Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2001, Blaðsíða 26
42 MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2001 íslendingaþættir__________________________________________________________________________________________________________py Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Fólk í fréttum Geir H. Haarde Stórafmæli 95 ára_______________________________ Sigdór Hallsson, Löngumýri 8, Akureyri. 85 ára_______________________________ Þorsteinn Jóhannsson, Melabraut 48, Seltjarnarnesi. 80 ára_______________________________ Einar Nikulásson, Breiðageröí 25, Reykjavík. Kristján Guömundsson, Skáldsstöðum, A.-Barðastrandarsýslu. TSára________________________________ Ólafur G. Hjartarson, Ásvallagötu 33, Reykjavík. Guörún Jónsdóttir, Sóltúni 13, Reykjavík. Haraldur Sveinsson, Hlíðargötu 39, Sandgerði. 70 ára_______________________________ Þórey Ólafsdóttir, Njálsgötu 36b, Reykjavík. Hróömar Gissurarson, Kleppsvegi 4, Reykjavík. Marvin Guömundur Hallmundsson, Engihjalla 9, Kópavogi. Hailur Ólafsson, Merkurgötu 5, Hafnarfiröi. Óttar Gunnlaugsson, Vallholti 31, Selfossi. 60 ára_______________________________ Guörún Ingólfsdóttir, Sóltúni 28, Reykjavík. Ingi Sigurður Helgason, Faxatúni 18, Garðabæ. Ibsen Angantýsson, Heiðargarði 13, Keflavík. María Lúðvíksdóttir, Hlíðarvegi 46, Njarðvík. Rafn Sveinsson, VTðilundi lOg, Akureyri. 50 ára_______________________________ Kristín Márusdóttir, Klyfjaseli 12, Reykjavík. Ingibjörg Haröardóttir, Þrándarseli 3, Reykjavik. Edda Hlín Hallsdóttir, Barðastööum 89, Reykjavik. Sólfríöur Guömundsdóttir, Skólagerði 15, Kópavogi. Jóhanna Björnsdóttir, Álfaskeiði 100, Hafnarfirði. Geröur Garöarsdóttir, Lækjargötu 34d, Hafnarfirði. Inga Ólína Anna Jóhannesdóttir, Brautarholti 17, Snæfellsbæ. fj ármálaráðherra Geir Hilmar Haarde fjármála- ráðherra, til heimilis að Grana- skjóli 20, Reykjavík, kynnti á mánudaginn var nýtt fjárlaga- frumvarp ríkstjórnar Islands. Starfsferill Geir fæddist í Reykjavík þann 8.4. 1951 og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1971, BA-prófi í hagfræði við Brandeis University í Waltham í Massachu- setts í Bandaríkjunum 1973, MA- prófi i alþjóðastjórnmálum við John Hopkins University, School of Advanced International Studies í Washington DC í Bandaríkjun- um 1975 og MA-prófi í þjóðhag- fræði við University of Minnesota í Minneapolis í Bandaríkjunum 1977. Geir var blaðamaður við Morg- unblaðið á sumrin 1972-77, hag- fræðingur í alþjóðadeild Seðla- banka íslands 1977-83, aðstoðar- maður íjármálaráðherra 1983-87, varaþm. Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik frá 1983, er alþm. frá 1987 og var formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins 1991-98. Geir var formaður SUS 1981-85, forseti Norðurlandaráðs 1995, for- maður þingmannahóps vestrænna ríkja innan Alþjóðaþingmanna- sambandsins 1992-94, í fram- kvæmdastjórn sambandsins frá 1994 og varaforseti þess frá 1995-97, formaður flokkahóps íhaldsmanna innan Norðurlanda- ráðs 1995-97 og formaður utanrík- ismálanefndar alþingis 1995-98. Fjölskylda Eiginkona Geirs er Inga Jóna Þórðardóttir, f. 24.9. 