Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2001, Page 28
44
MIÐVIKUDAGUR 3. OKTOBER 2001
Tilvera
DV
í f Í Ö
f I I! V I N N U
Mannakorn
leikur í Salnum
Hljómsveitin Mannakorn mun
endurflytja 25 ára
afmælistónleika sína í Salnum í
kvöld, og hefjast þeir kl. 21. 00.
Þar munu félagarnir Magnús
Eiríksson og Pálmi Gimnarsson,
ásamt Ellen Kristjánsdóttur,
flytja allar ástsælustu perlur
Magnúsar, með aðstoð tveggja
ungra og efnilegra
hljóðfæraleikara, Davlðs Þórs
pfanóleikara og Benedikts
Brynleifssonar trommuleikara.
POPP________________________
■ SVITI I NORÐURKJALLARANUM
Bandaríska pönkrokksveitin Out
Cold fær svitann til að flæða á al-
vörurokktónleikum í Norðurkjallara
MH ásamt íslensku sveitunum Mín-
us og DogDaze. Húsið er opnaö kl.
21 og það kostar 500 kall inn.
Krár
■ RADIO X A GAUKNtlM Utvarps
stöðin Radíó X sér um músíkina á
Gauki á Stöng.
Klassík
■ TONLEIKAR I STYKKISHOLMI
Guömundur Kristmundsson
lágfiðluleikari og Hávaröur
Tryggvason kontrabassaleikari
halda tónleika í Stykkishólmskirkju
í kvöld í samvinnu við Tónlistarskóla
Stykkishólms og Félag Islenskra
tónlistarmanna. Þar munu þeir
kynna hljóðfærin og leika fjölbreytt
og skemmtileg verk. Tónleikarnir
hefjast kl. 18 og allir eru velkomnir.
Aðgangur er ókeyþis.
■ ÍTÖLSK TÓNLIST í
ÞJOPARBOKHLODUNNI Tríóið
Delizie Italiane með þeim Leone
Tinganelli, Jóni Rafnssyni og Jóni E.
Hafsteinssyni leikur heföbundna
tónlist frá Napólí í fyrirlestrasal á 2.
hæö Þjóöarbókhlööunnar í kvöld.
Tónleikarnir hefjast kl. 20 og eru
liður í dagskrá ítalskrar viku á
íslandi.
Fundir
RI^NbÚRÚMRJUÞÚNÁ
HALDINN I RAÐHUSSKAFFI
Skotveiöifélag Islands efnir til
fræðslufundar á Ráöhúskaffi í
Ráðhúsinu við Tjö/nina í kvöld kl.
20.30. Þar mun Ólafur K. Níelsen
fuglafræðingur hjá
Náttúrufræðistofnun fjalla um
ástand rjúpnastofnsins nú í haust
og áhrif veiöa á rjúpuna. Einnig mun
hann lýsa rjúpnarannsóknum í
Eyjafirði og svara fyrirspurnum
fundarmanna. Fundurinn er opinn
öllum þeim sem áhuga hafa á
málefninu.
Gönguferdir
■ GONGUFERÐ UM
HAFNARSVÆÐH) I REYKJAVÍK
Hafnargön|uhópurinn stendur fyrir
gönguferö í kvöld milli gömlu
hafnarinnar og Sundahafnar. Farið
verðurfrá Hafnarhúsinu,
Miðbakkamegin kl. 20.00 og með
hafarbökkum og ströndinni inn á
Sólfar og áfram inn í Rauðarárvík og
Laugarnes, þaöan um Sundabakka
inn í Vatnagaröa. Til baka geta
menn valið um göngu eða far með
strætó. Allir eru velkomnir í ferð
með Hafnargönguhóþnum.
Sýningar
■ HRÖNN Á HÚSÁVÍK Hrónn
Eggertsdóttir myndlistarmaður
sýnir verk sín í Safnahúsinu á
Húsavík. Sýningin heitir „Á ferð" og
myndefniö er ferðalag um landið
okkar, ísland.
