbardagar hafa orð-
ið víða á óróasvæðinu.
Ariel Sharon, forsætisráðherra
ísraels, kallaði ríkisstjórn sína saman
til fundar fljótlega eftir árásina og
sagði hann eftir þriggja klukkustunda
fund að árásin hefði verið óvægin og
grimmdarleg. Hann kallaði palestínsk
yfirvöld til ábyrgðar og sagði að hún
væri afleiðing þess að Yasser Arafat
héldi hlifikildi yfir hryðjuverkamönn-
um.
Sharon sagði að herinn myndi gera
allt til að vernda ísraelska borgara og
væri nú verið að rannsaka hvernig
Hamas-skæruliðarnir komust inn á
landnemasvæðið.
í morgun gerði ísraelski herinn
svo skriðdrekaárásir á palestínsk
svæði í Gaza og sagði talsmaður
öryggissveita Palestínumanna að þeir
hefðu skotið að minnsta kosti tíu
eftirlitsstöðvar í rúst, auk þess að
særa fjölda manns, þar á meðal einn
lögreglumann.
REUTER-MYND
Kosiö í Bangladess
Begum Khaleda Zia, leiötogi stjórn-
arandstööunnar, sigraöi meö yfír-
buröum í þingkosningunum.
Bangladess:
Sigur stjórnar-
andstöðunnar
Stjórnarandstaðan í Bangladess,
undir forystu Begum Khaleda Zia,
fyrrum forsætisráðherra, sigraði
með yfirburðum í þingkosningun-
um á mánudag.
Forsætisráðherrann, Sheikh
Hasina, sakaði Khaleda og íslamska
bandamenn hennar um að hafa haft
rangt við og spáði því að kjósendur
myndu hafna niðurstöðunni.
Sex manns létust í átökum á
kosningadag en síðan hefur allt ver-
ið með kyrrum kjörum.
Swissair í fjárhagserfiðleikum
Svissneska flugfélagiö Swissair hætti öllu flugi í gær vegna slæmrar fjárhagsstööu í kjölfar hryöjuverkaárásanna í
Bandaríkjunum. Vélar félagsins voru kyrrsettar víöa um heim vegna skulda viö flugyfírvöld og olíufélög og bíöur félagiö
nú fyrirgreiöslu svissneskra banka til aö geta haldiö áfram starfsemi sinni. Hér á myndinni sjáum viö þrjár flugfreyjur
félagsins yfírgefa eina af vélum Swissair á flugvellinum í Zurich.
Meintur hryðjuverkamaður í haldi í París:
Sjálfsmorðsárás skipulögð
gegn bandaríska sendiráðinu
Franskur karlmaður af alsírskum
uppruna greindi frönskum rann-
sóknardómara í gær frá samsæri
þar sem gera átti sjálfsmorðsárás
inni í bandaríska sendiráðinu í Par-
ís, að því er heimildarmaður
Reuters-fréttastofunnar innan
franska dómskerfisins sagði.
Fréttum bar hins vegar ekki sam-
an um hvort maðurinn, hinn 35 ára
gamli Djamel Beghal, hefði tekið við
skipunum frá Osama bin Laden,
sem grunaður er um aö hafa staðið
fyrir hryðjuverkunum í Bandaríkj-
unum í síðasta mánuði.
Heimildarmaður Reuters sagöi að
Beghal, sem var framseldur frá
Sameinuðu arabísku furstadæmun-
um á mánudag, hefði skýrt frá því
að maður frá Túnis hefði átt að
laumast inn i sendiráðið með
REUTER-MYND
Viö bandaríska sendiráöiö
Þessi mynd var tekin viö bandaríska
sendiráöiö í París þremur dögum eft-
ir árásirnar á Bandaríkin. Nú berast
fréttir um aö sjálfsmorösárás hafí
verið skipulögö gegn sendiráöinu.
sprengiefni innan klæða. Túnisbú-
inn var handtekinn með sprengiefni
í Belgíu tveimur dögum eftir árás-
irnar í Bandaríkjunum.
Beghal sagði að svipuö árás hefði
verið skipulögð gegn bandarískri
menningarmiðstöð í París. Hann
gekkst við því að tilheyra islamskri
hreyfmgu sem stofnuð var í Egypta-
landi. Lögmaður hans vísaði aftur á
móti á bug að skjólstæðingur hans
hefði játað að hafa tekið við fyrir-
skipunum frá bin Laden.
Annar heimildarmaður hafði sagt
áður að Beghal hefði heimsótt aðal-
stöðvar bin Ladens í Afganistan og
gert samning við aöstoðarmann um
að gera árásimar á sendiráðið og
menningarmiðstöðina í París.
Beghal var handtekinn í Dubai
við Persaflóa í júlí.
CIA þjálfaði Pakist-
ana gegn bin Laden
Bandaríska leyniþjónustan CIA
þjálfaði og útbjó sérsveit pakist-
anskra hermanna árið 1999 sem átti
að ráðast til atlögu gegn Osama bin
Laden í Afganistan. Áformin fóru
hins vegar út um þúfur þegar her-
inn í Pakistan rændi völdum, að því
er bandaríska dagblaðið Was-
hington Post greindi frá í morgun.
í blaðinu kom fram að CIA hefði
á laun þjálfað um sextíu pakist-
anska sérsveitarmenn í samvinnu
við stjórn Nawaz Sharifs, fyrrum
forsætisráðherra Pakistans.
„Þetta var á góðu róli,“ hafði
Washington Post eftir fyrrum emb-
ættismanni í stjórn Bills Clintons,
þáverandi Bandaríkjaforseta.
Áætlunin var slegin af þegar Per-
vez Musharraf hershöfðingi velti
Sharif úr sessi í október 1999.
Bandarísk stjórnvöld reyndu ít-
rekað aö telja nýja valdhafa á að
fallast á áformin en ekkert gekk.
Musharraf hefur síðan gerst einn
helsti bandamaður Bandaríkja-
manna í baráttunni gegn hryðju-
verkamönnum.
Annað dagblað í bandarísku höf-
uðborginni, Washington Times,
greindi frá því í morgun að banda-
rískar leyniþjónustur hefðu bent á
23 bækistöðvar hryðjuverkamanna í
Afganistan og nokkrar herstöðvar
talibanastjórnarinnar sem skot-
mörk í yfirvofandi árásum Banda-
ríkjanna á Afganistan. Skotmörkin
eru víðs vegar um Afganistan.
JmuúESTonE
Jeppadekk samkvæmt
formúlunni!
Við munum á næstu
dögum opna
dekkja verkstæði í
Ármúla 1 (bakvið).
Fylgstumeð.
BOSCH
Mikið úrval af Ijóskösturum
BOSCH
HUSIÐ
BRÆBURNIR 0RMS80N
Lágmúla 9,
sími 530-2801