1951, við- skiptafræðingur og borgarfulltrúi. Hún er dóttir Þórðar Guðjónsson- ar, skipstjóra og útgerðarmanns á Akranesi, og k.h., Marselíu Guð- jónsdóttur húsmóður. Börn Geirs og Ingu Jónu eru Borgar Þór Einarsson, f. 4.5. 1975 (stjúpsonur Geirs); Helga Lára, f. 27.1. 1984; Hildur María, f. 15.11. 1989. Dætur Geirs frá fyrra hjóna- bandi og Patriciu Mistrettu Guð- mundsson eru Ilia Anna, f. 28.7. 1977, og Sylvía, f. 9.6. 1981. Bræður Geirs: Bernhard Haar- de, f. 31.1. 1938, d. 2.3. 1962, banka- maður í Reykjavík; Steindór Helgi Haarde, f. 12.9. 1940, bygginga- verkfræðingur og lektor við Tækniskóla íslands, búsettur á Seltjamarnesi, kvæntur Jórunni Hönnu Bergmundsdóttur, hús- móður og tækniteiknara, og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Geirs: Tomas Haarde, f. í Sandeid í Rogalandi í Noregi 14.12. 1901, d. 18.5. 1962, símafræð- ingur í Reykjavík, og k.h., Anna Steindórsdóttir, f. 3.5. 1914, hús- móðir. Ætt Anna er dóttir Steindórs Helga, forstjóra Bifreiðastöðvar Stein- dórs Einarssonar, b. í Ráðagerði, bróður Elínar, ömmu Bjöms R. Einarssonar hljóðfæraleikara. Einar var sonur Björns, b. á Litla- Hálsi, bróður Kristínar, langömmu Gissurar, foður Hann- esar Hólmsteins. Björn var sonur Odds, b. á Þúfu í Ölfusi, Bjöms- sonar, bróður Katrínar, langömmu Vals leikara, föður Vals bankastjóra, og langömmu Garðars, foður Guðmundar H., fyrrv. alþm. Móðir Björns á Litla- Hálsi var Jórunn, systir Magnús- ar á Hrauni, langafa Aldísar, móð- ur Ellerts B. Schram, forseta ÍSÍ. Jórunn var dóttir Magnúsar ríka, hreppstjóra í Þorlákshöfn, Bein- teinssonar, b. í Þorlákshöfn, Ingi- mundarsonar, b. á Hóli, Bergsson- ar, ættföður Bergsættar, Stur- laugssonar. Móðir Steindórs Helga var Guð- rún Steindórsdóttir, b. í Landa- koti í Reykjavík, bróður Jóns í Gröf, afa Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar rithöfundar, föður Ólafs Jó- hanns, rithöfundar og forstjóra. Steindór var sonur Matthiasar, kaupmanns í Hafnarfirði, bróður Páls, langafa Ólafs Björnssonar, hagfræðiprófessors og fyrrv. alþm, og Guðrúnar, móður Vil- mundar ráðherra og Þorvalds hag- fræðiprófessors Gylfasona. Matth- ías var sonur Jóns, pr. í Amar- bæli, Matthíassonar, stúdents á Eyri, bróður Markúsar, langafa Ásgeirs forseta. Matthías var son- ur Þórðar, ættfoður Vigurættar, Ólafssonar, ættfoður Eyrarættar, Jónssonar, langafa Jóns forseta. Móðir Önnu var Ásrún Sigurðar- dóttir, b. í Sigluvík á Svalbarðs- strönd, Jónssonar, bróður Ás- mundar, afa Guðmundar Bene- diktssonar, fyrrv. ráðuneytis- stjóra. Móðir Ásrúnar var Anna, systir Guðnýjar, ömmu Halldórs Laxdal í Radióbúðinni. Anna var dóttir Gríms, b. í Garðsvík, og Sæ- unnar Jónsdóttir frá Látrum. Móðir Sæunnar var Jóhanna Jó- hannesdóttir, b. í Grenivík, Árna- sonar. Móðir Jóhannesar var Sig- ríður Sörensdóttir frá Ljósavatni. Móöir Sigríðar var Guðrún Þor- valdsdóttir, pr. á Hofl, Stefánsson- ar, skálds í Vallanesi, Ólafssonar, prófasts og skálds á Kirkjubæ, Einarssonar, prófasts og skálds í Heydölum, Sigurðssonar. 