Júlíus Sólnes prófessor með fyrirlestur um World Trade Center:
Saga, bygging og hrun
Bíógagnrýni
Tóm leiðindi
Júlíus Sólnes prófessor verður með
fyrirlestur um World Trade Center-
turnanna sem ráðist var á 11. septem-
ber síðastliðinn. Turnarnir voru
byggðir á árunum 1966-1973 og voru á
sinum tíma byggingartæknilegt afrek.
Menn dáðust að glæsilegri hönnun
arkitektsins Minoru Yamasaki og
djörfum lausnum verkfræðinganna
Skillings, Helle, Christiansens og Ro-
bertsons.
Til minningar um turnana ætlar
Júlíus Sólnes að segja frá byggingar-
sögu þeirra, tæknilegri gerð og hruni.
Fyrirlesturinn er í stofu 158 í VR II
húsinu við Hjarðarhaga og hefst
klukkan 16.00 í dag.
Menn eru farnir að gera sér nokkra
grein fyrir því og ég ætla að rekja þær
hugmyndir í fyrirlestrinum."
„Ég ætla einnig að rekja byggingar-
söguna, lóðanýtingu svæðisins og
fjalla um arkitektinn. Áður en bygg-
ingarnar hófust var lóðin í eigu hafn-
arinnar og þar voru einhver vöruhús.
Menn áttuðu sig svo á því að þarna
var stór illa nýtt lóð við hliðina á
stærsta fjármálahverfi heimsins. Alls
var centerinn sjö hús sem höfðu sitt
eigið póstnúmer, lögreglustöð og svo
var sérstök lestarstöð fyrir húsin.
Þetta er svo sem eðlilegt því saman-
lagður fjöldi fólks sem sótti vinnu í
WTC hefur verið á annað hundrað
þúsund, eöa eins og hálf íslenska þjóð-
in, á hverjum degi.“
Júlíus segir að það sem menn sjái
ekki sé lika merkilegt. „Menn geta
ímyndað sér hvernig frárennslið eða
Háskólabió - Isn’t She Great: ★
Sif
Gunnarsdóttir
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
Vakti mikla athyggli
„Ástæðan fyrir áhuga mínum á
húsunum er tvíþættur," segir Júlíus.
„Þegar ég var ungur maður starfaði
ég sem verkfræðingur í Danmörku og
þá voru turnarnir í smíöum. Fram-
kvæmdin vakti gríðarlega athygli um
allan heim, menn höfðu aldrei séð
svona byggingar áður. Ég kom til New
York 1971 og sá turnana úr fjarlægð
og fannst mikið til þeirra koma. Ég
fór svo með hóp verkfræðinema að
skoða turnanna árið 1985. Við fengum
mjög ítarlega leiðsögn um bygging-
arnar og fyrirlestur um byggingu
þeirra.“
Hvað gerðist
„Eftir óhæfuverkin 11. september
fór ég að afla mér upplýsinga um hvað
hefði gerst i raun. Það eru sérfræðing-
ar úti um allan heim að reyna að gera
sér grein fyrir því hvernig turnarnir
stóðu af sér árásina og hrundu svo.
Endurreisn turnanna táknræn
Sérfræöingar úti um allan heim eru aö reyna aö gera sér grein fyrir því hvernig turnarnir stóöu af sér árásina
og hrundu svo.
Byggingartæknilegt afrek
Júlíus Sólnes segist fyrst hafa séö turnana í New York 1971 og fundist mikiö til þeirra koma.
vatnsveitan í svona húsi er. Loftræsti-
kerfið og lyftumar voru með ólíkind-
um þannig að húsin voru á margan
hátt merkileg."
Hólógrafmynd
Þegar Júiíus er spurður hvort hann
telji að turnarnir verði reistir aftur
segir hann að öU húsin sjö sé ónýt.
„Menn skiptast í tvær fylkingar hvað
endurbyggingu þeirra varðar. Sumir
vilja byggja þau 1 sömu mynd en aðr-
ir eru að tala um að hafa turnana
lægri vegna þess að það verði erfitt að
fá fólk til að vinna í svona háhýsum
eftir árásina."
Að lokum segir Júlíus að endur-
reisn tumanna sé mjög táknræn að-
gerð og með henni séu Bandaríkja-
menn að sýna að þeir láti ekki bugast.
Hópur listamanna hafi nýlega sett
fram þá hugmynd að kasta hólógraf-
mynd af turnunum á staðinn, þar sem
þeir stóðu áður, og flýta þannig fyrir
„endurreinsn" þeirra. -Kip
Skáldkonan og umboösmaðurinn
Bette Midler og Nathan Lane í hlutverkum sinum.
Byrjum á því að líta á hverjir eru
viðriðnir kvikmyndina Isn’t She
Great. Leikstjórinn Andrew Berg-
man hefur áður leikstýrt prýðileg-
um gamanmyndum eins og The
Freshman (þar sem Brando gerði
grín að Guðfoðurhlutverkinu) og
Honeymoon in Vegas. Handritshöf-
undurinn Paui Rudnick skrifaði In
& Out með Kevin Kline og leikar-
arnir sem skipa aðalhlutverkin eru
allt reyndir gamanleikarar sem
hafa oft komið manni til að hlæja
upphátt: Bette Midler, Nathan Lane
(kærasti Robins Williams í The
Birdcage), Stockhard Channing,
David Hyde Pierce (litli bróðir
Fraisers) og sjálfur John Cleese.
Þess vegna situr maður eftir eins og
stórt spurningarmerki að kvikmynd
lokinni og veltir því fyrir sér hvern-
ig þetta einvalalið hafi getað gert
svona óskaplega leiðinlega mynd og
hverjum hafi eiginlega dottið það í
hug? Besta atriðið í myndinni er
þegar aðalpersónan, Jacqueline Sus-
ann, er að horfa á sjónvarpið og sér
(og við lika) James Brown syngja
lagið I Feel Good - en því miður fær
maður ekki að sjá allt lagið.
Jacqueline Susann (Midler) var
kona sem langaði óskaplega mikið
til að verða fræg. Fyrst reyndi hún
að vera leikkona en þegar það gekk
ekki giftist hún umboðsmanninum
Irving Mansfield (Lane), eignast
með honum þroskaheft barn, fékk
krabbamein og skrifaði bókina
Valley of the Dolls sem seldist ótrú-
lega vel í Bandaríkjunum á sjöunda
áratugnum enda var bókin um dóp-
aðar konur og graða menn í
Hollywood og var víst klúrari en
nokkuö sem hafði komið út áður í
hinu púritanska vestri. Eftir bókina
(sem varð að kvikmynd 1967) skrif-
aði hún nokkrar í viðbót í sama
dúr, varð rík og fræg og dó árið
1974. Þessi saga hennar er óskaplega
illa sögð í kvikmyndinni Isn’t She
Great, enda skautar myndin á milli
aulahúmors og velgjulegrar væmni
þegar allt í einu er ætlast til að
áhorfandinn taki upp vasaklút og
felli tár yfir persónum sem eru ekk-
ert nema yfirborð og skipta mann
engu máli.
Ég varð að fletta upp á Midler í
kvikmyndahandbókinni minni til
að fullvissa mig um að hún hefði
einhvern tímann gert eitthvað vel
og mundi þá eftir ágætishlutverkum
sem hún hafði fyllt vel út í. Hér of-
leikur hún í allar áttir þannig að
samúð eða áhugi með aðalpersón-
unni er ómögulegur. Nathan Lane
leikur manninn hennar og þótt
hann sé ekki eins afspyrnuvondur
og Midler þá reynir hann hvað
hann getur. Stockard Channing er
vinkonan og á nokkur hnyttin til-
svör, John Cleese leikur útgefanda
og er ekkert notaður og David Hyde
Price er bara alveg ágætur sem rit-
stjóri Susann. Myndin fær eina
stjörnu út á hann og tvo nett fyndna
brandara sem ég held að séu örugg-
lega báðir sýndir í treilemum
Ég veit ekki hversu mikið Isn’t
She Great er sannsöguleg, en Sus-
ann vegna vona ég að lif hennar
hafi verið áhugaverðara en þessi
kvikmynd.
Leikstjóri: Andrew Bergman. Handrit:
Paul Rudnick, byggt á grein eftir Michael
Korda. Tónlist: Burt Bacharach. Leikarar:
Bette Midler, Nathan Lane, Stockard
Channing, David Hyde Pierce, John
Cleese