40 ára__________________________ Jóel Brynjólfsson, Bergþórugötu 41, Reykjavík. Birgir Sævar Ellertsson, Asparfelli 12, Reykjavík. Guölaugur H. Guðjónsson, Hvannarima 6, Reykjavík. Bergur Már Sigurösson, Reykjavíkurvegi 36, Hafnarfirði. Janusz Malkowski, Melteigi 10, Keflavík. Þórlaug Ásgeirsdóttir, Fjarðarstræti 59, ísafirði. Ingibjartur A Ingvarsson, Stakkanesi 4, Isafirði. Anna Gísladóttir, Móatúni 25, Tálknafirði. Hilmar Haukur Aadnegard, Dalatúni 13, Sauðárkróki. Erlendur Steinþórsson, Mánatröð 3, Egilsstöðum. Sjötugur Marvin Guðmundur Hallmundsson húsasmiður Marvin Guðmundur Hallmunds- son húsasmiöur, Engihjalla 9, Kópa- vogi, er sjötugur í dag. Starfsferill Marvin fæddist að Meiri Garði í Dýrafirði og ólst þar upp. Hann nam húsasmíði hjá Guðmundi Jóhanns- syni og lauk sveinsprófi frá Meist- araskólanum árið 1960. Marvin starfaði lengst af í Trésmiðju Há- konar og Kristjáns en síðustu 15 ár- in hefur hann starfað hjá Húsa- smiðjunni. Marvin sat í stjórn Tré- smiðafélags Reykjavíkur. Hann er einnig virkur félagi í Lionsklúbbn- um Muninn í Kópavogi. Fjölskylda Marvin kvæntist 24.12. 1956 Ólöfu Árnadóctur, f. 17.4.1930, d. 26.2 1997, verslunarmanni, og voru foreldrar hennar Árni Daníelsson verkamaður og Gyða Steindórsdóttir hús- móðir og bjuggu þau í Vinaminni, Neskaup- stað. Börn Marvins og Ólafar: Hallmundur Rúnar, f. 26.8. 1957, húsasmíðameistari í Kópavogi, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur bókara og eiga þau þrjú börn; Gyða María, f. 10.8. 1960, skrifstofumaður í Kópavogi, gift Vil- mundi Tryggvasyni lagerstjóra og eiga þau þrjú böm; Eysteinn, f. 27.3. 1969, sölumaður, kvæntur Guðrúnu Waage, starfsmanni á leikskóla, og eiga þau tvö böm. Mar- vin og Guðrún eiga eitt barnabarnabarn. Systir Marvins er Jónasína, f. 21.11. 1938, búsett í Reykjavík. Foreldrar Marvins voru Hallmundur Jóns- son, f. 6.7. 1898, d. 8.2. 1977, bóndi í Meiri Garði í Dýrafirði, og kona hans Guðrún Jóna Guðmundsdóttir, f. 18.7. 1899, d. 27.12. 1998, húsmóðir. Marvin tekur á móti gestum laug- ardaginn 6.10. frá kl. 17-19 í Lions- heimilinu Lundi, Auðbrekku 25, Kópavogi. Mcrkír Islendíngar Stephan G. Stephansson skáld fæddist á Kirkjubóli í Skagafirði 3. október 1853. Skólagöngu hlaut Stephan enga sökum hversu efnalítil fjölskylda hans var. Hann fluttist vestur á bóginn til Norð- ur-Ameriku tvítugur að aldri. Þar stundaði hann i fyrstu daglaunavinnu en gerðist síðar landnemi og bóndi og nam þrívegis nýtt land. Síðustu ára- tugina bjó Stephan í Albertafylki í Kanada. Kveðskapur Stephans birtist ekki á prenti fyrr en Stephan var kominn á miðjan aldur. Kvæði hans birtust i sex bindum og heitir safnið Andvökur, sem dregið er af því að Stephan orti mest megn- is á kvöldin og næturnar eftir að hafa sinnt Stephan G. Stephansson hefðbundnum bóndastörfum. Stephan lét sig öll mannleg vandamál skipta. Þó beindist athygli hans mest að þrem málefnum; styrjöldum; auðvaldi og kirkjunni og þóttu ádeilur hans oft á tíðum afar hvassar. Þ.á m. áleit hann að kirkjan æli tálvonir hjá sóknar- börnum sínum, auk þess að bæla nið- ur þrá þeirra eftir frelsi og sannleika. Sjálfur taldi Stephan sig vantrúar- mann. Stephan orti mestmegnis um sam- tíma sinn en hreifst þó af fornritunum og leitaði oft til þeirra sem samanburð við sinn samtíma. Hann er talinn tilheyra raunsæisstefnunni. Stephan lést árið 1927. DV 550 5000 visir.is 4=0 550 5727 1=1 Þverholt 11, 105 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.